Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 „Undrandi á viðhorfum ís- lendinga í garð Jóns Leifs“ Rætt við sænska tónlistargag’nrýnandann Carí-Gunnar Áhlen sem telur tónskáldið meðal bestu tónskálda aldarinnar „MIG langaði að heyra verkið aftur, mér þótti það heiilandi og forvitnilegt, og ég vildi komast að því hvað tónskáldið var nákvæmlega túlka,“ segir Carl-Gunnar Ahlen doktor í tónvísind- um og tónlistargagnrýnandi hjá Svenska dagbladet, um Heklu eftir Jóns Leifs. Hann er staddur hér á landi í tilefni flutnings Sinfóníuhlómsveitar æskunnar á Baldri eftir Jón Leifs. Hann mun einnig nota tækifærið og flytja fyrirlestur í Norræna húsinu nk. þriðjudag um tangó- tónlist, en hún var viðfangsefnið í doktorsrit- gerð hans. 'Þetta er í fyrsta sinn sem Baldr, þetta mikla og kre- fjandi tónverk er flutt og enn liggja mörg óflutt verk Jón Leifs í torlesnum frumhandritum í geymslu. Dr. Áhlen heyrði Heklu, hljóm- sveitarflokk Jóns Leifs á norræn- um músíkdögum í Helsingfors fyrst fyrir 27 árum og heillaðist af tónlistinni. í kjölfarið reyndi hann eftir mætti að komast yfir sem mest efni sem tengdist tón- skáldinu. „Það var hægara sagt en gert, því engar hljóðritanir voru til og ég komst að raun um að hann naut ekki mikillar virð- ingar í heimalandi sínu,“ segir dr. Áhlen. Þetta er í sjötta sinn sem hann kemur til íslands og hann hefur á 26 ára ferli sem blaðamað- ur, gefið sænskum lesendum góða innsýn í íslenskt tónlistarlíf og menningu. Áhugi hans á Jóni Leifs og verkum hans er sennilega hvað athyglisverðastur, í það minnsta fyrir okkur íslendinga sem ekki höfum gefið verkum hans mikinn gaum. Aðeins fáir og hugdjarfir íslenskir tónlistar- menn hafa hingað til lagt í flutn- ing á verkum eftir manninn sem dr. Áhlen kallar „menningarlegan sendiherra íslands á erlendri grundu.“ Mörgum þótti þetta gauragangur og læti Jón Leifs flutti ungur til út- landa. Hann bjó í Þýskalandi í 27 ár þar sem hann lagði stund á tónmenntanám og tónsmíðar. „Hann lagði sig í líma við að túlka íslenska náttúru. Hann vildi túlka smæð mannsins andspænis þeim stórbrotnu náttúruöflum sem hann þekkti frá íslandi og hann gerði það á einstakan hátt. Á þessum tíma var þetta nýjung. Enginn hafði fram að þessu reynt að túlka náttúru með -tónlist og mörgum þótti þetta bara gaura- gangur og læti,“ segir dr. Ahlen. „Honum var útskúfað úr lista- mannasamfélaginu í Berlin, ís- lendingar sýndu verkum hans ekki áhuga og hann naut aldrei þeirrar virðingar sem hann verð- skuldaði. Ég held að nú sé tími hans kominn." - Verk Jóns Leifs eru án efa tormeltari en sígildu tónverkin. Þau eru afar krefjandi fyrir flytj- endur og áheyrendur. Er það ekki helsta ástæðan fyrir dræmum áhuga á verkum hans? „Ég geri ráð fyrir þvi, en hins vegar var Jón Leifs stórbrotinn listamaður. Hann var smillingur og þegar ég fór að kanna æfi hans og lífsstarf varð ég undrandi á því hversu örðugt það reyndist að afla upplýsinganna. Það var ekki fyrr en ég kynntist Hjálmari Ragnarssyni tónskáldi, að ég hitti íslending sem hafði upplýsingar um Jón Leifs. Það er sorglegt að Islendingar skuli ekki hafa sýnt honum meiri áhuga. Þið verðið að átta ykkur á hversu merkileg arfleið verk hans eru. Það er ekki nóg að hlusta á tónlist. Manni verður að þykja vænt um fólk til að njóta tónlistar til fullnustu. - Hvað áttu við? „Tónlist er túlkun. Ef maður vill komast að því hvað tónskáldið er að túlka, er mikilvægt að sýna tónskáldinu sjálfu áhuga; lífi þess og viðhorfum. Þannig kemst mað- ur inn í tónlistina. Mannkærleikur er lykill þess að geta notið tónlist- ar. Tónlist Jóns Leifs vakti hjá mér áhuga, eins og ég sagði áð- an. Oft þykir okkur fallegt og skemmtilegt það sem við þekkjum og það sem líkist því sem við- þekkjum. Því er öðru vísi farið með tónlist hans. Hún er nýstár- leg og frumleg, en hún er spenn- andi og það skiptir öllu máli. Ég vona að Islendingar geri sér grein fyrir hversu mikil gjöf tónlist Jóns Leifs er. Hann átti erfiða æfí í útlöndum en honum var mlkið í mun að kynna ísland. Hann gerði það eins og snillingi sæmir, enda er hann í sama gæðaflokki og Dr. Carl-Gunnar Áhlen Sibelius, Bartók og De Falla.“ Dr. Áhlen segir að eftir að hafa kannað líf og starf Jóns Leifs í öll þessi ár finni hann fyrir vor- kunnsemi. „Ég vorkenni honum. Ég held að enginn tónlistarmaður hafi verið jafn misskilinn og hann. Hann hlaut illa meðferð og undir lokin samdi hann verkin eingöngu fyrir sjálfan sig, því enginn fékkst til að flytja þau eða leggja pen- inga í að prenta þau. Verkin hans eru flókin og það er mikilvægt fyrir tónskáld að heyra verk sín leikin, þó ekki væri nema til að gera sér grein fyrir útkomunni. Hann naut ekki þeirra forréttinda. Þegar hann var í Þýskalandi reyndi hann að kynna ísland fyrir útlendinga en þegar hann flutti aftur til Islands vann hann á ann- an hátt. Þá samdi hann tónlist_ eins og spegil fyrir íslensku þjóð- ina. Kannski íslendingar vilji fara að líta í spegil núna?“ sagði dr. Áhlen að lokum. Viðtal: Brynja Tomer Nýr prestur í Hraungerði Selfossi. NÝR sóknarprestur Hraungerð- isprestakalls, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, verður sett- ur í embætti í dag, sunnudag, 25. mars, klukkan 16.00, í Hraungerðiskirkju. Hraun- gerðisprestakall var gert að sér- stöku prestakalli með lögum um skijian prestakalla frá 1990. Þá var Selfossprestakalli skipt og til urðu tvö í stað eins áður. Samkvæmt lögunum skal sókn- arpresturinn hafa aðsetur í Hraungerði og þar með hefur staðurinn öðlast sinn forna sess aftur. í Hraungerðisprestakalli eru þijár sóknir, Hraungerðissókn, Villingaholtssókn og Laugardæla- sókn, með samtals um 500 manns. í 130 ár hafa aðeins 4 prestar þjón- að embættinu og er athyglisvert samhengi milli þeirra. 1860 tók við embættinu Sæmundur Jónson og sonur hans, Ólafur Sæmunds- son, tekur við 1898. 1933 tók séra Sigurður Pálsson við Hraungerði en kona hans, Stefanía Gissurar- dóttir, var uppeldisdóttir Ólafs Sæmundssonar. 1971 tók séra Sig- urður Sigurðarson við embættinu af föður sínum. Nú tekur vð prestakallinu séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Hann rekur ættir sínar á slóðir Hraun- gerðisprestakalls. Amma séra Kristins í föðurætt var María yngri frá Stóru-Reykjum, systir Maríu eldri sem var kona Gísla á Stóru- Reykjum, föður Hauks bónda þar. Séra Kristinn Ágúst Friðfínns-. son hefur verið aðstoðarprestur dómprófastsins í Reykjavík. Kona Krístins er Anna Margrét Guð- mundsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau 4 böm. — Sig. Jóns. Jorma Kaimio framkvæmdastj óri WSYO Hóf ferilmn sem fornfræðingur en sljórnar nú stórfyrirtæki JORMA Kaimio, framkvæmdastjóri stærsta útgáfufyrirtækis Finnlands, Wemer Söderström YO (WSYO), kom hingað til lands í tengslum við „Finnska daga“. Lífshlaup hans er á margan hátt mjög athyglisvert. Hann hóf feril sinn sem fornfræðingur með máivlsindi etrúska sem sérfag, kenndi við háskóla, en fór síðan rúmlega þrítugur að stjóma stærstu bókaverslanakeðju Finn- lands. Þá var hann einnig formaður Félags finnskra bóksala árin 1988-1990. Fyrir nokkmm mánuðum var hann svo loks ráðinn til WSYO. „Vandamál mitt hefur alltaf verið að ég vissi ekki hvað ég ætlaði að verða þegar ég væri orðinn stór,“ segir Jorma Kaimio. „Ég hóf feril minn sem fomfræð- ingur, skrifaði doktorsritgerð um lokatímabil tungmumáls etrúska og hóf síðan rannsóknir á stöðu grísku tungunnar í Rómaveldi,“ segir Kaimio en hann var skipað- ur dósent í klassískum málvísind- um og etrúskafræðum við háskól- ana í Abo og Helsingfors árið 1972. Þegar Kaimio var 33 ára gam- all var þess farið á leit við hann, af einhverri ástæðu sem hann segist ekki vera búinn að átta sig á enn þann dag í dag, að hann gerðist fyrirtækjastjómandi. Var hann ráðinn framkvæmdastjóri hjá Akademiska bokhandeln, stærstu bókabúðakeðju Finn- lands, árið 1980. Aðalútibú Aka- demiska í Helsinki er ein af stærstu bókabúðum Evrópu og era þar að jafnaði til á lager um 150 þúsund titlar. „Það var mark- mið mitt meðan ég stjómaði fyrir- tækinu að reyna að gera bókabúð- ina að menningarmiðstöð í borg- inni. Þetta held ég að hafi tekist. Akademiska er ekki bókabúð lengur í augum fólks heldur litin svipuðum augum og Þjóðleikhú- sið. Frá viðskiptalegu sjónarmiði er þetta auðvitað jákvætt þar sem búðin fær mjög jákvæða umfjöll- un.“ Þegar hann var spurður hvem- ig tekist hefði að breyta ímynd búðarinnar á þennan hátt sagði Kaimio að fyrst hefði verið hugað að umhverfinu en byggingin sem búðin er í er teiknuð af Alvar Aalto og hefur því aðdráttarafl þó ekki væri nema vegna þess. Þar að auki hefði verið reynt að haga umhverfinu þannig að fólk gæti komið í búðina bara til að sýna sig og sjá aðra en ekki endi- lega til að versla. Reynt væri að hafa bókaúrvalið sem §ölbrevti- legast og í takt við það sem væri að gerast og einnig hefði verið reynt að hafa starfsfólkið eins mismunandi og kostur væri á. „Ég vildi bæði finna hjá starfsfólkinu þrótt æskunnar og reynslu aldurs- ins og einnig höfðum við marga útlendinga í vinnu,“ segir Kaimio. Þá væri löng hefð fyrir því að rithöfundar kæmu í búðina, ræddu um verk sín og árituðu bækur. Hefðu slíkar uppákomur verið í hverri viku. „Það sem sló hins vegar mest í gegn var uppá- koma sem við köllum „nótt bókar- innar“. Hún hefur verið haldin í lok ágústmánaðar og búðin er þá opin til klukkan hálfþijú um morguninn og mikið um að vera. í fyrra komu 45.000 manns á nótt bókarinnar." Þegar Kaimio hafði verið fram- kvæmdastjóri Akademiska í ellefu ár segist hann hafa hugsað með sér að nú vissi hann nóg um þetta svið. Réð hann sig í framhaldi af því sem framkvæmdastjóra til bókaútgáfunnar WSOY fyrir nokkrum mánuðum síðan. WSOY heitir eftir Wemer Söd- erström sem var uppi á síðuqtu öld en hann stofnaði árið 1877 útgáfufyrirtæki sem gaf út bók- menntir á jafnt sænsku sem finnsku. Stofnaði hann einnig árið 1893, ásamt einum helsta sam- keppnisaðila sínum, bókabúðina Akademiska bokhandeln. í byijun þessarar aldar klofnaði svo útg- áfufyrirtækið og bera nú tvö fyrir- tæki nafn Söderström. Annars vegar WSOY sem gefur einungis út bækur á finnsku og hins vegar Söderströms sem gefur út á sænsku. WSOY er stærsta útg- áfufyrirtæki á Norðurlöndum, ásamt Bonniers í Svíþjóð, og jafn- vel meðal stærstu útgáfufyrir- tækja í heimi. í fyrra gaf forlagið út 1.500 titla og þar af voru 700 nýir. Stærsta prentsmiðja á Norð- urlöndum er einnig í eigu WSOY en mörg norræn útgáfufyrirtæki prenta bækur sínar og tímarit hjá henni. Kaimio er enn dósent í fræðum etrúska við háskólann í Helsinki og flytur þar reglulega fyrirlestra. Þá flytur hann einnig háskólafyr- irlestra um leiðtogahlutverk í við- skiptum. Spurður hvemig-hefði gengið að samræma eins óh'ka hluti og fomfræði og fyrirtækja- stjómun sagði hann að það væri vissulega langt stökk þarna á milli. Hann væri hins vegar þeirr- ar skoðunar að lífið væri þess eðlis að maður hefði tíma til að glíma við ólík svið. Hlutur sem Kaimio segir hafa vakið mikla athygli sína hér á íslandi er niðurfelling virðisauka- skatts á bókum. Þetta væri ein- mitt mál sem mikið hefði verið rætt um í Finnlandi og hefði hann til að mynda stjómað herferð gegn virðisaukaskatti á bókum fyrir um ári síðan. ,J>etta var meðan ég var framkvæmdastjóri AB og seldum við allar bækur „án virðisaukaskatts" eða með 17% afslætti. Við gengum líka á stjóm- málamenn og sögðust þeir flestir vera sammála því að fella bæri niður virðisaukaskatt af bókum. Hins vegar snéru þeir sér út úr þessu með því að segja að ef við ætluðum að taka þátt í hinu Evr- ópska efnahagssvæði (EES) yrð- um við að aðlaga okkur að þeim reglum sem þar giltu. íslendingar höfðu hins vegar kjark til að taka sjálfstæða ákvörðun." Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jorma Kaimio. Aðspurður um hver hann teldi áhrif evrópsku sameiningarinnar verða á stöðu bókarinnar á Norðurlöndum sagði Kaimio að viðskiptalega séð yrðu Norðurl- öndin áfram jaðarsvæði. Vissu- lega hefðu nokkur stórfyrirtæki sýnt áhuga á stærsta útgáfufyrir- tæki Svíþjóðar en enn hefði ekk- ert gerst í þeim efnum. Það væri h'ka tákn um að það væri ekki svo auðvelt að hasla sér völl á Norð- urlöndunum. Menningarlega séð yrðum við að leggja áherslu á að viðhalda tungumálum okkar og menningarsérkennum. „Ég held að hið ritaða orð og bókmenntir munu fá aukið vægi í fram- tíðinni, samtímis og myndir verða meira sameiginlegar fyrir allan heiminn. Við verðum að viðhalda okkar menningu en samtímis nýta okkur allt sem við getum fengið frá Evrópu. Við getum ekki byggt upp menningarlegan vamargarð gegn Evrópu en verðum að leggja áherslu á okkar eigin menningu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.