Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 56
— svo vel sétryggt ALMENNAR Láttu Lotus 1-2-3 gefa þér rétta mynd af rekstrinum! MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Loðnubætur sendar aftur til fjárveit- inganefndar SAMÞYKKT var á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær að vísa aftur til fjárveitinganefndar Alþingis ákvörðun nefndarinnar um skipt- ingu 100 milljóna króna aukafjár- veitingar vegna loðnubrests. Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ríkisstjórnin hefði tekið undir sjónármið sam- gönguráðherra í málinu, en jafn- framt að engin endanleg niðurstaða væri fengin í því. „Þetta þýðir nán- ast það að málið er í biðstöðu á þessari stundu," sagði Jón Sveins- son. Morgunblaðið/llAX Ferðamenn ísnjómokstri Þessi þýski ferðamaður hamaðist við að moka sig í gegnum snjóskafl við Dyrhólaey þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að í gær. Skammt undan beið full rúta af löndum hans þess að hann lyki verkinu. Víða um land, m.a. á Suðurlandi, Snæfellsnesi og í Húnavatnssýslum lenti fólk í hrakningum vegna áhlaupsins, sem gekk yfir mikinn hluta landsins í gær. 2 V2 árs fang-- elsi fyrir að smyg'la amfetamíni 33 ÁRA gamall maður, Gunnlaug- ur Örn Þórhallsson, hefur verið dæmdur til 2Vi árs fangelsisvistar fyrir innflutning og dreifingu á amfetamíni og hassi, meðal ann- ars fyrir að hafa flutt inn rúmlega eitt kíló af amfetamíni falið í borði, sem lögreglan lagði hald á i febrúarmánuði síðastliðnum. Maðurinn var handtekinn á heim- ili sínu í miðbæ Reykjavíkur eftir að hafa sótt á flugfragt Flugleiða borð, sem tollverðir höfðu fundið í eitt kíló af amfetamíni. Borðið hafði Jóhannes Nordal á ársfundi Seðlabanka íslands: maðurinn smíðað heima hjá sér og tekið með sér til Amsterdam þar sem hann fyllti það af amfetamíni og sendi flugleiðis um Lúxemborg til Reykjavíkur. Maðurinn játaði brot sitt og einn- ig að hafa í nóvember og desember með sama hætti smyglað til landsins 500 grömmum af hassi, sem hann seldi í Reykjavík á 1.000-1.500 krón- ur grammið, eða 500-750 þúsund krónur alls. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir að hafa selt ákveðnum manni amfetamín í nokk- ur skipti á tímabilinu maí-júní 1988, samtals 35-40 grömm. Ásgeir Friðjónsson sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum kvað upp dóm yfir manninum, sem einnig var gert að greiða 400 þúsund króna fésekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna en sæta ella fjögurra mánaða fangelsi til viðbótar. Þá voru gerð upptæk til eyðingar 1.052 grömm af amfetamíni. Hætta á þenslu vegna skulda- söfnunar ríkisins við ba.nka.nn VEXTIR af nýjum spariskírteinum og ríkisvíxlum hafa dregist aftur úr öðrum vaxtakjörum og sala þeirra frá áramótum því orðið minni en ella. Hefur Iánsfjárþörf ríkissjóðs frá áramótum verið að mestu mætt með skuldasöfnun við Seðlabankann og hef- ur það mikla þensluhættu í för með sér. Aukin sala ríkisbréfa síðar á árinu mun væntanlega hafa áhrif til enn frekari hækkun- ar markaðsvaxta en varð á síðasta ári. Þetta kom fram í ræðu Jóhannesar Nordals seðlabankastjóra á ársfundi bankans í gær. Jóhannes sagði í ræðu sinni að þótt framboð innlends framboðs á vegum lífeyrissjóða, banka og verð- bréfamarkaðs ykist mikið á síðasta ári og verulega drægi úr lánsfjáreft- irspurn atvinnuveganna, hefði markaðnum reynst erfitt að melta mikla innlenda lánsfjáreftirspurn opinberra aðila. Raunvextir hafi því farið hækkandi eftir því sem á árið Skipverjar á Norðfjarðar- tognrum segja upp störfum ÁHAFNIR allra þriggja togara Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað hafa sagt upp og taka uppsagnirnar gildi eftir hálfan mánuð. For- svarsmenn Síldarvinnslunnar ætla þó ekki að auglýsa laus pláss á togurunum og vonast til að málin leysist næstu tvær vikurnar. Síldarvinnslunni bárust skeyti frá áhöfnum Bjarts NK og Birtings NK í fyrrakvöld og gærmorgun þar sem allir, nema skipstjórinn, segja upp störfum. Áhöfn Barðans NK, sem var að landa í Neskaupstað í gær, fylgdi í kjölfarið og sagði upp. Jóhann K. Sigurðsson, útgerðar- stjóri Síldarvinnslunnar hf., segir að sjómenn hafi hafnað báðum til- boðum Síldarvinnslunnar. Fyrst höfnuðu þeir Akureyrarsamkomu- laginu og síðan tilboði um aðild í ísfiskútflutningi, eins og þeir hafa haft undanfarin ár, auk 30% heima- löndunarálags, en það hefur verið 20% í Neskaupstað frá því í október. „Þeir virðast bara vilja meira en aðrir,“ sagði Jóhann í gær og bætti við að í fyrra hefðu um 40-50% af verðmæti aflans legið í ísfiskút- flutningi og taldi hann að Síldar- vinnslan hefði ekki gert illa við sinn mannskap. „Við reiknum fastlega með að þetta mál leysist áður en uppsagn- irnar taka gildi eftir hálfan mánuð og við ætlum ekki að rjúka upp og auglýsa laus pláss á togurunum," sagði Jóhann. I gær var gengið frá samningum Þormóðs ramma á Siglufirði og sjó- manna á togurunum Sigluvík og Stálvík. Fá þeir 41% heimalöndun- arálag. Sjá Úr verinu um breytta verð- lagningu á fiski; bls, C3. leið, fyrst vegna mikils framboðs á spariskírteinum ríkissjóðs, en á síðasta ársfjórðungi vegna aukinn- ar sölu húsbréfa. Einnig hefði auk- in sala hlutabréfa haft sín áhrif. Sagði Jóhannes að miðað við láns- kjaravísitölu hafi markaðsraun- vextir af opinberum verðbréfum, spariskírteinum og húsbréfum, ver- ið frá 7 til 7 'h % í lok síðasta árs. Sagði seðlabankastjóri að það sem af er þessu ári hafi þrýstingur- inn á lánsfjármarkaðinn farið enn vaxandi og virtist þar vera að verki samdráttur í sparnaði heimila og meiri lánsfjáreftirspurn. Vextir á verðbréfamarkaði hafi því haldið áfram að þokast upp á við, og ávöxtun húsbréfa verið leiðandi í hækkuninni. „Þetta hefur einnig gerst þrátt fyrir það, að vextir af nýjum spariskírteinum og ríkisvíxl- um hafa dregist aftur úr öðrum vaxtakjörum og sala þeirra því orð- ið minni en ella. Hefur því lánsfjár- þörf ríkissjóðs frá áramótum verið að mestu mætt með skuldasöfnun við Seðlabankann, sem hefur mikla þensluhættu í för með sér. Þar sem hér getur ekki verið nema um tíma- bundið ástand að ræða, verður að reikna með verulega aukinni sölu ríkisbréfa síðar á árinu, sem vænt- anlega mun hafa áhrif til enn frek- ari hækkunar markaðsvaxta," sagði Jóhannes. Sjá ræðu seðlabankastjóra á miðopnu. TVcg-gja kvenna saknað úr fangelsi LÖGREGLAN í Hafnarfirði fann um hádegisbilið í gær fangana þijá sem struku af Litla-Hrauni síðdegis á mánudag. Tveggja kvenna er saknað úr fangelsinu við Kópavogsbraut. Konurnar tvær, sem saknað er sátu í rjóðri í sumarbústaðalandinu úr fangelsinu við Kópavogsbraut, komu ekki fram þegar daglegum útivistartíma þeirra lauk. Leit lög- reglu að þeim hafði ekki borið ár- angur seint í gærkvöldi. Fangarnir sem fundúst í gær Sléttuhlíð þegar lögreglumenn i eftirlitsferð óku fram á þá. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði voru mennirnir, sem eru um tvítugt, undir áhrifum áfengis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.