Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 30
' '30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991
Þorvaldur Garðar Kristjánsson:
Sóknarstýríng betri en kvótinn
Dýrari og verri leið, sagði sjávarútvegsráðherra
Tillaga til þingsályktunar um
stjórnun fískveiða var til um-
ræðu í í sameinuðu þingi í gær.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
sagði nauðsynlegt að hverfa frá
kvótakerfi til sóknarstýringar.
Halldór Ásgrímsson sagði tillög-
una vera „dæmalaust plagg“.
Tillagan gerir ráð fyrir að Al-
þingi álykti að kjósa hlutfallskosn-
j.- ingu sjö Alþingismenn í milliþinga-
nefnd er hafi það hlutverk að endur-
skoða fiskveiðistefnuna. „Skal end-
urskoðunin hafa að markmiði að
komið verði á þeirri skipan sem
tryggir verndun fiskstofna og mið-
ast við að atgervi þeirra sem sjóinn
stunda, fái að njóta sín og sjávarút-
vegurinn geti lagað sig sem fijáls
atvinnuvegur að landsháttum, fiski-
miðum og hagsmunum byggðar-
laga svo að gefi sem bestan
rekstrargrundvöll til að ná hám-
arksafrakstri af auðlindum hafsins.
í þessum tilgangi skal nefndin
semja frumvarp um stjórn fiskveiða
þar sem til komi stjórn á stærð físki-
skipastólsins, sóknarstýring á veiði-
tíma, veiðisvæðum, gerð skipa, út-
búnaði veiðarfæra og meðferð afla
eftir því sem heimilaður hámarks-
afli á hveija fisktegund leyfír.
Nefndin skal haga störfum svo
að frumvarp um stjórn fískveiða
geti verið lagt fyrir næsta Alþingi."
Flutningsmenn með Þorvaldi
Garðari Kristjánssyni eru Skúli
Alexandersson (Ab-Vl), Eyjólfur
Konráð Jónsson (S-Rv), Karvel
Pálmasson (A:Vf), Kristinn Péturs-
son (S-Al), Ólafur Þ. Þórðarson
(F-Vf), Friðjón Þórðarsson (S- VI),
Sighvatur Björgvinsson (A-Vf),
Pálmi Jónsson (S-Nv), ’Asgeir
Hannes Eiríksson (B-Rv), Eggert
Haukdal (S-Sl), Ingi Björn Alberts-
son (S-Vl), Árni Gunnarsson (A-
Na), Geir Gunnarsson (Ab- Rn) og
Margrét Frímannsjióttir (Ab- Sl).
Kvótakerfið fullkomlega
haldlaust
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son (S-Vf) sagði í upphafí sinnar
ræðu að ekki yrði framhjá stað-
reyndunum gengið. Kvótakerfið
hefði sýnt sig í fullkomnu haldleysi
við að ná hinum tvíþætta tilgangi
fískveiðistefnu, annars vegar
verndun fiskstofnanna og hins veg-
ar hámarksafrakstri fiskistofnanna.
Réttarvitund íslendinga þyldi held-
ur ekki þá ráðstöfun á almannaeign
sem fískurinn í sjónum væri. Það
væri og staðreynd að kvótaviðskipt-
unum fylgdu slík fjörráð við ein-
staka byggðir — sem jafnvel hefðu
bestu aðstöðuna til sjósóknar — að
þeim væri fyrirmunað að njóta
hennar sem skyldi svo að sjávarút-
vegurinn gæti skilað sem mestum
arði í þjóðarbúið.
Ræðumaður sagði grundvallar-
galla kvótakerfísins vera þann að
aflatakmörk væru sett á hvert ein-
stakt skip. Á þeirri skipan byggðist
sú „forsjá hafta og miðstýringar"
'°,sem kvótakerfið væri. Þorvaldur
Garðar sagði að þessu kerfi fylgdi
kostnaður langt umfram það sem
til þyrfti til að bera að landi það
aflamagn sem kostur væri á. Af
þeim ástæðum væri sjómannahlut-
urinn æ rýrari, útgerðin lakar sett
en vera þyrfti, og framleiðslukostn-
aður fískvinnslunnar meiri en nauð-
syn krefði. Af þessu leiddi að út-
flutningframleiðslan kallaði á lægra
gengi krónunriar. Gengisfelling
Ieiddi til hærra vöruverðs. Það væri
að Iokum þjóðin í heild sem yrði
að axla byrðamar af kvótakerfinu
stöðugt lakari lífskjörum en vera
þyrfti.
Þorvaldur Garðar taldi fram tvo
kosti í staðinn fyrir kvótakerfið.
Sölu veiðileyfa — sem hann hafn-
aði. Fyrir því væri engin trygging
að þeir sem réðu yfír fjármagni
ræku þá útgerð sem mestum arði
. skilaði í þjóðarbúið. Sala veiðileyfa
myndi þar að auki opna gáttir fyrir
erlent fjármagn til yfírráða yfír
mestu auðlind þjóðarinnar.
Þorvaldur Garðar lagði til leið
sóknarstýringar. í stað þess að físk-
veiðistjórnunin væri einstaklings-
bundin þar sem veiðitakmarkanirn-
ar væru bundanar við hvert ein-
stakt skip, kæmi fiskveiðistjórnun
almenns eðlis. Hún yrði fólgin tak-
mörkunum á heildarafla og sóknar-
styringu með alménnum fyrirmæl-
um um veiðitíma, veiðisvæði, gerð
skipa, útbúnað veiðarfæra og með-
ferð afla.
Ræðumaður sagði sóknarstýr-
ingu gera mögulegt það úrval sem
þyrfti til að fækka fiskiskipum.
Slíkt gerðist í fijálsri samkeppni
þar sem hæfni og arðsemi fengi að
ráða. í sóknarstýringu væri beitt
reglum um tímabundin og svæðis-
bundin veiðibönn, gerð skipa og
útbúnað veiðarfæra. Slíkar sóknar-
takmarkanir væru almennar og
réttlátar og mismunuðu ekki mönn-
um. Grisjun fiskiskipastólsins færi
þá að lögmálum samkeppninnar en
ekki eftir dutlungum stjórnvalda.
Úrelt skip og óhagkvæm myndu
heltast úr lestinni.
Þorvaldur Garðar sagði þessa
fijálsu leið sóknarstýringu hafa
verið viðhafða við stjórn fiskveiða
á árunum 1976-84 og hafi þá
vandamál fískveiðistjórnunar verið
bamaleikur einn samanborið við þá
erfíðleika sem nú fylgdu kvótakerf-
inu.
Framsögumaður sagði að öllum
ætti að vera ljóst að aðalatvinnu-
vegur þjóðarinnar yrði ekki til fram-
búðar reyrður í þær viðjar miðstýr-
ingar, ríkisafskipta og hafta sem
kvótakerfíð væri. Að endingu lagði
hann til að málinu yrði vísað til
atvinnumálanefndar.
Dæmalaust plagg '
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagði það vel að þing-
menn hefðu rétt til að leggja „hvað-
eina“ fram á Alþingi, en það vildi
svo til í núgildandi lögum um stjórn-
un fiskveiða væru ákvæði um að
sú löggjöf skyldi endurskoðuð og
yrði því verki lokið fyrir árslok
1992. Um þessa endurskoðun skyldi
haft samráð við sjávarútvegsnefnd-
ir Alþingis og helstu hagsmunaaðila
í sjávarútvegi. Þessu var ráðher-
rann sammála. Hann var hins vegar
ekki sammála frumvarpinu sem var
til umræðu. Sjávarútvegsráðherra
taldi greinargerðina sem fylgdi
frumvarpinu vera með þeim endem-
um að hann efaðist um að allir
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
flutningsmenn tækju undir það sem
þar stæði. Þóttist vita að ekki hefðu
allir sem skrifuðu uppá þetta „dæ-
malausa" plagg haft tækifæri til
að kynna sér greinargerðina.
Ráðherrann sagði að reglur þær
sem nú giltu væru almenns eðlis.
Fiskveiðiheimildum væri úthlutað
eftir almennum reglum sem giltu
jafnt fyrir alla. Halldór sagði að
auðvitað væri hægt að hafa stjórn
á heildarafla með aðferðum sóknar-
stýringarinnar, ákvæðum um gerð
skipa, útbúnaði og veiðarfærum;
meðferð afla og veiðitíma. Sjávarút-
vegsráðherra sagði að slíkar tak-
markanir væru að hluta til í gildi
og hefðu ekki reynst haldgóðar. Því
hefði orðið að grípa til þess að
skammta aflann á hvert skip. Auð-
vitað mætti fara leið sem Þorvaldur
Garðar legði til, loka veiðisvæðum
og gera skipum svo erfitt fyrir að
þau gætu ekki veitt nema eitthvert
tiltekið magn. Ráðherrann taldi
ljóst að slíkir atvinnuhættir myndu
auka mjög kostnað útgerðarinnar
og lífskjör í landinu hlytu að versna
jafnhliða.
Ráðherra sagði að talað væri um
byggðaröskun vegna kvótakerfis-
ins. Það væri alveg ljóst að einhveij-
ir heltust úr lestinni undir sóknar-
stýringu og héldu þingmenn ekki
að einhver byggðalög lentu í vand-
ræðum. Hann vonaði að Alþingi
færi aldrei að beita sér fyrir slíkum
atvinnuháttum.
Sjávarútvegsráðherra sagði töfl-
ur og tölur sem fylgdu með frum-
varpinu ekki vera réttvísandi, þótt
vel mætti vera að þær væru fengn-
ar frá Fiskifélagi íslands. T.d. stæði
þar að árið 1988 hefði það verið
Halldór Ásgrímsson.
ákvörðun stjórnvalda að þorskaflinn
yrði 315 þús. lestir, en það ár hefði
komið fram í reglugerð að ráð hefði
verið fyrir því gert að aflinn yrði
um 350 þús lestir. en varð 376
þús. lestir. Halldór sagði töflu um
fjölda fiskiskipa einnig vera mjög
villandi. Hann vísaði til svara sem
hann hefði gefið Skúla Alexanders-
syni (Ab-Vl) á síðasta þingi. Þá
hefði komið fram, að við upphaf
kvótakerfisins hefðu verið 673 físki-
skip á skrá en í ársbyijun 1990
626, þeim hefði síðan fækkað um
fimm. Og trúlega væru 10-20 skip
ekki gerð út til veiða en veiðiheim-
ildir þeirra nýttar af öðrum. Margir
gagnrýndu að veiðiheimildir væru
sameinaðar. Ráðherra sagði að það
ylli vandkvæðum þegar hætt væri
að gera út skip þá væri það hátíð
miðað við aðferð Þorvaldar Garð-
ars. Og sér hefði komið á óvart hve
margir þingmenn vildu taka upp
þetta búskaparlag.
Ósætti og tortryggni
Skúli Alexandersson (Ab-Vl)
taldi sjávarútvegráðherra ekki hafa
áttað sig á umræðunni í þjóðfélag-
inu, það væri gott að ráðherrann
áttaði sig á því að stuðingsmönnum
kvótakerfis færi fækkandi. Skúli
taldi það ekki gagnrýnisvert að
leggja til breytingar á kvótakerfinu.
Á sama tíma og sjávarútvegsráð-
herrann gagnrýndi flutningsmenn
þá'væri hann að leggja til stórkost-
legar breytingar með Hagræðingar-
sjóði sem hefði fylgt kvótalögunum
í fylgifrumvarpi, það hefði líka átt
að fá á það reynslu.
Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne)
greindi frá því að hann hefði hafn-
að því að vera meðflutningsmaður
að tillögunni. Einkum vegna þess
að ekki hefði verið gert ráð fyrir
fiskvinnslustefnu sem vantaði ekki
síður en fiskveiðistefnu. Töluverðu
réði einnig að í tillögunni væri gert
ráð fyrir því að milliþinganefndin
yrði kosin hlutfallskosningu sem
þýddi t.d. að þeir sem með honum
stæðu myndu ekki koma að þessu
verki. Nefndinni væri einnig ætlað-
ur fullþröngur rammi um þær regl-
ur sem ætti að setja.
Kristinn Pétursson (S-Al) sagði
m.a. að fylgismenn kvótakerfísins
vildu að gagnrýnendur bentu á aðr-
ar leiðir, en „kvótaklíkan" vildi svo
ekki ræða aðrar leiðir, bara „stjórna
og ofstjórna". Kristinn gagnrýndi
„fijálsa sölu“ á veiðiheimildum þeg-
ar leikreglurnar væru mismunandi;
sumir fengju að landa erlendis en
aðrir yrðu að sæta því að selja inn-
anlands á lágmarksverði.
Málmfríður Sigurðardóttir
(SK-Ne) hafði miklar efasemdir um
tillöguna, taldi reynsluna af sóknar-
markinu eða skrapdagakerfinu ekki
hafa verið góða. Takmarkanir á
fiskveiðinni væru því miður nauð-
synlegar og rakti hún tillögur
Kvennalistans sem m.a. gera ráð
fyrir því að veiðiheimildum verði
úthlutað til byggðarlaga. Karvel
Pálmason (A-Vf) gagnrýndi kvóta-
kerfið sem hann sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra og
Jón Sigurðsson núverandi iðnaðar-
ráðherra vera guðfeður að. Hann
taldi að hagsmunaaðilar hefðu ráðið
miklu um tilurð kvótakerfís og réðu
miklu um framkvæmd þess og end-
urskoðun. Taldi það standa þjóð-
kjörnum fulltrúum næst að endur-
skoða þetta kerfi.
Árni Johnsen (S-SI) sagði að
sumt hefði tekist í kvótakerfinu, en
ekkert kerfi stæðist til lengdar sem
ýtti undir ósætti og tortryggni. Tími
væri til kominn að spúla dekkið og
láta ekki skítinn safnast fyrir. Ólaf-
ur Þ. Þórðarson (F-Vf) taldi margt
hafa úr lagi gengið í kvótakerfinu.
Karl Steinar Guðnason (A-Rn)
sagði að þegar fimmtán menn
töluðu um þessi mál, kæmu fram
16-17 skoðanir en hann undraðist
þó að svona tillaga kæmi fram, með
það markmið að hverfa aftur til
fortíðar; skrapdagakerfisins. Var-
aði við atvinnuleysi í landi þegar
heildaraflinn reyndist búinn. Karl
Steinar taldi þó að bæta þyrfti nú-
verandi kei-fí, sérstaklega þyrfti að
efla og styrkja stöðu íslenskra fisk-
markaða. Alexander Stefánsson
(F-Vl) vildi benda Karveli Pálma-
syni og fleirum á, að ekki yrði hjá
því komist að hafa samráð við hags-
munaaðila, og það yrði þessi milli-
þinganefnd líka að gera ef kosin
yrði. Alexander taldi það vera einn
af stærstu kostum kvótakerfísins
að samráð væri haft við alla aðila.
Hann hryllti við ef aðferð sóknar-
stýringar yrði tekin upp. Tiltölulega
fá skip, þau stærstu og fullkomn-
ustu, myndu veiða helftina af aflan-
um, þegar við þyrftum að dreifa
aflanum sem mest.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, Sluili Alexandersson og
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra ítrekuðu fyrri málflutning
og skiptust á skoðunum. Sjávarút-
vegsráðherra gagnrýndi enn sem
fyrr töflur Þorvaldar Garðars
Kristjánssonar sem væru mis-
vísandi og samanburður þar villandi
og rangur. Þorvaldur sagði sjávar-
útvegsráðherra reyna að gera töl-
urnar tortryggilegar en hann stæði
við tölur frá Fiskifélaginu og Sigl-
ingamálastofnun ríkisins. Hann
sagði að ráðherrann reyndi að snúa
út úr en sá „titlingaskítur“ breytti
ekki neinu. Þorvaldur Garðar vék
að ummælum sjávarútvegsráðherra
um að tillagan væri „dæmalaust
plagg“ og sagði að þar hefði mátt
skrifa enn lengra mál, því að kvóta-
kerfið væri dæmalaust.