Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991
MORGUNBLAÐIÐ tMIDVIKUÐAGUR 10.í APRIL'dðfl 1
29
JllnrpmM&ífrií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Leiðin til bættra
lífskjara
Fram kemur í „Þjóðarbúskapn-
um“, heimildariti Þjóðhags-
stofnunar, að hallinn á viðskiptum
við útlönd árið 1990 var 9.200
m.kr., sem svarar til 2,7% af lands-
framleiðslu. Þar vegur óhagstæður
vaxtajöfnuður hvað þyngst, en
vaxtagreiðslur af erlendum lánum
námu 14.600 m.kr. f fyrra.
Landsframleiðsla dróst saman um
1% árið 1988, 3% árið 1989 en stóð
í stað árið 1990. Þjóðartekjur dróg-
ust saman um 0,5% í fyrra. Hagstæð
viðskiptakjör valda því hins vegar,
að spáð er 1% aukningu landsfram-
leiðslu og 2% vexti þjóðartekna
1991: „Til lengri tíma litið er talið
að hagvöxtur verði að jafnaði um
1,5-2% á næstu árum. Þetta er
hægari hagvöxtur en gert er ráð
fyrir í iðnríkjunum. Fjárfesting á
borð við nýtt álver gæti breytt þess-
um horfum verulega".
Það jákvæðasta í skýrslunni rek-
ur rætur til þjóðarsáttar aðila vinnu-
markaðarins, þ.e. hjöðnun verðbólg-
unnar. Stofnunin spáir 6-7% verð-
bólgu frá upphafi til loka árs 1991,
ef raunsætt mat á stöðu efnahags-
mála ræður ferð í kjarasamningum
á árinu - og ef fylgt verður aðhalds-
samri efnahagsstefnu. Að óbreyttu
telur Þjóðhagsstofnun að laun
hækki um 8% [kaupmáttur um 2%]
1991: „í þessu felst,“ segir í mati
stofnunarinnar, „að samkeppnis-
staða íslenzkra atvinnuvega versnar
á árinu miðað við að nafngengi
krónunnar verði haldið óbreyttu."
Innlend verðlagsþróun er þó háð
ýmsum óvissuþáttum. Þjóðhags-
stofnun varar til dæmis við hugsan-
legri þenslu í þjóðarbúskapnum:
„Til þess að sporna við þessari hættu
er mikilvægt að aðhalds sé gætt í
hagstjórn. Á undanförnum vikum
hafa komið fram merki um nokkurn
slaka í hagstjóm. Þessi slaki birtist
meðal annars í vaxandi yfirdrætti
ríkissjóðs hjá Seðlabanka íslands,
rýmun gjaldeyrisstöðunnar og mikl-
um lánsfjáráformum opinberra aðila
á þessu ári ...“
Þenslan í ríkisbúskapnum,
skattahækkanir, ríkissjóðshallinn,
opinber skuldasöfnun og lánsfjár-
hungur ríkisins hafa veikt þjóðar-
sáttina og skert varanleika hennar.
„Þannig nam lántaka opinberra að-
ila á innlendum markaði 19 milljörð-
um króna og erlendis 8 milljörð-
um,“ segir í skýrslunni. Lánsfjár-
hungur ríkisins hefur og þrengt að
innlendum lánsfjármöguleikum at-
vinnuveganna: „Með því að fjár-
magna halla ríkissjóðs á innlendum
markaði er sú hætta fyrir hendi að
vextir verði spenntir upp. Ekki er
gefið að þessi stefna leiði til þess
að draga úr skuldasöfnun erlendis,
því ef vextir innanlands verða um-
talsvert hærri en á erlendum mörk-
uðum er hætt við að einkaaðilar
taki erlend lán.“
Á sama tíma og Þjóðhagsstofnun
sendir frá sér álit sem þetta birtir
ríkissjóður íslands áróðursauglýs-
ingar, þar sem segir, að sá spamað-
ur þjóðarinnar, sem opinberir aðilar
seilast í, dragi úr „þenslu í þjóðfé-
laginu og stuðlar að því, að verð-
bólga haldist jafn lág og hún hefur
verið undanfarið". Auðvitað dregur
spamaður sem slíkur úr þenslu, en
ekki ef hann er notaður nær einvörð-
ungu til þess að fjármagna gegndar-
lausan hallarekstur ríkissjóðs.
Mergurinn málsins, þegar horft
er til næstu framtíðar, er að varð-
veita þann stöðugleika í efnahagslíf-
inu, sem þjóðarsátt á vinnumarkaði
hefur leitt til, og búa íslenzkum
atvinnuvegum sambærileg starfs-
og vaxtarskilyrði og samkeppnis-
greinar í grannríkjum njóta. Við
þurfum að laga þjóðarbúskap okkar
og atvinnulíf að efnahagslegum
veruleika í umheiminum; styrkja
rekstrarstöðu undirstöðugreina
[sjávarútveg, iðnað og landbúnað]
og breyta óbeizlaðri orku fallvatna
og jarðvarma í störf, verðmæti og
lífskjörNSú leið verður ekki vörðuð
með hafta-, miðstýringar- og milli-
færzlu-„lausnum“ vinstri flokkanna.
Þeim hefur hvarvetna verið lagt
fyrir róða. Leiðin til bættra lífskjara
liggur hér sem annars staðar um
veg fijálsræðis, framtaks og mann-
úðar, sem dæmin sanna í öllum vel-
ferðarríkjum heims.
Fiskveiði-
stefnan og
yfirlýsing1
Davíðs
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, lét orð falla
í sjonvarpsþætti sl. sunnudag á þann
veg, að viðurkenna þyrfti á borði,
ekki bara í orði, eignarrétt þjóðar-
innar að fiskimiðunum. Þegar Morg-
unblaðið spurði Davíð Oddsson hvað
hann ætti við með þessum orðum
sagði hann: „Ég tel fyrir mitt leyti
að rétt sé að nota tímann sem fram-
undan er til þess að endurskoða lög-
in um stjórnun fískveiða og móta
heildstæða sjávarútvegsstefnu. Ég
hef á þessu stigi ekki nákvæma
útfærslu á því, hvernig mögulegt
verður að tryggja virkni lagaákvæð-
isins um, að fiskimiðin umhverfis
ísland eru sameign íslenzku þjóðar-
innar, en það verður að nást slík
trygging, því ella er þetta marklaus
setning og þjóðin tapar yfirráðum
yfir fískimiðunum. Það má aldrei
gerast.“
Hér talar formaður Sjálfstæðis-
flokksins um grundvallaratriði í
fiskveiðistefnunni á þann veg, að
athygli og ánægju vekur. Morgun-
blaðið ætlar sér ekki að gera Davíð
Oddssyni upp skoðanir en ljóst er
af þessum ummælum, að hanr. tek-
ur undir þau sjónarmið, að ekki
megi afhenda fámennum hópi
manna auðlind þjóðarinnar allrar.
Þetta er því veigameiri yfirlýsing
um fiskveiðistefnuna, en nokkur
forystumaður í Sjálfstæðisflokknum
hefur treyst sér til að gefa fram til
þessa. Þessi ummæli Davíðs Odds-
sonar lofa góðu um stefnumörkun
Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði á
næstu mánuðum og misserum.
Þrálátur hallarekstur
ríkissjóðs eitt
erfiðasta vandamálið
- sagði Jóhannes Nordal á ársfundi Seðlabankans í gær
Jóhannes Nordal
Hér fer á eftir í heild ræða
Jóhannesar Nordals, seðlabanka-
stjóra, formanns bankastjórnar
Seðlabankans, á ársfundi bankans
í gær:
Fyrir hönd bankastjómar Seðla-
bankans er mér það sérstök ánægja
að bjóða yður öll velkomin á þennan
30. ársfund bankans, en nú um helg-
ina voru rétt þijátíu ár liðin, síðan
Seðlabankinn var endanlega skilinn
frá Landsbankanum og gerður að
sjálfstæðri stofnun, en áður hafði
hann haft sérstaka stjórn innan
Landsbankans frá árinu 1957. Það
er því tilefni til þess að ræða þau
efnahagsvandamál, sem nú er við
að glíma í víðara_ sögulegu samhengi
en venja er til. Á það má minna, að
stofnun Seðlabankans í núverandi
mynd var í rauninni einn þáttur víð-
tækrar endurskipulagningar ís-
Ienzkra efnahagsmála, sem hófst á
árinu 1960 og hafði það að mark-
miði að ijúfa íslendinga út úr ára-
tuga gömlu kerfí innflutnings- og
viðskiptahafta og beina þeim inn á
braut fijálsari markaðsbúskapar, en
mikilvægasta forsenda þess var að
taka upp raunhæfa gengisskráningu
og traustari stjórn íjármála og pen-
ingamála.
Mikill hagvöxtur í þrjá áratugi
Þótt margir efuðust um það þá
og lengi síðan, að skynsamlegt væri
að opna hið litla íslenzka hagkerfi
fyrir óheftri erlendri samkeppni, hef-
ur reynslan bæði hér á landi og ann-
ars staðar í heiminum sannað yfir-
burði markaðshagkerfis í saman-
burði við miðstýringu og ríkisforsjá.
Hér á landi hefur þróunin í þeesa
átt haldið áfram þessa þijá áratugi,
þótt mishratt hafi farið, og oft hafí
þurft að veijast gagnsóknum þeirra,
sem fremur hafa trúað á forsjárhlut-
verk ríkisins. Meðal stærstu áfang-
anna á þessari braut má nefna afnám
innflutningshafta árið 1960 og síðan
aðildina að EFTA og samninga við
Efnahagsbandalagið í upphafi átt-
unda áratugarins, en með þessum
aðgerðum var afnumin hafta- og
tollvemd íslenzkrar framleiðslu á
öðrum sviðum en í landbúnaði, en
um hann gilda víða um lönd sérstak-
ar reglur. Og um miðjan síðasta ára-
tug var hafizt handa um afnám verð-
lagshafta og miðstýringar á vöxtum,
en síðan hefur starfemi ijármagns-
markaðsins verið gefin æ fijálsari.
Með tilliti til efnahagslegs árang-
urs þessara áratuga skiptir þó vissu-
lega í tvö hom. Annars vegar hefur
hagvöxtur verið mikill yfir tímabilið
í heild, svo sem sést af því, að lands-
framleiðsla hefur aukizt að meðal-
tali á ári hveiju um 4,3%, en þjóðar-
tekjur á mann um 3,3%. Á hinn bóg-
inn hefur hagvöxtur farið minnk-
andi, einkum síðustu tvo áratugina,
sem einkennzt hafa bæði af þrálátri
verðbólgu og miklum óstöðugleika í
þróun tekna og viðskiptajafnaðar.
Vonandi hillir nú undir bjartari tíma
í þeim efnum, þra sem ótvíræður
árangur hefur náðst til lækkunar á
verðbólgu á því rúmlega ári, sem lið-
ið er, síðan febrúarsamningarnir
1990 voru gerðir.
Ein áleitnasta spurningin á sviði
efnahagsmála í dag er því, hvernig
tryggja megi áframhald þessa stöð-
ugleika eftir að þeir kjarasamningar
renna út, þannig að slefnt verði að
enn lækkandi verðbólgu á komandi
árum. Hliðstæðar spurningar sækja
á um þessar mundir vegna þeirrar
þróunar, sem nú á sér stað til efna-
hagslegs samruna Evrópuríkja. Hver
sem niðurstaðan verður í þeim samn-
ingum, sem Island tekur nú ásamt
öðrum EFTA-ríkjum þátt í varðandi
stóraukin efnahagstengsl við Evr-
ópubandalagið, er óhjákvæmilegt, að
sífellt nánari samræming í efnahags-
þróun _ annarra Evrópuríkja knýi
einnig íslendinga til að fylgja í öllum
meginatriðum sömú efnahagsstefnu
og þau, ef þeir eiga að varðveita
samkeppnisstöðu sína og skilyrði til
hagvaxtar. Mikilvægt skref í átt til
þeirrar samræmingar hefur þegar
verið tekið með því að ákveða að
afnema í áföngum á næstu tveimur
árum öll höft, er gilt hafa um fjár-
magnshreyfingar milli íslands og
annarra landa. Mun sú ákvörðun ein
út af fyrir sig gjörbreyta forsendum
hagstjórnar hér á landi.
Skuldastaða þjóðarbúsins
En lítum þá fyrst á helztu drætti
efnahagsþróunarinnar hér á landi
undanfarið ár og horfurnar framund-
an.
Þjóðarbúskapur íslendinga hefur
gengið í gegnum mikla hagsveiflu
síðustu sjö árin. Eftir öran hagvöxt
á árunum 1984—1987, sem skilaði
samtals um 25% aukningu lands-
framleiðslu, urðu snögg umskipti
árið 1988, er leiddu til nálægt 4%
framleiðslusamdráttar á árunum
1988 og 1989. Þótt fyrstu ummerki
um endurbata hafí farið að koma
fram á síðasta ári, m.a. vegna hækk-
andi útflutningsverðlags og batnandi
viðskiptakjara, nægði það ekki til
að koma hagvexti aftur af stað, og
reyndist landsframleiðsla óbreytt frá
fyrra ári. Vegna áframhaldandi
fólksfjölgunar lækkaði þjóðarfram-
leiðsla á mann þriðja árið í röð, og
nemur þá lækkun hennar samtals á
þessum þremur árum 8% á mann.
Óhjákvæmilegt er, að atvinnuleysi
hafí nokkuð aukizt á þessu tímabili,
en aukningin virðist þó minni en við
hefði mátt búast, þar sem samdrátt-
urinn hefur komið fram bæði í stytt-
ingu vinnutíma og minni atvinnu-
þátttöku. Á árinu 1990 hafði aukn-
ing atvinnuleysis stöðvazt nálægt 2%
af vinnandi fólki, sem er mjög lágt
hlutfall á alþjóðlegan mælikvarða.
Þrátt fyrir nokkurn samdrátt í
rauntekjum hélzt einkaneyzla
óbreytt á síðasta ári, en samneyzla
jókst um 1,7% og íj'ármunamyndun
um 4,5% og munar þar mest um
mikil flugvélakaup Flugleiða á árinu.
Vegna stöðnunar hagvaxtar kom öll
þessi aukning þjóðarútgjalda fram í
meiri halla á viðskiptajöfnuði, en
miðað við landsframleiðslu jókst við-
skiptahallinn úr 1,6% á árinu 1989
í 2,7% í fyrra. Gjaldeyrisverðmæti
vöruútflutnings jókst um 3,7% frá
fyrra ári, en verðmæti vöruinnflutn-
ings jókst um 8,4%. Kom aukning
innflutnings öll fram á síðustu mán-
uðum ársins, sem bendir til þess, að
innlend eftirspurn hafi farið vax-
andi, er leið á síðara hluta ársins.
Innstreymi lána til langs tíma um-
fram afborganir varð verulega um-
fram viðskiptahallann og jókst því
gjaldeyrisforðinn enn um fjóra millj-
arða á árinu. Hrein skuldastaða þjóð-
arbúsins var í árslok 48,1% af lands-
framleiðslu og reyndist óbreytt frá
fyrra ári og er því enn mjög há.
Þótt árið 1990 hafi þannig hvorki
orðið þjóðarbúinu gjöfult vegna
framleiðsluaukningar né hagstæðari
viðskiptajafnaðar, verður þess sérs-
taklega minnzt vegna hins mikla
árangurs í lækkun verðbólgu, sem
þá náðist. Hefur verðbólgan á tólf
mánaða tímabili nú komizt í fyrsta
skipti síðan árið 1971 í eins stafs
tölu og jafnframt náð því að vera
u.þ.b. hin sama og í öðrum OECD-
ríkjum.
Dýrkeyptum stöðugleika má
ekkiraska
Fróðlegt er að bera saman aðstæð-
urnar nú og fyrir 20 árum, þegar
verðbólga var síðast svipuð og nú,
en sá samanburður leiðir í ljós ýmsar
hliðstæður, sem draga má lærdóm
af. Eins og að þessu sinni hafði þjóð-
arbúskapurinn þá farið í gegnum
mikið þensluskeið vegna síldveið-
anna miklu á sjöunda áratugnum.
Þegr síldarstofninn hrundi, var reynt
að bregðast við minnkandi þjóðar-
framleiðslu og auknum viðskipta-
halla með aðhaldi í peningamálum
og ríkisfjármálum, en fresta gengis-
breytingum í lengstu lög, enda voru
íslendingar þá bundnir af fastgengis-
reglum Bretton Woods-kerfísins.
Þegar meiri háttar gengislækkun
varð ekki lengur umflúin seint á ár-
inu 1968, hafði þegar dregið mjög
úr innlendri eftirspurn og atvinnu-
leysi aukizt, og skilyrði þannig
skapazt til þess að ná á næstu árum
hóflegum kjarasamningum innan
ramma áframhaldandi aðhalds í fjár-
málum og peningamálum. Því miður
stóð þetta stöðugleikatímabil aðeins
um tveggja ára skeið og var orsa-
kanna að leita bæði í breyttri efna-
hagsstefnu og þensluáhrifum erlend-
is frá, sem náðu hámarki með marg-
földun olíuverðs árið 1973. Þegar
haft er í huga, hve langan tíma það
hefur tekið að komast út úr þeirri
verðbólguþróun, sem þá hófst hér á
landi, ætti að vera augljóst, hve mik-
ið getur verið í húfi að raska ekki
að þessu dýrkeyptum stöðugleika
sem nú hefur náðst í verðlagsmálum.
Sé hins vegar litið á þróunina
undanfarin þijú ár til samanburðar
við þetta fyrra tímabil, eru hliðstæð-
urnar augljósar. I stað þess að bregð-
ast fljótt við fyrri hækkun raungeng-
is og rýmandi samkeppnisstöðu, sem
þenslan á árunum 1986 og 1987
hafði haft í för með sér, með því að
fella gengið, eins og svo oft áður á
undanförnum tveimur áratugum, var
að þessu sinni reynt að fresta gengis-
aðlögun eins og frekast var unnt.
Jafnframt var leitazt við að styrkja
ríkisbúskapinn og hamla gegn þensl-
unni með hækkun vaxta, en þetta
hvort tveggja leiddi til verulegs sam-
dráttar í eftirspurn, sem kom fram
í minni fjárfestingu og neyzlu og
minnkandi spennu á vinnumarkaðn-
um á árunum 1988 og 1989. Þegar
þannig var komið reyndist unnt að
leiðrétta raungengið og bæta sam-
keppnisstöðu sjávarútvegsins á árinu
1989, án þess að sú aðgerð hefði
þensluáhrif í för með sér, þótt henni
fylgdu óhjákvæmilega tímabundnar
verðhækkanir.
í upphafi síðastliðins árs voru því
skilyrði til lækkunar verðbólgu betri
en um margra ára skeið. Annars
vegar hafði komizt á jafnvægi milli
framboðs og eftirspurnar í þjóðarbú-
inu í heild og á vinnumarkaði, en
þó án verulegs atvinnuleysis. Hins
vegar hafði samkeppnisstaða út-
flutningsatvinnuvega batnað nægi-
lega til þess að stöðugleiki í gengi
var aftur orðin trúverðug stefna
a.m.k. um sinn. Hversu fljótt þessi
skilyrði nýttust réðst hins vegar af
þeim raunsæu og vel útfærðu kjara-
samningum, sem gerðir voru í febrú-
ar á síðastliðnu ári, en með hóflegum
launahækkunum á hálfs annars árs
samningstíma, var með þeim lagður
grundvöllur að þeirri miklu lækkun
verðbólgu, sem síðan hefur átt sér
stað. Hafa forsendur samninganna
hingað til staðizt í öllum meginatrið-
um, meðalgengi krónunnar hefur
verið haldið óbreyttu og almennar
verðhækkanir verið nálægt settum
mörkum, þrátt fyrir þær hækkanir,
sem orðið hafa á olíuverði. Er nú
útlit fyrir, að hækkun vísitölu fram-
færslukostnaðar á samningstíman-
um í heild verði nálægt 6% á ári.
Það er því til mikils að vinna, að
unnt reynist að tryggja áframhald-
andi stöðugleika, eftir að núgildandi
launasamningar renna út næsta
september. Þótt mikið muni þá velta
á mati launþega á gildi stöðugleikans
fyrir hagstæða þróun lífskjara og
atvinnu, er varanlegs árangurs því
aðeins að vænta, að stjórnvöldum
takist að treysta undirstöður jafn-
vægis í efnahagsmálum með stefnu
sinni á sviði fjármála ríkisins, pen-
ingamála og gengismála. Skal nú
nánar vikið að þessum þáttum, þróun
þeirra að undanförnu og mörkun
framtíðarstefnu.
Gengisfesta hornsteinn
efnahagsstefnu
Er þá rétt að byija á síðasttalda
þættinum, þótt gengismálin hafi að
vísu verið minna á dagskrá að und-
anförnu en oftast endranær. Eftir
verulegt gengissig á árinu 1989,
hefur meðalgengi krónunnar verið
haldið óbreyttu frá því í desember á
því ári, og hefur verið formlega stað-
fest af stjórnvalda hálfu, að þeirri
stefnu skuli haldið til loka gildandi
launasamninga, en engar ákveðnar
yfirlýsingar liggja fyrir um fram-
haldið. Það er því þegar af þessari
ástæðu biýnt, að sem fyrst verði úr
því skorið, hvort nokkur breyting
verður í þessu efni eftir 1. septem-
ber, þar sem gengisstefnan hlýtur
ætíð að verða ein mikilvægasta for-
senda almennra kjarasamninga. Hér
er þó meira í húfí en næsta samn-
ingslota á vinnumarkaðnum, því að
bæði reynsla og fræði hafa staðfest,
að mörkun gengisstefnu sé í litlu
opnu hagkerfi sú grundvallarfor-
senda, sem beiting annarra stjórn-
tækja verður að taka mið af. Auk
þess hefur valið á milli fastgengis-
stefnu og sveigjanlegs gengis orðið
enn mikilvægara að undanförnu
yegna samninga um nánari tengsl
íslendinga við Efnahagsbandalagið,
þar sem fastgengi er þegar orðið
grundvöllur samræmingar í efna-
hagsstjórn, en framtíðarmarkmiðið
sameiginlegur gjaldmiðill.
Áður en frekar verður rætt um
þá kosti, sem íslendingar standa nú
frammi fyrir í þessum efnum, getur
verið lærdómsríkt að líta á helztu
drætti í þróun gengismála hér á landi
undanfarna þijá áratugi. Má reyndar
skipta þeim í þijú afmörkuð tímabil
með tilliti til gengisstefnu.
Fyrsta tímabilið hófst árið 1960,
þegar horfið var frá fjölgengi og
haftastefnu og tekið upp fast gengi,
sem bundið var reglum Álþjóðagjald-
eyrissjóðsins um gengisbreytingar,
sem aðeins mátti grípa til við sér-
stakar aðstæður. Var þetta grund-
völlur efnahagsstefnu íslendinga allt
til ársins 1971. Á þessu tímabili tókst
Iengst af að tryggja góðan stöðug-
leika í efnahagsmálum samfara hóf-
legri verðbólgu, en þó með einni veig-
amikilli undantekningu. Eftir sex
veltiár vegna mikilla síldveiða,
hrundi stofninn á árunum 1967 og
1988, og leiddi það ásamt verðfalli
botnfiskafurða til þess, að tekjur af
vöruútflutningi lækkuðu um 44% á
tveimur árum. Þótt reynt væri að
forðast gengislækkun í lengstu lög
varð hún að lokum ekki umflúin.
Ekki var þó horfið frá markmiðum
fastgengisstefnunnar, enda sannaði
hún gildi sitt næstu árin, þegar sæm-
ilegur stöðugleiki í verðlagi náðist
að nýju, eins og þegar hefur verið
vikið að hér á undan.
Eftir 1972 verða mikil umskipti í
þessum efnum bæði með breyttri
efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar
og hruni fastgengiskerfis Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, sem veitt hafði
Islendingum umtalsverðan aga í
þessum efnum. Við þetta bættust svo
brátt áhrif olíuverðshækkana og
aukin alþjóðleg verðbólga. Með ört
vaxandi verðbólgu á næstu árum dró
verulega úr peningalegu aðhaldi, þar
sem ekki voru stjórnmálalegar for-
sendur fyrir þeirri hækkun vaxta,
sem hefði verið nauðsynleg til þess
að hemja eftirspurn eftir lánsfé og
viðhalda innlendum sparnaði. Þegar
við þetta bættist almenn verðtrygg-
ing launa, varð gengisstefnan brátt
nánast óvirkur þáttur í keðjuverk-
andi hækkun launa- og verðlags.
Afleiðingin varð illvígasta verðbólgu-
tímabilið í sögu Islendinga, sem hélt
áfram að magnast allt til fyrri hluta
ársins 1983, þegar verðbólguhraðinn
komst um tíma upp fyrir 80%.
Þriðja tímbilið hefst síðan með
gagngerri stefnubreytingu vorið
1983, þegar ný ríkisstjórn tekur upp
aðhaldssamari stefnu á grundvelli
yfírlýsingar um gengisfestu ásamt
afnámi verðtryggingar á laun. Þótt
árangur þessarar stefnubreytingar
kæmi þegar fram í mikilli lækkun
verðbólgustigs miðað við árin á und-
an, reyndist verðbólgan þó þrálátari
næstu árin en vonir stóðu til. Var
orsaka þess vafalaust að nokkru leyti
að leita í gengisstefnunni. Þrátt fyr-
ir yfirlýsingar stjórnvalda um geng-
isfestu voru þær aldrei nægilega fyr-
irvaralausar, og fastgengisstefnuna
skorti þann trúverðugleik, sem hún
hafði á sjöunda áratugnum, þegar
hún laut aga frá reglum Álþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Hún skapaði því
ekki þann ramma aðhalds að ákvörð-
unum fyrirtækja og launþega, sem
æskilegt hefði verið. Kom þetta fram
bæði á árinu 1984, þegar óraun-
hæfri launahækkun var mætt með
gengislækkun, og svo aftur með
gengislækkunum árin 1988 og 1989,
þótt þá væri veitt meira viðnám eins
og ég hef áður rakið.
Mér virðist ótvírætt, að efnahags-
þróunin hér á landi, sem ég hef nú
stiklað á, ásamt reynslu annarra
smáríkja, styðji þá skoðun, að Islend-
ingum sé farsælast að velja gengis-
festu sem hornstein efnahagsstefnu
sinnar í framtíðinni. Takist að gera
gengisfestu trúverðuga er hún tví-
mælalaust öruggasta leiðin til þess
að tryggja til langframa hliðstæða
þróun verðlags og launa hér á landi
og í viðskiptalöndum okkar.
Breytilegt markaðsgengi
Rökin, sem helzt hefur verið hald-
ið fram gegn fastgengisstefnunni,
eru hins vegar fólgin í því, að hún
útiloki eða takmarki verulega notkun
gengisins til þess að bregðast við
óvæntum ytri sveiflum, svo sem
miklum breytingum á viðskiptakjör-
um, lokun markaða eða aflasveiflum.
Sé þá frekar hætta á því, að slíkar
breytingar valdi alvarlegri röskun á
rauntekjum og atvinnustigi. Þótt hér
sé um veigamikil vandamál að etja
tel ég þau alls ekki vega upp á móti
kostum þess stöðugleika í verðlags-
þróun, sem gengisfestu getur fylgt.
Athuganir benda auk þess til, að
sveiflur í útflutningstekjum íslend-
inga hafi farið minnkandi undan-
farna tvo áratugi, og séu nú ekki
að ráði meiri en meðal margra ann-
arra þjóða, sem ýmist hafa þegar
tekið upp fastgengi eða stefna að
því á næstu árum. Stafar þetta af
því, að fjölbreytni í útflutningsfram-
leiðslu Islendinga hefur farið vax-
andi og hún dreifist nú á mun fleiri
og þróaðri markaði en áður. Sömu-
leiðis hefur útfærsla landhelginnar
og markviss stjórnun fiskveiða skap-
að ný skilyrði tii að draga úr sveiflum
í aflamagni. Hefur annað áfall svipað
síldveiðibrestinum 1967—1968 ekki
orðið síðustu fjörutíu árin, og er
varla raunhæft að láta svo ósenni-
lega möguleika ráða vali gengis-
stefnu. Loks getur notkun jöfnunar-
sjóða átt veigamikinn þátt í að draga
úr áhrifum tekjubreytinga á þjóðar-
búskapinn, en með nýjum lögum
hefur Verðjöfnunarsjóður sjávarút-
vegsins orðið öflugra og markvissara
tæki til sveiflujöfnunar.
Þar sem ljóst er, að nokkur ár
hljóta enn að líða, áður en íslending-
ar geta orðið aðilar að formlegu
gengissamstarfi Evrópuþjóða, verður
trúverðugleiki gengisfestu fyrst um
sinn að byggjast á yfirlýsingum ís-
lenzkra stjórnvalda einum saman.
Er óhjákvæmilegt, að nokkurn tíma
taki að afla slikri stefnu trausts, jafn-
vel þótt hugur fylgi máli, með þá
gengisbreytingasögu, sem íslending-
ar eiga að baki sér. Jafnframt því
að vilja standa að slíkri stefnumótun
er Seðlabankinn nú að undirbúa að
koma gjaldeyrisviðskiptum og geng-
isákvörðunum í svipað horf hér á
landi og annars staðar í Evrópu,
þannig að komið verði á breytilegu
markaðsgengi innan tiltekinna fastra
marka.
Hallarekstur ríkissjóðs
Ég hef nú gerzt næsta langorður
um gengismál, og því orðið tíma-
bært að snúa sér að þróun ríkisfjár-
mála og peningamála og því hlut-
verki, sem þau þurfa að gegna til
að tryggja stöðugleika í efnahags-
málum.
Betra samræmi hefur náðst milli
stefnunnar í ríkisfjármálum og pen-
ingamálum undanfarin tvö ár en oft
áður. Engu að síður er þrálátur halla-
rekstur ríkissjóðs orðinn eitt af erfíð-
ustu vandamálum í stjórn efnahags-
mála. Árið 1990 var sjötta árið í
röð, sem rekstrarhalli var á ríkis-
sjóði, en hann náði hámarki árið
1988, þegarhann nam 2,8% af lands-
framleiðslu. Síðan hefur tekizt að
þrýsta honum niður um rúman helm-
ing í 1,3% af landsframleiðslu í fyrra,
þrátt fyrir erfitt árferði. Jafnframt
náðist það mikilvæga markmið á
árinu að fjármagna alla nettólánslj'-
árþörf ríkissjóðs, en hún nam um
2,1% af landsframleiðslu, með sölu
verðbréfa og ríkisvíxla á innlendum
markaði. Að vísu þurfti að endurfjár-
magna skuld vegna halla ríkissjóðs
frá árinu á undan með erlendu láni,
en árangur innlendrar fjármögnunar
kom m.a. fram í því, að lausaskuldir
ríkissjóðs við Seðlabankann voru að
meðaltali helmingi lægri miðað við
landsframleiðslu en árið áður. Það
greiddi verulega fyrir þessum ár-
angri, að nýr peningalegur sparnað-
ur jókst mikið frá árinu á undan,
jafnframt því sem dró úr eftirspurn
eftir lánsfé frá fyrirtækjum vegna
lítillar fjárfestingar og stöðnunar í
framleiðslu. Einnig greiddi Seðla-
bankinn nokkuð fyrir sölu ríkisverð-
bréfa og víxla með breyttum reglum
um innlánsbindingu og lausafjárhlut-
föll. Þrátt fyrir þetta náði þessi láns-
fjáröflun ríkissjóðs ekki fram að
ganga án áhrifa til hækkunar á raun-
vexti á verðbréfamarkaði, en þar
kom reyndar fleira til.
Þótt ijárþörf ríkissjóðs vegi þungt,
fer því fjarri, að hún ein sér sé not-
hæfur mælikvarði á heildaráhrif að-
gerða ríkisvaldsins á lánsfjármark-
aðinn. Það er reyndar eitt af einkenn-
um íslenzkra lánsfjármála, hve mikil
afskipti ríkisvaldið hefur haft af öfl-
un lánsfjár til fjárfestingar einkaað-
ila, einkum atvinnufyrirtækja og
húsbyggjenda. Hefur þessi fyrir-
greiðsla ríkisins ýmist verið í formi
lánsfjáröflunar til endurlána, ríkis-
ábyrgða á teknum lánum eða beinna
fjárframlaga. Hin síðari ár hefur
smám saman dregið úr fyrirgreiðslu
af þessu tagi við atvinnuvegina,
bæði vegna þess að framboð lánsijár
frá öðrum aðilum hefur aukizt og
dregið hefur úr lánsfjáreftirspurn
fyrirtækja a.m.k. að sinni. Þess í
stað hefur fyrirgreiðsla ríkisins
vegna húsnæðislána stóraukizt fyrir
tilkomu nýrra lánakerfa og útfærslu
annarra. Til dæmis um þetta má
nefna, að lánsfjáröflun vegna íbúðal-
ána jókst úr rúmum 4 milljörðum
árið 1987 í rúma 16 milljarða 1990,
sem jafngildir um 125% raunaukn-
ingu á aðeins þremur árum.
Árið 1990 reyndist heildarfjáröfl-
un opinberra aðila á innlendum lána-
markaði 26,5 milljarðar kr. Þar af
var lánsfjáröflun ríkissjóðs sjálfs um
tíu milljarðar, en lántökur vegna
íbúðalánakerfísins á 17. milljarð.
Jókst fjáröflun til íbúðalána frá fyrra
ári um tæpa 7 milljarða og stafaði
sú aukning mestöll af tilkomu hins
nýja húsbréfakerfis.
Þótt framboð innlends fjármagns
á vegum lífeyrissjóða, banka og verð-
bréfamarkaðs ykist mikið á árinu
1990 og verulega drægi úr lánsfjá-
reftirspurn atvinnuveganna, reyndist
markaðnum erfitt að melta þessa
miklu innlendu lánsfjáröflun. Fóru
því raunvextir hækkandi, eftir því
sem á árið leið, fyrst vegna mikils
framboðs á spariskírteinum ríkisins,
en á síðasta ársljórðungi vegna auk-
innar sölu húsbréfa. Einnig hefur
það væntanlega haft áhrif til vaxta-
hækkunar, að framboð hlutabréfa
jókst mjög á árinu, en vegna hækk-
andi gengis á þeim markaði og hag-
stæðra skattareglna jókst sala þeirra
meira en nokkru sinni fyrr. Miðað
við lánskjaravísitölu voru markaðs-
raunvextir af opinberum verðbréf-
um, spariskírteinum og húsbréfum,
á bilinu 7-7,5% í lok ársins.
Vaxandi þrýstingur á
lánsfjármarkaðnum
Það sem af er þessu ári hefur
þiýstingurinn á lánsfjármarkaðnum
farið enn vaxandi og virðist þar
bæði vera að verki einhver samdrátt-
ur í sparnaði heimila og meiri lánsfjá-
reftirspurn. Vextir á verðbréfmark-
aði hafa því haldið áfram að þokast
upp á við, og hefur ávöxtun hús-
bréfa verið leiðandi í hækkuninni.
Þetta hefur einnig gerzt þrátt fyrir
það, að vextir af nýjum spariskírtein-
um og ríkisvíxlum hafa dregizt aftur
úr öðrum vaxtakjörum og sala þeirra
því orðið minni en ella. Hefur því
lánsfjárþörf ríkissjóðs- frá áramótum
verið að mestu mætt með skulda-
söfnun við Seðlabankann, sem hefur
mikla þensluhættu í för með sér. Þar
sem hér getur ekki verið nema um
tímabundið ástand að ræða, verður
að reikna með verulega aukinni sölu
ríkisbréfa síðar á árinu, sem vænt-
anlega mun hafa áhrif til enn frek-
ari hækkunar markaðsvaxta.
Stefnan í vaxtamálum og þróun
lánskjara hefur verið allmikið til
umræðu að undanförnu, og er út af
fyrir sig ekki annars að vænta, þeg-
ar haft er í huga, hve háir vextir
hafa verið hér á landi síðustu árin,
eftir að þeim hafði verið haldið niðri
með stjórnvaldsákvörðunum um
langt árabil. Og þótt raunvextir séu
nú hér á landi svipaðir og víðast í
Vestur-Evrópu, eru þeir áreiðanlega
nægilega háir til þess að verka letj-
andi á ijárfestingu og atvinnustarf-
semi við þær aðstæður efnahags-
stöðnunar, sem nú ríkja hér á landi.
Spurningunni um það, hvort og
hvernig verði unnt að lækka vexti
hér á landi á næstunni, verður hins
vegar að svara með efnahagslegum
rökum, en ekki með óskhyggju að
leiðarljósi.
Mér þykir ólíklegt að nokkur dóm-
bær maður efíst lengur um það, að
það hafi verið nauðsynlegt, ef ekki
beinlínis óhjákvæmilegt, að taka upp
fijálsa vexti og afnema hömlur á
fjármagnsmarkaðnum, eins og gert
hefur verið hér á landi á undanförn-
um árum. Með þessum breytingum
hafa íslendingar eingöngu tekið upp
viðskiptahætti á fjármagnsmarkaðn-
um, sem allar nágrannaþjóðir þeirra
hafa lengi aðhyllzt og telja má nauð-
synlegan hlekk nútíma markaðsbú-
skapar, sem jafnvel fyrrum einræðis-
ríki Austur-Evrópu stefna nú að.
Hitt verður að horfast í augu við,
að fyrstu afleiðingar þessarar stefnu-
breytingar í auknum fjármagns-
kostnaði hafa ekki ætíð verið þægi-
legar, en þær hafa hins vegar leitt
til stóraukinnar innlendrar fjár-
magnsmyndunar, eytt lánsfjár-
skömmtun og mismunun á lána-
markaðnum og verið undirstaða þess
peningalegajafnvægis, sem nú hefur
borið ávöxt í stórlækkun verðbólgu.
Því miður eru efnahagsskilyrði nú
þannig, að aðgerðir Seðlabankans til
þess að knýja niður vexti eru nánast
útilokaðir. Annars vegar eru bein
afskipti af útlánsvöxtum innláns-
stofnana óeðlileg vegna þess, að
raunvextir almennra bankaútlána
eru ekki hærri en markaðsvextir af
opinberum verðbréfum, sem þó ættu
við eðlileg skilyrði að vera mun lægri
en bankavextir. Hins vegar getur
Seðlabankinn ekki haft áhrif til
lækkunar á vexti á verðbréfamark-
aði, nema með því að stórauka pen-
ingaframboð í landinu, t.d. með mikl-
um verðbréfakaupum á markaðnum,
en allar aðgerðir af því tagi væru
til þess eins fallnar að grafa undan
efnahagslegu jafnvægi og auka bæði
verðbólgu og viðskiptahalla. Væri
slíkt sérstaklega varhugavert nú,
þegar ýmis merki eftirspurnarþenslu
hafa verið að koma fram.
Allt bendir því til þess, að varan-
legri lækkun raunvaxta verði ein-
SJÁBLS. 31
■■