Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 33

Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 38 ATVIN N UA UGL YSINGAR Forstöðumaður D.A.B. Forstöðukona/maður óskast að dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Skriflegar umsóknir um starfið, með upplýsing- um um menntun, reynslu og fyrri störf, sendist til framkvæmdastjóra dvalarheimilisins. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. Upplýsingar gefur Margrét Guðmundsdóttir í síma 93-71285 frá kl. 13.00 til 17.00 virka daga. Útgerðarmenn - skipstjórar Vanur skipstjóri eða stýrimaður - tilbúinn til afleysinga í framtíðinni. Vanur öllum veiði- skap. 20 ára reynsla, sérstaklega af togveið- um. Kem hvert á land sem er. Geymið auglýsinguna. Upplýsingar í símum: 96-62148. og 96-21870. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Laus er til umsóknar ein staða deildarröntgen- tæknis frá 1. júní nk. Umsóknarfrestur er til 5. apríl nk. Upplýsingar veitir Jónína Þorsteinsdóttir, yfirröntgentæknir. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Blikksmiðir Vana blikksmiði vantar á verkstæði og í úti- vinnu. Góð laun fyrir góða menn. Upplýsingar hjá verkstjóra. Sími 681104. Nýja blikksmiðjan. Offset - skeyting Óskum eftir að ráða prentsmið með starfs- reynslu og vanan litaskeytingu. HÖNNUN — FILMUGERÐ — PRENTUN Bæjarhrauni 22 - 220 Hafnarfjörður - Sími 651616 - Fax 53846 Skrifstofumaður Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofu- mann, karl eða konu, sem fyrst. Starfið felst m.a. í vélritun, tölvuvinnslu og skráningu launagagna. Leitað er að manni með kunn- áttu í vélritun, ensku og ritarastörfum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „K - 11803“. FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ AISAFIRÐI Lausarstöður Óskum að ráða til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: Skrifstofumann Góð bókhalds- og tölvukunnátta nauðsynleg. Rafvirkja og/eða rafeindavirkja. Verslun - skrifstofa Óskum eftir að ráða starfskrafta í neðan- greind störf: 1. Afgreiðslumann í verslun á Stór-Reykavík- ursvæðinu. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í sölu rafmagnsheimilistækja. 2. Óskum eftir að ráða starfskraft til bók- halds- og innheimtustarfa. Um hálfsdagsstarf er að ræða. Sveigjan- legur vinnutími. Lysthafendur leggi nafn sitt og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl., merkt: „Raftæki - 6885, fyrir 3. apríl. VINNU- OG DVALARHEIMILI SJÁLFSBJARGAR Sjúkraíiðar og aðstoðarfólk óskast sem fyrst á vinnu- og dvarlarheimili Sjálfsbjargar. Engar næturvaktir. Upplýsingar gefur Guðrún Erla Gunnarsdótt- ir, hjúkrunarforstjóri, í síma 29133 mánnu- daginn 25. mars. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. I|l DAGVIST BAHNA Fóstra Fóstru vantar nú þegar á dagheimilið Vestur- borg við Hagamel. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 22438. ORKUBÚ VESTFJARÐA Vélstjóri Óskum eftir að ráða vélstjóra til starfa við Mjólkárvirkjun í Arnarfirði frá 1. júlí nk. Aðeins vélstjórar með 4. stigs vélstjórapróf koma til greina. Upplýsingar um starfið veita stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar, sími 94-2222 og rekstrar- stjóri Orkubúsins, sími 94-3211. Umsóknir sendist til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 ísafirði fyrir 30. apríl nk. merktar: „Vélstjóri". Frá Fræðsluskrifstofu Suðurlands Lausar stöður við grunnskóla í Suðurlandsumdæmi Stöður skólastjóra: Grunnskóla Vestur- Landeyjahrepps og Djúpárhrepps. Stöður kennara: Barnaskóla Vestmanna- eyja. I<ennslugreinar: Smíðar og tónmennt. Hamarsskóla. Kennslugreinar: Sérkennsla, myndmennt, tónmennt og raungreinar. Kirkjubæjarskóla. Kennslugreinar: Hand- mennt, danska og enska. Víkurskóla, Ketilsstaðaskóla, Grunnskóla Vestur-Landeyjahrepps. Gagnfræðaskólann Hvolsvelli. Kennslugrein- ar: Mynd- og handmennt. Laugalandsskóla, Grunnskóla Djúpárhrepps, Grunnskóla Hellu, kennsla yngri barna. Grunnskóla Stokkseyrar, Eyrarbakka, Vill- ingaholtshrepps, Reykholtsskóla, Hvera- gerði. Þorlákshöfn. Kennslugrein: Handmennt. Umsóknarfrestur til 22. apríl. Fræðslustjóri. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri alla virka daga í síma 94-4500 frá kl. 8.00-16.00. Deildarstjóri rekstrardeildar Starfið: Umsjón og viðhald á húsnæði, vélum og tækjum í ratsjárstöð. Meðal tækja má nefna varaaflstöðvar, hita- og loftræstikerfi, bifreið- ar og vinnuvélar. Sjá þarf um að allur búnað- ur sé alltaf í fullkomnu lagi, flutninga, snjó- mokstur, viðhald á húsnæði, ræstingu, við- hald umhverfis, birgðahald o.m.fl. Um er að ræða starf á Ratsjárstöðinni á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi og er krafist búsetu í nærliggjandi byggðarlögum. Kröfur: Deildarstjóri þarf að vera fjölhæfur einstakl- ingur sem sjálfstætt getur tekist á við mörg ólík verkefni og leyst þau. Leitað er að einstaklingi með nægilega reynslu og menntun í meðferð og viðhaldi véla, rafbúnaði, járnsmíði og annarri við- haldsvinnu. Reynsla af mannahaldi er æski- leg og umsækjandi þarf að hafa góða fram- komu og gott vald á ensku. Umsækjendur þurfa að standast inntökupróf þar sem tekið verður tillit til enskukunáttu, líkamsburðar, framkomu og persónuleika. Krafist er 4. stigs vélstjóramenntunar, véliðn- fræði eða sambærilegrar menntunar. Um- sækjendur verða metnir með tilliti til mennt- unar og starfsreynslu samanlagt. Umsækj- andi skal hafa bílpróf. Umsóknir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað ásamt sakavottorði á skrifstofu Rat- sjárstofnunar, Laugavegi 116, 105 Reykjavík, fyrir kl. 17. þann 10. apríl nk. Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma. Ratsjárstofnun, Laugavegi 116, 105 Reykjavík. Skipspláss Óska að ráða skipstjóra og vélstjóra á far- þegabátinn Eyjalín. Báturinn heldur uppi áætlunar- og skoðunarferðum um ísafjarðar- djúp tímabilið 1. júní til 30. ágúst 1991. Umsóknir sendist fyrir 5. apríl 1991. Djúpferðirhf., pósthólf 134, 400 Isafjörður. Lausar stöður við framhaldsskóla Auglýsing um lausar stöður við framhalds- skólana í Austur-Skaftafellsssylu næsta skólaár, 1991-1992. Lausar kennarastöður og stöðugildi í dagskóla Danska, hálf staða; enska, heil staða; þýska, hálf staða; stærðfræði, heil staða; raungrein- ar (efnafræði, eðlisfræði, líffræði), hálf staða; viðskiptagreinar og tölvufræði, heil staða; íþróttir og bókleg kennsla á íþróttabraut, heil staða; skipstjórnargreinar (1. stig), heil staða. Auk þess kæmi til viðbótar kennsla við öldungadeild skólans skv. samkomul. Jafnframt er auglýst eftir aðila til starfa að félagsmálum með nemendum. Þá er auglýst laust til umsóknar starf fjár- málastjóra skólans, hálf staða. Umsókn fylgi upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Nánari vitneskju veitir undirritaður í síma 97-81870. Fyrir hönd Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu, 781 Höfn, Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.