Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 33
MOitG^NéMfóiE/1 1 4 tfJ WrM/íM1 (;i -' Vegurinn: S-Afrísk hjón með nám- skeið og samkomur í húsnæði Vegarins að Smiðju- vegi 5 í Kópavogi og er öllum opið. í frétt frá Veginum segir, að hjónin starfi hjá Rhema kirkjunni í Jóhannesarborg, sem telji um 12 þúsund manns. Kirkjan hafi notið mikillar hylli, jafnt hjá hvítum mönnum sem svörtum og sé mjög leiðandi í þeirri kristilegu vakningu, sem nú fari um landið. Vick Mandy er skólastjóri Biblíuskólans, en Ca- rol stjórnar tónlist og lofsöng í kirkjunni. HJÓNIN Vic og Carol Mandy frá Suður-Afríku verða með nám- skeið og samkomur hjá Veginum, kristilegu samfélagi, dagana 10.-15 apríl. Námskeiðið hefst á morgun, fimmtudag, klukkan 20 Vick Mandy Carol Mandy Vori fagnað á Púlsinum KABARETT 2007, sem er hópur listamanna úr ýmsum áttum, heldur kvöldskemmtun í tónlist- armiðstöðinni Púlsinum við Vita- stíg, í kvöld og hefst skemmtunin klukkan 22.00 Kabarett 2007 skipa: Dúettinn Við, sem eru Björgvin Gíslason tón- skáld og Kristján Frímann ljóð- skáld. Þeir flytja frumsamin ljóð eftir Kristján Frímann við tónsmíð- ar Björgvins. Bjarni Þórarinsson flytur drápu, Dagur Sigurðarson skáld og hugsuður mun flytja vel valin orð, að því er segir í fréttatil- kynningu frá hópnum og Steinunn Ásmundsdóttir ljóðskáld flytur nokkur bestu ljóða sinna. Þá verður Kristján Hreinson með tónaljóð og Inferno 5 mun bera fram tónaflóð við orð og myndir, en þann flokk skipa Ómar Stefánsson, Óskar Thorarensen, Indriði Einarsson og Þorri Jóhannsson. Fleiri ónefndir listamenn eru svo væntanlegir er á kvöldið líður að því er segir í frétta- tilkynningunni. (Úr fréttatilkynningu.) Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Frá undirskrift samnings, f.h.: Þorbjörn Arnason, Ragnar Arnalds, Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson. Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: Samningur um byggingu bóknámshúss undirritaður Aflið sem býr í frum- kvæði einstaklinganna Sauðárkróki. MERKIJM áfanga er náð í uppbyggingu framhaldsskóla á Norður- landi vestra, með undirskrift samnings milli Héraðsnefndar Skaga- fjarðarsýslu og ríkisins varðandi byggingu bóknámshúss við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Slæmar prentvillur slæddust inn í grein Láru Margrétar Ragnarsdóttur, sem birt var hér í blaðinu sl. þriðjudag. Af þeim sökum er hluti greinarinnar endurbirtur: Afram með sjálfstæða framtíðarþróun „Hann á nú kost á að virkja aftur það afl sem býr í því sjálfstæði og frumkvæði sem fijálst atvinn- ulíf og haftalaus stefna gefur. Sjálfstæðisflokkurinn vill horfa fram á við undir þessum formerkj- um og taka markvissa stefnu að uppbyggingu og eflingu atvinn- ulífsins: * Við viljum halda áfram þar sem frá var horfið og færa ís- lenskt hagkerfi í att að því sem við gengst í öðrum siðmenntuðum þjóðfélögum. * Við viljum veita vaxandi kyn- slóð fjölbreytt tækifæri til að spreyta sig og njóta þeirra kosta sem þjóðin í svo ríkum mæli hefur. * Við viljum veita starfandi kynslóð tækifæri til að njóta hæfi- leika sinna og þeirrar þekkingar sem hún býr yfir. * Við viljum veita eldri kynslóð- inni samboðið ævikvöld með þeirri fullvissu að þjóðin eigi sér bjarta framtíð. Framtíðin felst því í sjálfstæðisstefn unni. Þetta og fleira kemur fram í skýrslu sem Tumi Tómasson físki- fræðingur hjá Veiðimálastofnun hefur tekið saman og birtist í mik- illi samantekt sem Alþjóa laxakvót- anefndin hefur sett saman baráttu sinni til fulltingis. I skýrslunni kem- ur einnig fram, að gífurlegur sam- dráttur hefur orðið á heildarstofn- stærð Atlantshafslaxins síðustu 300 árin og nú sé stofninn innan við 10 prósent af því sem hann var fyrir 300 árum. Orri Vigfússon formaður laxa- Athöfnin fór fram í matsal heimavistar skólans að viðstöddum nemendum og fjölmörgum gestum, þar á meðal þrem af fimm þing- mönnum kjördæmisins, föstudaginn 5. apríl. Fyrir hönd Héraðsnefndar bauð Guðmann Tobíasson gesti vel- komna, og sérstaklega ráðherra mennta og fjármála, þá Svavar Gestsson og Ólaf Ragnar Grímsson ásamt fulltrúa úr byggingarnefnd ráðuneytis, Hákon Torfason. Flutti ræðumaður kveðjur frá þeim þing- mönnum sem ekki voru viðstaddir svo og frá öðrum sveitarfélögum á Norðuriandi vestra, sem að skólan- um standa. í ræðu Svavars Gestssonar menntamálaráðherra kom fram að hér er undirritaður tímamótasamn- ingur varðandi byggingu 1. og 2. áfanga bóknámshúss, og kvað ráð- herra þessa gjörð í anda þeirrar almennu skólastefnu sem uppi væri varðandi eflingu skólastarfs í öllum kjördæmum landsins. Árnaði hann kvótanefndarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið að gott gengi nefndarinnar væri ekki síst að þakka framgöngu Halldórs Ásgr- ímssonar sjávarútvegsráðherra sem hefði sett sig inn í málið og hefði nú þá yfirlýstu skoðun, að laxinn væri án nokkurs vafa verðmætasti fískur í heimi með tilliti til stang- veiði. í skýrslunni er eftir Halldóri haft að sjávarveiðar séu „yfirleitt óréttlátar og ósanngjarnar því flest- ir ár- og landeigendur slepptu miklu magni gönguseiða úr eldishúsum skólanum allra heilla og vænti þess að hér væri stigið það spor sem yrði Sauðárkróki, Skagafirði og landsmönnum öllum til gæfu. Fjármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson skýrði nýundirskrifaðan samning, þar sem fram kemur að á næstu árum eða fram til 1996 skuldbindur ríkið sig til að leggja fram 172 milljónir til byggingar bóknámshúss, en það er 60% af áætluðum byggingarkostnaði en heimamenn bera 40% kostnaðar. Fyrir hönd Héraðsnefndar þakkaði Guðmann Tobíasson öllum þeim sem unnið hafa að gerð þessa samn- ings og upplýsti að útboðsgögn væru nú tilbúin og mundi útboð á fyrsta áfanga byggingarinnar verða birt á næstu dögum. Þá tók til máls Þorbjörn Árnason formaður skólánefndar Fjölbrautaskólans og taldi á engan mann hallað þó Ragn- ari Arnalds alþingismanni væri sérstaklega þakkaður sá áfangi sem nú næðist, enda hefði Ragnar frá til að efla og auka árlegar laxa- göngur í árnar.“ Þeir sérfræðingar sem við sögu koma í skýrslunni eru sammála um að auka beri rannsóknir en það sé reyndar eitt að segja og annað að gera því peningar til slíks séu af skornum skammti. Tumi Tómasson rekur helstu þætti sem stuðlað hafa að undanhaldi laxastofna. Nefnir hann einkum eyðileggingu uppeld- issvæða seiða í ám, mengun, stíflu- gerð sem stöðvi göngur laxfiska á hrygningarsvæði og of mikið veiðiá- lag. í öðrum skýrslum er einnig 'bent á áhrif súrs regns, sjúkdóma sem fylgt hafa eldislöxum og hugs- anlegri erfðamengun, einnig af völdum eldislaxa. í skýrslu Tuma Tómassonar er þess reyndar getið að hlutur eldis- laxa væri sívaxandi í heildarveiði á laxi. Tumi segir: „Á síðustu áratug- um hefur heildai’veiði á villtum laxi (að frátöldum Eystrasaltsaflanum) fyrstu tíð verið „primus motor“í uppbyggingu stofnunarinnar. Þá harmaði Þorbjörn að allir rekstrar- aðilar skólans sæju sér ekki fært að standa að undirskrift þessa samnings. Þá tóku til máls alþingismennim- ir Ragnar Arnalds, Pálmi Jónsson og Jón Sæmundur Siguijónsson og færðu skólanum árnaðaróskir á merkum tímamótum. Framkvæmd- astjóri Héraðsnefndar Magnús Sig- uijónsson, formaður Nemendafé- lags Fjölbrautaskólans Perla Haf- steinsdóttir og bæjarstjóri Snorri Björn Sigurðsson tóku til máls og fögnuðu öll merkum áfanga í skóla- sögu héraðsins og raunar Norður- lands, sem nú væri náð, og færði Snorri Björn Hákoni Torfasyni full- trúa í Byggingardeild ráðuneytisins sérstakar þakkir. Jón Fr. Hjartar- son skólameistari sagði sér sjaldan verða orða vant, en nú væri svo stór stund að ekki væri rúm fyrir langar ræður, en fögnuður sinn og annara starfsmanna skólans væri mikill á þessum degi. Að lokum þágu gestir veitingar í boði Héraðs- nefndar Skagafjarðarsýslu. verið milli 8.000 og 10.000 smálest- ir árlega.“ Og svo kemur: „Engar heildartölur liggja fyrir um hvaða hluta heildarveiðinnar má rekja til flökkufíska úr fiskræktarstöðvum. Vitað er þó að stór hluti gangna í margar ár er svona fískar og árið 1988 var talið að um 8 prósent af heildarveiðinni við Færeyijar væri af þessum uppruna. Orri Vigfússon segir að hraða verði aðgerðum sem frekast er kost- ur. Hann segir: „Undirritun NAS- CO-samkomulagsins fyrir nokkrum árum var mikilvægt skref í þá átt að setja reglugerðir og ákvarða kvóta. NASCO hefur þó, í núver- andi mynd, takmarkað gildi. Það er hættulegt að taka ákvarðanir um úthlutun kvóta í viðræðum stjóm- málamanna sé ekki byggt á vísinda- legum grundvelli.“ Orri segir enn fremur, að raddir sérfræðinga heyr- ist hjá NASCO, en fjárskortur komi í veg fyrir að þeir geti veifað rann- sóknum sem skyldi. Þá heyrist raddir stangaveiðimanna og veiði- réttareigenda tæplega, en opinberir embættismenn séu hins vegar margir. Er óttast að mismunandi skoðanir á því hvað er vernd „kunni ekki í öllum tilvikum að tryggja hagsmuni eigenda ánna“, segir Orri Vigfússon. -gg -BB. Stofn Atlantshafslaxins 10% þess sem var fyrir 300 árum Sjávarveiðar fækka verulega laxi í íslenskum laxveiðiám sum ár Sjávarlaxveiðar Færeyinga fækka sum ár verulega þeim löxum sem eru ineira en eitt ár í sjó og ganga í ár á Austur- og Norðaust- urlandi. Merkingar benda til þessa og hins sama gætir á Suðvestur- og Vesturlandi, nema að þá eru það sjávarveiðarnar við Vestur-Græn- land sem höggva skörðin. Þó kemur það ekki eins greinilega fram, því veiðarnar taka þar einnig stærstan toll á laxi sem dvelur tvö ár í sjó, en laxastofnar á á Suðvestur- og Vesturlandi byggjast að mestu á laxi sem dvelur aðeins eitt ár í sjó. Þá veiðast milli 12 og 24 pró- sent af skráðri heildarlaxveiði í úthafinu við Færeyjar og Vestur Grænland og reikna má með að 20 til 30 prósent af þeim fiski sem skaddast á veiðarfærum í sjó en sleppur, drepist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.