Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991 Fjorar rangfærslur Sjálfstæðisflokksins eftir Ólaf Ragnar Grímsson Rangfærslur sjálfstæðismanna varðandi fjármál ríkisins hafa farið dagvaxandi að undanförnu og var þó vart á bætandi. Þeir geta ekki viðurkennt þann árangur sem náðst hefur í ríkisfjármálum í tíð núver- andi ríkisstjómar og svíður saman- burðurinn við sína tíð í fjármálaráð- uneytinu. Það segir mikla sögu að halli ríkissjóðs hafí í fyrra verið rúmlega helmingi minni en þegar ríkisstjómin tók við. Þetta gerist þrátt fyrir samdrátt í þjóðarbú- skapnum, sem er mikill árangur á alþjóðlegan mælikvarða og hefur verið hrósað af alþjóðlegum efna- hagsstofnunum. Það er kannski enn meira sláandi að hallinn í fyrra var sá sami og í góðærinu 1986 og 1987, en þá hefði að réttu átt að vera afgangur á ríkissjóði. Til að hylja þennan samanburð dreifir Sjálfstæðisflokkurinn rangfærsl- um. Mun ég hér hrekja nokkrar þeirra. Ríkisútgjöld Sjálfstæðismenn tala eins og mikil aukning hafí orðið á ríkisút- gjöldum í fjármálaráðherratíð minni °g þykjast ætla að skera þau nið- ur. Staðreyndirnar eru hins vegar allt aðrar. Meðfylgjandi línurit sýn- ir þróun ríkisútgjalda á föstu verð- lagi (m.v. verðlag landsframleiðslu) á árunum 1980-1990. Línuritið sýn- ir greinilega að ríkisútgjöld hafa lækkað í fjármálaráðherratíð minni en stóraukist í tíð Sjálfstæðisflokks- ins. Þau vom í fyrra um ‘/2% lægri að raungildi en árið 1988, en það ár mótaði ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks stefnuna í ríkisfjármál- um og sat mest allt árið. Sjálfstæðisfiokkurinn sat í fjár- málaráðuneytinu 1983-1987 og í forsætisráðuneytinu 1988 og hafði því úrslitaáhrif á þróun ríkisfjár- mála. Á þessu tímabili jukust ríkis- útgjöld hins vegar um 34% að raun- gildi eða um 6% á ári að jafnaði. Þetta eru staðreyndimar varðandi aukningu ríkisútgjalda á undanf- örnum ámm og undan þeim stað- reyndum komast sjálfstæðismenn ekki. Mesta aukning ríkisútgjalda á síðasta ártug varð þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fór með ríkisfjár- málin en í fjármálaráðherratíð minni hafa þau staðið í stað. Innlend fjármögnun rikishalla 1990 Friðrik Sophusson sakar mig í Morgunblaðinu 5. apríl sl. um að dreifa fölsuðum upplýsingum um Þróun ríkisútgjalda 1980-1990 Á föstu verölagi landsframleiöslu 1980=100 FJArmálará6un«ytl6 i höndum: Vísitala Alþýöubandalags Sjálfstæölsflokks Alþyöuflokks Alþyöubandalags 140 130 120 110 100 90 80 70 60 "T980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 erlendar lántökur ríkissjóðs. Þetta byggir hann á því að í nýlegum bæklingi fjármálaráðuneytisins um skattamál segir að á undanfömum ámm hafí innlend lánsfjáröflun ver- ið efid vemlega, 0g árið 1990 var hreinni (undirstrikun mín) lánsfjár- þörf ríkissjóðs mætt innanlands að öllu leyti. Hrein lánsfjárþörf er hag- fræðinga- eða embættismannamál og merkir þær lántökur sem þarf að ráðast í umfram þær sem fara í að borga afborganir af eldri lán- um. Friðrik Sophusson sleppir hins vegar þessu orði til þess að geta komið rangfærslum á framfæri. Á síðasta ári nam hrein lánsfjár- þörf ríkissjóðs 7.170 m.kr. en hrein- ar innlendar lántökur námu 7.175 m.kr. Innlendar lántökur nægðu því til að uppfylla hreina lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu auk þess að skila að 5 m. kr. til þess annað hvort að „ Sj álfstæðisflokkurinn sat í fjármálaráðuneyt- inu 1983-1987 ogífor- sætisráðuneytinu 1988 og hafði því úrslitaáhrif á þróun ríkisfjármála. Á þessu tímabili jukust ríkisútgjöld hins vegar um 34% að raungildi eða um 6% á ári að jafn- aði. Þetta eru stað- reyndirnar varðandi aukningu ríkisútgjalda á undanförnum árum og undan þeim stað- reyndum komast sjálf- stæðismenn ekki.“ greiða niður erlend lán eða bæta stöðu ríkissjóðs í Seðlabankanum. Þessi staðreynd liggur því fyrir. Það hefur aldrei verið dregin fjöður yfir það að erlend lán voru tekin á síðasta ári. Það kemur ein- mitt skýrt fram í skýrslu sem ég lagði fyrir alþingi um ríkisfjármál á síðasta ári, t.d. á bls. 7 og bls. 30. Þessi erlenda lántaka stóð hins vegar á móti afborgunum á erlend- um lánum og greiðslu á skuldum ríkissjóðs í Seðlabankanum, m.a. annars yfírdráttarskuld frá árinu 1989 sem nam um 1,9 milljörðum króna. Þessi lántaka fór því ekki til að íjármagna rekstur ríkissjóðs á árinu 1990 og hafði ekki innlend þensluáhrif. Erlend lántaka sem fer strax út úr landinu þar sem hún er notuð til að greiða erlendar afborganir eða fer inn í Seðlabankann, kemur aldr- Viðhorf til kvenna fyrr og nú eftir Danfríði Skarphéðinsdóttur Á þessu ári eru 76 ár síðan lög voru sett á Alþingi um að konur hefðu rétt til að kjósa til Alþingis. Þetta er um það bil sami árafjöldi og meðalaldur íslenskra kvenna sem, eins og kunnugt er, verða elst- ar kvenna í heiminum. Það er vert að minna á hve stutt er síðan Alþinjgi — elsta þjóðþing heimsins sem Islendingar státa svo oft af — samþykkti að veita hinum helmingi þjóðarinnar réttindi sem okkur finnast sjálfsögð í dag. Það er forvitnilegt og oft spaugilegt að lesa umræðumar um kosningarétt kvenna á þingi 1915. Skoðanir þingmanna voru mjög skiptar og umræðan eftir því heit. Ymsir vildu binda kosningarétt kvenna við ákveðinn aldur en aðrir vildu krefjast ákveðinna þekkingar kvenna. Viðhorf til kvenna á þess- um tíma koma m.a. fram í orðum eins þeirra þingmanna, sem þá átti sæti_ á Alþingi, er hann sagði: „Ég er hlynntur að konur fái jafnrétti á við karlmenn, því þótt gáfnafari og lundarfari sé ólíkt far- ið og konur skorti oftast dómgreind á við karlmenn þá bæta konur það upp með öðrum kostum. Siðgæðis- tilfínning kvenna er meiri en karla og þær láta síður leiðast af eigin- gjömum hvötum. Þetta vegur því upp hvað annað." Það er ekki ætlunin að leggja dóm á þær hugmyndir og viðhorf til kvenna sem birtast í þessum orðum. Nú þegar kosningar til Al- þingis nálgast er þó ástæða til að minna á að það er ekki svo ýkja langt síðan konum var fyrst treyst til að kjósa fulltrúa á Alþingi eða starfa þar sjálfar. Breytt þjóðfélag — rótgrónar hugmyndir um konur Margt hefur breyst síðan, ekki einungis staða kvenna heldur þjóð- félagið allt. Samt sem áður er það enn svo að þrátt fyrir lagalegt jafn- rétti er langt frá því að staða karla og kvenna í þjóðfélaginu sé sam- bærileg. Ein meginástæða þess er að rót- grónar hugmyndir um konur, stöðu þeirra og hlutverk, gera ekki ráð fyrir því að konur standi jafnfætis körlum. Því hefur m.a. ekki verið tekið tillit til stöðu kvenna við stefn- umótun í þjóðfélaginu. Kvennalist- inn telur nauðsynlegt að breyta þessu og leggur áherslu á að þegar ákvarðanir eru teknar í þjóðfélaginu sé ekki síður höfð hliðsjón af reynslu og menningu kvenna en karla. Útivinnandi konur og heimilisstörfin Nú vinna um 85% giftra kvenna utan heimilis en fyrir 30 árum var hlutfallið aðeins um 20%. Það er nauðsynlegt bæði fyrir heimilin og þjóðfélagið að konur séu úti á vinnumarkaðnum. Konur hafa í auknum mæli leitað sér menntun- ar og vilja gjarnan starfa á því sviði sem þær hafa menntað sig til. Ekki má heldur gleyma að konur bera uppi fjölmargar starfsgreinar eink- um á umönnunar- og uppeldissvið- inu. Þrátt fyrir stóraukna atvinnu- þátttöku kvenna er það staðreynd að heimilisstörfin og umönnun barna hvíla ennþá nær eingöngu á herðum kvenna og sá tími sem þær hafa til að sinna eigin áhugamálum er afar takmarkaður. Kyrr kjör kvenna — viljaleysi Alþingis til úrbóta Launakjör kvenna, sérstaklega í hinum hefðbundnu kvennastörfum, eru allsendis óviðunandi. Nýjar töl- ur sýna að allan áratuginn milli 1980 og 1990 helst launabilið milli karla og kvenna óbreytt. Konur.í fullu starfi fá aðeins um 60% af launum fullvinnandi karla. Þing- konur Kvennalistans hafa lagt fram fjölmargar tillögur um launamál kvenna sem meirihluti Alþingis hef- ur ekki treyst sér til að samþykkja. Aðgerðarleysi gömlu flokkanna — stofnun Kvennalistans Mikið öryggisleysi barna vegna skorts á dagvistarplássum og sund- urslitinn skóladagur grunnskóla- barna voru mál sem brunnu á kon- um þegar þær fóru í alvöru að hug- leiða sérstakt framboð kvenna. Gömlu stjórnmálaflokkarnir í landinu höfðu alls ekki sinntþessum málefnum kvenna og barna, enda erfitt fyrir konur að komast til áhrifa innan þeirra. Kvennalistinn bauð fyrst fram til Alþingis vorið 1983. Með framboði Kvennalistans vilja konur leggja sérstaka áherslu á kjör og aðbúnað kvenna og barna. Frumkvæði Kvennalistans í málefnum barna og árangurinn nú Það var því rökrétt framhald á starfi Kvennalistans að þingkonur hans urðu fyrstar til að leggja fram frumvarp um samfelldan skóladag grunnskólabama, jafnframt sem þær lögðu fram frumvarp um sér- stakt átak til uppbyggingar dag- vistarstofnana ásamt áætlun um fjármögnun þeirrar uppbyggingar. Kvennalistakonur sáu nú á síð- ustu starfsdögum Alþingis þann árangur af starfi sínu í þessum tveimur málaflokkum að ríkis- stjórnin sá sig knúna til að taka málið upp sjálf. Þó að kvennalistakonur styddu þá viðleitni sem fram kemur í ný- settum lögum um grunnskóla og leikskóla hefðu þær viljað sjá stærri og metnaðarfyllri skref stigin í þágu íslenskra barna. Margt í umhverfi okkar ætti að hafa opnað augu stjórnvalda fyrir því að mjög brýnt er að koma með ákveðnari hætti til móts við börnin og fjölskyldurnar í landinu en nýsamþykkt lög um leikskóla og grunnskóla gera ráð fyrir. Sýn kvenna á lífið og stefnumótun í þjóðfélaginu Áhersla Kvennalistans á málefni kvenna og barna þýðir þó að sjálf- sögðu ekki að kvennalistakonur taki ekki afstöðu til annarra mála- flokka. Kvennalistakonur hafa ítar- lega og vel útfærða stefnuskrá þar sem tekin er afstaða til allra helstu málaflokka sem stjórnmálin snúast um. Munurinn á stefnu Kvennalist- ans og hefðbundnu flokkanna er hins vegar sá að Kvennalistakonur leggja áherslu á að hafa alltaf sýn kvenna á lífíð, þekkingu þeirra og reynslu að leiðarljósi þegar ákvarð- anir eru teknar. Tillögur Kvennalistans á Alþingi Með hliðsjón af stefnu sinni hafa kvennalistakonur flutt vel á annað hundrað frumvörp og tillögur á Alþingi og fyrirspurnir frá kvenna- listakonum, nefndarálit og breyt- ingartillögur skipta orðið hundruð- um eftir aðeins 8 ára starf á Al- þingi. Aðbúnaður barna er þar efst á blaði en uppeldis-, skóla- og menntamál, atvinnu- og kjaramál, umhverfis- og friðarmál skipa einn- ig veglegan sess í málflutningi kvennalistakvenna. Öll þessi vinna hefur skilað sér með margvíslegum hætti. Árangur Kvennalistans Tuttugu og einu sinni hefur AI- þingi samþykkt tillögur Kvennalist- ans og þrjú frumvörp hafa orðið að lögum. Nokkrum tillögum hefur verið vísað til ríkisstjórnarinnar með tilmælum um að aðhafst verði í viðkomandi máli. Loks má minna á mál sem ekki Danfríður Skarphéðinsdóttir „Kvennalistakonur telja það vera samfé- laginu til tjóns ef reynsla og viðhorf kvenna skilar sér ekki inn í stjórnmálin þar sem teknar eru ákvarð- anir sem varða okkur öll.“ hafa hlotið formlega samþykkt í þinginu en sannarlega haft mikil áhrif. Glöggt dæmi um það er ieng- ing fæðingarorlofs í sex mánuði. Kvennalistakonur fluttu frumvarp um það fjögur ár í röð þangað til ríkisstjórnin flutti málið sjálf. Nyleg dæmi um áhrif Kvennalistans á Alþingi eru nýsett lög um grunn- skóla og leikskóla. Valddreifing, grasrót og nýjar hugmyndir Mikilvægast er þó að Kvennalist- inn er ekki bara þær þingkonur sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.