Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 2
2 -MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991 Nesfiskur hf. í Garði: Vinna geir- nyt í til- raunaskyni Keflavík. „ÞETTA er algjör tilrauna- starfsemi á þessu stigi og það á eftir að koma í ljós hvort mönnum líkar þessi vara,“ sagði Baldvin Njálsson hjá Nes- fiski hf. í Garði sem var að vinna 10 tonn af geirnyt sem fékkst við Reykjanes. Ekki er vitað til að þessi fisktegund hafi verið veidd til manneldis hér við land áður. í Fiskabókinni segir að nytsemi geimytar, öðru nafni rottufisks, sé engin og að fiskurinn sé talinn eitraður. Matreiðslumaður mat- reiddi nokkra fiska í tilraunaskyni og reyndist geimytin, sem var elduð á 5 mismunandi vegu, vera hinn ágætasti matur og var líkt við skötusel, humar, rauðsprettu og lúðu og sagði Baldvin Njálsson að engum hefði orðið meint af svo hann vissi. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Handflakarar hjá Nesfiski hf. í Garði flaka geirnyt, en þessi fisk- tegund hefur ekki fyrr verið unnin til manneldis hér á landi svo vitað sé. » Geimytin hefur verið unnin á marga mismunandi vegu hjá Nes- fiski og sagði Guðrún Gunnars- dóttir verkstjóri að hún nýttist frekar illa í vinnslunni miðað við aðrar fisktegundir. Um helgina voru unnin 12 tonn af geimyt hjá Nesfiski og er það Steindór GK 101, sem er nýr bátur í eigu fyrir- tækisins, sem hefur veitt fískinn í troll. BB Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar: Mikíll samdráttur staðfestir gagnrýni sjálfstæðismanna - segir Jóhann Bergþórsson, bæjarfulltrúi FYRRI umræða um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fór fram á þriðjudag og í gær stóð yfir löng umræða í bæjarráði um ýmsa þætti áætlunarinnar. Jóhann Bergþórsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir greinilegt að mikill samdráttur einkenni áætlunina, sem staðfesti orð sjálfstæðismanna um að boginn hafi verið spennt- ur allt of hátt á undanförnum árum. Nú sé stórum fjárhæðum varið í að greiða niður fjármagnskostnað en framkvæmdir verði nánast engar á árinu. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir rétt að afborganir lána verði miklar á árinu, enda hafi verið staðið í ýmsum nauðsynlegum framkvæmdum á undanförnum árum, sem nú sé flestum lokið. Jóhann sagði að áætlunin gerði ráð fýrir að sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs næmu um 1.400 milljón- um króna en 425 milljónir færu í afborganir lána og ijármagnskostn- að. Hann benti á að á árinu 1989 hafi eignfærð ijárfesting numið um 500 milljónum króna en nú sé áætl- Bankar og sparisjóðir; Vextir óverðtryggðra inn- og útlána hækka um 0,5%-l,5% VEXTIR af óverðtryggðum inn- og útlánum hækka I dag hjá bönkum og sparisjóðum um 0,5-1,5% að jafnaði. Vextir af verðtryggðum útlánum 'lækka hins vegar um 0,15-0,25%, ef Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að venju aðstoða lesendur sína við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 11 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað" um skattamál". Hann tekur spum- ingarnar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör við spumingunum birtast síðan í blaðinu. undan er skilinn Búnaðarbank- inn. Auk þess lækkar álag á kjörvexti hjá íslandsbanka og sparisjóðum um 0,25% miðað við algenga tegund verðtryggðra lána. Forvextir af víxlum hækka úr 13,75% í 15,25% hjá bönkunum en í 15% hjá sparisjóðum. Þá hækka kjörvextir óverðtryggðra skulda- bréfa úr 12,5-12,25% í 13,75-14%. Vextir af almennum sparisjóðsbók- um og sértékkareikningum hækka hjá Islandsbanka og Búnaðar- banka úr 3% í 4,5% en úr 3,25% í 4% hjá sparisjóðunum. Lands- bankinnohafði þegar hækkað inn- lánsvexti sína. í frétt frá íslandsbanka um vaxtabreytingamar kemur fram að Seðlabankinn hefur að undan- fömu átt í viðræðum við bankana um horfur í vaxtamálum. Þar seg- ir að ljóst sé að vaxtamunur hafí lækkað umtalsvert í bönkunum á síðasta ári. Þá bendi allar spár til þess að verðbólga næstu mánuði verði nokkru hærri en síðari hluta árs 1990. Lækkun á vaxtaálagi á kjör- vexti verðtryggðra útlána ásamt Hækkun á gjald- skrá Landsbankans HÆKKUN varð á ýmsum liðum í gjaidskrá Landsbankans um síðustu áramót þegar bókhalds- legur samruni við Samvinnu- bankann átti sér stað og gjald- skrár bankanna voru samræmd- ar. Eftir hækkunina gætir auk- ins samræmis milli gjaldtöku Landsbankans og annarra inn- Verðfall á erlend- um fiskmörkuðum Meðalverð í Bremerhaven ór 170 kr. í 67 kr. VERÐFALL varð á fiskmörkuðum í Þýskalandi og Bretlandi í þessari viku vegna góðra aflabragða í Barentshafi og Norðursjó undanfarið. Sléttanes ÍS fékk einungis 67,05 króna meðalverð fyrir 151 tonn, sem selt var í Bremerhaven í Þýskalandi á miðvikudag en aflinn var nær eingöngu karfí. í Bremer- haven var meðalverð á karfa hins vegar um 170 krónur fyrir verðfall- ið. Verð á þorski hefur einnig fallið í Bretlandi. Þar fékkst 129,10 króna meðalverð fyrir rúm 232 tonn af þorski, sem seld voru úr gámum frá mánudegi til miðviku- dags í þessari viku. Meðalverð á þorski á breskum fískmörkuðum var aftur á móti um 190 krónur fyrir verðfallið. lánsstofnana. T.d. hækkuðu tékkhefti úr 200 kr. í 220 kr. og útlagður kostnaður vegna innstæðulausra ávísana hækk- aði úr 360 kr. í 400 kr. Til sam- anburðar má nefna að tékkhefti kosta nú einnig 220 kr. hjá Bún- aðarbanka, og íslandsbanka en 250 kr. hjá sparisjóðum. Lántökukostnaður hækkaði einnig nokkuð hjá Landsbankanum um síðustu áramót. Þannig hækk- aði þóknun vegna keyptra víxla úr 0,7% í 0,75% og útlagður kostn- aður hækkaði úr 100 kr. í 140 kr. Lántökugjald vegna skuldabréfa hækkaði úr 1,2% í 1,8% ef lánstím- inn er skemmri en 5 ár. Þá hækk- aði tilkynningar- og greiðslugjald úr 100 kr. í 120 kr. en þar er um lækkun að ræða fyrir viðskiptavini Samvinnubankans sem þurftu áður að greiða 200 kr. Viðbótargjald vegna vanskila hækkaði úr 220-kr. í 300 kr. og ítrekanir vegna vanskila kosta nú 600 kr. í stað 440 kr. áður. Dæmi eru einnig um lækkun kostnaðar- liða um áramót. Útlagður kostnað- ur vegna útvegunar veðbókarvott- orðs og umsjón með þinglýsingu kostaði áður 110 kr. en lækkaði í 100 kr. um áramótin. 0,25% lækkun vaxta hefur þau áhrif í heild að vextir af algeng- ustu tegund verðtiyggra lána lækka um 0,5% hjá íslandsbanka. Til samræmis verða vextir af flest- um tegundum verðtryggðra innl- ána lækkaðir um 0,25%. Hjá ís- landsbanka er lögð áhersla á að hér sé um tilraun að ræða. í frétt bankans er bent á að ríkissjóður hafi undanfarna daga auglýst hækkun á vöxtum spariskírteina til áskrifenda og þeirra sem inn- leysa eldri spariskírteini, úr 6,2% í 6,6%. Verði þessi vaxtahækkun á spariskírteinum varanleg þurfi að endurskoða ákvörðun bankans. Þá segir að með vaxtabreytingum hjá íslandsbanka nú sé stefnt að því að unnt verði að halda vöxtum að mestu óbreyttum næstu mán- uðL Með 0,5-1,5% hækkun á nafn- vöxtum á óverðtryggðum inn- og útlánum sé lokið aðlögun nafn- vaxta að hærra verðbólgustigi. Þessar breytingar muni hins vegar ekki valda auknum vaxtamun frá því sem hann hefur verið undan- famar vikur. að að veija 85 milljónum til fram- kvæmda á vegum bæjarins. „Við teljum að þessi áætlun staðfesti það sem við höfum sagt að boginn hafí verið of hátt spenntur og búið væri að framkvæma á kostnað framtíð- arinnar. Við bentum á fyrir kosn- ingar að með sömu stefnu yrði ekki um neinar framkvæmdir að ræða á næstu árum heldur færi allt í að greiða afborganir og vexti af lán- um,“ sagði Jóhann. „Það hefur verið staðið í miklum verkefnum á undanfömum árum. Þetta voru allt nauðsynlegar fram- kvæmdir. Við lukum til dæmis við nýja sundlaug, íþróttahúsið í Kapla- krika, Setbergsskóla og fyrsta áfanga Hvaleyrarskóla, dagvistar- heimili og svo mætti áfram telja. Nú eru ákveðin þáttaskil og við stöldrum við og hugum að fram- tíðinni, auk þess að greiða niður lánin. Boginn var spenntur hátt en alls ekki um of,“ sagði Jóna. Jóhann sagði að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ’hefðu óskað eftir bráðabirgðauppgjöri á rekstri bæjarins fyrir síðasta ár en fengið þau svör að það verði ekki tilbúið íyrr en á fímmtudag í næstu viku. Aætlað er að síðari umræða um fjárhagsáætlunina fari fram 12. febrúar. Fékkraflost heima í stofu KONA fékk raflost og brenndist þegar hún hugðist kveikja á lampa í íbúð í Fossvogi í fyrra- dag. Vatn hafði lekið um gólf íbúðar- innar og stóð konan í bleytunni og hugðist kveikja ljós til að átta sig betur á skaðanum en þá reyndist lampinn leiða út. Konan brenndist á hendi og kenndi til í handlegg. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Bólusettgegn heilahimnubólgu Bólusetning gegn heilahimnubólgu hófst í Vestmannaeyjum síðastlið- inn miðvikudag, en þar verða bólusett um tvö þúsund börn og ung- menni á aldrinum 2 til 20 ára. Myndin var tekin þegar verið var að bólusetja börn í Bamaskóla Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.