Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 22
TII1Á.GUR' 1: FÉBRÚÁR ÍÖ9Í7 FYRIR BQTNI PERSAFLOA Olíumengunin á Persaflóa: Saudi-Arabar gætu neyðst til að skammta vatn Dhahran. Reuter. FLOTGIRÐINGAR, sem Saudi-Arabar hafa notað til að hefta út- breiðslu olíumengunar á Persaflóa frá lindum í Kúveit, eru ekki örugg vörn gegn umhverfisspjöllum, að sögn framleiðenda búnaðarins í Jap- an. Aðstoðarframkvæmdastjóri Hitachi Zozen-fyrirtækisins segir að þótt girðingarnar stöðvi útbreiðsluna á yfirborðinu muni olían smám saman sökkva og setjast í inntaksop á stöðvum sem vinna ferskvatn úr sjó. Fari svo getur þurft að skammta vatn í landinu. Japanskur vísindamaður, Yasu- hiro Sugimori, sem kannað hefur skaðann af völdum olíunnar, telur að mengunin geti borist alla leið inn á Bengal-flóann takist ekki að stöðva flekkinn við Hormuz-sundið. Stað- vindar myndu með tímanum, líklega á næsta ári, beina olíunni í austurátt en fyrst myndu strendur Omans á Arabíuskaganum og Sómalíu í Norð- austur-Afríku verða fyrir barðinu á menguninni. Vísindamennimir taka fram að þetta geti því aðeins gerst að allt leggist á eitt til að auka skað- ann. Tsutomu Fukui, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Hitachi Zozen, sagði að kæmist olían í inntaksopin yrði að hægja á framleiðslu ferskvatnsins eða jafnvel stöðva hana með öllu vegna þess að hreinsitækin gætu ekki fjarlægt olíuna. Tvö mikil vatns- ver af þessu tagi eru í hafnarborg- inni Jubail við flóann. Þau framleiða samanlagt rúmlega milljarð lítra af drykkjarvatni á dag er fullnægja um Lík flug- manns dreg- ið um götur París. Reuter. ANDSPYRNUHREYFING Kúrda segir að íraskar örygg- issveitir hafi tekið af lífi bandarískan flugmann sem var skotinn niður yfir borg- inni Mosul í írak i síðustu viku. Líkið hafi svo verið dregið um götur borgarinnar bundið aft- an í bifreið. Ahmed Barmani, talsmaður Föðurlandssambands Kúrdistan, sem hefur aðsetur í París segist ekki vita af hvaða þjóðemi flug- maðurinn var. En aðrar hreyf- ingar Kúrda sem ffeutere-frétta- stofan hafði samband við stað- festu að flugmaðurinn hefði ver- ið bandarískur. Hann hefði verið stunginn á hol og líkið síðan dregið um götur Mosul á meðan fólk hrópaði: „Lengi lifi hinn staðfasti Baath-flokkur.“ Barmani sagði ennfremur að 129.000 íraskir hermenn og 150.000 óbreyttir borgarar hefðu flúið til Kúrdistans síðan stríðið hófst. Kúrdistan nær yfir nokkum hluta íraks, Tyrklands og írans. Aðrir kúrdískir heim- ildarmenn sögðust hins vegar ekki vita hversu margir óbreytt- ir borgarar hefðu flúið til Kúrd- istans en þeir töldu að 80.000 liðhlaupar og menn sem neituðu að gegna herþjónustu hefðu flú- ið til Kúrdistans. 75% af þörfum höfuðborgar Saudi- Arabíu, Riyadh, sem er langt inni í landi. Flekkurinn stækkar enn Olíuflekkurinn er nú kominn inn á vík sem er aðeins um 20 km norð- an við Jubail. Þar eru auk vatnsver- anna gífurlegar olíuhreinsistöðvar og mengunin getur einnig valdið erfið- leikum í þeim. í gær var hraðað fram- kvæmdum við að leggja tvöfalda flot- girðingu umhverfis inntaksop vatns- veranna. Sérfræðingar telja að olían muni ná til Jubail í dag, föstudag. Tilraunir eru hafnar til að dæla olí- unni upp í skip en talsmenn olíufé- laga hafa litla trú að þær beri mik- inn árangur. Olíumengunin á fióan- um er sú langmesta í sögunni. Loftmyndir gefa til kynna að flekkurinn stækki sífellt enda þótt flugvélar bandamanna hafi stöðvað lekann frá einni olíulindinni í Kúveit sl. laugardag. Bandamenn saka ír- aka um að dæla olíunni af ásettu ráði út í hafíð til að valda mengunar- slysi. írakar hafa vísað þessu á bug, sagt að loftárásir bandamannaá olíu- skip eigi sök á skaðanum. í sjón- varpsviðtali CNN-stöðvarinnar við Saddam Hussein íraksforseta varði hann hins vegar rétt sinn til að nota „olíuna sem vopn“. Liðsafli íraka í Kúveit ræðst inn í Saudi-Arabíu: Saddam styrkir áróð- ursstöðu sína með því að fóma mannslífum ÁRSARFERÐIR íraska liðsaflans í Kúveit inn yfir landamæri Saudi-Arabíu hafa litla sem enga hernaðarlega þýðingu að mati vestrænna hernaðarsérfræðinga. Mat manna er almennt það að árásin á Khafji, mannlausan landamærabæ í Saudi-Arabíu, hafi einkum verið til þess fallin að efla baráttuþrek írösku hermann- anna auk þess sem Saddam Hussein íraksforseta hafi verið mjög í mun að sýna fram á að því fari fjarri að íraska vígvélin hafi verið lömuð. Þá hafa menn og nefnt að með þessu hyggist Saddam freista þess að draga liðsafla bandamanna út í blóðugar landor- ustur eftir að hafa mátt sæta linnulausum loftárásum í hálfan mánuð. Þegar þetta er ritað er það eitt vitað að 12 bandarískir landgöngu- liðar féllu í árásinni á Khafji, sem hrundið var í gærdag. Áreiðanlegar fréttir af mannfalli í herliði Saudi- Araba og Qatara höfðu ekki borist og sagt var að hundruð íraka lægju í valnum. Pólitískt vægi mannslífa Sú staðreynd að hersveitum ír- aka tókst að fella 12 Bandaríkja- menn vegur vafalaust þyngra í huga Saddams en mannfallið í röð- um íraka. Það hefur margoft kom- ið fram í málflutningi forsetans að hann telur að almenningur í Banda- ríkjunum muni snúast gegn hem- aðaraðgerðum bandamanna þegar landorustan hefst og tala fallinna tekur að hækka. Raunar eru sumir fréttaskýrendur vestra á sama máli og Saddam hvað þetta varðar. Á það hefur verið bent að árásin á Khafji og skæmr á landamærun- um undanfama daga kunni að vera til þess fallnar að kanna styrk og viðbúnað fjölþjóðaherliðsins. Er því þá jafnframt spáð að Saddam kunni að blása til stórsóknar inn í Saudi- Arabíu í von um að geta gert undir- búning fjölþjóðaherliðsins fyrir innrásina í Kúveit að engu. Fréttir í gærdag hermdu að írakar hefðu nú safnað saman um 50.000 her- mönnum við landamærin og virðist það vera í ágætu samræmi við þessa túlkun á rás atburða undanfarna daga. Landhernaður og styrkur íraka Norman Schwarzkopf, yfírmaður herliðs bandamanna í Saudi-Arabíu, sagði á fundi með fréttamönnum að ef til vill vonaðist Saddam til þess að geta flýtt landorustum með þessum hætti. Af hálfu banda- manna liggur fyrir að ekki verður ráðist inn í Kúveit fyrr en sýnt þykir að tekist hafí að draga vera- lega úr slagkrafti íraska heraflans einkum Lýðveldisvarðarins, úrvals- sveita Íraksforseta. Tilgangurinn með þessu er einkum sá að draga verulega úr mannfalli. Styrkur Ir- aka liggur í landhemum og al- mennt er talið að Saddam muni gefast tækifæri til að beita efna- og sýklavopnum í slíkum bardögum. Robert McFarlane, fyrrum öryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, tók í sama streng og Schwarzkopf og kvaðst telja að Saddam vildi með þessu móti þrýsta á bandamenn um að hraða mnrásinni í Kúveit. Blóð- : ugar landorustur kynnu að reynast mikilvægar fyrir forsetann sem skapa vildi þá ímynd af sjálfum sér að hann væri í senn hetja og píslar- vottur. Khafli lá að ýmsu leyti vel við höggi. Bærinn hefur verið mann- laus vikum saman og við blasti að írösku hermennimir gætu varist lengi í byggingum næðu þeir að koma sér þar fyrir. Þá þekkja vest- rænir blaðamenn Khafji vel og til- tölulega auðvelt hefur verið að kom- ast þangað. Saddam, sem sagður er hafa skipulagt árásina, gat því vænst þess að viðbrögð fjölmiðla yrðu í samræmi við það. Saddam virðist því hafa ályktað sem svo að með því að ráðast á landamærabæinn tækist honum að ná ákveðnu framkvæði og að höfða beint til almennings í mörgum Ara- baríkjum. Þetta virðist honum hafa tekist að einhveiju leyti, alltjent sagði í fréttaskeytum Reuters- fréttastofunnar síðdegis í gær að hamslaus fögnuður hefði brotist út á meðal aðdáenda forsetans bæði í Jórdaníu og Alsír. Áróður og herfræði í raun sýnir árásin á Khafji ljós- lega að Persaflóastyijöldin er háð á gjörólíkum forsendum. í herfræði- legu tilliti var þetta fáránleg aðgerð og dæmd til að mistakast. Saddam virðist hafa verið öldungis sama um mannfall í röðum íraka, _sem hann gat vitað að yrði mikið. Árásarliðið beitti sovéskum T-55 skriðdrekum, gjörsamlega úreltum dauðagildrum, gegn fullkomnum vopnabúnaði bandamanna sem fylgst gátu grannt með ferðum liðsaflans í nætursjónaukum. Útvarpið í Bagdad lýsti yfír því að „stórkost- legur sigur“ hefði unnist. Sú stað- hæfíng stenst engan veginn. Á hinn bóginn hefur Saddam vafalaust tek- ist að auka baráttuþrek hermanna sinna sem hafa mátt þola ægilegar loftárásir dag eftir dag án þess að koma nokkrum vömum við. Að auki hefur hann vafalítið styrkt áróðursstöðu sína í Arabaheimin- um, þótt Vesturlandabúar fái tæp- ast skilið hvemig það megi vera. Engu að síður má heita ólíklegt að bandamenn breyti áætlunum sínum um innrásina í Kúveit og hraði henni. Nú hefur forseti íraks tvíveg- is freistað þess að hleypa af stað blóðugum bardögum; fyrst með því að dæla olíu út í Persaflóa í von um að bandamenn hæfu hemaðar- aðgerðir til að koma í veg fyrir stór- felld umhverfísspjöll og nú með árásinni á Khafji. Fullvíst má heita að Saddam haldi þessum tilraunum áfram. Byggt á The Daily Telegraph, Reuter ofl. ísraelar svara hörðum flugskeyta- árásum skæruliða í S-Líbanon: Arafat sagðuí vilja breiða út stríðið Tyre í Líbanon, Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn og stuðningsmenn þeirra í Líbanon gerðu í gær árásir á búðir Palestínumanna í suðurhluta landsins til að svara flug- skeytaárásum palestínskra skæruliða á öryggissvæði Israela við landa- mæri ríkjanna. Var þetta mesta flugskeytaárás á svæðið í tæpan ára- tug. ísraelar sökuðu skæruliðana og Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO), sem styður Iraka, um að hafa reynt að breiða út stríðið fyrir botni Persaflóa og skapa „aðra víglínu" við norðurlandamæri ísraels. Reuter Embættismenn í Líbanon sögðu að ísraelar og liðsmenn Suður-Líban- onshers (SLA) hefðu gert stórskota- árásir á Rashidiyeh-flóttamannabúð- irnar, um 20 km norðan við ísrael. Einnig var skotið á fjallaþorp í Iqlim al-Toufa, 40 km sunnan við Beirút og skammt norðan við öryggissvæði ísraela við suðurlandamæri landsins. Að minnsta kosti tveir menn særðust í árásinni og um 6.000 manns flúðu frá Rashidiyeh, eða um helmingur íbúa búðanna. Útvarpsstöð sunní-múslima í Beir- út, Rödd þjóðarinnar, sagði að árásir ísreala í vikunni væra þær mestu frá 1982 er ísraelsher réðist inn í landið til að afstýra árásum Palestínu- manna. Heimildarmenn innan ísraelshers sögðu að tugum Katjusha-flugskeyta hefði verið skotið á öryggissvæðið í gær. Ekkert manntjón varð í árásun- um. Heimildarmennimir sögðu að liðsmenn Suður-Líbananshers hefðu drepið þijá palestínska skæruliða skammt frá öryggissvæðinu í fyrra- kvöld. Talsmaður Lýðræðisfylkingar fyr- ir frelsun Palestínu (DELP) sagði að skæraliðar hennar hefðu orðið þrem- ur ísraelskum hermönnum að bana ísraelskir hermenn í eftirlitsstöð við norðurlandamæri ísraels í gær eftir árás palestínskra skæruliða á ísraelsk skotmörk í suðurhluta Líbanons. í umsátri innan landamæra ísraels. Palestínskir heimildarmenn sögðu að flugskeytaárásin á ísrael væri lið- ur í tilraunum til að breiða út stríðið við Persaflóa og koma af stað átök- um milli ísraela og allra araba. Þeir sögðu að Yasser Arafat hefði fyrir- skipað árásina. Embættismenn ísra- elska varnarmálaráðuneytisins tóku í sama streng og sögðu að Yasser Arafat hefði hér sýnt í verki stuðning sinn við Saddam Hussein íraksfor- seta. Talsmenn PLO í Túnis vísuðu þessum ásökunum á bug. Ríkisstjórn Líbanons fordæmdi árás Palestínumanna á ísrael og sagði hana leiða hörmungar yfir landið, sem er í sáram eftir fímmtán ára borgarastyijöld. George Habash, leiðtogi Alþýðu- fylkingarinnar fyrir frelsun Pal- estínu, sem aðhyllist marxisma, sagði að skæruliðar hans myndu ráð- ast á ísraela frá Líbanon. Þeir kynnu einnig að gera árásir á hernaðar- mannvirki vestrænna ríkja til að sýna samstöðu með írökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.