Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 31
MOROUNBLADiiÐ FÖSTUPAQUifJ.EEpiWAR X-^j Viðrar vel til útivinnu Smiðimir Einar og Áki sem vinna hjá byggingarfyrirtækinu Haraldi og Guðlaugi voru ánægðir við vinnu sína í gær, en þeir voru að vinna við byggingu raðhúss í Tröllagili. Þeir sögðu það alveg einstakt að geta unnið úti við í 5-6 stiga hita dag eftir dag á þessum árstíma eins og raunin hefur verið síðustu daga. „Við erum bara að nota góða veðrið," sagði Guðmundur Guðlaugsson yfírverkfræðingur hjá Akur- eyrarbæ, en starfsmenn bæjarins hafa verið að malbika síðustu daga. Guðmundur sagði að verið væri að gera við smáholur sem komnar væm í göturnar, um væri að ræða eðlilegt slit, en vissulega væri mikill kostur að geta gert við jafnóðum. „Það er mjög gott að geta gert við þetta áður en bifreiðaeigendur verða fyrir tjóni,“ sagði hann. Borað gat á ís á Leirtjörn. Veiði- maðurinn er Björn Sigurðsson. Islandsmót- ið í dorg- veiði hefst á sunnudaginn Keppt í Ólafsfjarð- arvatni í Ólafsfirði FYRSTA íslandsmótið í dorg- veiði verður haldið á Ólafsfjarð- arvatni á sunnudaginn, en keppt verður á sjö stöðum á landinu. Klukkan 10 er mæting á Hótel Ólafsfírði, en keppnin hefst klukkan 11 og stendur til klukkan 4. Verð- laun verða veitt fyrir stærsta fisk- inn, flesta fiskana, fjölbreyttustu veiðina og yngsti keppandinn verð- ur verðlaunaður. Bjöm G. Sigurðs- son formaður Dorgveiðifélags ís- lands verður á staðnum og setur mótið. Góð veiði hefur verið í Ólafs- fjarðarvatni síðustu vikur. Næst verður keppt í nágrenni Blönduóss, sunnudaginn 10. febrúar. Fjárhagsáætlun: Hundruðum milljóna varíð til að styrkja atvinnulíf bæjarins - segir Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs SIGURÐUR J. Sigurðsson for maður bæjarráðs segir að miðað við undanfarin ár hafi aldrei verið varið jafnmiklum fjármunum til atvinnu- máia og gert var á síðasta ári. Hann vísar á bug fullyrðingum fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn varðandi það að lítið fé væri ætlað til at- vinnumála í bænum. Þá segir hann bæjarfulltrúa Framsóknarflokks ekki hafa áttað sig á fjárhagslegri stöðu bæjarins, Akureyrarbær væri sterkt og öflugt sveitarfélag og þeirri fjárhagsáætlun sem fyrir lægi væri m.a. ætlað að vinna áfram að uppbyggingu bæjarins á sem flest- um sviðum. Fjárhagsáætlun fyrir yfírstand- andi ár var lögð fram til fyrri um- ræðu á fundi bæjarstjómar í vik- unni. Fulltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn, Framsóknar- og Alþýðu- flokks, hafa lagt fram gagnrýni á nokkur atriði áætlunarinnar, m.a. telja þeir að litlu fé sé varið til at- vinnumála. Þeirri gagnrýni vísar Sig- urður J. Sigurðsson formaður bæjar- ráðs á bug. „Það hafa aldrei verið lagðar fram jafnháar upphæðir til atvinnumála á undanförnum árum og gert var á síðasta ári. Hundruðum milljóna var varið til að styrkja atvinnulífíð á Akureyri, en því miður fer hluti þeirra Ijármuna í varnarbaráttu, en ekki í ný atvinnutækifæri. Þannig hefur barátta landsbyggðarinnar verið á síðustu árum og fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn eiga pólitíska aðild að þeirri ríkisstjórn sem þannig stendur að málum lands- byggðarinnar," sagði Sigurður. Hann segir að fullyrða megi að fjárveitingar til atvinnumála verði miklar á þessu ári, bæði til að standa við skuldbindingar sem gerðar hafa verið og einnig til að vinna að þeim málum sem í vinnslu eru. Ekki vantiC viljann, en nýja möguleika skorti til að efla atvinnu, á síðustu árum hafí athyglinni verið beint að ferðamálum sérstaklega. „Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokks mega vera eins óánægðir og þeir hafa löngun til. Þessi fjárhags- áætlun er ekki gerð til að auka sér- staklega á gleði þeirra, heldur er hún miðuð við að veita bæjarbúum víðtæka þjónustu og til að standa undir áframhaldandi uppbyggingu Akureyrar á sem flestum sviðum,“ sagði Sigurður, en hann taldi um- mæli fulltrúa flokksins um fjárhags- legt sjálfstæði bæjarins, sem fram komu í blaðinu í gær vera flokknum til minnkunar. f _ Þórarinn E. Sveinsson bæjarfulltrúi: Jafnréttisfulltrúamálið verði rætt í bæiarráði ÞÓRARINN E. Sveinsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks vakti máls á seinagangi varðandi ráðningu jafnréttisfulltrúa Akureyrarbæjar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Hann lagði til að málið yrði tekið upp í bæjarráði og leyst þar. Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar var samþykkt í júní árið 1989, en í henni er m.a. gert ráð fyrir að ráðinn sé jafnréttisfulltrúi til að fylgja áætl- uninni eftir. Staðan hefur nokkrum sinnum verið auglýst án þess að gengið hafí verið frá ráðningu starfs- manns. Er auglýst var í lok síðasta árs komu fram þijár umsóknir um stöð- una, ein var dregin til baka og annar umsækjandi óskaði breytinga varð- andi kaup og kjör. „Þetta mál hefur verið að velkjast á annað ár, starfíð auglýst af og til, en af ýmsum ástæðum ekki ráðið í það. Égtel skynsamlegast úrþví sem komið er að ræða málið í bæjarráði og leysa það þar í einum hvelli. Vilji jafnréttisnefnd breyta kjörum starfs- mannsins frá því sem auglýst var þá verðum við að auglýsa starfið upp á nýtt, því forsendurnar breytast þar með,“ sagði Þórarinn. Dagvistin Holtakot anglýsli eftir matráðskonu í fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi sé með menntun af matvælasviði eða sambærilega menntun. Ennfremur auglýsum við eftir fóstru ífullt starf. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Allar nánari upplýsingar um störfin veitir for- stöðukona í síma 27081 alla virka daga frá kl. 9-12. Um kaup og kjör veitir starfsmannadeild upplýsingar í síma 21000. Dagvistarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.