Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 10
KtPPHUm I musmm eftir Agnesi Brogadóttur FORS AG A þess að Davíð Odds- son, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og borgarstjóri, Iýsti þeirri ákvörðun sinni síðastliðinn mánudag að bjóða sig fram til formanns gegn Þorsteini Páls- syni á landsfundi flokksins sem hefst 7. mars næstkomandi er alllöng. Hún er að minnsta kosti hálfs annars árs - mun lengri en flestir telja, því almennt virð- ist sú skoðun ríkjandi að frétt Stöðvar 2 um skoðanakönnun SKÁIS 6. febrúar siðastliðinn hafi kveikt umræður þar um. Þar var spurt hvern menn teldu líklegastan til þess að leiða Sjálf- stæðjsflokkinn til kosningasig- urs. ílqölfar þessarar fréttar, strax næsta dag, var Elin Hirst, fréttamaður á Stöð 2, með frétta- skýringu, þar sem því var haldið fram að fjöldi frammámanna Sjálfstæðisflokksins hvetti nú Davíð Oddsson til þess að gefa kost á sér til formanns. Sigurveig Jónsdóttir, frétta- stjóri Stöðvar 2, segir að spumingin um leiðtoga Sjálfstæðisfiokksins hafi verið aukaspurning í skoðanakönnun um fylgi stjómmálaflokkanna. Spumingin var svohljóð- andi: „Telur þú að ein hver einn fremur en annar sé líkleg- ur til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til stórsigure eins og skoðanakann- anir hafa gefíð til kynna undan- fama mánuði?“ Af heildarúrtakinu töldu 34,1% Davíð Oddsson líkleg- astan, 8% töldu Þorstein Pálsson líklegastan, 32,2% töldu engan einn líklegastan til þess og 24,1% tóku ekki afstöðu. Þeir sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn skipt- ust þannig: 50,6% töldu Davíð líklegastan, 14,9% Þoretein, 20% töldu óvíst að formaðurinn skipti máli í þessu sambandi og 15,5% tóku ekki afstöðu. „Við emm alltaf með aukaspum- ingar, þegar skoðanakannanir em framkvæmdar fyrir okkur, um eitt- hvað sem okkur þykir áhugavert að vita. Stundum notum við svörin og stundum ekki,“ segir Sigurveig. „I þessu tilviki fannst okkur for- vitnilegt að vita hvað kæmi út úr svona spumingu, vegna þess að landsfundurinn er framundan og þessi orðrómur um gagnframboð Davíðs hafði verið mjög sterkur undangengnar vikur.“ Aukaspurning verður aðalspurning Sigurveig segir að sambærileg spuming hafi aldrei verið borin fram í skoðanakönnunum sem unn- ar hafa verið fyrir Stöð 2, en spurt hafí verið um vinsælasta stjórn- málamanninn alloft. Sigurveig seg- ist ekkert hissa á því að skoðanir hafi komið fram í þá veru að þess- ari spumingu hafí verið plantað á Stöð 2. „Það hafa iðulega komið upp spurningar um hvere vegna við gemm hitt og þetta. Við höfum svo oft gert óvenjulega hluti og það eru FALKINN, tákn Sjálfstæðisflokksins, gnæfir hér yfir þeim Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokks- ins, og Davíð Oddssyni, varaformanni, á 28. landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll sunnudag- inn 8. október 1989, þegar Davíð hafði verið kjörinn varaformaður og þeir tveir tókust í hendur við mikinn fögnuð landsfundarfulltrúa. alltaf einh'veijir sem telja að það sé af annarlegum oreökum. Við spurðum um þetta í forvitnisskyni ekkert að voðalega yfirveguðu máli, ekki endilega í þeim tilgangi að nota svörin. Ég get fullvissað þig um að það voru engin annarleg sjónarmið sem réðu því að við sett- um þessa spurningu fram. Ég get alveg viðurkennt, að ég var mjög hikandi við að birta frétt um þetta, þar sem ég taldi að við værum með því hugsanlega að kynda undir hlut- um sem okkur kæmu ekki við. En ég komst að þeirri niðurstöðu að við yrðum að birta fréttina, því þetta hafði spuret út og þegar var farið að spyrja um niðurstöðuna, áður en við birtum fréttina. Að því leyti er hér ekki um neitt nýtt að ræða í fréttastefnu Stöðvar 2,“ seg- ir Sigurveig. Langur eða stuttur aðdragandi Þótt sagt hafí verið hér að fram- an, að forsaga formannsframboðs Davíðs sé orðin alllöng, er ekki þar með sagt að unnið hafi verið að því skipulega síðastliðið hálft annað ár að Davíð byði sig fram nú. Raunar eru uppi tvenns konar sjónarmið í þeim efnum: Þeir sem styðja Þor- stein eru sannfærðir um að Davíð hafi um langa hríð, eða að minnsta kosti í hálft ár, verið staðráðinn í að bjóða sig fram til formanns. Þeir sem styðja Davíð segja að það sé rangt. Davíð hafí haldið sig til hlés, þegar þessi mál hafi borið á góma. Hann hafi raunar ekki haft samráð við nokkurn mann, en hitt sé ljóst að hann hafí verið beittur miklum þrýstingi, og helstu fylgis- menn hans hafí óumbeðið farið í liðskönnun, undirskriftasöfnun og fleira sem verða mætti til þess að hann sjálfur tæki af skarið og ákvæði framboð. Eðlilegt er í þessu sambandi að rifja það upp að landsfundur Sjálf- stæðisflokksins var síðast haldinn í október 1989. Að jafnaði er lands- fundur haldinn á tveggja ára fresti og samkvæmt því hefði ekki átt að halda hann fyrr en næsta haust. Þorsteinn Pálsson gerði tillögu til framkvæmdastjórnar flokksins í októbermánuði í fyrra um að lands- fundurinn yrði haldinn nú, laust fyrir kosningar. Tillaga formanns- ins var samþykkt í þeirri stofnun flokksins og sömuleiðis í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins athugasemda- laust. Rökstuðningurinn fyrir því að flýta landsfundi var sá að ávallt þegar kosið hefur verið að vori, hefur í allri sögu Sjálfstæðisflokks- ins verið haldinn landsfundur fyrir kosningar á vorin, aðeins með einni undantekningu, vorið 1983, en landsfundur var ekki haldinn fyrr en þá um haustið. Einmitt það haust var Þorsteinn kosinn formaður, og tók við af Geir heitnum Hallgríms- syni. Átti að flýta landsfundi? Þau sjónarmið heyrðust þó vissu- lega innan Sjálfstæðisflokksins síðastliðið haust, að engin ástæða væri til þess að flýta landsfundi, SJÁ BLAÐSÍÐU 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.