Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 43

Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 43
 millj. kr., renna samkvæmt vega- áætlun til jarðgangagerðar. Þá er ráðgert að framlag frá kjördæmun- um nemi 20% af heildarfjármagni til þessa liðar, svo til ráðstöfunar verði 2,309 millj. kr. í tölunum hér á eftir er aðeins tekið mið af fjár- veitingum á vegaáætlun. Á vegaáætlun er 1.544 millj. kr. veitt til framkvæmda við Vest- fjarðagöng. Áætlað er að þeim framkvæmdum ljúki í árslok 1995. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð eftir einn mánuð. Til endurbóta á Strákagöngum á þessu og næsta ári renna 81 millj. kr. Lítillega verður unnið við göng í gegnum Ólafsfjarðarmúla, en fram- kvæmdum þar er að mestu lokið. Veitt verður 113 millj. kr. til að greiða upp kostnað við fram- kvæmdir þar. Engar framkvæmdir eru ráð- gerðar við Austfjarðagöng í þessari vegaáætlun en veitt verður 43 millj. kr. á þessu tímabili til undirbún- ingsrannsókna. Framkvæmdir við göngin hefjast í fyrsta lagi eftir sex ár, að sögn Jóns, en ekki er ljóst hvenær þeim lýkur, enda um mun umfangsmeiri jarðgöng að ræða en á Vestfjörðum. Minnibrýr 673 millj. kr. verður varið til smíði brúa sem eru 10 metrar eða lengri, þar af 142 millj. kr. á þessu ári. Á þessu ári verður unnið að brúarsmíði yfir Andakílsá, Litiu- Laxá, Búrfellslæk, Gijótá á Kjal- vegi, Staðarhólsá, Hjaltadalsá, Jök- ulsá eystri, Þverá, Eyrará og Eyja- fjarðará en hana er ráðgert að brúa á tveimur árum. Á næsta ári verður 184 millj. kr. veitt til brúarsmíði yfir Leirá og Jökulkvísl, Reyðarvatnslæk, Kol- beinsdalsá, Gljúfurá, Fjarðará, en Fnjóská og Fjallsá verða brúaðar 1992 og 1993. Árið 1993 verður 166 millj. kr. varið til brúarsmíði yfir Djúpá, Kráká, Laxá í Mývatns- sveit en Eyvindará verður brúuð 1993 og 1994. Loks verður 163 millj. kr. varið 1994 til smíði brúa yfir Botnsá, Laxá í Kjós, Mjósund, Ormarsstaðaá og Fjórðungskvísl brúaðar 1994. 18 milljónum kr. er óráðstafað í þennan lið. Höfuðborgarsvæðið Á þessu ári verður 301 millj. kr. veitt til vegamála á höfuðborgar- svæðinu og alls nemur fjárveitingin 1.938 millj. kr. á fjórum árum. Stærsti liðurinn er greiðsla skulda við Reykjavíkurborg, alls 337 millj. kr., sem tilkomin er vegna fram- kvæmda Reykjavíkurborgar á und- anförnum árum við þjóðvegi í þétt- býli. Stærri framkvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu eru á Vesturlands- vegi við Rauðavatn sem áætlað er að hefjist 1993. Áætlað er að leggja veg frá Rauðavatni, austan við nú- verandi veg, að Vesturlandsvegi við gatnamótin að Gufunesi um tveggja km leið. Til þessa verkefnis fara 209 millj. kr. Þá verður Suðurlands- vegur frá Höfðabakka breikkaður að þessum nýja vegi 1994 og fara til þess 140 millj. kr. Miklabraut verður breikkuð austan Kringlu- mýrarbrautar að Háleitisbraut á þessu ári og kostar sú framkvæmd 130 millj. kr. Þá verður farið í veru- legar endurbætur á Geirsgötu á næsta ári sem eru áætlaðar kosta 76 millj. kr. Byggður verður nýr Fífuhvammsvegur í Kópavogi 1993 og ’94 sem verður sunnan við íþróttasvæðið en áætlaður kostnað- ur er 119 millj. kr. Þá verður byggð- ur vegur frá Breiðholtsbraut við Suðurfell yfir ána Dimmu að hest- húsunum í Víðidal. Inni í þessari framkvæmd er smíði brúar yfir Dimmu. Hrafn Gunnlaugsson skrifaði handrit og er leikstjóri Hvíta víkingsins. Hvíti víkingurinn er leikinn á íslensku. Það sem gerist á Norður- löndum var tekið upp á vesturströnd Noregs og allar innisenur voru kvik- myndaðar í upptökuveri Norsk Film í Ósló. Útisenur, sem gerast á ís- landi, voru teknar á íslandi, en kvik- myndað var í um 90 daga. Verkið er unnið á 35 mm filmu og hljóðupp- taka er í stereó. K.E.1/1/ Hobby Háþrýstidælan Ðíllinn þveginn og bónaöur á tíu mínútum. Fyrir alvöru bíleigendur, sem vilja fara vel með lakkið á bílnum sínum, en rispa það ekki með drullugum þvottakústi. Bílsápa og sjálfvirkur sápu- og bónskammtari fylg- ir. Einnig getur þú þrifið húsið, rúðurnar, stéttina, veröndina og sandblásið málningu, sprungur og m.fl. með þessu undratæki. Úrval fylgihluta! REKSTRARVORUR Réttarhálsi 2,110 Rvík. - símar 31956-685554-Fax 687116 • Hreinsiefni • Pappír • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaður • Ráðgjöf • O.fl. o.fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.