Morgunblaðið - 24.03.1991, Síða 52

Morgunblaðið - 24.03.1991, Síða 52
Bögglapóstur um ollt Iflfld PÓSTUR OG SÍMt Landsbanki ísiands Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2121, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1555 / AKUltEYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Erilsamt hjá lög- reglunni: Fjórir á slysadeild eftír átök LÖGREGLAN í Reykjavík átti er- ilsama aðfaranótt laugardags. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir líkamsmeiðingar í átökum, níu voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og talsverð læti voru í heimahúsum. Af þeim fjórum, sem slösuðust í átökum, voru þrír í miðbænum en einn í Breiðholti. Eitt tilvikið var sýnu alvarlegast; ungur maður lá meðvitundarlaus við gamla Útvegs- bankahúsíð við Lækjartorg eftir slagsmál við aðra. Lögreglan náði þeim, sem taldir eru hafa veitzt að honum, og játaði einn þeirra að hafa sparkað í kvið mannsins. Hann var í haldi hjá lögreglunni í gærmorgun. Einn af níu ölvuðum ökumönnum var ekki nema fimmtán ára, og því bílprófslaus. Hann hafði komizt yfir bifreið, sem hann ók á rafmagns- kassa á mótum Rauðagerðis og Tunguvegar. Komst hann eftir það undir manna hendur. Sjö rúðubrot voru tilkynnt víðs vegar um borgina. Þá var talsvert um að lögregla þyrfti að skakka leik í heimahúsum, heimiliseijur eða há- reysti frá samkvæmum. Aukin sala á snuffi og munntóbaki MIKIÐ er selt af snuffi á höf- uðborgarsvæðinu og ungling- ar sækja mikið í þessa tegund neftóbaks. Nokkuð er einnig um að karlmcnn taki í vörina. Afgreiðslufólk í söluturnum, sem Morgunblaðið ræddi við, segist selja mikið af svokölluðu snuffneftóbaki og einnig hafi sala á munntóbaki aukist til muna. Ekki sé óalgengt að seld- ar séu um og yfir 20 dósir af neftóbaki á dag. Einnig er al- gengt að eldri menn blandi snuffinu saman við venjulegt neftóbak. „Við stöndum oft í miklu stappi við unginga sem við vilj- um ekki selja snuff,“ sagði^f- greiðslustúlka í söluturni í Reykjavík. Stúlkan sagði að unglingar sæktu einnig talsvert í munntóbak, en þó ekki eins mikið og í snuffið. Hjá Afengis- og tóbaksversl- un ríkisins fengust þær upplýs- ingar að innflutningur á snuffi hefði aukist mikið að undan- förnu. Lúxusherbergi á Hótel Esju NÚ standa yfir breytingar á efstu hæð Hótels Esju í Reykjavík. Þar sem áður var veitingastaðurinn Skálafell er verið að innrétta 12 lúxusherbergi, sem aðallega eru ætluð farþegum á Saga ClasS-far- rými Flugleiða. Skálafell var á 9. hæð. Breyting- arnar á hæðinni hófust eftir áramót og áformað er að þeim ljúki 1. maí. Arið 1989 voru gerðar endurbætur á öllum 140 herbergjum hótelsins og þau búin nýjum húsgögnum. * Morgunblaðið/KGA I vetrarbúningi Þótt íslenzki hesturinn skarti enn sínum fallega ofan af beitinni eins og stundum í hörðu ári. Akra- vetrarbúningi, leikur veðrið við útigangshrossin ijallið í baksýn er varla nema hálfhvítt. suðvestanlands núna og þau þurfa ekki að krafsa Heimssýningar- skáli Islands: Norskur útgerðar- maður vill safnafé NORSKI stórútgerðarmaðurinn Knut Kloster hefur boðist til að standa fyrir fjársöfnun meðal alþjóðlegra stórfyrirtækja til að kosta byggingu skála íslands fyrir heimssýninguna í Sevilla á Spáni, sem Guðmundur Jóns- son, arkitekt teiknaði fyrir íslensk stjórnvöld en þau hættu við að reisa. Kloster hefur hrifist af því hvernig Vínlandsfundurinn kemur fram í heimssýningarskálanum og hefur kynnt Guðmundi hugmyndir sínar um hvernig fá megi fyrirtæki til að taka þátt í kostnaðinum, undir merkjum náttúruverndar. Kloster stendur einnig að för víkingaskipsins, sem siglt verður frá Noregi til Ameríku með' við- komu á Islandi og vill setja skipið upp við íslenska skálann á heims- sýningunni. Guðmundur segir að sú ákvörð- un íslenskra stjórnvalda að hætta við þátttöku í heimssýningunni á Spáni sé slys. „Á heimssýningunni gefst okkur einstakt tækifæri til að kynna land og þjóð í nýstárlegu ljósi. Eitt aí meginþemum íslenska skálans eru landafundir í Vestur- heimi og vegna þess að Spánveijar ætla að leggja þunga áherslu á Kristófer Kólumbus og vestursigl- ingu hans þykir mér enn meira liggja undir,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Kveðst hann hafa hugmyndir um að byggja megi skálann á ís- landi, flytja hann til Spánar og reisa á Heimssýningunni og flytja hann síðan aftur heim að sýning- unni lokinni, þar sem hann gæti m.a. þjónað sem sýningarskáli fyr- ir ferðamenn. Sjá „Mannvirkjaskáld" á bls. 22-23. Þjóðvegir í þéttbýli: Ríkið skuldar borginni á annan milljarð króna Samningar um greiðslu á lokastigi að sögn borgarstjóra SAMNINGAR eru á lokastigi milli fjármálaráðuneytis og Reykjavík- urborgar um greiðslu skuldar ríkissjóðs við Reykjavíkurborg vegna framkvæmda við þjóðvegi í þéttbýli, að sögn Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Davíð segir að skuldin sé nokkuð á annan milljarð króna en að nafnvirði er hún á bilinu 700-800 milljónir króna. Á vegaáætlun 1991-’94 er gert ráð fyrir 337 milljónum kr. til greiðslu upp i þessa skuld. Skuldin er tilkomin vegna fram- kvæmda Reykjavíkurborgar við þjóðvegi í þéttbýli allt frá 1980. Að sögn Magnúsar Péturssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, snúast samningarnir aðal- lega um það hvernig skuldin verði reiknuð. Hvort húh eigi öll að bera verðbætur eða hluti hennar. Þessi upphæð á vegaáætlun sé greiðsla upp í skuldina og framhaldið, hver sem niðurstaða samninganna verð- ur, kemur inn á vegaáætlun 1995- 1998. „Það er engin mótuð regla um hvernig farið er með slíkar skuldir. Það er einsdæmi líklega að ríkið skuldi þéttbýlisvegafé allar götur frá 1980 og þar af leiðandi er ekk- ert fordæmi fyrir meðferðinni. Það er sameiginlegur skilningur ríkis og borgar að koma sér saman um málsmeðferðina og um það erum við að ræða,“ sagði Magnús. Að sögn Davíðs mun upphæðin, sem samningurinn tekur til, vera verðtryggð en ekki bera vexti. Borgin komi til móts við ríkið með því að sættast á að hluti skuldarinn- ar verði ekki uppreiknaður til nú- virðis. „Vegafé hefur verið beint annað á tímabili og svo hefur umferð auk- ist stórlega í borginni sem hefur aukið þörfina á aðalumferðaræðum, en ríkið á að taka þátt í þeim kostn- aði,“ segir Davíð um ástæður þess- arar uppsöfnuðu skuldar. „Við fór- um aldrei út í framkvæmdir nema þær væru jafnframt taldar nauð- synlegar að mati Vegagerðarinnar en höfum lagt út fyrir þeim og því er eðlilegt að ríkið greiði þetta. Þar sem um háar upphæðir er að ræða er ekki óeðlilegt að það taki nokk- urn tíma,“ sagði borgarstjóri. Sjá grein um vegaáætlun á bls. 42-43.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.