Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991 Leikup np. 2, Chelsea - flnsenal, ep í beinni útsendingu á laugapdaginn kl. 15. ekki bara heppni Upplýsingar um úrslit leikja: Lukkulínan, s. 99-1002 SKIÐI / HM I SAALBACH Boumissen vann önnurgull- verðlaun Sviss CHANTAL Bournissen vann önnur gullverðlaunin fyrir Sviss á heimsmeistaramótinu í Sa- albach er hún sigrað í alpa- tvíkeppni kvenna ígær. Ingrid Stöckl frá Austurríki varð önn- ur og Vreni Schneider, Sviss, þriðja eftir að hafa náð lang besta tfmanum í svigi tvíkeppn- innar ígær. Bournissen var með þriðja besta tímann í bruninu og keyrði svigið af miklu öryggi, náði fimmta besta tímanum og það nægði henni til sigur þar sem Sabine Ginther frá Austurríki, sem var með besta tímann í bruninu, fór út- úr braut- inni í síðari umferð í gær. „Ég hafði mikla heppni með mér. Mér hefur aldrei gengið eins vel í svigi og í dag,“ sagði Bourniss- en eftir sigurinn. Hún hlaut sam- tals 26,45 stig. Ingrid Stöckl varð önnur með 33,76 stig og Schneider þriðja með 42,13 stig, þrátt fyrir að hafa verið aðeins með 26. besta tímann í bruninu. Schneider, sem hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna í vetur, náði sér vel á strik í sviginu og var með lang besta tímann í báðum umferðum og vann með 2,37 sek mun. Hún verður því að teljast sig- urstrangleg í sviginu sem fram fer í dag. „Ég fann mig vel í sviginu í dag, en það er ekki þar með sagt Reuter Chantal Bournissen frá Sviss fagnar hér sigri í alpatvíkeppni kvenna. að allt gangi upp á morgun,“ sagði Schneider um sigurmöguleika hennar í sviginu. Kronberger úr leik Petrar Kronberger var ekki með í gær og hún verður ekki meira með á heimsmeistaramótinu vegna hnémeiðsla sem hún hlaut í risa- sviginu. HANDBOLTI Rögnvald og Stefán dæma í Svíþjóð og Danmörku Rögnvald Erlingsson og Stef- án Arnaldsson, handknatt- leiksdómarar, dæma - landsleiki Dana og Svía í bæði karla og kvennaflokki 12. og 13. febrúar. Síðan dæma þeir Evrópuleik Saab og Milbertshofen í Linköping 17. febrúar. Rögnvald og Stefán dæma fyrst landsleik Dana og Svía í kvenna- flokki 12. febrúar í Árhus í Dan- mörku. Daginn eftir fara þeir yfir til Karlstad í Svíþjóð og dæma þar landsleik sömu þjóða í karla- flokki. Þessir leikir eru árlegur viðburður og hefur Rögnvald einu sinni áður dæmt í þessu móti, með Gunnari Kjartanssyni 1989. 1.DEILD KV Selfoss féll í 2. deild Selfoss féll í 2. deild kvenna er í fyrrakvöld er liðið tapaði fyrir Stjörnunni, 18:28, í 1. deild kvenna. Staðan í hálfleik var 6:12. Selfoss hefur aðeins 5 stig og á eftir sex leiki og getur því ekki náð þriðja neðsta liðinu að stigum. En tvö lið falla í 2. deild. Valsstúlkur léku á als oddi í fyrri hálfleik gegn FH og gerðu hvert mark- ið á fætur öðru. Valur lék sterka vörn og skoraði mikið úr hraðaupphlaupum. Lokastaðan var 19:20. Markahæstar hjá Val voru Hanna Katrín Friðriksen 6/3 og Ragnheiður Júlíusdóttir með 5 mörk. Hjá FIl var Hildur Harðardóttir markahæst með 6/4 mörk. Fram vann Gróttu auðveldlega, 29:14. Sigrún Blomsterberg var marka- hæst Framara með 6 mörk. Laufey Sig- valdadóttir var markahæst í liði Gróttu með 5 mörk. ■Staðan í 1. deild kvenna var ekki rétt í blaðinu í gær og birtum við hana því aftur rétta hér fyrir neðan. Stjarnan.........24 20 0 4 549:409 40 Fram.............20 17 1 2 420:329 35 Víkingur.........22 12 3 7 439:382 27 FH...............23 11 2 10 434:425'24 Valur............24 10 1 13 460:486 21 Grótta.......... 23 7 3 13 401:429 17 ÍBV..............24 6 1 17 435:519 13 Selfoss..........22 2 1 19 382:541 5 HANDBOLTI Ystadá sigur- braut Gunnar Gunnarsson og sam- heijar í Ystad eru í fjórða sæti með 27 stig í úrslitakeppni sænsku deildarinnar í hand- knattleik eftir leikina í fyrra- kvöld. Þá vann Ystad Sevehov 20:17 og var sigurinn aldrei í hættu, en um síðustu helgi vann Ystad Söder á útivelli, 26:21. „Þetta er allt á uppleið hjá okkur og með sama áframhaldi eigum við alla möguleika á að verða í hóþi sex efstu liða og keppa um titilinn eins og að er stefnt,“ sagði Gunnar við Morg- unblaðið eftir sigurinn gegn Sevehov. Drott vann Lugi 31:22 og er með 37 stig, en Lugi er í þriðja sæfi með 27 stig og Yrstad í öðru með 30 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.