Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991 Minning Jóhann Jónsson skrifstofustjóri Fæddur 7. maí 1926 Dáinn 23. janúar 1991 I dag er til moldar borinn elsku- legur tengdafaðir minn, Jóhann Jónsson. Þótt lengi væri vitað að hveiju stefndi varðandi sjúkdóm hans þá var það nú svo, að erfítt var að horfast í augu við að hann væri > allur. Af hverju á sumt fólk svo sterk ítök í manni að það verður manni nær ómissandi? Hvað Jóhann varðar, var það einfaldlega svo að mér þótti vænt um hann þrátt fyrir allt og fyrir allt. Af sjálfu leiðir að • manni þykir vænt um fólk sem maður finnur að ber hag rhanns fyrir brjósti, virðir mann sem mann- eskju og sýnir manni það. Jóhann var ekki allra og horfði menn og málefni gagmýnisaugum, kannski þess vegna var ég viss heiðurs að- njótandi að hafa eignast vináttu hans. Lífíð færir fólki gæfu og gengi aðra stundina en andstreymi og erfiðleika hina. Jóhann var að mörgu leyti gæfumaður en þó ekki hvað heilsufar varðar. Ekki er hægt í þessum skrifum að rekja þá sögu en í þeim erfíðleikum hans birtust mér eðliskostir hans, andlegur styrkur, æðruleysi og undir það síðasta sú hetjulund gagnvart hinu óumflýjanlega sem hann birti sínum nánustu. Ég sagði áður að Jóhann hefði að mörgu leyti verið gæfumaður. Stærsta gæfa Jóhanns var eigin- kona hans og það bamalán sem ' honum áskotnaðist með henni. Jó- hann var farsæll í ævistarfi sínu, vann sama fyrirtækinu alla sína starfsævi, sem er nokkuð óvenju- legt en helgaðist af eðHskostum hans og auðvitað því góða viðmóti sem ríkti meðal starfsfélaga hans. Mér er ljúft og skylt að heiðra minningu hans með því að reyna að tileinka mér í litlu þá góðu eðlis- kosti sem hann bjó yfír en láta annað kyrrt liggja. Björn Björnsson Miðvikudaginn 23. janúar lést á Landspítalanum Jóhann Jónsson, skrifstofustjóri, eftir langvarandi baráttu við krabbamein. Jóhann var fæddur í Reykjavík 7. maí 1926 og voru foreldrar hans Jón Jónsson fyrrum stýrimaður, síðar gjaldkeri í Reykjavík, og kona hans, Laufey Jóhannsdóttir. Jóhann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1947 og lög- fræðiprófí frá Háskóla íslands 1953. Hann varð hdl. 31. október 1959. Að loknu lögfræðiprófí réðst Jóhann til starfa hjá bandarísku verktakafyrirtæki á Keflavíkurflug- velli, eins og nokkrir félagar hans sem útskrifuðust um líkt leyti, og vann þar til 7. maí 1956 er hann gerðist aðalbókari hjá íslenskum aðalverktökum sf., en þar starfaði hann til æviloka, síðari árin sem skrjfstofustjóri. Ég hef orðið þess aðnjótandi að starfa með Jóhanni öll þessi ár og vil með þessum fáu orðum þakka honum samfylgdina. Starfsemi fyr- irtækisins hefur tekið miklum stakkaskiptum á þessum árum; bókhaldið var staðsett fyrstu árin á Keflavíkurflugvelli, síðan á ýms- um stöðum í Reykjavík, m.a. í Iðn- aðarbankabyggingunni í fjölda ára og síðasta áratuginn í byggingu fyrirtækisins að Höfðabakka 9. Á þessum árum hefur Jóhann verið daglegúr tengiliður fyrirtækisins við hina ýmsu viðskiptamenn þess á Reykjavíkursvæðinu og farið það verk vel úr hendi. Hann naut mikils trausts yfir- manna sinna og samstarfsmanna- jafnt sem viðskiptamanna fyrirtæk- isins. Starfsmenn þess þurftu oft að leita ráða hjá tíöhum, ekki síst í einkamálum sínum, og vildi hann ætíð leysa hvers manns vanda eftir bestu getu. Náið samstarf okkar Jóhanns hefur verið mér ánægjulegt og upp- byggjandi, og vil ég nú að leiðarlok- um þakka honum hlýtt og gott við- mót sem aldrei bar skugga á. Slíks drengskaparmanns er Ijúft að minn- ast. Jóhann var mjög félagslyndur maður og fljótur að kynnast fólki. Hann hafði mikia kímnigáfu og naut þess að segja skemmtilegar sögur í vinahóp. Siglingar áttu lengi hug Jóhanns allan. Hann byrjaði snemma að róa til fískjar í frístund- um sínum á smá plastbáti, oft með föður sínum, en réðst síðar í að láta smíða fyrir sig yfirbyggðan bát sem hæfði betur til sóknar á miðin á Faxaflóa. Jóhann var fastur gest- ur í sundlaugunum og minntist oft á það hve endumærður hann kæmi þaðan á líkama og sái. Hann lét sig ekki vanta þar jafnvel eftir að hafa tekið hinn alvarlega sjúkdóm. Síðustu árin fóru frístundimar í að koma sér upp sumarbústað í Borg- arfirði. Þar undi hann sér vel með fjölskyldunni þann skamma tíma sem hann fékk að njóta árangurs erfiðis síns við uppbyggingu staðar- ins. Það var á miðju sumri 1989 að Jóhann kenndi sjúkdóms sem fljótt greindist illkynja. Jóhann tók þess- um dómi með mikilli karlmennsku vágesti. Hann virtist um tíma ná ótrúlegum árangri, þannig að Þórhildur Gunnars- dóttir - Kveðjuorð Fædd 9. júlí 1933 Dáin 21. janúar 1991 Okkur langar til að minnast vin- konu okkar, Tótlu, eins og við kölluð- um hana, sem horfín er yfír móðuna miklu eftir erfiðan sjúkdóm. Það eru margar minningar sem við geymum í hjörtum okkar, allar ánægjustundir sem við áttum saman bæði á ferða- lögum, spilakvöldum og við ýmis tækifæri. Hennar helstu eiginleikar voru ljjift og þægilegt viðmót og var hún alltaf að hugsa fyrst og fremst um aðra. Við munum sakna hennar hlýja. viðmóts og þurfum að venjast því að hún er ekki á meðal okkar leng- ur. Eftir situr sár söknuður. Elsku Þór, Guð gefí þér og böm- um, tengdabörnum, barnabömum, systur og öldruðum föður styrk á þessari erfíðu stundu. ------------ -Inga.ogHans..„ margir töldu hann hafa sigrað óvin- inn. Síðustu mánuðina hrakaði heilsu hans hinsvegar áberandi og þegar ég heimsótti hann á spítalann nokkrum dögum fyrir andlátið, þá fyrst heyrði ég uppgjafarorð af vör- um hans. Jóhann kvæntist 17. júní 1947 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sól- veigu Gunnarsdóttur, f. 10. sept- ember 1923, og eru börn þeirra: Ása Kristín, f. 7. september 1947, Jón, f. 15. ágúst 1951,, Gunnar f. 22. febrúar 1955, Laufey, f. 15. febrúar 1957, Kolbrún, f. 16. maí 1958, Jóhann Svavar, f. 30. október 1961, og Sesselja Asiaug, f. 18. september 1963. • Mikill er missir þessarar stóru fjölskyldu. Ég sendi Sólveigu og aðstandendum öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið þeim guðs blessunar. Gunnar Þ. Gunnarsson í dag, föstudaginn 1. febrúar 1991, er til grafar borinn góður vinur minn og vinnufélagi, Jóhann Jonsson. Kynni okkar Jóhanns hófust fyr- ir rúmum 8 árum, er ég réðst til starfa hjá íslenskum aðalverktök- um, en hann hafði starfað hjá félag- inu svo að segja frá stofnun þess. Með okkur tókust góð kynni, vin- átta og einstaklega gott samstarf. Jóhann var mjög gefandi í sam- skiptum við aðra og bjó yfir næmum skilningi á mannlegum vandamál- um. Hann hafði létta lund, var góð- gjarn, gæddur ríkri réttlætiskennd og lét sér annt um aðra. Ég hygg, að flestir hafí farið af hans fundi glaðari í sinni og með jákvæðari afstöðu til annarra manna. Fyrir hálfu öðru ári kenndi hann þess sjúkleika, sem að lokum varð hans banamein. Aðdáunarvert var hversu vel hann bar sig í veikindum sínum, og allt til seinasta dags sagðist hann myndu sigrast á þeim. Ég tel kynni mín af Johanni vera eitt af því góða, sem mig hefur hent í lífinu. Af honum hef ég margt lært, og það allt gott. Ég votta eftirlifandi konu hans, Sólveigú Gunnarsdóttur, og börnum þeirra mína innilegustu samúð. - Með djúpum söknuði kveð ég góðan vin. Lúðvík Guðjónsson Það var létt yfír hópi 10 stúd- enta, sem útskrifaðist frá Verslun- arskóla íslands vorið 1947. Vonglaðir, fullir bjartsýni og trú á lífið og framtíðina, héldum við út í sumarblíðuna 17. júní. Við vorum þriðji stúdentahópurinn, sem braut- skráðist. Fjórir af .þessum fámenna hóp eru nú látnir. Nú síðast kær skóla- bróðir, Jóhann Jónsson lögfræðing- ur. Jóhann hafði átt við langvarandi og alvarleg veikindi að stríða. Hann barðist við sjúkdóminn af miklu harðfylgi og æðruleysi og neytti allra krafta til þess að láta ekki bugast, enda leit svo út á tímabili að bati væri nokkur. Svo reyndist því miður ekki vera. Jóhann Jónsson var fæddur í Reykjavík 7. maí árið 1926. Hann var einkabarn foreldra sinna, en þau voru hjónin Jón Jónsson, stýri- maður, síðar gjaldkeri hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, og kona hans, Laufey Jóhannsdóttir. Þau eru bæði látin. Daginn sem við útskrifuðumst gekk Jóhann að eiga unnustu sína, Sólveigu Jóhannsdóttur. Man ég vel hve þau geisluðu bæði af gleði á þessum hamingjudegi í lífí þeirra. í farsælu hjónabandi hafa þau eignast sjö böm og átt mikiu bama- láni að fagna. Embættisprófí í lögfræði lauk Jóhann frá Háskóla Islands árið 1953. Síðar varð hann héraðsdóms- lögmaður. Að loknu námi réðst hann til starfa hjá íslenskum aðalverktök- um og starfaði þar óslitið alla tíð síðan, fyrst sem aðalbókari og síðar skrifstofustjóri. Örlögin högoðu því þannig að hann stundaði ekki lög- mannsstörf, nema í hjáverkum og að einhveiju leyti fyrir fyrirtækið, sem hann starfaði hjá. Þegar námsárum lýkur og alvara lífsins tekur við með tilheyrandi Þórunn Jónsdóttir, Akureyri - Minning Fædd 13. október 1908 Dáin 28. janúar 1991 í janúarlokin þegar vindamir villtust af leið og fóru að minna á yl vorsins hér á norðurslóð kvaddi Þórunn Jónsdóttir í Glerárgötu 1 á Akureyri og hélt af stað í hina löngu ferð. Þeim sem til þekktu kom það ekki á óvart. Um nokkurn tíma hafði hún verið að búast til ferðar. Hún gekk að þeim undirbúningi af sama æðruleysinu og trúmennsk- unni og einkenndi alla ferð hennar í þessu jarðlífi. Taka því sem að höndum bar og leysa úr eftir bestu getu. Þannig kom hún ætíð fyrir sjónir í hlutverki húsmóðurinnar á erilsömu heimili þar sem margan gest bar að garði. Bæði í Gránufé- lagsgötu 15 og einnig á hinum síðari árum, er um fór að hægjast, í Glerárgötu 1. Með Þórunni er genginn einn af fulltrúum þeirrar kynslóðar þegar heimili og uppeldi kröfðust meiri krafta af húsmóðurinni en nú er orðið. Lífsbaráttan var hörð um miðbik aldarinnar og önnur og frumstæðari þægindi við hönd en nú þekkjast í hveiju húsi. Aðstæður þess tíma lögðu samviskusamri húsmóður marga skyldu á herðar. Þær skyldur voru ætíð ræktar með allri þeirri samviskusemi sem við- komandi hafði til að bera og lítt var skeytt um hvenær lok hvers vinnudags bar að garði. Þórunn Jónsdóttir var fædd á Akureyri en var sunnlenskrar ætt- ar. Foreldrar hennar voru Sigur- björg Oddsdóttir og Jón Stefánsson er fluttust þangað um aldamótin og höfðu farið um Austurland und- an Eyjafjöllum til Norðurlands og haft búsetu um tíma á Fáskrúðs- fírði. Jón Stefánsson reisti sér hús við Glerárgötu 3 og þar ólst Þórunn upp ásamt systkinum sínum. Árið 1937 giftist hún Guðmundi Jónas- syni, er lengi var bifreiðastjóri á Ákureyri. Guðmundur var skag- fírskrar ættar og settu þeir tvíbura- bræður, hann og Magnús Jónasson, lögreglumaður, nokkum svip á bæjarlífið með glaðværð, góðsemi og gjörvulegu útliti. Þeim varð þó ekki hárrar elli auðið og lést Guð- mundur fyrir tæpum 20 árum en Magnús nokkru fyrr. Oddeyrin varð athafnasvæði Þór- unnar. Fyrstu skrefm voru tekin þar og síðan tengdust atburðir ævinnar því umhverfi hver af öðr- um. Þórunni og Guðmundi varð fjögurra barna auðið sem ólust upp í litla steinhúsinu í Gránufélagsgötu 15, sem nú hefur vikið fyrir um- ferðaræð. Það var notalegt í litla húsinu við Gfá'nufélagsgötuna óg brauðstriti og amstri verða sam- verustundir skólafélaga oft stopular og stijálar. Við stúdentamir hitt- umst á fímm ára fresti. Það voru gleðistundir, sem gott er að minn- ast. Jóhann Jónsson var góður náms- maður. Hann var alvörugefínn og flíkaði ekki tilfínningum sínum. Hann var samviskusamur, traustur og ábyggilegur og hinn besti dreng- ur í hvívetna. Ég hygg að allir, sem honum kynntust, minnist hans með hlýhug og að með vandamönnum búi kærar minningar um látinn drengskapar- mann. Góður maður er genginn. Sam- stúdentar og skólasystkinin úr 4. bekk Verslunarskólans kveðja góð- an skólafélaga. Sólveigu, börnunum og öðrum _ ástvinum sendum við hugheilar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Þórhallur Arason Hin langa þraut er liðin, ná loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (Vald. Briem) Það er einkennileg tilfínning að pabbi sé dáinn. Allt minnir á hann. Hann hafði svo notalega návist. En minningamar eigum við öll og geymum í hjörtum okkar. Orðin hans, brosið, handtakið, allt þetta getum við yljað okkur við, í þeirri vissu að allt hefur sinn tilgang, þó svo sporin séu þung. Veikindum sínum tók hann með fádæma æðruleysi. Styrkur hans gerði okkur auðveldara að sætta okkur við þann kross sem hann varð að bera. En pabbi hafði þá dýrmætu vissu að lífið er „eilíft“ og dauðinn aðeins vistaskipti. Þegar kraftana þraut gat hann því óhræddur tekið á móti Frelsara sfnum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Guð geymi elsku pabba okkar. Sessí, Kolla, Lalla og Gunni þrátt fyrir að þröngt væri milli veggja í veraldlegum skilningi var ætíð eins og þar leyndust margar vistarvemr. Viðmót gestrisni og hlýju, sem þau hjónin höfðu mótað, var sterkt afl er einkenndi heimili þeirra og það fylgdi Þórunni eftir öll þau ár sem hún bjó í Glerárgöt- unni eftir lát eiginmanns síns. Sá er þetta ritar var að þessarar gest- risni aðnjótandi um aldarfjórðungs- skeið. Fyrst sem unglingur er átti leið á heimili skólafélaga síns í Gránufélagsgötu 15. Síðar sem að- komumaður úr öðram landshluta og þótt tími væri oft af skornum skammti var jafnan fastur liður að líta inn í Glerárgötu 1. Fyrir þá viðkynningu skal þakkað að leiðar- lokum. ÍWður lingimársson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.