Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991
—j Qíf‘frmÁ —r—rr^-rf’r/'ríl: r‘,U;(1 ^ vff]yjf-*f >fr
Reuter
Saddam Hussein íraksforseti heilsar íröskum hermönnum í Kúveit
er hann var þar á ferð nýlega.
ingjar varðarins hlutu þjálfun sína
í áðumefndum skólum. Breskur
sérfræðingur skýrði frá því árið
1986, er styrjöld íraka við írana
stóð enn yfir, að hann hefði verið
í írak til að gefa gömlum nemend-
um hollráð varðandi skotgrafa-
gerð. Er Saddam Hussein hóf að
nota olíutekjur landsins til að
smíða máttuga hervél sína lét
hann ekki duga að kaupa full-
komnustu vopn sem hann komst
yfir, jafnt á Vesturlöndum sem í
kommúnistaríkjunum. Liðforingj-
arnir fengu einnig bestu þjálfun
sem völ var á. Stjórnandi Lýð-
veldisvarðarins, Ayad al-Rawaii
undirhershöfðingi, er sagður hafa
fengið þjálfun í Bandaríkjunum
og háttsettir liðsforingjar, sem
einkum eru valdir úr röðum súnní-
múslima frá Bagdari og Takrit,
hlutu sumir menntun í Bretlandi
og Sovétríkjunum.
Sagt er að herstjórnarlist íraka
sé annars vegar byggð á þáttum
úr sovéskum herfræðum, þar sem
áhersla er lögð á að fylgja eftir
vandlega gerðum áætlunum og
hins vegar breskum fræðum þar
sem reynt er að innræta hermönn-
um frumkvæði á vígvellinum. Er-
fitt virðist þó að samræma þessi
sjónarmið.
Eldraunin 1985
Sveitir Lýðveldisvarðarins tóku
fyrst þátt í aðgerðum árið 1985
og sýndu þá hæfileika sína til að
gera leiftursnögga árás eins og
raunin varð í Kúveit. Vélaherdeild-
ir varðarins gerðu 1985 gagnárás
gegn írönum er höfðu lagt til at-
lögu við borgina Qurnah. Sérfræð-
ingar Bandarikjahers sögðu að
gagnsóknin hefði verið „gerð af
mikilli kunnáttu og lamað and-
stæðingana." Þegar valdir eru
hermenn í fótgöngulið varðarins
er fleyttur rjóminn af mannafla
íraka á herskyldualdri. Þeir verða
að vera hávaxnir, hraustir og læs-
ir; umtalsverður hluti æðsta forin-
gjaliðsins hefur verkfræðimennt-
un. Liðsmenn fá betri mat en aðr-
ir íraskir hermenn, ölkelduvatn á
flöskum til drykkjar og nóg af
munaði á borð við sígarettur og
telauf' en írakar eru mikil te-
drykkjuþjóð. Síðar mun koma í ljós
hvort Saddam hefur ofdekrað úr-
valssveitir sínar.
Njósnarar Saddams eru á hveiju
strái í Lýðveldisverðinum og æðstu
liðsforingjar eru látnir skipta oft
um stöður til að reyna að koma í
veg fyrir samsæri. Margir Vestur-
landamenn gera sér vonir um að
yfirmenn liðsins geri uppreisn
gegn einræðisherranum er þeir sjá
fram á afhroð gegn heijum banda-
manna. Aðrir segja þetta eintóma
óskhyggju.
Skotpallur fyrir Scud-eldflaugar.
Keuter
írakar falast eftir
*
skotpÖllum Irana
l
1
Washington. The Daily Telegraph.
ÍRAKAR hafa falast eftir allt
að hundrað hreyfanlegum skot-
pöllum fyrir Scud-eldflaugar
frá írönum, samkvæmt fregn-
um sem hafa borist til Washing-
ton. Þetta hefur kynt undir ótta
ýmissa embættismanna í borg-
inni við að írönsk stjórnvöld séu
að taka höndum sainan við Ir-
aka gegn bandamönnum í stríð-
inu fyrir botni Persaflóa.
íranir eiga birgðir af skotpöll-
um, sem þeir keygtu til að svara
eldflaugaárásum íraka í Persa-
flóastríðinu 1980-88. Embættis-
menn bandaríska vprnarmálaráð-
uneytisins telja að íranir hafi að-
eins getað notað örfáa palla, þar
sem þeim tókst ekki að skjóta eld-
flaugunum lengra en um 250 km.
Kamal Kharrazi, sendiherra Ir-
ans hjá Sameinuðu þjóðunum, vís-
aði fregnunum á bug en nokkrir
bandarískir leyniþjónustumenn
eru samt efins um að stjómvöld í
íran standi við yfirlýsingar sínar
um hlutleysi í stríðinu.
Ekki er enn fullkomlega ljóst
hvers vegna Saddam Hussein ír-
aksforseti sendi heilu flugvéla-
sveitirnar til írans á dögunum, en
ýmsir telja að það hafi verið ákveð-
ið áður en stríðið hófst. Banda-
rískir embættismenn segja að
gervihnattamyndir sýni að hluta
flugvélanna hafi verið komið fyrir
i leynibyrgjum og hefur þetta vak-
ið efasemdir um hlutleysi íranskra
stjórnvalda.
íranir hafa mótmælt flutning-
unum á flugvélunum formlega hjá
Sameinuðu þjóðunum og sakað
íraka um að stefna hlutleysi írans
í hættu.
Irak:
Vestrænum
blaðamönn-
um hleypt
inn á ný
* Amman. Reuter.
ÍRÁKAR ákváðu í fyrradag
að leyfa 15 vestrænum blað-
amönnum að koma til
Bagdad til að fjalla um Pers-
aflóastríðið.
Nær öllum vestrænum blað-
amönnum var vísað úr landi
eftir árás bandamanna á
Bagdad aðfaranótt 17. janúar.
Meðal þeirra sem fengu að
halda aftur til Bagdad voru
blaðamenn Reuters-frétta-
stofunnar, bresku dagblað-
anna Sunday Times og Inde-
pendent og fréttamenn
frönsku sjónvarpsstöðvarinnar
Antenne Deux og frönsku
fréttastofunnar Agence Fran-
ce Presse.