Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 24
24 táÓRGUNBLAÐlb SUNNÚDAGUR 3. MARZ 1991 LÝÐHYILI LEIÐTOGANNA Skýringartafla 1 Imyndir leiðtoganna SH DO ÞP JBH ÓRG Eiginleikar Machiavellis I. Hvernig leiðtogi skal vera: Hentistefnumaður X X (x) X X Ráðsnjall, hygginn X X X X X Bragðarefur, undirförull X X (X) X X Svíkur loforð/samninga ef þarf X X X X X Sókndjarfur, vígreifur X X X Ógnvekjandi, harðúðugur ef þarf X (x) X Ráðdeildarsamur X X X (X) X (ekki of örlátur við almenning) Kemst undan ámæli vegna lasta X X Vekurekki andúð X X (X) Vekur ekki fyrirlitningu X X X X X Afreksmaður, setur fyrirmyndir Aflar sér virðingar X X X (X) (X) Aflar sér aðdáunar X X II. Hvemig leiðtogi skal virðast: Umhyggjusamur, tillitssamur X X Alþýðlegur, vingjarnlegur X Heiðarlegur, vandur að virðingu (X) X Göfuglyndur Sterkur, fastur fyrir X X (X) (x) (x) Hugrakkur . X X (x) X X (ekki ístöðulaus né kjarklaus) Ekki léttúðugur X X X Traustur X X X Annað sem máli skiptir í nútímanum: Hefur sterka návist í fjölmiðlum X X X X Hefur jákvæða návist i fjölmiðlum X - X X Er ekki hrokafullur X X Er stefnufastur X Skemmtilegur, geðþekkur X X X Hófsamur, prúður í háttum (X) X Ábyrgur (X) (X) X Réttlátur , X (X) Sáttasemjari X Fær stjórnandi X X X X X x: Teljast hafa viðkomandi eiginleika eða ímyndir í rniklurn mæli; (x) teljast hafa viðkomandi eiginleika eða ímynd í nokkrum mæli. „Eyða“ táknar að viðkomandi leiðtogi hafi tilgreinda ímynd ekki í rniklurn mæli. Hcimildir: Tilgátur höfundar. reka en franskra aðalsmanna frá miðöldum. Þeir hafa í stórum stíl klekkt á andstæðingum í beinni útsendingu, en sérstaklega athygli- svert er að slík framganga virðist ekki hafa gagnast þeim til mikillar lýðhylli. Þetta eiga þeir að hluta sameiginlegt með Davíð Oddssyni, en hann hefur þó líklega betur en þeir í skemmtilegheitum í slíkum návígjum. Ólafur Ragnar hefur heldur harð- ari ímynd en Jón Baldvin og er líklega einnig meiri. bragðarefur. Ferill hans í stjórnmálum hefur að mörgu leyti mótast af hans per- sónulegu markmiðum fremur en málefnalegri stefnufestu. Flokka- flakk og frami hans í Alþýðubanda: Iaginu virðist styðja þá túlkun. Nu situr hann þar í formannssæti og ráðherraembætti, án þess að hafa komist á þing fyrir flokkinn. Hann náði reyndar á toppinn í flokknum þrátt fyrir allmikla andstöðu, og stór hluti þeirra, sem studdu hann til þess frama, hefur á valdatíman- um sagt skilið við flokkinn. Samt virðist hann una sér þar vel og ber þessi framvinda ótvírætt vitni um mikla leikni í refskák stjórnmál- anna. Að sumu leyti virðist Ólafur Ragnar svífast einskis í viðleitni sinni til að halda áhrifum. Hann svíkur samninga, sem hann sjálfur hefur áður kallað tímamótasamn- inga, hann myndar breytileg banda- lög til að ná frá einu flæðiskerinu yfir á annað, og hagar málflutningi of fijálslega til að ná trausti og virðingu almennings. Honum tekst því ekki nægilega vel að komast nndan ámæli vegna lasta sinna eða óvinsælla verka, og sérstaklega áberandi virðist með hann, að hann vekur jöfnum höndum hrifningu og andúð gegn sér. Hann er því veru- lega umdeildur foringi. Ólafur er einnig, eins og Þorsteinn, að stórum hluta fjarri almenningi. Hann er kaldur, upphafínn sérfræðingur, allt að því hrokafullur eins og Davíð, og skortir næma tilfinningu fyrir almenningsáliti, tillitssemi og vingjarnlegheitum. Hann er því ekki maður fólksins. Jon Baldvin hefur á sér heldur meiri ímynd lífsnautnamannsins en Ólafur Ragnar, og mun meira en Þorsteinn Pálsson, og kann það að hafa grafið undan trausti á honum að einhveiju leyti. Hann er hins vegar hugrakkur og áræðinn, og heggur stórt ef svo ber undir. Þo Jon Baldvin veki ekki jafnmikla andstöðu gegn sér og Ólafur Ragn- ar, þá á hann einnig í erfiðleikum með að koma sér undan ámæli vegna lasta sinna og með að afla sér virðingar. Þó ímynd Jóns sé ekki eins hörð og ímynd Ólafs, þá er það ekki af þeim sökum að hann sé alþýðlegri, vingjamlegri eða umhyggjusamari en Ólafur. Hann telst heldur ekki vera meiri maður réttlætisins en Ólafur Ragnar, né heldur virðist hann vera ábyrgari en Ólafur. Hann er því ekki maður fólksins í þeim skilningi sem það á við um Steingrím Hermannsson. í samantekt um Jon Baldvin og Ólaf Ragnar má segja, að þeir hafa slægð refsins í miklum mæli, einnig grimmd ljónsins, en þeim tekst illa að iaða fram hjá kjósendum traust og virðingu í sinn garð. Þá skortir alþýðlegheit, vingjarnlegheit, tillits- semi og stefnufestu, og fjölmiðla- fimi þeirra færir þeim síst meiri aðdáun en andúð. VI. Um lýðhylli almennt Nú þegar við höfum athugað eig- inleika og ímyndir fremstu leiðtog- anna í íslenskum stjórnmálum er freistandi að draga nokkrar al- mennar ályktanir af greiningunni. Sá rammi sem ég hef dregið upp á grundvelli almennrar valdstjórnar- speki Machiaveliis virðist duga þokkalega til að skýra mismunandi gengi íslenskra leiðtoga meðal al- mennings, þar með talið yfirburði Steingríms Hermannssonar og frekar litla lýðhylli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, sem og ólíka útkomu Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar. Fróðlegt hefði verið að beita greiningarramma þessum á fleiri einstaklinga í stjórnmálunum, til dæmis þá sem nú standa í hliðar- sölum valdsins, menn eins og Hall- dór Ásgrímsson, Jón Sigurðsson og Svavar Gestsson. Einnig hefði verið athyglisvert að athuga hvernig leið- togi kvenna, til dæmis Guðrún Agnarsdóttir, hefur öðruvísi sam- setningu eiginleika og ímynda en karlarnir sem eru í fremstu röð. Umfjöllunin bendir til að vinsælir stjórnmálaleiðtogar þurfi að vera harðir en sýnast mjúkir, í senn sterkir og tillitssamir, virðulegir og alþýðlegir, traustir og sveigjanlegir. Þeir þurfa að geta hagað seglum eftir vindi en jafnframt sýnt um- hyggjusemi, og vera ráðdeildarsam- ir og ráðsnjallir, og sérstaklega at- hyglisvert er að vígfimi í fjölmiðlum dugir ekki sérlega vel til að afla leiðtogum trausts nú á dögum, ef aðrar forsendur skortir. Margir leið- toganna virðast hins vegar vera á þeirri skoðun að tíð framkoma í fjölmiðlum og hetjuleg einvígi skipti mestu fyrir frama þeirra. Gæði fjöl- miðlaframkomunnar skipta líklega meira máli í þessu sambandi. Leið- togar, sem vilja ná því að teljast landsfeður, þurfa augljóslega að sýna færni í stjómun, en ekki síður að vekja með almenningi velvilja í sinn garð. Engum af þeim leiðtog- um sem hér hefur verið fjallað um virðist hafa tekist jafnvel og Steingrími Hermannssyni að öðlast velvilja meðal almennings. Greining okkar bendir til að hann hafí í meira mæli en hinir þá eiginleika sem Machiavelli telur að færi leið- togum farsæld, þó ekki sé hann að öllu leyti eftir forskrift Machiavellis. Þó margt megi læra af speki Machiavellis er ekki þar með sagt að hún dragi upp fagra eða æski- lega mynd af heimi stjórnmálanna. Sumir þeirra eiginleika sem Mach- iavelli telur nauðsynlega fyrir far- sæld leiðtoga ganga í berhögg við góða siði og hugsjónir margra í lýðræðisþjóðfélagi. Hér nægir að nefna hentistefnu, slægð refsins, grimmd ljónsins, sviksemi, harðýðgi, valdbeitingu, hræsni og fals. Sumir af þessum eiginleikum hafa hins vegar nýst íslenskum leið- togum á vettvangi stjórnmálanna. Sumum kann að finnast þetta miður góðar Iýsingar á stjórnmálun- um og starfsháttum leiðtoganna. Ef svo er ættu þeir ef til vill að hafa í huga þá ábendingu Machiavellis, að varasamt sé fyrir leiðtoga að vera of dyggðugur, því ekki sé víst að almenningur kunni að meta slíka kosti. Stjómmálin og stjórnmála- mennirnir draga á hverjum tíma nokkurn dám af almenningi, þjóð- inni allri, siðum hennar og háttum. Ef heiðarleiki er til dæmis minna metinn en fimi í refskák, þá getur varla verið við stjórnmálamennina eina um það að sakast. Heimildir og hliðsjónarrit: Guðmundur Finnbogason, íslendingar (Reykjavík, Menningarsjóður, 1933). Niccoló Machiavelli, Furstinn (Reykjavík, Mál og menning, 1987, þýdd af Ásgrími Albertssyni). Quentin Skinner, The Foundations of Mod- em Political Thought, vol. I: The Renaissan- ce (Cambridge, CUP, 1978). Stefán Ólafsson, Hvemfg era Islendingar (Reykjavík, ljölrit, 1985). Þjóðmálakannanir Félagsvísindastofnunar. Dr. Stefán Ólafsson er dósent við Háskóla íslands og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar háskóians. Eitt atriði úr myndinni „Pacific Heights". Bíóborgin sýnir mynd- ina „Pacific Heights“ BIÓBORGIN hefur tekið til sýningar myndina „Pacific Heights". Með aðalhlutrverk fara Melanie Griffith, Matthew Modine og Michael Kea- ton. Leiksljóri myndarinnar er John Schlesinger. Myndin fjallar um ung hjónaleysi, Drake Goodman og Patty Palmer, sem eru að spá í að kaupa sér hús. Þeim er ráðlagt að kaupa sér stórt hús, fyrstu þau eru á annað borð að fara út í þetta og leigja þá hluta hússins til að standa undir afborgun- um. Sá sem svarar auglýsingunni um húsnæðið er Carter Hayes. Þeim líst vel á Hayes og honum tekst að láta þau skrifa undir leigusamning áður en hann hefur reitt af hendi nokkra greiðslu og öðlast þannig búseturétt í húsinu. Ekki líður á Iöngu þar til Drake og Patty sjá að ekki er allt með felldu hjá leigjandan- um. Dularfullt athæfi hans ieiðir til þess að þau reyna að reka hann út og þegar það gengur ekki, fá þau útburðarheimild. En hann hefur lög-, in sín megin. Það var skrifað undir samning og málin snúast þannig í höndunum á þeim að hann fær úr- skurð þess efnis að Drake megi ekki koma nálægt honum; það merkir með öðrum orðum að Drake er mein- að að koma í sitt eigið húsnæði. Nú hefst sálfræðilegt stríð, þar sém Patty og Drake gera sér grein fyrir að nú sé að duga eða drepast. Leikhópurinn Þíbilja sýnir verk um heim hinna blindu Leikhópurinn Þíbilja. LEIKHÓPURINN Þíbilja æfir nú nýtt leikverk sem fyrirhugað er að frumsýna fyrri hluta marsmánaðar. Verkið er byggt á smásögu eftir H.G. Wells, „The Country of The Blind“ eða Heimur hinna blindu. Leikstjóri er Þór Túliníus. Kveikjan að sögu H.G. Wells er suður-amerísk þjóðsaga. í henni segir frá því þegar Evrópubúar réðust inn í Suður-Ameríku og tóku þar land. Spænskur harð- stjóri hefur lagt undir sig Ecuador í Andesfjöllum og hópur fólks flýr undan harðræði hans hærra upp í fjöllin. Miklir jarðskjálftar valda því að gijótskriður loka dalnum og upp kemur dularfullur sjúkdómur sem orsakar það að bömin fæðast Leiðrétting í FRÉTT blaðsins af prófkjöri vegna rektorskjörs við Háskóla íslands í gær, var ranglega farið með fjölda þeirra kennara og starfsmanna er greiddu atkvæði. Rétt er að þeir voru 286. blind. Með tímanum breytast lífsviðhorf og heimsmynd þessa fólks, kynslóð tekur við af kynslóð og vitneskjan um sjónina glatast þeim með öllu. 400 ár líða og H.G. Wells lætur þá nútfmann koma inn í dalinn en Þíbilja hefur valið þá leið að láta tvo menn koma inn í dalinn, feðga. Blindrafélagið og Ásgerður Ólafsdóttir blindrakennari hafa aðstoðað leikhópinn. Alls taka tíu leikarar þátt í sýningunni en þau eru: Árni Pétur Guðjónsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Inga Hildur Haralds- dóttir, Ingrid Jónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Ólafur Guð- mundsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Stefán Jónsson og Stefán Sturla Sigurjónsson. Leikmynd og bún- inga hannar Guðrún Sigríður Har- aldsdóttir, en henni til aðstoðar er Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Sýningar verða í Lindarbæ. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.