Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1991 Honda 91 Accord Sedan 2,0 EX Verð fró 1.360 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA UHONDA VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! fHrogttitMtiifrifr Hreppsnefndarfundur í Málmey. Morgunblaðið/Silli Húsavík: Dandalaveður — nýtt leik- rit eftir Jónas Arnason Húsavík. LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýndi nýtt leikrit í síðustu viku. Það heitir Dandalaveður og er eftir Jónas Arnason. Leikstjóri var Sigurð- ur Hallmarsson og með aðalhlutverk fara Asa Gísladóttir, Sigurður Illugason og Þorkell Björnsson. Leikrit þetta er samið upp úr einþáttung sem Jónas samdi fyrir nokkrum árum og hann nefndi þá Drottins dýrðar koppalogn og var þá sýndur í Iðnó við góðar viðtök- ur. En það mun vera fyrir tilstilli og beiðni Sigurðar Hallmarssonar leikstjóra að Jónas fór út í það að semja upp úr þessum einþáttungi fullkomið leikverk, sem nú er frum- sýnt í fyrsta skipti. Leikritið gerist í þorpi á eyju ein- ■ FINNUR Fróðason, innanhús- arkitekt kemur á fund Kvenfélags Hveragerðis sem haldinn verður á Hótel Ork fimmtudaginn 11. apríl og hefst hann kl. 20.30. Finnur mun m.a. ræða um skipulagningu í eldhúsi og lýsingu innanhúss. Vafalítið má fmna mikinn fróðleik í erindi hans. Allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning) hvers staðar í Norður-Atlantshafi. Þorpsbúar hafa fengið til sín heið- ursborgara sem býðst til að greiða öll þeirra útsvör, gegn því að hann fái einkaeign á landskika, þar sem hann geti bannað alla umferð en því fylgja auðvitað margvíslegir erfíðleikar þorpsbúa. Persónur í verkinu eru margar skrítnar og skemmtilegar og mjög íslenskar, svo sem hreppstjóri, odd- viti, klerkur svo nokkuð sé nefnt. Auk áðurnefndra leikara má nefna Guðnýju Þorgeirsdóttur, Hrefnu Jónsdóttur, Regínu Sigurðardóttur, Jóhannes Einarsson, Bjarna Sigur- jónsson, Hörð Harðarson, Jón Guð- laugsson og Vigfús Sigurðsson. Frumsýningunni var mjög vel tekið og má búast við góðri aðsókn að þessu verki eins og öllum verkum Jónasar Ámasonar, sem hér hafa verið sýnd áður. - Fréttaritari Gerir samning við óperustúdíóið í Míinchen HAUKUR Páll Haraldsson, óperusöngvari, undirritaði ný- verið samning við stúdíó ríkis- óperunnar í Miinchen. I óper- ustúdíóið eru ráðnir til starfa ungir og efnilegir söngvarar, sem þar eru gerðir fullnuma í grein sinni jafnframt því sem að þeir syngja smærri hlutverk í sýningum ríkisóperunnar. Operustúdíóið setur einnig upp eigin sýningar. Ríkisóperan í MUnchen er eitt af stærstu óperuhúsum Þýskalands. Haukur Páll hóf söngnám hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við Tónlistarskólann í Garðabæ, jafn- framt því sem hann söng í mörg ár með Karlakór Reykjavíkur. Und- anfarin ár hefur Haukur stundað nám við Tónlistarháskólnn í Vínar- borg undir handleiðslu Helene Kar- usso. Kamsso þessi er mörgum ís- lendingum að góðu kunn af söngn- ámskeiðum sem hún hefur haldið hérlendis. Hún hefur einnig kennt, í Vínarborg, mörgum af okkar fremstu söngvumm. Haukur Páll hefur sungið í ýms- um óperusýningum á vegum tónlist- arháskólans í Vínarborg, janframt Haukur Páll Haraldsson sem hann hefur starfað með óperu- flokknum Junge Oper Wien. Hauk- ur söng einnig 3 ár í kór tónlistar- hátíðarinnar í Bayreuth í Þýska- landi. Fyrirlestur um plasmatækni PRÓFESSOR Jon Ame Bakken frá NTH í Þrándheimi heldur fimmtu- daginn 11. apríl nk. fyrirlestur um plasmatækni í málmverkfræði. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 i VRII, byggingu Háskóla íslands, og hefst kl. 17.00. Plasmatækni ryður sér nú æ meira til rúms í hvers kyns orkufrek- um efna- og efnisiðnaði. Þessi tækni eykur hráefnis- og orkunýtingu og er m.a. notuð til þess að eyða um- hverfisskaðlegum efnum. Prófessor Bakken stjórnar rannsóknahóp í plasmatækni við Tækniháskólann í Þrándheimi. íslenska járnblendifé- lagið og Háskóli íslands hafa verið í samvinnu við rannsóknahópinn og þar stundar nú íslenskur stúdent doktorsnám. Fyrirlesturinn er á vegum sam- starfshóps Háskólans um orkufrek- an iðnað SAMOF og er öllum opinn. SJÁLFSTIEDISPLOKKURINN F É I. A (', S S T A R F Kópavogur - Kópavogur Kosningaskrifstofa Sjáflstæðisflokksins í Hamraborg 1, 3. hæð, er opin frá kl. 9.00-20.00. Kosningasímar: 40708, 40805. Sjálfstæðisflokkurinn. Reyknesingar Síðdegishóf sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi nk. laugardag kl. 17-19 Laugardaginn 13. apríl nk. kl. 17.00-19.00 efna sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi til síðdegishófs í Skútunni, Dalshrauni, Hafnar- firði. Heiðursgestir verða þau Sigrún og Matthías Á. Mathiesen, alþm. Sjálfstæðisfólk velkomið. Þátttaka tilkynnist Ernu Nielsen á kosningaskrifstofu Reykjaneskjör- dæmis í simum 651055 og 651078. Kjördæmisráð. Suðurland Samráðsfundur stjórnarfélaga ungra sjálf- stæðismanna á Suðurlandi verður haldinn í Hverageröi laugardaginn 13. apríl kl. 17.00. Gestur fundarins verður Davíð Stefánsson, formaður SUS. Sameiginlegur kvöldverður á eftir. FÉLAGSLÍF Q GLITNIR 59914107 - 1 □ HELGAFELL 59914107 VI 2 FRL I.O.O.F. 9 = 1724108'A = I.O.O.F. 7 = 1724108V2 = 9.O. I.O.O.F. 8=1724108'/2 = 9III Aðalfundur Sálarrannsóknarfélagins í Hafn- arfirði verur haldinn á morgun fimmtudaginn 11. april í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Enski miðillínn Sheila Kemp kemur í heimsókn og les í blóm. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Tilkynning frá Skíðafélagi Reykjavíkur Reykjavíkurmeistaramótið í 3x10 km boðgöngu fer fram í Bláfjöllum næstkomandi laugar- dag, 13. april, kl. 14.00. Skráning kl. 13.00 við gamla Borgarskál- ann. Ef veður verður óhagstætt kemur tilkynning í Ríkisútvarpingu kl. 10.00 keppnisdaginn. Móts- stjórar verða Pálmi Guðmunds- son og Erlendur Björnsson. Upplýsingar í síma 12371. Skíðafélag Reykjavíkur. Svigmót IR í barnaflokki 11-12 ára og 9-10 ára fer fram í Hamragili nk. laug- ardag 13. apríl. Dagskrá: Kl. 10.30 Brautarskoðun 11-12 ára flokkar. Kl. 11.00 Keppni í 11-12 ára flokkum. Kl. 13.30 Brautarskoðun 9-10 ára flokkar. Kl. 14.00 Keppni i 9-10 ára flokkum. Fararstjórafundur í Skíðaráðs- herberginu í Laugardal á föstu- dag kl. 18.30. Þátttökutilkynn- ingar berist til Auðar Ólafsdóttur (s. 37392) fyrir kl. 20.00 mið- vikud. 10. april. Mótsstjórn. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Raðgangan1991, gönguferð um gosbeltið (Atl- antshafshrygginn) hefst sunnu- daginn 14. apríl. Veriö með frá byrjun i þessari skemmtilegu raðgöngu í 12 áföngum um Reykjanes - Lang- jökulgosbeltið frá Reykjanesi að Skjaldbreið. Kynningarverð. Brottför á sunnudaginn kl. 13 frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegín. Hægt að taka rútuna á leiðinni t.d. á Kópavogshálsi og v/kirkjug., Hafnarfirði. Suður- nesjamenn og aðrir, sem það kjósa, geta komið á eigin bilum að Reykjanesvita. í sunnudags- ferðinni verður gengið frá vitan- um að Reykjanestá um Krossavíkurbjarg -á Háleyja- bungu. Einnig verður styttri fjöl- skylduganga í boði. Getraun í hverri ferð: Spurning þessarar 1. ferðar: Hvaða tegund eld- stöðvar er Háleyjabunga? Fjöl- mennið. Ferðafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Helgarferð íTindafjöll 12.-14. apríl Skiðagönguferð i Tindafjöll - spennandi ferð í stórbrotnu landslagi. Ekið eins langt og unnt er í átt að skála Alpaklúbbs- ins, en þar verður gist. Takmark- aður fjöldi - tryggið ykkur pláss tímanlega. Fararstjóri: Árni Tryggvason. Farmiðar og upplýsingar á skrif- stofu Ferðafélagsins, Öldu- götu 3. Ferðafélag islands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Hafliði Kristins- son. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 1953Í Myndakvöld F.í. Ferðafélagið efnir til myndasýn- ingar í dag, miðvikudaginn 10. apríl, í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Sýningin hefst stundvíslega kl. 20.30. Efni: Bergþóra Sigurðardóttir sýnir myndir og segir frá ferðum sínum í Borgarfjörð eystri, Lónsöræfi og víðar á Norðaust- urlandi. (Feröir nr. 9, 10 og 14 í áætlun 91). Eftir kaffihlé verða sýndar mynd- ir frá Reykjanes-Langjökulsgos- beltinu tengdar raðgöngu Ferðafélagsins, sem hefst sunnudaginn 14. apríl. Komið, fræðist og skemmtið ykkur á myndakvöldi hjá Ferða- félaginu. Veglegar kaffiveitingar. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Aðgangur kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Munið Ferðafélagsspilin. Ferðaáætlun 1991 liggurframmi - fjölbreytnin er mikil í innan- landsferðum F.í. Myndatökur með myndbandi. Nokkur pláss laus á námskeiði þann 11. og 13. apríl. Áhersla lögð á ferðamyndatökur. Ferðafélag íslands. ÉSAMBANO ÍSLENZKRA > KRISTTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræöumenn: Gísli H. Friðgeirs- son og Guðbjartur Andrésson. Hildur, Kristín og Rúna syngja. Allir velkomnir. Stúkan Einingin nr. 14 Fundur í Templarahöllinni i kvöld, miðvikudag 10. aprl, kl. 20.30. Dagskrá í umsjón Hall- dórs Kristjánssonar og Einars Hannessonar. Æðstitemplar. ÚTIVIST GRÓFINHI1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14601 Vorferð 12.-14. apríl Spennandi ferð á suðurströnd- ina og í Þórsmörk. Reynishverfið verður sótt heim og skoðaður hellir þar sem Jón Steingríms- son, eldklerkur, bjó um tíma. Strandganga. Dyrhólaey og Reynisdrangar. Komið við i Byggðasafninu á Skógum. Sund í Seljavallalaug. Gist í Útivistar- skálunum í Básum. Kvöldvaka. Varðeldur. Árdegisganga um mörkina á sunnudag. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.