Morgunblaðið - 24.03.1991, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991
TTT7TTTT
Stórkostlegt að fá að
byrja í San Francisco
— segir Magnús Baldvinsson bassasöngvari sem gert
hefur árssamning við óperuna í San Francisco
UNDANFARIN ár hefur orðið æ algengara að íslenskir óperu-
söngvarar leiti fyrir sér á erlendri grund. Nokkrir eru fastráðn-
ir við óperuhús í Evrópu, aðallega í Þýskalandi, en aðrir hafa
kosið að stunda lausamennsku við óperuhús í öðrum löndum
og heimsálfum. Við upptalningu af þessu tagi vekur athygli
að enginn íslendingur starfar um þessar mundir við bandarískt
óperuhús. í sumar verður á þessu breyting en þá hefur ungur*
íslenskur bassasöngvari, Magnús Baldvinsson, störf við óperu-
húsið í San Francisco. Magnús lærði söng hjá Guðmundi Jóns-
syni og Dóru Reyndal í Söngskólanum 1984 til 1987 en þá
hélt hann til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði framhalds-
nám við Tónlistarháskólann í Bloomington í Indiana. Á morg-
un heldur Magnús tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Framhaldsnám Magnúsar í
Bandaríkjunum má rekja til
kynna þeirra Roy Samuelsen,
norsks ættaðs söngkennara í
Bloomington, árið 1985.
Áhersla á bókleg fög
og óperuflutning
„Hann heyrði í mér á nám-
skeiði, sem hann hélt í Reykjavík,
og hvatti mig til að koma til
Bandaríkjanna. Það varð úr og
tveimur árum seinna hóf ég nám
í Tónlistarháskólanum í Bloom-
ington í Indiana sem talinn er
einn af þrem bestu tónlistarhá-
skólum í Bandaríkjunum," sagði
Magnús í samtali við Morgun-
blaðið.
„í náminu, sem er gifurlega
erfitt, er mun meiri áhersla lögð
á bókleg fög heldur en hér heima
þar sem áhersla á þennan þátt
mætti að mínu mati vera mun
meiri en nú tíðkast. Mikið var
einnig lagt upp úr óperuflutningi
og meðan ég var í námi tók ég
þátt í fimm óperuuppfærslum.
Ég söng til dæmis hlutverk Osm-
ins í Brottnáminu í kvennabúrinu
eftir Mozart, Don Basilios í Rak-
aranum í Sevilla eftir Rossini og
Bláskeggs í Kastala Bláskeggs
eftir Barók en til gamans má
geta þess að óperusviðið í Bloom-
ington er jafn breitt og óperu-
sviðið í Metropolitan-óperuhús-
inu í New York.
Eftir tveggja ára mastersnám
við skólann fór ég til Þýskalands
og söng fyrir 5 umboðsmenn sem
allir vildu vinna fyrir mig en
ekkert varð þó úr því að ég gerði
fastan samning við óperuhús í
það skiptið. Seinna fluttum við
til Bloomington þar sem við hjón-
in sóttum einkatíma hjá Roy, en
Kathryn kona mín er sópran-
söngkona."
í prufusöng með magakveisu
„í nóvember dró svo til tíðinda
þegar ég var kallaður í prufu-
söng til Chicago.
Eg hafði verið í borginni en
var á heimleið, með magakveisu
og illa fyrir kallaður. Okkur hafði
verið innrætt að syngja ekki í
slæmu líkamlegu ástandi en
Kathryn hvatti mig til að fara
og ég sá sjálfur að mikið lá við.
Sem betur fer virtust veikindin
ekki hafa mikil áhrif á sönginn
og eftir prufuna var mér boðinn
árssamningur við óperuhúsið í
San Francisco.
Samningurinn tekur gildi í
júní og þegar hafa tvö_ fyrstu
verkefnin verið ákveðin. Ég mun
syngja hlutverk Kezal hjóna-
bandsmiðlara í Seldu brúðinni
eftir Smetana, og er það gaman-
hlutverk, og hlutverk læknisins
í La Traviata Verdis en það hlut-
verk er fremur lítið. Hvað tekur
við eftir þessi hlutverk veit ég
ekki en sennilega bíður eftir mér
bréf frá óperunni þegar ég kem
heim til Bloomington eftir
nokkra daga.“
„Miklar áætlanir"
„Samningurinn breytir öllu
fyrir mig. Óperan í San Francis-
co er ein af þrem stærstu og
bestu óperum í Bandaríkjunum
og stórkostlegt að fá að byijað
þarí Þess má geta að ef fólk
hefur áhuga á að kynnast húsinu
þá er ópera mánaðarins á Stöð
Magnús Baldvinsson
2, La Bohéme, tekin upp í San
Francisco-húsinu.“
Hljómsveitarstjóri frá óperu-
húsinu í San Francisco hafði
samband við kennara Magnúsar
fyrir stuttu. „Hann ætlar að
koma til Bloomington og æfa
með mér á næstunni," sagði
Magnús. „Og hann sagði við
kennara minn að óperuhúsið
hefði „miklar áætlanir" fyrir mig
í framtíðinni. Þannig að framt-
íðin er afar spennandi,“ bætti
Magnús við.
Magnús söng einsöng með
Sinfóníuhljómsveit íslands á tón-
leikum í Langholtskirkju á
fimmtudaginn en annaðkvöld
heldur hann einsöngstónleika í
Hafnarborg í Hafnarfirði. Á tón-
leikunum leggur Magnús áherslu
á íslensk lög en syngur einnig
aríur úr nokkrum óperum. Má
þar nefna aríur úr La Juive eftir
Halévy og Nabucco eftir Verdi.
Af íslenskum lögum má nefna
Mánaskin, Bikarinn og Lindina,
lög eftir Eyþór Stefánsson en
ljóð eftir Helga Konráðsson, Jó-
hann Siguijónsson og Huldu.
Undirleikari á tónleikunum
verður Ólafur Vignir Albertsson.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Erla Sigurðardóttir og Lára Helgad^tir með veggspajldið sem Erla
hannaði.
Kvennadeildir SVFÍ:
Veggspjaldi um ör-
yggismál dreift í skip
KVENNADEILDIR Slysavarnafélags íslands hafa gefið út vegg-
spjald, sem dreift verður í öll skip. Á spjaldinu eru myndir og texti
til að minna sjómenn á að huga að öryggismálum um borð.
Lára Helgadóttir, 2. varaforseti
SVFÍ, afhenti fulltrúum JSiglinga-
málastofnunar, LÍÚ, FFSÍ og fleiri
aðila fyrstu veggspjöldin á blaða-
mannafundi um borð í skólaskipinu
Sæbjörguá föstudagr. Hún sagði,
að frá því að Slysavarnaskóli sjó-
manna var stofnaður, fyrir tæpum
sex árum, hefðu 5508 sjómenn sótt
námskeið hans. Á þessum tíma
hefði orðið mikil hugarfarsbreyting
og í dag væri fræðsla um öryggis-
mál nauðsynlegur og sjálfsagður
þáttur í námi sjómannsefna.
Kvennadeildir SVFÍ vildu leggja
sitt af mörkum með því að dreifa
veggspjaldinu, sem vonandi yrði
sett upp í sérhveiju íslensku skipi.
Á veggspjaldinu eru nokkur at-
riði til umhugsunar fyrir sjómenn.
Sem dæmi má nefna eftirfarandi
spurningar: Veistu hvert þitt hlut-
verk er samkvæmt neyðaráætlun?
Manstu hvað neyðarmerkin þýða?
Kanntu á neyðarsendinn í Gúmmí-
bátnum? Éru neyðarútgangar
greiðir? Veistu að það er jafn hættu-
legt að reykja í koju og að spila
rússneska rúllettu?
Erla Sigurðardóttir hannaði
veggspjaldið, en Þórir Gunnarsson
og fleiri aðstoðuðu við gerð texta.
Afmæli
í dag, 24. mars, er 80 ára Rósa
Jóhannsdóttir frá Bakka í Bjarn-
arfirði, Garðvangi í Garði. Hún
tekur á móti gestum í dag afmælis-
daginn á heimili bróðursonar síns, á
Sæbólsbraut 44, Kópavogi, ki. 15-18.
Misritun varð í þessari afmælis-
tilkynningu í blaðinu í gær.
Morgunverðarfundur Verslunarráðsins:
Virðisaukaskattinn
úr 24,5115 prósent
VERSLUNARRÁÐ íslands efnir til morgunverðarfundar í Súlna-
salnum á Hótel Sögu kl. 7.50 á þriðjudaginn. Þar verður kynnt
sjónarmið skattnefndar VÍ varðandi niðurfærslu virðisaukaskatts-
ins úr 24,5 í 15%. Fulltrúar nokkurra stjórnmálaflokka greina frá
afstöðu flokka sinna til málsins.
Frummælendur verða Steingrím-
ur Ari Arason hagfræðingur VÍ og
Örn Johnson framkvæmdastjóri
Skorra hf. Þeir Geir H. Haarde
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
Jón Baldvin Hannibalsson formaður
Alþýðuflokks, Ólafur Ragnar
Grímsson formaður Alþýðubanda-
lags og Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokks svara
spurningum um hvort niðurfærsla
VSK-ins sé rétt stefna og raunhæft
markmið.
Frá upphafi hafa verið veittar
veigamiklar undanþágur frá
greiðslu VSK hér á landi og við þær
hefur síðan verið bætt stig af stigi.
Þetta stríðir gegn tilgangi breyting-
arinnar úr söluskatts- í virðisauka-
skattskerfi, sem átti meðal annars
PASKATILB0D
15-25% AFSIATTUR
af skíóum, skíðaskóm og LUTHA skíðafatnaði.
Tilboðid stendur adeins fram
að páskum.
Sendum í póstkröfu.
»hUMM9^?
SPORTBÚÐI N
ÁRMÚLA 40, SÍMI83555
Dæmi um verð: Áður Nú
Rossignol keppnisskíói 23.000,- 16.995,-
Rossignol Open skíói 19.900,- 14.995,-
Rossignol skíói V-271 8.990,- 6.750,-
Lutha samfestingar 24.900,- 18.675,-
Lutha samfestingar 22.900,- 17.175,-
Sértilboó á unglingaúlpum 10.990,- 5.990,-
Sértilboó á barnaúlpum 7.690,- 3.990,-
E
að útrýma undanþágum og gera
innheimtu- og skilaeftirlit viðráðan-
legra.
Skattanefnd VÍ, sem starfaði all-
an fyrri hluta þessa vetrar að undir-
búningi Viðskiptaþings 91, en það
var í febrúar, benti á að innan Evr-
ópubandalagsins hefði undanfarið
stefnt í tveggja þrepa virðisauka-
skatt 4-9% og 14-20%. Þar séu tvö
þrep talin rauhæf pólitísk markmið,
en ekki endilega æskilegasta leiðin.
Nefndin áleit nauðsynlegt að þess-
ari' þróun verði fylgt hér á landi og
benti á þann kost sem æskilegan
og raunhæfan, að lækka VSK-inn
úr 24,5% í 15%.
Meginúrræðin eru, að mati
nefndarinnar, afnám undanþága og
þar með um leið aukin innlend við-
skipti og bætt skattskil, svo og
markviss samdráttur ríkisumsvifa,
meðal annars með einkavæðingu á
ýmsum sviðum.
Fundurinn er opinn, en þátttöku
þarf að tilkynna Skrifstofui við-
skiptalífsins milli klukkan 8 og 16
á mánudag.
(Fréttatilkynning)