Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991 19 Nú rofar í austri 10. júlí 1990 voru 175 ár liðin frá stofnun Hins ísl. biblíufélags. Það var Skotinn Ebenezer Henderson, er dvaldi hér 1814-1815, og ferðað- ist um landið með nýja útgáfu Biblíunnar á íslensku (útg. 1813) og dreifði henni og Nýja testamentinu, sem átti frumkvæðið að stofnun félagsins í samvinnu við hérlenda lærða og leika framámenn. I til- efni þessa afmælis, og að tilhlutan stjórnar HÍB, fór sendiherra ís- lands í London, Helgi Ágústsson, og þáverandi sendiráðsprestur þar, sr. Jón Þorsteinsson, að gröf Hendersons í kirkjugarði í Lond- on, og lögðu á leiðið heiðurskrans og höfðu þar helgistund til að þakka og minnast þessa mæta velgjörðarmanns Islands. Athöfnin var ljósmynduð og á legsteininum má m.a. lesa um Henderson: ....... for many years agent of the British and foreign Bible Society in ICELAND, RUSSIA ...“ Biblíufélagið hér á landi hefur lifað og starf- að í 175 ár, en Biblíufélagið, sem Henderson og félagi hans, Pater- son, stofnuðu í Rússlandi, blómstraði vel í byrjun, en starf þess var síðar stöðvað, því miður, en nú rofar aftur til. eftir Hermann Þorsteinsson Biblían, hin „hættulega" trúarbók okkar kristinna manna, hefur átt erfitt uppdráttar í Sovétríkjunum í 70 ár og í Austur-Evrópulöndunum í 40 ár. Þessi Bók bókanna hefur verið fáséð í þessum fjölmennu og víðlendu ríkjum á þessum tímaskeið- um. Kynslóðir hafa komið og farið án þess að eiga þess kost að kynn- ast boðskap þessarar einstæðu bók- ar. Einstaka kristnir ofurhugar (bróðir Andrés o.fl.) hafa á liðnum áratug oftlega sett sig í mikla hættu við að laumast undir eða gegnum „teppið" með biblíubækur, sem þeir hafa fært kristnum einstaklingum allt austur til Síberíu. Vestræn bibl- iufélög hafa endrum og sinnum fengið leyfi yfirvalda austan Tjalds- ins til að senda þangað lítil upplög biblíubóka,.Með því átti að staðfesta trúfrelsið í þessum löndum. Þetta var sem dropi í hafið. — En Orð Guðs verður ekki fjötrað. Nú standa allar austurdyr skyndi- lega opnar fyrir Biblíunni. Hvers vegna? Ein af ástæðunum er þessi: Árið 1988 er kirkja Rússlands minntist 1000 ára afmælisins, eða þess að það ár voru 1000 ár liðin frá fyrstu kristnu skírninni þar í landi, þá ákváðu norrænu biblíufé- lögin að láta á það reyna, hvort hin 1000 ára gamla kirkja fengi leyfi til að taka á móti afmælisgjöf frá Norðurlöndunum, þ.e. 150 þús. sett- um af 3ja binda útg. Biblíunnar á rússnesku með skýringum, alls 450 þúsund bækur. Stjórnvöld þar eystra töldu ekki fært að neita afmælis- barninu um að taka á móti slíkri gjöf á þessum tímamótum. Og leyfið var veitt og ís hins langa vetrar þannig brotinn svo um munaði. Þess- ar 450 þús. biblíubækur hafa undan- farin 2 ár stöðugt streymt til Moskvu og þaðan áfram út um ríkið til rúss- neskumælandi manna, aðallega presta og guðfræðinema, sem mest hafa gagnið af skýringunum. Hermann Þorsteinsson í sambandi við þessa framkvæmd hafa skapast víðtæk og góð kynni og tengsl milli kristinna leiðtoga — lærðra og leikra — í Rússlandi og á Norðurlöndum. Og áhrifin hafa ekki látið á sér standa. Með stuðningi að vestan hafa Rússar nú — þrátt fyrir ótrúlega örðugleika í samskiptum við stjórnvöld, útvegun pappírs, prentunarmöguleika og fjármuna — tekist að koma út Biblíunni á rúss- nesku í nokkuð endurskoðaðri og endurbættri útgáfu. Biblíufélag hef- ur m.a. verið stofnað í Moskvu í samstarfi leikra og lærðra, sem hef- ur á að skipa starfsglöðum, þróttm- iklum og reyndum ungum mönnum, sem nú eru að fá nokkra starfsað- stöðu í gömlu múrsteinshúsi í mið- börginni sem þeir hafa verið að end- urnýja. Þeir voru spurðir nú í des- ember sl.: Hver er þörf ykkar í Sov- ét fyrir biblíur? „_Enormous“ (óskap- leg) var svarið. „íbúar Sovétríkjanna eru um 300 milljónir. Við höfum þörf fyrir a.m.k. 100 milljón biblíur, svo verkefnin eru stór sem bíða okk- ar.“ — Til að létta heimamönnum róður- inn og til að byrja að mæta þörf ungu kynslóðarinnar, þá hafa biblíu- félögin á Norðurlöndum ákveðið að gefa til Sovét í ár 1A milljón mynd- skreyttra barnabiblía a 12 tungu- málum _ m.a. Eystrasaltslandanna. Hlutur íslands þyrfti að verða a.m.k. 400 bækur sem kosta munu í fram- leiðslu 2 milljónir íslenskra króna. Þá upphæð höfum við djörfung til að biðja íslensku þjóðina um að gefa á Biblíudaginn sunnudaginn 3. fe- brúar; við guðsþjónusturnar í kirkj- um landsins og á samkomum trúfé- laga — eða með því að senda fram- lögin til Biblíufélagsins í Hallgr- íinskirkju í Reykjavík. Aldrei hefur sem nú verið eins mikið og flölbreytt úrval af Biblíunni og Nýja testamentinu á íslensku á verði við allra hæfi. Við búum við nægtir og ættum því með gleði að geta gefið eitthvað til þeirra mörgu, sem ekkert hafa. Látum verða af því á Biblíudaginn í ár. í frábærum þætti um jólasöngva í Prag nú fyrir síðustu jól, sem RÚV-sjónvarpið sýndi strax eftir biskupsmessuna á aðfangadags- kvöld, þar ræðir Sally Magnusson (dóttir hins þekkta BBC-sjónvarps- manns Magnúsar Magnússonar) við aldraðan, trúaðan tónlistarmann, sem hafði dapurlega sögu að segja af kjörum hinna kristnu á yfirráða- tímum nazista og kommúnista í landinu. En maðurinn var ekki dap- ur. Sally spurði hann: „Hvernig brást kristið tónskáld við þessum aðstæð- um?“ Hann svaraði: „Við lærum að Guð veitir blessun með því að reyna okkur." Og það er mikil blessun fyrir okkur að kynnast þessu þrautreynda kristna fólki. Það hefur mikið að gefa okkur af hinum and- lega styrk sínum. Við höfum eitt- hvað af efnislegum gæðum til að gefa því. Og blessun var. að sjá Havel forseta í Prag — í sjónvarpinu hér — taka undir gleðisöng síðustu jóla í Jakobskirkjunni þar í borg. I því var fólgið fyrirheit og góð von fyrir framtíðina í álfu okkar. Gleði fólksins yfir endurheimtu frelsi — einnig til að tilbiðja og lofsyngja lif- anda Guði — leyndi sér ekki. Frelsið er oft dýru verði keypt. Það má ekki glatast aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. EINSTAKT TILBOÐ! afsláttur 7 l l /o Seljum næstu daga skápa og húsgögná stórlækkuðu verði. Lítið útlitsgallaðir fataskápar með miklum afslætti. Landsbyggðarþjónusta: Tökum við símapöntunum og sendum um land allt V/SA Opið: 9-18 virka daga 10-16 laugardaga GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Dæmi um einstök tilbod: Aður Nú Bókahillur: b. 50 h. 160 b. 90 h. 150 Hjónarúm Svefnbekkur Einstaklingsrúm Vegghilla Hrmgborð 130 x 130 cm Fataskápur 80 x 210 cm Baðskápur 40 x 210 cm cm cm 447600;- -46.000,- -4&400r- ^400,- n nnn - íf. JUU,- -25t560^ -25r797-r- -22H4r* 2.900, - 4.290,- 23.000,- 11.500,- 9.900, - 4.950,- 7.660,- 16.546,- 11.500,- AXIS AXIS HÚSGÖGN HF. SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI SÍMI: 43500 i i i i i i i i i i i i i i ■ I ■ I i i i i i i B I i ■ I i ■ I ..i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.