Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 52
svo vel
sétryggt
FOSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Félagsmálaráðherra:
Fólk með láns-
Joforð fær greitt
JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að unnið væri að lausn á lausafjárvanda Hús-
næðisstofnunar ríkisins, í samráði við lífeyrissjóðina. Horft væri til
þess að sjóðirnir flýttu fyrirhuguðum kaupum sinum á skuldabréfum
af stofnuninni. Þeir sem hefðu fengið lánsloforð þyrftu alla vega
ekki að óttast að Húsnæðisstofnun greiddi lánin ekki út.
Skýrt var frá því í Morgunblaðinu
í gær að óvíst væri hvort Húsnæðis-
stofnun gæti greitt um 1.000 millj-
Almannavarnir:
Varað við
•fetórstreymi
og hvassviðri
VEÐURSTOFAN spáir vaxandi
sunnanátt og stormi upp úr mið-
nætti í kvöld og í nótt. Almanna-
varnir ríkisins höfðu samband við
staði á Suður- og Suðvesturlandi
á miðvikudag og vöruðu við
óvepju hárri sjávarstöðu næstu
daga.
•• Stórstreymt var í gærmorgun og
í morgun var flóðhæð 4,5 metrar. I
fyrramálið verður flóðhæð 4,4 metr-
ar. Að sögn Hafþórs Jónssonar, aðal-
fulltrúa almannavarna, er ekki yfir-
vofandi bráð flóðahætta þó búast
megi við miklum ágangi sjávar.
Lögreglan
glímdi við
villikött
LÖGREGLAN í Reykjavík var
kölluð að húsi í Norðurmýri í
fyrrinótt en þar gat kona ekki
gengið til náða á heimili sínu
vegna ónæðis af villiketti, sem
komist hafði inn i íbúðina,
hreiðrað um sig undir rúmi
og brást svo hinn versti við
þegar reynt var að koma hon-
um út.
Eftir að lögreglan var komin
í spilið sá kötturinn fljótlega
að úti var ævintýri. Hann reisti
því á sér stýrið og hljóp á dyr.
ónir í húsnæðislán eftir næstu helgi,
vegna lausafjárvanda. „Vandi Hús-
næðisstofnunar er fyrst og fremst
tímabundinn vandi, sem verður'
leystijr,“ sagði Jóhanna. „í áætlun-
um stofnunarinnar er gert ráð fyrir
að jafnvægi verði í rekstri hennar
á þessu ári og því er um erfiða
greiðslustöðu innan mánaðar að
ræða. Ástæðurnar eru einkum
tvær. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóð-
anna reyndist um einum og hálfum
milljarði minna á árinu 1990 en ráð
var fyrir gert og lánsloforðin, sem
greidd voru út í fyrra, kostuðu
stofnunina 700-800 milljónum
meira en búist var við. Afföllin urðu
minni en Húsnæðisstofnun reiknaði
með. Yfirleitt sækja ekki allir, sem
hafa lánsloforð í höndum, lánin til
stofnunarinnar, heldur eru um 25%
afföll. í fyrra voru afföllin hins veg-
ar aðeins 15-20%.“
„Það er engin ástæða til að ætla
annað en að þeir, sem eru með láns-
loforð í höndunum, fái afgreiðslu
sinna mála. Á þessu ári nema láns-
loforð um 3,8 milljörðum. Mest eru
þetta síðari hluta lán, 2300, en fyrri
hluta lán eru 340. Það verður stað-
ið við að afgreiða þetta fólk,“ sagði
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra segir að erfiðleikar
Byggingarsjóðsins stafi af því að
þeir, sem tekið hafi að sér að gera
skynsamlega samninga við lífeyris-
sjóðina um kaup á skuldabréfum,
hafi ekki skilað sínu verki. „Fjár-
málaráðuneytið tók ekki að sér að
annast þessa samninga. Það voru
þvert á móti stjórnendur Húsnæðis-
stofnunar ríkisins og fulltrúar fé-
lagsmálaráðuneytisins sem vildu
hafa þessa samninga í sínum hönd-
um,“ segir fjármálaráðherra.
„Lausnin er ekki að hlaupa til fjár-
málaráðuneytisins og biðja um lán
eða ríkisábyrgð gagnvart fjármun-
um úr Seðlabankanum."
Sjá bls. 20.
Morguriblaðið/Sigurgeir Jónasson
Friðrik Már Sigurðsson, útgerðarstjóri Vestmannaeyjarinnar, og Birgir Þór Sverrisson, 1. stýrimaður,
skoða brædda nælonbúta úr trollinu.
Virðist hafa togað yfir háhitasvæði á Breiðamerkurdjúpi:
Trollið bráðnaði sund-
ur á fjórum stöðum
Aldrei vitað um jarðhita eða eldvirkni
á þessu svæði áður, segja jarðfræðingar
SKIPVERJAR á frystitogaranum Vestmannaey VE uppgötvuðu fyrir
nokkrum dögum fjögur stór göt á trollinu, þegar þeir voru að hífa á
Breiðamerkurdjúpi. Götin virtust hafa orðið til vegna þess að nælonið
í trollinu hefði bráðnað. Jarðfræðingar segja að ekki hafi jarðhita'
orðið vart á þessum slóðum áður.
„Við vorum að veiðum í Breiða-
merkurdjúpi, milli Öræfagrunns og
Mýragrunns. Við vorum að toga á
um það bil 150 föðmum í kórai-
botni, sem er ekki hefðbundin tog-
slóð,“ sagði Birgir Þór Sverrisson,
1. stýrimaður á Vestmannaeynni,
sem var skipstjóri í túrnurn. „Þegar
við hífðum var trollið rifið og kom
í ljós að það voru íjögur hringlaga
göt á stærð við góðan tunnubotn
dreifð um trollið. Þar á milli var troll-
ið allt bráðið. Það er eins og þetta
hafi farið í gegn um einhvern hita,
engu líkara en það hefði verið farið
með kósangaslampa á nælonið."
Birgir sagði að skipveijar hefðu
ekki orðið varir við neitt óeðlilegt
að öðru leyti. Þeir væru með hita-
mæli á trollinu, en bræla hefði verið
þegar þetta atvik varð, og mælirinn
dytti stundum út við slíkar aðstæð-
ur. „Maður var hvort sem er ekkert
að glápa á hitamælinn af því að á
þessari slóð var ekki von á neinum
hitabreytingum," sagði hann.
Vestmannaeyin lenti í svipuðu
atviki fyrir einum sex eða sjö árum
suður af Vestmannaeyjum. „Þá
bráðnuðu bobbingarnir hjá okkur og
gaus upp brennisteinsstækja þegar
við hífðum. Slíkt gerðist ekki núna,“
sagði Birgir.
Guðmundur Sigvaldsson jarð-
Sala á 95 oktana bensíni hefst í dag:
Olínfélög'in draga verð-
lagningu til síðustu stundar
Félögin hafa ekkert samstarf um verðið, segir forstjóri Skeljungs
OLÍUFÉLÖGIN þrjú hefja öll sölu á 95 oktana bensíni í dag og hefst
þá verðsamkeppni á milli félaganna þar sem verðlagsráð heimilaði að
gefa verðlagningu á 95 oktana bensíni frjálsa frá og með deginum í
dag. Olíufélögin hafa ekkert samstarf haft um ákvörðun verðsins, að
^ögn Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og var unnið við útreikn-
mga á útsöluverði hjá félögunum í gærdag og fram á kvöld. Hvíldi
mikil leynd yfir verðinu hjá hveiju félagi. Höfðu bæði yfirmenn OLIS
og Skeljungs ákveðið að halda fundi snemma í morgun, áður en sölu-
staðir opna, til að ganga endanlega frá verðinu.
A miðnætti lækkaði verð á 92
oktana bensíni skv. ákvörðun verð-
lagsráðs á miðvikudag úr 56,80 kr.
lítrinn í 54,40. Þá ákváðu olíufélögin
(jú að lækka verð á 98 oktana
bensíni á miðnætti úr 62.90 kr. í
60,70 kr. 95 oktana bensín verður
fyrst í stað ekki fáanlegt í sjálfsölum.
Hjá Skeljungi var búið að færa inn
58,60 kr. verð á dælur fyrir 95 okt-
ana bensín í gærkvöldi.
Kristinn Björnsson forstjóri Skelj-
ungs, sagði að félagið hæfi sölu á
95 oktana bensíni á 11 afgreiðslu-
stöðvum í dag og þeim myndi fjölga
næstu daga. Síðan yrði unnið að því
að koma 95 oktana bensíni á sölu-
stöðvar Skeljungs við hringveginn
smám saman fram á vor. Sagði hann
að skilyrði Verðlagsráðs, um að fijáls
verðlagning 95 oktana bensíns ein-
skorðist við sölustaði þar sem 92
oktana bensín er einnig til sölu, geri
þeim erfiðara um vik. „Það er eins
og verðlagsyfirvöld geri sér ekki
grein fyrir að sölustöðvarnar út á
landi eru ekki allar jafnstórar og í
þéttbýli. Sums staðar er ekki nema
ein bensíndæla en við munum samt
sem áður reyna að bjóða þessa þjón-
ustu víðast hvar.“
Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri OLÍS,
sagði í gær að reynt yrði að hefja
afgreiðslu 95 oktana bensíns á flest-
um sölustöðvum félagsins á höfuð-
borgarsvæðinu í dag.
Bjarni Bjarnason, markaðsstjóri
Olíufélagsins, sagði að félagið hygð-
ist bjóða 95 oktana bensín á flestum
sölustöðvum sínum á höfuðborgar-
svæðinu.
Þann 22. janúar bráönuðu
göt í trolliö hjá Vestmanna- j
ey VE þegar verið var aö
toga á 150 faöma dýpi á
Breiöamerkurdjúpi
fræðingur hjá Norrænu eldfjalla-
stöðinni sagði að þetta atvik kæmi
sér mjög á óvart, þar sem jarðhiti
neðansjávar hefði ekki fundizt áður
svona austarlega. Þetta væri fyrir
utan öll eldvirk svæði, sem vitað
væri um. Guðmundur sagði að eftir
að háhitasvæði fannst neðansjávar
við Grímsey í fyrra, er bátur bræddi
þar veiðarfæri sín, hefðu vísinda-
menn rannsakað hversu h’áan hita
þyrfti til að bræða nælonið í netun-
um, og það væri um eða yfir 200
gráður.
Þótt vatn sjóði við 100 gráður á
yfirborði jarðar, getur það verið mun
heitara neðansjávar án þess að sjóði,
vegna þess að á 150 faðma dýpi er
mjög mikill þrýstingur. Guðmundur
sagði að þarna þyrfti ekki að vera
um eldvirkni neðansjávar að ræða,
heldur kynni þarna að vera háhita-
svæði og gæti jafnvel runnið út
200-300 gráða heitt vatn.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur
hjá Raunvísindastofnun sagðist
einnig mjög hissa á þessum fregn-
um. Staðurinn væri utan gosbelta
og jarðhiti væri til dæmis lítill í
A-Skaftafellssýslu. Staðurinn, þar
sem Vestmannaeyin bræddi netin,
er tugi kílómetra frá eldstöðinni í
Öræfajökli. „Það hafa stundum orðið
jarðskjálftar þarna við landgrunns-
brúnina, en við höfum talið þá
skjálfta stafa af öðru en jarðhita og
slíkri virkni,“ sagði Páll.