Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1991
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson, -.
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Skipbrot í
ríkisfjármálum
Fjárlög eru að jafnaði þýð-
ingarmesta verkefni Al-
þingis, með og ásamt tengdri
lagasmíð, skattalögum og.láns-
fjárlögum. Ríkis stjórnin, sem
hefur á hendi framkvæmd þess-
ara laga, auk þess að ráða
mestu um gerð þeirra í krafti
þingmeirihluta síns, ber síðan
pólitíska ábyrgð á framkvæmd-
inni, bæði gagnvart þjóðþinginu
og síðast en ekki sízt hinum
almennu borgurum, kjósendum.
Það veltur á miklu, hvern veg
til tekst í þessum efnum, hveiju
fram vindur í ríkisbúskapnum,
enda „hefur hann víðtæk áhrif
á flesta þætti efnahagsmála,
kjaramála og atvinnumála, en
einnig beint á hagsmuni ein-
staklinga, fyrirtækja og sveit-
arfélaga", eins og Pálmi Jóns-
son, sem sæti á í fjárveitinga-
nefnd Alþingis, kemst að orði
hér í blaðinu í gær. Þegar dreg-
ur að lokum þessa kjörtímabils
blasir við hrikaleg staða í ríkis-
búskapnum. Stefna ríkisstjóm-
arinnar í þessu viðamesta verk-
efni sínu hefur gjörsamlega
brugðizt.
Pálmi Jónsson segir að
stefna ríkisstjórnarinnar hafi í
megindráttum komið fram í
stórauknum ríkisumsvifum,
viðvarandi skattahækkunum og
vaxandi ríkissjóðshalla. Orðrétt
segir hann:
„Samkvæmt fjárlögum nema
tekjur ríkissjóðs 1991 28,1% af
landsframleiðslu, en á árinu
1987 var þetta hlutfall 23,6%.
Útgjöld A-hluta ríkissjóðs nema
á þessu ári, samkvæmt fjárlög-
um, 29,1% af landsframleiðslu
en 24,9% 1987.“
Á sama tíma sem störfum
fækkar á almennum vinnu-
markaði, yfirvinna dregst um-
talsvert saman og atvinnuleysi
er meira en verið hefur síðast-
liðin tuttugu ár, fjölgar ríkis-
starfsmönnum jafnt og þétt.
„Frá árinu 1988,“ segir Pálmi
í grein sinni, „hefur fjölgun
ríkisstarfsmanna orðið um
1.100 stöðugildi, sem svarar til
2,8% aukningar í þijú ár. Á
sama tíma hafa rekstrargjöld
aukizt um og yfír 2% á ári að
raungildi.“
Á sama tíma sem kaupmátt-
ur almennra launa hefur lækk^
að verulega, að hluta til vegna
skattahækkana, aukast
ríkisumsvif, einkum í starfs-
mannahaldi og rekstri. Á sama
tíma sem fólki og fyrirtækjum
er gert að rifa útgjaldasegl sín,
í nafni þjóðarsáttar, færist
ríkisbúskapurinn allur í aukana:
í eyðslu, skattheimtu, ríkis-
sjóðshalla og skuldasöfnun.
Pálmi Jónsson færir fyrir því
rökstuddar líkur, að þrátt fyrir
nýtt skattamet ríkisstjórnarinn-
ar á hveiju og einu starfsári
hennar, sem samtals hafi leitt
til 16 milljarða hækkunar
skatta á fjórum árum, 1988—
1991, nemi samansafnaður
halli ríkissjóðs á þessu árabili
um 30 milljörðum króna.
Viðvarandi halli ríkissjóðs
hefur síðan leitt til skuldasöfn-
unar ríkisins, sem og þess, að
nú fer nálega tíunda hver króna
af útgjöldum ríkissjóðs í að
greiða vexti. Vaxandi ásókn
ríkisins á takmarkaðan innlend-
an lánsfjármarkað hefur síðan
áhrif á vaxtastigið í landinu.
En fleira kemur til. Pálmi Jóns-
son kemst svo að orði:
„Gífurlegum byrðum til við-
bótar við hinn samansafnaða
ríkissjóðshalla er velt yfir á
herðar skattborgaranna í
framtíðinni með ríkisábyrgðum,
útgáfu skuldabréfa og annarra
skuldbindinga ríkissjóðs, sem
falla í gjalddaga á næstu árum,
og einnig með því að eta upp
eigið fé samfélagslegra sjóða,
sem sækja styrk sinn til ríkis-
sjóðs og ríkissjóður stendur
ábyrgur fyrir. Fjármálaráð-
herra telur sjálfur að það taki
tvö til þijú kjörtímabil að vinna
bug á því síðasttalda, af þeim
drápsklyfjum, sem þjóðin tekur
í arf eftir núverandi ríkis-
stjórn.“
Fjármálaráðherra og aðrir
ráðherrar eru í senn höfundar,
framkvæmdastjórar og pólit-
ískir ábyrgðarmenn fjárlaga,
skattalaga og lánsfjárlaga. Fyr-
ir liggur, svo hafið er yfir allan
vafa, að stjórnarstefnan í ríkis-
fjármálum hefur brugðizt í höf-
uðatriðum.
Ríkisstjórnin hefur hvergi
nærri axlað sinn samdráttar-
hlut í þjóðarsáttinni. Á sama
tíma og fólki og fyrirtækjum
er gert að herða sultarólina
hefur ríkisstjómin haldið sig við
heygarðshorn sífelldra skatta-
hækkana. Og enn ýja bæði for-
sætisráðherra og fjármálaráð-
herra að frekari skattahækkun-
um. Það er tími til kominn að
þjóðin kveði upp sinn dóm yfir
óráðsíunni. Til þess gefst tæki-
færi eftir tæpa þijá mánuði.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1991
27
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
'S'
Liðin tíð í pólitík
að uppskera eins
og maður sáir?
AÐEINS sjö mínútur voru til miðnættis að kvöldi 21. janúar, þegar
Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, skilaði
framboði sínu á skrifstofu Alþýðuflokksins í Reykjavík, en frestur-
inn rann út á miðnætti. Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík verður
á morgun og sunnudag. Það var engin tilviljun að Jóhanna lét það
dragast eins lengi og henni var unnt að skila framboði sínu — I
þessari bið hennar fólust hljóðlát mótmæli, ásamt dulbúinni hótun
um að hún myndi bjóða sig fram í 1.-2. sæti listans, sem einhverjir
töldu að hefði getað kostað formanninn 1. sætið og þar af leiðandi
þingsætið. Jón Baldvin bauð sig aðeins fram í 1. sæti listans að
þessu sinni — skipaði að eigin vilja þriðja sætið í alþingiskosningun-
um fyrir fjórum árum, en Jón Sigurðsson það fyrsta og Jóhanna
annað.
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar á þeim fjórum árum sem liðin
eru frá því síðast var kosið til Al-
þingis. Jón Baldvin lék þá pólitísku
leikfléttu fyrir fjórum árum að
færa nafna sínum Sigurðssyni
þingsætið á silfurfati, með því áð
eftirláta honum fyrsta sæti listans
— aðeins þannig var þáverandi for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar reiðubú-
inn að hella sér út í pólitík fyrir
Alþýðuflokkinn.
Jón Sigurðsson hefur eins og
kunnugt er flutt sig um set og
skipar nú efsta sætið á lista Al-.
þýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi
— aftur í fyrsta sæti framboðslista,
án þess að hafa þurft að beijast
fyrir því sæti. Formaðurinn taldi
sig ekki þurfa að leysa sérstakan
framboðsvanda forystumanna
flokksins í Reykjavík og bauð sig
fram í fyrsta sæti listans. Þótt
hann hafi greint Jóhönnu frá þess-
ari ákvörðun sinni fyrir allnokkru,
við hóflega hrifningu varafor-
mannsins, mun Jón Baldvin hafa
verið þess fullviss eftir þeirra fund
að Jóhanna tæki ákvörðun um að
bjóða sig aðeins fram í 2. sætið.
Loksins, loksins
Vel má vera að skoðun for-
mannsins hafi þá þegar verið á
rökum reist, en Jóhanna kaus að
halda krötum í óvissu fram á
síðustu stundu og skilaði framboði
sínu nokkrum mínútum áður en
framboðsfresturinn rann út. „Það
var náttúrlega ágætt að hún loks-
ins, loksins ákvað að hjóla ekki í
formanninn," sagði krati um þessa
ákvörðun Jóhönnu. Hann kvaðst
þó telja að það hefði litlu breytt
hefði Jóhanna boðið sig fram í tvö
efstu sætin. Hún hefði tryggt sér
annað sætið, en ekki hróflað við
formanninum. Þetta er mat margra
annarra, en þeir telja, að út á við,
fyrir eininguna og friðinn hjá for-
ystunni, sé mun sléttara og áferð-
arfallegra að formaður og varafor-
maður Alþýðuflokksins fari ekki
út í opinber slagsmál um sæti á
framboðslista flokksins. Slíkt hefði
bæði verið óskynsamlegt og óþarft.
Tilgangurinn með prófkjöri sé eink-
um sá að gefa ungu fólki kost á
að kynna sig og leita eftir stuðn-
ingi. Hvorki formaður né varafor-
maður flokksins þurfi á kynningu
að halda. Flokksþing hafi kosið þau
til forystu og falið þeim að vinna
saman að framgangi Alþýðuflokks-
ins og það sé þeirra hlutverk, en
ekki að takast á um sæti á fram-
boðslista flokksins. Enda sé slíkt
með öllu óþarft — flokkurinn fái
örugglega tvö þingsæti í Reykjavík,
og stefni að þremur.
Frágengið hveijir skipa tvö
efstu sætin
Það er þannig frágengið áður
en prófkjörið hefst á morgun að
þau Jón Baldvin og Jóhanna skipi
efstu sætin á listanum, en öllu
meiri vafí er á hvernig raðast í
sætin þar fyrir neðan, þriðja til
sjötta sæti. Þar eru ellefu manns
um hituna og kennir ýmissa grasa.
Birgir Árnason býður sig fram í
3.-6. sæti, Guðmundur Haraldsson
í 3.-6. sæti, Gunnar Ingi Gunnars-
son í 3.-6. sæti,_ Helgi Daníelsson
í 3.-6.sæti, Jón Ármann Héðinsson
í 1.-4. sæti, Magnús Jónsson í 1.-6.
sæti, Ragnheiður Davíðsdóttir í
3.-5. sæti, Valgerður Gunnarsdóttir
í 3.-6. sæti, Þorlákur Helgason í
1.-3. sæti, Þröstur Ólafsson í 3.-4.
sæti og Össur Skarphéðinsson í
3.-6.
Almennt er ekki búist við að
þremenningarnir Jón Ármann Héð-
insson (1.-4. sæti), Magnús Jónsson
(1.-6. sæti) og Þorlákur Helgason
(1.-3. sæti) fái mikið fylgi í tvö
efstu sætin. En vitað er að Jón
Baldvin er nokkuð umdeildur innan
flokksins og að ákveðinn fjöldi mun
ekki kjósa hann. Affallið sem verð-
ur mun því að líkindum dreifast á
þessa þrjá frambjóðendur, og sam-
kvæmt reglum prófkjörsins nýtast
þeim neðar á listanum. Sömu sögu
er að segja um þau atkvæði sem
þessir frambjóðendur fá í 2. sæti
listans, en þar sem Jóhanna er
ekki jafnumdeild og formaðurinn
er líklegt að hennar kosning í 2.
sætið verði glæsilegri en kosning
formannsins í 1. sætið.
Slagurinn milli Þrastar
og Ossurar
Áhugi manna á þessu prófkjöri
virðist einkum beinast að þriðja
sæti listans og vangaveltum um
hver muni hljóta það sæti. Þar eru
þeir Þröstur Ólafsson og Össur
Skarphéðinsson einkum nefndir til
sögunnar, þótt ótrúlegt kunni að
virðast, vegna skammrar veru
þeirra í Alþýðuflokknum. Báðir eru
tiltölulega nýgengnir til liðs við
Alþýðuflokkinn úr Alþýðubanda-
laginu, þó Össur hafí ákveðið for-
skot á Þröst í þeim efnum, með
viðkomu í Nýjum vettvangi í fyrra.
Ekki svo að skilja að eitthvert
elskuvinasamband hafí verið með
þeim er þeir voru í Alþýðubanda-
laginu — síður en svo. Þröstur,
framkvæmdastjóri Dagsbrúnar í
fimm ár og góðvinur Guðmundar
J. Guðmundssonar, tilheyrði þar
svonefndum verkalýðsarmi, sem
Össur beitti sér af mikilli hörku
gegn í ritstjóratíð sinni á Þjóðviljan-
um undir skjaldarmerki „lýðræðis-
kynslóðarinnar“, en þannig skil-
greindu fylgism'enn Ólafs Ragnars
Grímssonar eigin fylkingu innan
Alþýðubandalagsins. Báðir stefna
þeir á þriðja sæti listans, en óvíst
er að öðrum þeirra takist að ná
bindandi kosningu í sætið, þar sem
dreifíng atkvæða verður örugglega
mjög mikil — slíkt er óhjákvæmi-
legt þegar ellefu manns keppa um
sama sætið.
Hver er duglegastur?
Jafnlíklegt er að dreifingin á
atkvæðum í fjórða sætið verði mik-
il. Þeir Magnús Jónsson og Birgir
Árnason munu ugglaust einnig
blanda sér í baráttuna um þriðja
sætið. Magnús er talinn líklegri til
fylgisöflunar en Birgir, þótt Birgir
sé fyrrum formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna og aðstoðar-
maður Jóns Sigurðssonar, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra. Ugglaust
mun miklu ráða um það hver hlýt-
ur mestan stuðning í þriðja sæti
listans, hver duglegastur er að
smala, auglýsa og vekja á sér at-
hygli. Össur stendur þar líklega
best að vígi, þegar þetta er skrifað.
Þó að Jón Baldvin hafi ekki lýst
yfir stuðningi sínum við ákveðna
' frambjóðendur, herma heimildir að
hann sé þess fýsandi að sjá Þröst
Ólafsson í þriðja sæti listans. Hann
hafí mikið álit á .Þresti og telji að
starfskraftar hans geti reynst Al-
þýðuflokknum dýrmætir. Jón Bald-
vin er reyndar einnig sagður Öss-
uri hliðhollur, þótt hann vilji að
Þröstur verði ofar á listanum. Hann
telji Össur hafa til að bera persónu-
töfra og hnyttni, sem geti skilað
Alþýðuflokknum ákveðinni fylgis-
aukningu.
Raunar er talið að það geti
reynst Þresti afdrifaríkt að hafa
beðið jafnlengi og hann gerði með
að tilkynna þátttöku sína í prófkjör-
inu á*meðan aðrir nýir frambjóð-
endur eins og Ragnheiður, V algerð-
ur og Össur sem tengjast Nýjum
vettvangi frá því í borgarstjórnar-
kosningunum í fyrra hafa verið á
fullum skrið í pólitísku kynningar-
starfi innan Álþýðuflokksins. Því
er þess vænst að Þröstur muni fyrst
og fremst þurfa að reiða sig á
stuðning sem hann hefur afiað sér
í gegnum sín fyrri störf, eins og
innan Dagsbrúnar og KRON.
Jakinn styður Þröst
Vitað er að Guðmundur J. Guð-
mundsson vill hag Þrastar sem
bestan í prófkjörinu, en ekki er þar
með sagt að Jakinn geti beitt sér
að nokkru gagni í því að virkja
Dagsbrúnarmenn til þátttöku í
prófkjöri Alþýðuflokksins. Hann
fékk ekki nema 38% Dagsbrúnar-
manna til þess að koma og kjósa
í stjórnarkjöri Dagsbrúnar um
síðustu helgi, þrátt fyrir miklar
brýningar. Kosningastjóri A-lista
Guðmundar J., sem var endurkjör-
inn með 62,5% atkvæða, var Þröst-
ur Ólafsson.
Guðmundur J. hefur takmarkað-
ar mætur á Össuri, að ekki sé
meira sagt. Hann hefur aldrei fyrir-
gefið Össuri á hvaða hátt hann
skrifaði í Þjóðviljann um Guðmund
í tengslum við Hafskipsmálið á
sínum tíma. Öruggt má telja að
andúð hans á Össuri sé það megn,
hljóti Össur góða kosningu í próf-
kjöri Alþýðuflokksins en ekki
Þröstur, að Guðmundur muni beita
sér af afli gegn lista Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík. Fái Þröstur aftur
á móti góða kosningu í prófkjörinu
er jafnvel talið að Guðmundur
muni lýsa velþóknun sinni á þann
hátt að skipa sæti neðarlega á lista
kratanna í Reykjavík. Slíkt hefur
reyndar þegar verið fært í tal við
Guðmund, en hann hefur engin
svör gefíð enn og gerir væntánlega
ekki fyrr en hann hefur séð niður-
stöður prófkjörsins.
Það má því vel vera að það séu
ekki annir einar sem koma í veg
fyrir að Jón Baldvin hefur ekki
afskipti af prófkjöri síns flokks í
eigin kjördæmi — pólitísk kænska
kann þar einnig að eiga hlut að
máli. Mögulega þarf hann að starfa
náið með báðum þessum fyrrum
alþýðubandalagsmönnum í fram-
tíðinni, hugsanlega aðeins með öðr-
um. Þá er jafngott fyrir hann að
hafa ekki veðjað á rangan hest og
því kýs hann að uppgjör þessara
fornu fjenda fari fram án hans af-
skipta.
Það verður ekki sagt að mikil
harka eða hörð barátta hafi sett
svip sinn á undirbúning þessa próf-
kjörs — miklu fremur áhugaleysi
forystunnar. Jón Baldvin hefur-ver-
ið svo önnum kafinn við að sinna
skyldum sínum sem utanríkisráð-
herra að hann hefur ekki beitt sér
neitt í baráttunni, nema hvað hann
á fyrri stigum hringdi í ýmsa menn
sem eru í eða hafa verið í öðrum
flokkum, að vonum þá sem hann
telur öánægða og leitaði eftir því
að þeir gæfu kost á sér í prófkjör
Alþýðuflokksins. Þar má nefna
menn eins og Ellert B. Sehram og
Jón Magnússon. Formaðurinn hef-
ur ekki haft erindi sem erfiði í
umleitunum sínum til hægri, eins
og hann hefur haft í samskonar
þreifingum til vinstri.
Uppstillingarnefnd kann að
ákveða röð 3. til 6. sætis
Það er ekki útilokað að enginn
frambjóðenda, að þeim Jóni Báld-
vin og Jóhönnu undanskildum, nái
að tryggja sér bindandi kosningu,
sem þýddi að uppstillingarnefnd
Alþýðuflokksins í Reykjavík hefði
það í hendi sér að raða í öll sæti
listans nema þau tvö efstu. Stjóm-
inni væri þannig ákveðinn vandi á
höndum, en hún hefði samt sem
áður einhverjar vísbendingar úr
niðurstöðum prófkjörsins til þess
að fara eftir, þótt menn næðu ekki
bindandi kosningu.
Konunum tveimur sem taka þátt
í baráttunni um 3.-6. sæti listans
er spáð góðri útkomu, og reynist
sú spá sönn kann svo að fara að
kynin skipti jafnt með sér sex efstu
sætunum. Valgerður Gunnarsdóttir
(dóttir Gunnars G. Schram, laga-
prófessors) kom til liðs við Alþýðu-
flokkinn frá Nýjum vettvangi og
sömu sögu er að segja um Ragn-
heiði Davíðsdóttur. Þrátt fyrir
skamma veru í Alþýðuflokknum er
því haldið fram við mig, að báðar
konumar hafi tekið virkan þátt í
flokksstarfinu og hafi þegar verið
samþykktar af krötum sem „góðar
og gegnar kratakonur". Hvorug
konan virðist umdeild svo heitið
geti innan flokksins, en þó er að
heyra sem kratar hafí meiri trú á
því að Valgerður eigi eftir að spjara
sig í stjórnmálabaráttunni en
Ragnheiður. Valgerði er alltént
spáð meira fylgi í prófkjörinu en
Ragnheiði og oft orðuð við fjórða
sæti listans.
Konunum er þó spáð lélegri út-
komu í prófkjörinu en þeim Óssuri
og Þresti og virðast kratar hafa
styrkst í þeirri skoðun eftir kynn-
ingarfund frambjóðenda sem hald-
inn var í Reykjavík síðastliðið
þriðjudagskvöld. Kratar sem vora
á þeim fundi hafa sagt að þar hafi
komið berlega í ljós hversu dýrmæt
reynslan af fyrri stjórnmálaþátt-
töku sé. Þröstur og Össur hafi á
þann hátt haft forskot á aðra fram-
bjóðendur á fundinum, en þar eins
og endranær eru þau Jóhanna og
Jón Baldvin að sjálfsögðu undan-
skilin.
Nánast galopið prófkjör
Prófkjör Alþýðuflokksins hér í
Reykjavík á morgun, laugardag og
sunnudag er opið prófkjör, þar sem
Reykvíkingar 18 ára og eldri sem
ekki eru flokksbundnir í öðrum
stjórnmálaflokkum mega kjósa.
Kosið verður í Ármúlaskóla frá kl.
10-19 báða dagana, en samkvæmt
upplýsingum flokksskrifstofunnar
var horfíð frá því að hafa fleiri
kjörstaði.
Samkvæmt prófkjörsreglum Al-
þýðuflokksins ræður einfaldur
meirihluti atkvæða úrslitum og eru
niðurstöður prófkjörsins bindandi
fyrir uppstillingarnefnd, svo fremi
sem frambjóðandi hefur a.m.k.
hlotið fimmtung greiddra atkvæða.
Til þess að hljóta bindandi kosníngu
í prófkjöri Alþýðuflokksins þarf því
frambjóðandi að fá 20% greiddra
atkvæða eða meira í það sæti sem
hann býður sig fram í. Hafi fram-
bjóðandinn boðið sig fram í fleiri
sæti, nýtast honum þau atkvæði
sem hann fær í þau sæti sem eru
fyrir ofan-það sæti sem hann hlýt-
ur kosningu í. Dæml: frambjóðandi
býður sig fram í 3.-6. sæti. Hann
hlýtur bindandi kosningu í fimmta
sætið og þannig nýtast honum þau
atkvæði sem hann hefur fengið í
3.-5. sæti, en þau atkvæði sem
hann fékk í 6. sætið eru ekki talin
með.
Skrautleg pólitísk fortíð
þvælist ekki fyrir krötum
Það sem er einna foi-vitnilegast
við prófkjör kratanna er að skraut-
leg pólitísk fortíð frambjóðenda
þvælist greinilega ekki fyrir al-
þýðuflokksmönnum nú, því þeir,
sem spáð er hvað bestri útkomu,
eru ýmist fyrrverandi alþýðubanda-
lagsmenn eða úr Nýjum vettvangi,
sem var sameiginlegt framboð Birt-
ingar og Alþýðuflokksins. Vel má
vera, þegar upp verður staðið, að
kratar, sem hlotið hafa sitt pólitíska
uppeldi innan Alþýðuflokksins, eins
og Jón Ármann Héðinsson (þing-
maður krata 1967-1978), Magnús
Jónsson og Birgir Árnason hljóti
samskonar útreið og Bjarni P.
Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins, hlaut í borgar-
stjórnarkosningunum í fyrra.
Kratar benda réttilega á að þeir
verða ekki einir sakaðir um að leita
að nýjum andlitum — nýju blóði,
til þess að „skreyta" framboðslista
sina með. Framsókn í Reykjavík
rýkur til og býður Ásgeiri Hannesi
Eiríkssyni, sem nú situr á Alþingi
fyrir Borgaraflokkinn, sæti á lista,
sem hann reyndar ákvað að af-
þakka í fyrradag. Þá hefur Fram-
sókn leitað til Lindu Pétursdóttur,
alheimsfegurðardrottningar, og
boðið henni sæti á listanum. Feg-
urð Lindu er að sönnu þekkt líklega
langt út fyrir landsteinana, en eng-
um sögum fer af stjórnmálaafrek-
um hennar, hvorki á vegum Fram-
sóknar né annarra. Ingi Björn Al-
bertsson, sem gekk í fyrra í Sjálf-
stæðisflokkinn, fékk að launum 6.
sæti í prófkjöri flokksins í
Reykjavík og færðist upp í 5. sæt-
ið, eftir að Birgir ísleifur Gunnars-
son færðist niður í heiðurssæti á
listanum. Pólitísku barnsskórnir
sem Guðmundur Magnússon sleit
er hann fyrir margt löngu hóf af-
skipti af stjórnmálum voru afar
rauðleitir, gagnstætt heiðbláum
fijálshyggjuskónum sem hann nú
gengur á. Guðmundur, sem hlaut
13. sætið í prófkjörinu, var færður
upp í 11. sætið af kjörnefnd, þótt
hann hafnaði á endanum í 12.
sæti samkvæmt ákvörðun aðal-
fundar fulltrúaráðs sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík, sl. þriðjudags-
kvöld.
Þetta er eðlileg þróun og end-
urnýjun segja talsmenn svona
breytinga. Telja þeir það bera vott
um mikla afturhaldssemi og alvar-
legan skort á umburðarlyndi ef núa
eigi mönnum um nasir pólitískri
fortíð þeirra um aldur og ævi. Allir
eigi leiðréttingu orða sinna, skoð-
ana og gjörða. Eða eins og gamall
kratakarl orðaði það, sem fagnaði
nýjum liðsauka ættuðum úr Al-
þýðubandalaginu: „Ég treysti þess-
um mönnum. Þeir sem hafa kynnst
kommúnismanum af eigin raun og
snúið frá villu síns vegar munu
aldrei nokkurn tíma hverfa aftur
til villu sinnar.“
Óeðlileg uppdráttarsýki segja
gagnrýnendur og telja það ekki
vænlegt fyrir flokkshollustu og
flokksanda að hampa nýjabrumi
eða pólitískum umskiptingum á
kostnað dyggra flokksmanna.
„Með sama áframhaldi verður það
að öfugmæli innan stjórnmála-
flokkanna að maður uppskeri eins
og maður sáir,“ voru orð eins gagn-
rýnandans.
Trúfélög: 1 °
Fækkar í
fríkirkjum og
þjóðkirkju
TRÚFÉLÖG utan þjóðkirkjunn-
ar hafa farið stækkandi hér á
landi á undanfömum 10 árum.
Árið 1990 tilheyrðu 92,6% lands-
manna þjóðkirkjunni en árið
1980 voru það 93,2%. Á þessum
tíma hefur líka orðið hlutfallsleg
fækkun í fríkirkjusöfnuðunum í
landinu úr 3,8% í 3,2%. í öðrum
trúfélögum vom 2,9% lands-
manna í fyrra samanborið við
1,8% árið 1988. Einstaklingum
utan trúfélaga hefur einnig'''
fjölgað lítillega.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu íslands tilheyrðu 236.959
einstaklingar þjóðkirkjunni þann
1. desember 1990. Það eru 92,6%
landsmanna en fyrir 10 árum var
þetta hlutfall 93,2%, þannig að
fjölgun þjóðkirkjumanna á þessu
tímabili hefur ekki haldið í við fjölg-
un landsmanna.
Frá árinu 1980 hefur líka orðið
hlutfallsleg fækkun í fríkirkjusöfn-
uðunum; úr 3,8% í 3,2%. í fríkirkju-
söfnuðinum í Reykjavík vora 5.018
manns 1. desember í fyrra, en 1.
desember 1980 vora þar 5.777
manns. í Óháða söfnuðinum
Reykjavík hefur Iíka fækkað á
þessu tímabili; úr 1.247 árið 1980
í 1.053 í fyrra. Hins vegar hefur
orðið nokkur fjölgun í fríkirkjusöfn-
uðinum í Hafnarfirði, eða úr 1.676
í 2.141. •
í öðrum trúfélögum voru 1,8%
landsmanna árið 1980 en voru 1.
desember sl. 2,9%. Þar er kaþólska
kirkjan fjölmennust með 2.396
manns, hvítasunnusöfnuðurinn
með 898 manns og aðventistar með
769. Vottar Jehóva voru 517, Ba*t
háíar 378, félagar í Veginum 297,
í Krossinum 242 og í kirkju Jesú
Krists hinna síðari daga heilögu
var 161. Ásatrúarmenn voru 98
þann 1. desember, í Sjónarhæðar-
söfnuðinum 50 og í öðram trúfélög-
um eða ótilgreindum voru alls
1.505.
Árið 1980 vora 1,2% lands-
manna utan trúfélaga. 1. desember
hafði hlutfall þeirra aukist í 1,3%
og vora þá 3.373 einstaklingar sem
kusu að skrá sig með þeim hætti.
Búist við
litlum eða
engum haf-
ís í vor
BÚAST má við því að hafís verði
lítill eða jafnvel enginn við landið
í vor, og samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar um horfur á
þessu ári eru mestar líkur á því
að hlýtt verði hér á landi svipað
og var á síðasta ári, og heyfeng-
ur verði meiri en í meðalári.
Lofthiti á Jan Mayen frá ágúst^
byijun og út janúar bendir eindreg-
ið til þess að hafið kringum eyjuna
hafi verið með hlýjasta móti í haust,
en frá Jan Mayen tekur það haf-
strauma yfírleitt um hálft ár að ná
til Norðurlands. Reynslan undan-
farin 68 ár hefur sýnt að dvalartími
hafíss við ísland á hverju ári fer
mikið eftir hitanum á Jan Mayen í
undanfarandi ágúst til janúar. Árs-
hitinn á íslandi er einnig nokkuð
tengdur hitanum á Jan Mayen haus-
tið á undan, en þó er talið að haust-
hitinn þar á næstsíðasta ári eigijiav,.
líka nokkurn hlut að máli. Árií
1990 var ekki aðeins hlýtt á Jan
Mayen, því að á Spitzbergen og
Bjarnareyju lengra norðaustur í
hafi vora líka mikil hlýindi, og sam-
kvæmt upplýsingum Veðurstofunn-
ar má líka telja það til stuðnings
spánni um hitafar oh hafís hér við
land. . x
X