Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 49
, cMORGUNBLAEffi) AUÐVIKUDAGUR. 10. ,APRII< 1991 49 . MANNAMÓT Vel heppn- uð árshátíð Nemendur Grunnskóla Grindavíkur héldu nýlega árshátíð skólans. Hún var haldin í félagsheimilinu Festi og var vel til hennar vandað í alla staði. Árshátíðin tók tvo daga og var fjölsótt, bæði af foreldrum og nem- endum. 4.-7. bekkur byijuðu með sína árshátíð og næsta dag voru 1.-3. bekkur og um kvöldið 8.-10. bekkur með sína árshátíð. Mörg atriði voru á dagskrá og voru söngatriði mest áberandi bæði hjá eldri og yngri nemendum en einnig voru fluttir stuttir leikþættir og tískusýning. Mest var beðið eft- ir frumflutningi verks sem var sam- ið sérstaklega fyrir þessa árshátíð. Það var söngleikurinn Kólíbalómi eftir Berg Ingólfsson í flutningi nemenda 8.-10. bekkja undir stjórn Björns Jr. Friðbjörnssonar. Það er skemmst frá að segja að flutningur hans tókst með miklum ágætum og var öllum til sóma. Sagan gerist um verslunarmannahelgi og segir frá persónum sem hægt er að hitta Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Þeir svölustu í bænum, blúsbræður, Pálmi Ingólfsson og Kristján Kristmundsson. á útihátíð en auk þess var sagt frá geimveru sem var strandaglópur á jörðinni og var að leita að kólíb- alómi. Hún fann það ekki en komst þó yfir niðursoðin svið sem dugðu sem eldsneyti á geimfarið hennar og henni var borgið. Leikendur fengu góðar viðtökur að flutningi loknum og var mál manna að vel hefði tekist til. Þá var gerður góður rómur að kennaraatriðinu en þar brugðu Pálmi Ingólfsson og Kristján Krist- mundsson sér í gerfi blúsbræðra og fluttu brag um nemendur og kennara á tregafullan hátt. Dansinn dunaði síðan fram yfir miðnætti og nemendanna beið síðan langþráð páskafrí. FÓ Eggert, í miðið, ræðir við opnunargesti. MYNDLIST Listamaður sýnir afrakstur starfslauna Eggert Pétursson myndlistar- maður opnaði um helgina sína tólftu einkasýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Hann hefur auk þess tekið þátt í mörgum samsýninguum hérlendis svo og erlendis, m.a. í Hollandi, Sviss, Svíþjóð og Noregi. Eggert hlaut starfslaun listamanna í sex mánuði á síðasta ári og á sýningunni nú getur að líta afrakst- ur þeirrar vinnu sem í kjölfarið fylgdi. Fjölmargir gestir á opnun sýningarinnar voru á því að um verulega hrífandi afrakstur væri að ræða. Listamaðurinn hefur náttúru ís- lands að viðfangsefni á þessari sýn- ingu. Hann vinnur verkin með tilliti til rýmis sýningarsalanna sem eru fjórir. Á jarðhæð safnsins er stórt umhverfisverk sem sjá má sem jarð- arsköpun listamannsins. Á fyrstu hæð safnsins kemur raunveruleik- inn til dyranna eins og hann er klæddur, þ.e. í formi náttúruljós- mynda og í efri sölum safnsins eru málverk þar sem listamaðurinn tek- ur það viðkvæma í íslenskri flóru sér að viðfangsefni og brýtur upp í ljós og skugga sem kalla fram einstæð hughrif. En hvernig skil- greinir Eggert sjálfur list sína: Rölt á milli verka. „Við skynjum margbreytileik verksins af birtunni sem á það fell- ur og einnig þegar við nálgumst það eða fjarlægjumst. Myndin dreg- ur til sín og hrindir frá sér. Yfirborð- ið tælir, smáatriðin laða að sér áhorfandann. Skínandi deplar og agnir gefa til kynna rými handan myndarinnar. Þar hefur ljósið ekki skilist frá myrkrinu fyrr en áhorf- andinn aðgreinir það í huganum.“ ! 'áWA FALKON rfabhionfcrcmen Smoking- fötin komin aftur Verð aðeins kr. 16.950,- fith.: Greitt er fyrir viðskiptavini í bifreiða- geymslunni, Vesturgötu 7 t Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfl Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir allt að 300 manns. í boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbráuð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fí. Með virðingu, FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR REYKJAVlKURFLUGVELLI, 101 REYKJAVlK SlMI: 9 1 - 2 2 3 2 2 MÝTT SÍNAANÚNAER BLAÐAAFGRBÐSKt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.