Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991
Leitið tíí okkar:
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
UTSALAN
hefst í dag.
Opnum kl. 10.
Laugaveg 45
Víkveij i
ver bruðlið
eftir Sigrúnu
Magn úsdóttur
Föstudaginn 25. janúar 1991
gerði Víkverji Morgunblaðsins
kostnað við útsýnishúsið á Öskjuhlíð
að umtalsefni. Upphafleg kostn-
aðaráætlun hússins var 500 milljón-
ir en nú er sýnt að kostnaður verð-
ur a.m.k. 1.200 milljónir, eins og
ég upplýsti á síðasta borgarstjórnar-
fundi. Allar áætlanir varðandi húsið
hafa staðist mjög illa og hef ég
gagnrýnt sérstaklega undanfarið að
farið var tæpar 70 milljónir framúr
íjárhagsáætlun síðasta árs og áætl-
un fyrir lokafrágang hefur hækkað
úr 45 milljónum í 230 milljónir á
tíu mánuðum eða fimmfaldast. Ég
hef sem stjórnarmaður veitustofn-
ana beðið um að fá nákvæmlega
sundurliðaðan þennan mikla um-
framkostnað. Víkveiji átelur mig og
félaga mína í minnihlutanum
(stjórnarandstöðunni) fyrir að agnú-
ast út í þetta mannvirki frá upp-
hafi. Þetta tek ég ekki til mín vegna
þess að ég hef alltaf verið sannfærð
um að hér væri um fallegt mann-
virki að ræða sem yrði borgarbúum
til yndisauka. Fyrrverandi borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, Guð-
mundur G. Þórarinsson, flutti tillögu
í borgarstjórn fyrir tæpum tuttugu
árum um byggingu ofan á Öskju-
hlíðartankana.
Eitt stórvirki í einu
Ég hef alltaf talið eðlilegt að
borg á stærð við Reykjavík og þar
að auki höfuðborg hafi alltaf eitt-
hvað stórverkefni í gangi til fegr-
unar borginni. Ég tel hins vegar
rangt að hafa mörg slík verkefni í
gangi í einu. Þess vegna taldi ég
ekki rétt að ráðast í byggingu
Öskjuhlíðarhússins samhliða Ráð-
húsinu og það á meðan við værum
að ljúka við Borgarleikhús og end-
urbyggingu Viðeyjarstofu. Veit Vík-
veiji hvað við eyddum bara á síð-
asta ári í Ráðhúsið og Öskjuhlíðar-
húsið? Heilum milljarði (þúsund
milljónum), eða 3 milljónum hvern
og einn einasta dag á síðasta ári.
Skyldur sveitarstjórnarmanna
Eitt meginhlutverk sveitarstjórn-
armanna er að sjá til þess að fjár-
munum almennings sé vel varið og
skipulega. Þess vegna þarf að leggja
mikla vinnu í áætlanir og hafa þær
sem raunhæfastar og fylgjast með
að farið sé eftir þeim. Einnig þurfa
sveitarstjórnarmenn að raða verk-
efnum í skynsamlega forgangsröð
og meta hvar þörfin er mest. Þess
vegna er ég ekki sammála sjálfstæð-
ismönnum með þeirra áherslur. Mér
finnst t.d. skammarlegt að í öld-
runarmálum var ekki framkvæmt
fyrir þá fjármuni sem til þess voru
ætlaðar á síðasta ári. Þar var ekki
framkvæmdahraðanum fyrir að
fara. 60 milljónir vantaði á að fram-
kvæmt væri fyrir aldraða sam-
kvæmt fjárhagsáætlun en það er
> ■
Sigrún Magnúsdóttir
næstum jafphá upphæð og Öskju-
hlíðarhúsið fór fram úr áætlun. Mér
finnst ein mesta þörfin í borginni
að flýta byggingu hjúkrunarheimilis
aldraðra og leiguíbúðum fyrir aldr-
aða.
Hlutverk Hitaveitu
Reykjavíkur
Mér finnst að meginhlutverk
Hitaveitu Reykjavíkur eigi að vera
að sjá borgarbúum fyrir heitu vatni
í híbýli sín og þar verði að hafa
forgang fram yfir byggingu veit-
ingahúsa á hennar vegum. Eins og
borgarbúar og nágrannar hafa
áþreifanlega orðið varir við urðu
mistök þegar Nesjavallavatnið var
tengt inn á veitukerfið. Sennilega
hefði verið skynsamlegra að láta
nauðsynlegar lagfæringar á veitu-
kerfinu hafa forgang eins og t.d.
fara fyrr í lagningu Suðuræðar.
Tákn Reykjavíkurborgar
Víkveiji telur að Öskjuhlíðarhúsið
eigi eftir að verða tákn borgarinnar
og má það rétt vera að það verði
eitt af táknum borgarinnar. Sem
betur fer eigum við margar fallegar
og sögufrægar byggingar sem ein-
kenna borgina eins og t.d. Hall-
grímskirkju og Höfða. Athygli mína
vekur að Víkveiji nefnir ekki Ráðhú-
sið í þessu sambandi. Vafalaust
verður Öskjuhlíðarhúsið vinsæll
veitingastaður, þar sem við komum
til með að njóta dýrlegs útsýnis yfir
okkar fögru borg á meðan við snæð-
um. Hefðum við þó ekki getað beð-
ið með það í eitt til tvö ár? Eitt ár
í lífi lasburða gamalmennis er ógn-
arlangt þegar óvissan um framtíðina
nagar og kvelur.
Bruðl er ekki hægt að réttlæta
sama hvort maður er hrifinn af
framkvæmdinni eða ekki.
Höfuadur er borgarfuHtrúi
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Málþing um umhverfis-
ímynd og hagsæld á íslandi
ÍSLANDSNEFND Norræna uin-
hverfisársins efnir til opins mál-
þings í Norræna húsinu laugar-
daginn 2. febrúar 1991 kl. 14.00
undir yfirskriftinni Umhverfisí-
mynd og hagsæld á íslandi.
Júlús Sólnes umhverfisráðherra
setur málþingið og málshefjendur
verða: Kristín Halldórsdóttir formað-
ur Ferðamálaráðs, „Móðgum ekki
móður Jörð — meir en orðið er“,
Haukur Halldórsson formaður Stétt-
asambands bænda, „Umhverfisí-
mynd, hagsæld og íslenskur land-
búnaður", Dr. Alda Möller matvæla-
fræðingur hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, „Fiskur í réttu um-
hverfi", Jakob Björnsson prkumála-
stjóri, „Umhverfisímynd íslands —
að skoða hlutina í samhengi“, Dr.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor
við Háskóla íslands, „Óbyggðir og
allsnægtir", Sigrþrúður Gunnars-
dóttir menntaskólanemi, „Sjónarmið
fyrir 21. öldina". Fundarstjóri verður
Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðing-
ur.