Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1991 21 starfí og stjómmálabaráttunni verður úrval þar sem haframir greinast frá sauðunum og upphefj- ast til hinna hærri embætta. En hvað ræður því hveijir ná upp á toppinn? Kenning Darwins um nátt- úruúrvalið, sem útfærð var af Her- bert Spencer á sviði þjóðféiagsfræð- innar, segir að þeir hæfari nái að öðm jöfnu lengra. Það er þá vænt- anlega hæfni í stjórnmálastarfí, eða stjórnlist, sem máli skiptir í þessu sambandi. Hins vegar er nauðsyn- legt að hafa í huga, að menn geta verið góðir stjórnendur þó þeir njóti ekki mikillar lýðhylli, en að öðru jöfnu er líka betra fyrir leiðtoga í lýðræðisþjóðfélagi að njóta lýðhylli. Þegar við lítum yfír þröngan hóp okkar fremstu leiðtoga blasa nokkr- ar athyglisverðar staðreyndir við. Ef við fýrst spyijum hveijir séu mestir landsfeður nú á dögum virð- ist Steingrímur Hermannsson gnæfa yfír aðra foringja, og hefur hann notið slíkrar vegsemdar um árabil. Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson koma næstir,^ en Jon Bald- vin Hannibalsson og Olafur Ragnar Grímsson fýlgja þar á eftir. Þar kemur gjarnan fram að Steingrímur hefur sjálfur meira fylgi en Fram- sóknarflokkurinn, og Davíð og Þor- steinn hafa minna fylgi en Sjálf- stæðisflokkurinn í heild. í slíkum könnunum er þó stærstur sá hluti svarenda sem ekki tekur afstöðu, eða hirðir ekki um að gera upp á milli leiðtoganna. Það er því tiltölu- lega lítill hluti kjósenda sem í reynd stendur á bak við hvern leiðtoga í vinsældakönnunum. Það er athyglisvert að spyija í þessu sambandi, hvers vegna Steingrímur nýtur svo mikillar lýð- hylli, samanborið við hina leiðtog- ana. Hvað er það sem ræður því að Davíð Oddsson eða Þorsteinn Pálsson eru ekki jafningjar hans í lýðhylli? Hvers vegna njóta Jón Baldvin Hannibalsson og Óíafur Ragnar Grímsson ekki meiri lýð- hylli en reynslan sýnir? Hversu miklu máli skipta Ijölmiðlar og framkoma í þeim fyrir lýðhylli? Hver er þýðing verka leiðtoganna og ímynda þeirra meðal almenn- ings? Hvað þarf stjórnmálamaður að hafa til að njóta mikillar lýð- hylli meðal kjósenda á íslandi nú á dögum? m. Um lýðhylli Steingríms Hermannssonar Eftir að Gunnar Thoroddsen, Ólafur Jóhannesson og Geir Hall- grímsson hurfu af vettvangi stjóm- málanna hefur Steingrímur Her- mansson verið næst því íslenskra stjórnmálamanna að teljast mikill landsfaðir. Þo margt misjafnt sé sagt um flokk Steingríms, svo sem að hann standi vörð um úreltar og hnignandi atvinnugreinar, hnign- andi byggðarlög og úrelta stjómar- hætti, þá hefur slíkt tal ekki orðið leiðtoga flokksins ljötur um fót á síðustu árum. Miðað við það pólitíska umhverfi sem Steingrímur kemur úr má því segja að lýðhylli hans sé meiri en ætla mætti. Honum hefur tekist ótrúlega vel að koma ár sinni fyrir borð, þó útgerðin sem hann rekur, skipið og áhöfnin séu ekki til stórræðanna, eins og fylgi flokksins á undanförnum áratugum sýnir. Lýðhylli hans virðist því að mestu leyti byggjast á persónu hans sjálfs, gerðum hans, hæfíleikum og ímynd í augum almennings. Það liggur því beint við að spyija hvort Steingrímur sé slíkur snillingur í stjórnlist að honum séu allir vegur færir. Hefur hann þá eiginleika og ímyndir sem Machiavelli telur að vænlegir séu til að tryggja farsæld leiðtoga í stjórnmálum? I meðfylgjandi skýringartöflu eru dregnir saman helstu eiginleikar sem Machiavelli telur að þurfi að prýða leiðtoga ef honum á að tak- ast að ná og halda völdum, auk nokkurra annarra atriða sem ætla má að máli skipti í nútímanum. Merkt er með x í dálk viðkomandi leiðtoga ef hann telst hafa tilgreind- an eiginleika í miklum mæli. Hér er um tilgátur höfundar að ræða, byggðar á huglægu mati, og verður því að taka þetta með hæfilegum fyrirvörum uns tilgátur þessar hafa verið prófaðar í skoðanakönnunum meðal almennings. í heildina tekið virðist sem Steingrímur Hermannsson hafi í meiri mæli en hinir leiðtogamir þá eiginleika sem Machiavelli telur gagnlega. Hann má því telja meiri stjórnlistarmann en hina. Steingrímur sameinar ólíka and- stæða eiginleika í miklum mæli, svo sem að vera hentistefnumaður, ráð- snjall, bragðarefur og að gera óþægilega hluti án þess að glata trausti eða velvilja þjóðarinnar. Dæmi um þetta er kjaraskerðing sú sem hann stóð að árið 1983-4, sem auk þess að vera sú mesta í sögu lýðveldisins fól í sér afnám samningsréttar launþegafélaga með lagaboði. Slíkt hefðu ekki margir leiðtogar í nágrannalöndun- um treyst sér til að leika eftir. Gjörningur þessi leiddi einnig til mikilla þrenginga fyrir þá sem stóðu í kaupum eða byggingu íbúð- arhúsnæðis, sem kallaðar hafa ver- ið „misgengið mikla“. Þessar miklu byrðar sem Steingrímur lét yfir þjóðina ganga til að leysa skammtíma vanda í efnahagsmál- um sýna hugrekki, áræði og þol sem sæmir hveijum leiðtoga er starfar í anda Machiavellis. Sú staðreynd að kjaraskerðingin var auk þess meiri en nam samdrætti þjóðartekn- anna, þ.e. meiri en þörf var á, sýn- ir ennfremur að hann hafði slægð refsins til að nota tækifærið til að styrkja atvinnulífið í leiðinni og búa í haginn fyrir framtíðina. Þetta gat Steingrímur leikið án þess að vekja verulegt andóf gegn sér og ríkis- stjórn sinni. Þegar frá leið sýndi Steingrímur síðan á sér aðrar hliðar gagnvart sömu málum. í nýrri ríkis- stjórn kom til tals að afnema láns- kjarvísitölu, og kvaðst hann þá vilja gera það því ella lentu íbúðarkaup- endur í misgengi á ný, og vildi hann alls ekki standa að slíku. Enn síðar.var rætt um langar biðraðir í húsnæðiskerfinu og mælti hann þá fyrir því að vextir á húsnæðislán- um yrðu hækkaðir verulega og skyldi sú hækkun verða afturvirk, þ.e. ná til þeirra sem lentu í mis- genginu mikla upphaflega. Þessi sveigjanlegi málflutningur sýnir einnig slægð refsins og hentistefn- una, en umfram allt einstaka lagni við að koma sér undan ábyrgð á því sem telst til lasta í hugum al- mennings. Það síðastnefnda hefur einnig komið vel í ljós þegar hann gagnrýnir ýmsar gerðir fyrri ríkis- stjórna og kerfisstofnana, sem í reynd hafa verið undir hans eigin stjórn, og enginn annar því í reynd sekari en hann sjálfur. Steingrímur hefur því í senn sýnt dug, framtakssemi, áræði, sveigjan- leika og lagni við að móta almenn- ingsálit sér í hag. Síðastnefndi eig- inleikinn er sérstaklega þýðingar- mikill í stjórnspeki Machiavellis, þ.e. að vera laginn við að hagræða ímynd sinni. Þennan eiginleika virð- ist Steingrímur hafa í mun meiri mæli en aðrir forystumenn í íslensk- um stjómmálum nú á dögum. Þetta byggist á því að Steingrímur er nær almenningi en aðrir, hann er ekki hinn kaldi, hái, upphafni sérfræð- ingur sem sumir leiðtogar gera sér far um að vera, heldur er hann maður fólksins. Fátt er líklegra til að vekja andúð almennings á ís- landi en að fram við hann sé komið á hrokafullan eða kaldranalegan hátt. Steingrímur er hins vegar al- þýðlegur, vingjarnlegur, tillitssam- ur, jafnvel umhyggjusamur. Hann virðist skilja vanda venjulegs fólks, talar við það eins og hann sé maður- inn í næsta húsi (með alþýðlegu málfari og tilheyrandi). Margir stjórnmálamenn forðast suma af þessum eiginleikum, skilja ekki þýð- ingu þeirra, eða kunna einfaldlega ekki á þeim lag. Þess vegna ná þeir ekki eins langt og Steingrím- ur. Honum tekst í senn að virðast traustur, réttsýnn, sveigjanlegur, tillitssamur, geðþekkur og fær stjórnandi. í samantekt má segja að Steingrímur sé í senn harður og mjúkur, traustur og tillitssamur, duglegur og sveigjanlegur, og einn af okkur hinum. Ur hegðun dýranna hefur hann líklega slægð refsins í meiri mæli en grimmd ljónsins og fólki líkar vel við hann frekar en það óttist hann. IV. Um lýðhylli Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar í hugum flestra er Davíð Oddsson eitt mesta leiðtogaefni þjóðarinnar sem nú er uppi. Það gustar af hon- um í embætti borgarstjóra Reykjavíkur. Þar birtist hann sem mikill athafna- og^framkvæmda- maður, fimur stjórnandi og ráð- snjall. Aðstæður borgarstjóra eru hins vegar aðrar en þeirra leiðtoga sem starfa í landsmálunum. Borg- arstjórinn hefur sitt eigið leiksvið þar sem hann er nánast eins og einvaldur konungur, því stjórnar- andstaðan er veik og án leiðtoga, flokkur borgarstjóra virðist því lítil afskipti hafa af gerðum hans, og ekki þarf að miðla málum í ríkum mæli milli flókinna hagsmunaafla eins og er á vettvangi landsmál- anna. Það hefur því frekar lítið reynt á hæfni Davíðs til að sætta ólíka hagsmuni, hvort sem er innan Sjálfstæðisflokksins eða milli hans og annarra flokka. Auk þess hefur borgarstjórinn haft fullar hendur fjár, meðal ann- ars vegna mikils aðflutnings fólks af landsbyggðinni á síðasta áratug. Það hafa því boðist mikil tækifæri til að láta verkin tala í borginni. Þessi tækifæri hefur Davíð nýtt sér af miklum dugnaði, áræði og út- sjónarsemi. Til að freista þess að varpa nánara ljósi á ímynd Davíðs Oddssonar er athyglisvert að bera hann saman við Steingrím Her- mannsson og Þorstein Pálsson. Svo sem sjá má af skýringartöfl- unni má segja að Davíð hafi flesta þá eiginleika Machiavellis sem tald- ir eru í lið I. Hann hefur það um- fram Steingrím Hermannsson að vera heldur harðari í horn að taka, sókndjarfari og vígreifari, getur jafnvel verið ógnvekjandi á köflum. Hann er síst minni hentistefnumað- ur en aðrir íslenskir leiðtogar, ráð- snjall með afbrigðum, bragðarefur og virðist ráðdeildarsamur þó hann hafi staðið í umdeildum og kostnað- arsömum framkvæmdum. Hann hefur nokkurt lag á að koma sér undan ámæli vegna óvinsælda gerða sinna, en skortir hins vegar verulega þann eiginleika sem Steingrímur hefur í svo miklum mæli, en það er hin mjúka alþýð- lega og tillitssama ímynd. Davíð er ekki maður fólksins í sama mæli og Steingrímur. Hann er í meiri mæli upphafínn, fjarlægur og kald- ur, allt að því hrokafullur á stund- um. Það síðastnefnda getur hann þó mildað með góðri kímnigáfu sinni. I samantekt má segja, að Davíð hafi grimmd ljónsins í meiri mæli en Steingrímur, slægð refsins í álíka mæli, og honum virðist ekki enn hafa tekist að vekja velvilja í sinn garð í sama mæli og Steingrímur. I þessu sambandi er fróðlegt að velta fyrir sér hvort á íslandi dugi vel það bragð Machiavellis, að leið- togi styrki stöðu sína með því að vekja óttablandna virðingu fólks. Umfjöllun Guðmundar Finnboga- sonar, fyrrverandi landsbókavarðar og háskólarektors, um þjóðarein- kenni íslendinga bendir til að á því geti verið alvarlegir annmarkar. Guðmundur segir Islendinga vera í senn mikla sjálfstæðis- og jafnræð- ismenn. Hér á landi ann almennt enginn öðrum þess að vera hátt yfir aðra hafínn. Menn vilja mætast sem jafningjar og almenningur sýn- ir stjórnvöldum og leiðtogum af þeim sökum heldur litla lotningu. Þessi þjóðlýsing Guðmundar Finn- bogasonar styður þá tilgátu, að leið Steingríms sé vænlegri til lýðhylli meðal Islendinga en sú leið að vekja með þjóðinni óttablandna virðingu. Þorsteinn Pálsson hefur svolítið aðrar áherslur í eiginleikum sínum og ímynd en þeir Steingrímur og Davíð. Hann er hentistefnumaður, en þó líklega stefnufastari en þeir kollegar hans, ráðsnjall, ráðdeildar- samur og traustur. Þó hann skirrist ekki við að svíkja samninga, frekar en aðrir íslenskir leiðtogar, þá hefur hann á sér meiri ímynd heiðarleika en aðrir íslenskir leiðtogar nú á dögum. Það tengist því að Þorsteinn virðist ekki vera bragðarefur í sama mæli og þeir Steingrímur og Davíð. Það er sérstaklega athyglisvert við Þorstein að almennt virðist hann ekki hafa þá ímynd að vera sterk- ur, hugrakkur og áræðinn í sama mæli og helstu keppinautar hans. Þetta er einkum athyglisvert fyrir þær sakir að Þorsteinn hefur tekist á hendur að vera djarfari og stór- tækari í gerðum sínum en aðrir leið- togar eru líklegir til að vera. Hér á ég til dæmis við brottrekstur Al- berts Guðmundssonar úr embætti fjármálaráðherra eftir að hann hafði orðið uppvís að skattamis- ferli. Þar tók Þorsteinn sem formað- ur flokksins siðferðilega afstöðu og vék Albert úr embætti, með stuðn- ingi flokksins. Þetta varð Þorsteini hins vegar ekki til framdráttar. Að hluta til var það vegna styrks Al- berts, sem með aðstoð fjölmiðla tókst vel að spila úr stöðu sinni og . klauf Sjálfstæðisflokkinn með sér- framboði. Að hluta til gerði Þor- steinn þau mistök, um leið og hann tók djarfa ákvörðun, að sýna of mikla varkárni og hik i fram- kvæmdinni. Machiavelli hefði að minnsta kosti varað við því. Að hluta til var það einnig vegna þess að Þorsteini virðast nokkuð mis- lagðar hendur þegar kemur að því að nýta sér fjölmiðla. Þó hann hafi jákvæða návist í fjölmiðlum, þ.e. komi vel fyrir, þá hefur hann ekki að sama skapi sterka návist í fjöl- miðlum. Hann er ekki jafn slægur og aðrir við að komast undan ámæli vegna umdeildra gerða. í þessu sambandi er athyglisvert að rilja upp það sem Machiavelli segir um þá stjórnmálamenn sem eru mjög dyggðugir í stjórnmálum: „Raun- veruleikinn er, að sá sem vill ástunda dyggðir í hvívetna kemst í vandræði meðal hinna mörgu sem virða dyggðir einskis. Þess vegna þarf fursti sem vill halda stöðu sinni, að kunna að bregða fyrir sig því sem er rangt eða því sem er gott, allt eftir því sem honum hent- ar“ (bls. 72). Ef til vill er heiðarleik- inn, drenglyndið og hinn málefna- legi hreinleiki Þorsteins honum fjöt- ur um fót. Ef svo reynist vera, þá kann mönnum að sýnast það verri dómur um íslensk stjórnmál en um Þorstein Pálsson. Þó Þorsteinn hafí marga þá kosti sem þurfa að prýða færan stjórn- anda, þá hefur honum ekki tekist að styrkja stöðu sína svo sem vænta hefði mátt. Að hluta geldur hann þess líklega að hafa hafíst til for- mennsku í erfíðum flokki of snemma, bæði ungur að árum og nýkominn í landsmálapólitíkina. Auk þess skortir Þorstein það sem styrkir Steingrím svo mjög, en það er nálægð við almenning. Hann hefur á sér ímynd hins kalda, fjar- læga, upphafna sérfræðings, sem hvorki er nægilega alþýðlegur né vingjarnlegur. Þó hann virðist hóf- samur, prúður og ábyrgur hefur það ekki dugað til að byggja brú per- sónulegra tengsla til almennings. í samantekt má segja, að Þor- steinn hafí hvorki grimmd ljónsins né slægð refsins í sama mæli og Davíð Oddsson. Hans styrkleiki er á sviði heiðarleikans og ábyrgðar- innar, en slíkir eiginleikar virðast ekki hafa gagnast honum til lýð- hylli. Ef til vill hefur fjarlægð frá almenningi áhrif á það. V. Um lýðhylli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar Það eiga þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar sameiginlegt, að þeir búa báðir yfir miklum leiðtoga- hæfileikum en njóta fremur lítillar lýðhylli. Þeir kunna að haga seglum eftir vindi, eru góðum gáfum gædd- ir, bragðarefir og færir stjórnendur að mörgu leyti. Ólíkt Steingrími Hermannssyni og Þorsteini Pálssyni eru þeir mjög vígreifír og sókndjarf- ir í fjölmiðlum, einkum Ólafur Ragnar. Jón og Ólafur taka fjölmið- laumræður gjarnan sem einvígi, og þá fremur að hætti amerískra kú- SJÁ BLAÐSÍÐU 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.