Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.04.1991, Blaðsíða 39
Byggðastefna Sjálf- stæðisflokksins Byggð með byggð eftirÞorgrím Daníelsson Byggðastefna Sjálfstæðisflokks- ins byggir á þeirri skoðun að jöfn byggðaþróun sé hagkvæm fyrir þjóðina og hagsmunir hennar séu sameiginlegir hvað það varðar. Réttmæti þessarar skoðunar sést ef skoðað er hvert byggðaþróun stefnir og hvaða afleiðingar slík þróun hefði. Byggðastefna borgar sig Á seinasta áratug fluttu næstum 11.000 fleiri til höfuðborgarsvæðis- ins en fiuttu þaðan. Því hefur nán- ast öll fólksfjölgun orðið þar. Ef svo fer fram sem horfir, fjölgar íbúum höfuðborgarsvæðisins um 52.000 manns fram að árinu 2010. Á sama tíma mun fækka um 9.000 manns á landsbyggðinni. Hveijar yrðu afleiðingar slíkrar þróunar? Tökum fyrst höfuðborgarsvæðið: Uppbygging þess hefur verið hröð síðustu áratugi. Þar hefur myndast öflugt þéttbýli þar sem fjölþætt þjónustustarfsemi, menning, listir og vísindi hafa blómstrað. Slíkt öflugt þéttbýli er hverri þjóð nauð- syn. Þar hafa stórir hópar fólks flutt úr landi. Nú er hins végar komið að þeim tímamótum að höf- uðborgin er öflug. Frekari stórfelld- ir fólksflutningar skapa nú kostn- aðarsaman vanda. Tökum eitt lítið dæmi: Ætla má að 52 þús. manns eigi um 30 þús. bíla. Ef við leggjum 30 þús. bílum hverjum fyrir aftan annan, þannig að hver bíll fái fjögurra metra pláss, mynda þeir 120 kílómetra langa bílaröð. Augljóslega yrði að ráðast í viðamiklar breytingar á gatna- kerfi höfuðborgarsvæðisins til að taka við hinum aukna umferðar- þunga. Hér er rétt að taka fram að slíkt væri auðvitað hægt, það yrði hinsvegar mjög kostnaðar- samt. Hið sama má segja um skóla, dagheimili, heilsugæslustöðvar, íbúðarhúsnæði, og margskonar aðrar fjárfestingar. Þar við bættist að vegalengdir innan svæðisins ykjust (aukinn kostnaður í að kom- ast til og frá vinnu o.fl.), frá- rennsli, sorp og féiagsleg vandamál yllu auknum sameiginlegum kostn- aði. Slík þróun er augljóslega ekki hagkvæm fyrir höfuðborg- arsvæðið. Athugum næst hveijar afleiðing- ar veruleg fólksfækkun hefði fyrir landsbyggðina: Þar yrðu afleiðing- arnar annarskonar. Skipta má þeim í þrennt: 1. Vannýting mannvirkja og auðlinda. 2. Erfiðleikar í rekstri sjávarút- vegs og annarra atvinnuvega. 3. Kveðjuverkandi samdráttur sem leitt gæti til hruns. Fyrir landið í heild má í stuttu máli segja að núverandi þróun, leiði til þess að um leið og fjárfesting- ar, sem nú þegar eru fyrir hendi á landsbyggðinni yrðu vannýttar, þyrfti að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir á höfuðborgarsvæð- inu til að reisa samskonar mann- virki. Sókn í byggðamálum Nú liggur næst fyrir að spyija: Hvað er rétt að gera í málinu. Hér vil ég minnast á „smáatriði“ sem stundum vill gleymast: Það verður að gæta ýtrustu hagkvæmni. Þær aðgerðir sem ráðist verður í þurfa að kosta sem minnst og skila sem mestum árangri. Engum er greiði gerður með fjáraustri í nafni byggðastefnu sem ekki skilar ár- angn. Við mótun byggðastefnu þarf að taka tillit til eftirfarandi stað- reynda: * Undirstöðuatvinnuvegir lands- byggðarinnar eru sjávarútvegur og landbúnaður. Ekki er útlit fyrir að störfum í þeim atvinnugreinum fj'ölgí á komandi árum.Og raunar er fremur útlit fyrir nokkurn sam- drátt. * Ný störf verða fyrst og fremst til í iðnaði og þjónustu, sem þrífast best þar sem samgöngur-eru góð- ar, auðvelt að nálgast markaði, hráefni og vinnuafl. M.ö.o. á stór- um samfelldum atvinnusvæðum. Þess vegna hlýtur byggðastefna að byggjast á tvennu: 1) Búa atvinnulífi í landinu eðli- leg rekstrarskilyrði svo fyrir- tæki, þar með talin fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði, geti skilað arði. Ef það tekst má ætla að fólksfækkunin stöðvist að mestu. 2) Búa iðnaði og þjónustu sem best skilyrði til að dafna á lands- byggðinni. Ef það tekst og iðnaður og þjónusta taka að dafna, hefst fólksfjölgun á landsbyggðinni. Þessum tveimur markmiðum vill Sjálfstæðisfiokkurinn ná með því að: * Stórbæta samgöngur og mynda þannig stærri og öflugri atvinnu- og þjónustusvæði en nú eru á lands- byggðinni. * Beita heilbrigðri almennri efna- hagsstjórn þannig að fyrirtæki í landinu geti skilað arði. * Efla sveitarfélögin, gera þau íjárhagslega sjálfstæð og óháðari ríkisvaldinu en nú er. * Opinberir aðilar og stofnanir þeirra styðji við endurreisn lands- byggðarinnar, m.a. með því að flytja ríkisstofnanir út á land og efla nýsköpun í atvinnulífi. Þorgrímur Daníeisson „Ef svo fer fram sem horfir, fjölgar íbúum höfuöborgarsvæðisins um 52.000 manns fram að árinu 2010. A sama tíma mun fækka um 9.000 manns á lands- byggðinni. Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar þróunar?“ Skynsemin sigrar Öllum má ljóst vera að hagsmun- ir þjóðarinnar eru sameiginlegir í þessu máli, ekki andstæðir. Byggð- amál þurfa ekki og. eiga ekki að vera deilumál. Því miður hefur gætt tilhneigingar til að líta á þenn- an málaflokk sem baráttumál milli höfuðborgar og landsbyggðar. Sérstaklega hafa Framsóknarmenn fallið í þá gryfju, raunar ásamt hinum vinstriflokkunum, sem meir og minna hafa tileinkað sér þetta sjónarmið. Afstaða þeirra er bæði röng og hættuleg. Röng vegna þess að hér eru hagsmunir þjóðarinnar sameig- inlegir, ekki andstæðir: hættuleg vegna þess að hún getur leitt til átaka um mál sem engin átök eiga að vera um. Slík átök geta tafið raunhæfar aðgerðir um ófyrir- sjáanlegan tíma ög þannig valdið þjóðinni allri ómetanlegum skaða. Rétt er að minna á að það ástand í byggðaþróun sem hér var minnst á í upphafi, hefur skapast á nánast óslitnum 20 ára stjórnartíma Fram- sóknarflokksins. En sá flokkur kall- ar sig sérstakan málsvara byggða- stefnu. Nú ætla ég auðvitað ekki að halda því fram að ástandið sé Framsóknarmönnum að kenna í þeirri merkingu að þeir hafi vísvit- andi búið það til. Það sem umrædd staðreynd sýnir okkur er að Fram- sóknarflokknum hefur mistekist í byggðamálum. Þær aðgerðir sem þeir hrósa sér svo mikið af hafa ekki skilað þeim árangri sem þurft hefði að ná. Að mínu áliti er ein mikilvæg- asta ástæðan sú, að vinstriflokk- arnir eru ófærir um að sameina þjóðina í þessu máli. Og raunar er ekki að sjá að þeir hafi mikinn áhuga á því. Þvert á móti virðast þeir, því miður, enn sem fyrr leggja á það áherslu í áróðri sínum að etja íslendingum saman eftir bú- setu og stéttum. Gegn sundrungaröflunum stend- ur Sjálfstæðisflokkurinn. í þessum málum sem öðrum er hann eina stjómmáiaafiið sem er fært um að sameina þjóðina. Og því eina stjórn- málaaflið sem náð getur raunveru- iegum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að það býr ein þjóð í landinu. Hann hafnar rökleysu ann- arra stjórnmálaflokka sem vilja etja fólki saman eftir búsetu eða stétt. Kjörorð Sjálfstæðisflokksins stétt með stétt hefur ótvírætt sannað gildi sitt í skóla reynslunnar. Borg- in og landsbyggðin eiga að styðja hver aðra, vaxa og dafna saman. Stéttin með stétt, byggð með byggð. Ilöfundur situr í stjórn byggðanefndar Sjálfstæðisflokksins. NISAN PATHFINDER 2,4 XE 1988, steingrár, 4 cyl, 5 gíra, vökvastýri, 31 “ dekk, topplúga, ekinn 53.000 km. Skipti á ódýrari. Verð 1.680.000,- MMC COLT 1500 GLX 1988, hvítur, ekinn 50.000 km., sjálfskiptur, vökvastýri, útvarp og segulband. Skipti nei. Verð 650.000,- MMC PAJERO V6 SUPER WAAGON 1990, blár/grár, topplúga, sjálfskiptur, vökvastýri, ekinn 27.000. Skipti á ódýrari. Verð 2.450.000,- BMW 520i 1989, svartur, ekinn 32.000 km., 5 gíra, vökvastýri, sóllúga, álfelgur, útvarp og segulband. Skipti á ódýrari. Verð 2.300.000,- SBO FORD SIERRA 1600 CL 1988, hvítur, ekinn 67.000 km., 4ra dyra, útvarp. Skipti á ódýrari. Verð 740.000,- VOLVO 740 GLE 1987, steingrár, ekinn 72.000. Vökvastýri, 5 gira, útvarp og segulband. Skipti á ódýrari. Verð 1.370.000,- NISSAN DOUBLE CAP 4x4 1987 Rauður, ekinn 110 þús. km. Verð 980.000,- VOLVO 480 ES 1988, svartur, ekinn 25.000 km., vökva- stýri, 5 gíra, útvarp og segulband, sumar og vertradekk. Skipti á ódýr- ari. Verð 1.230.000,- rmmrn m T/IO/^ mÞmmmjfm B \JBu%M BETRIBÍLASALA NÓATÚN 2 - SÍMI621033 'SSsssssssssssssssssssssssssssssss/s/ssssss/sssssss/ssss?/ FORD ECONOLINE 350 1989, grár/blár, 7,3 disel, 4 x 4, upphækk- aður, 36“ dekk, gasmiðstöð, ekinn 8.000 km. Full innréttaður. Sjón er sögu ríkari. Skipti á ódýrari. BILATORG BETR! BÍLASALA NÓATÚN 2-SfMI 621033 AMC CHEROKEE LAREDO 1987, svartur, 4,0I, 5 dyra, sjálfskiptur, vökvastýri, ekinn 81.000 km. Skipti á ódýrari. Verð 1.890.000,- MERCEDES BENZ 230E 1987, dökkgrár, ekinn 70.000 km., toppl- úga, ABS sportfelgur, 4 höfuðpúðar, sjálfskiptur, Vökvastýri. Skipti á ódýr- ari. Verð 2.350.000,- C3 «• UIIU SAAB 9000 16 TURBO 1988, ekinn 28.000 km., sjálfskiptur, vökva- stýri, rafrúður og læsingar, topplúga. Skipti á ódýrari. Verð 1.950.000,- BMW 316 1988, grænsans, ekinn 29.000 km., 2ja dyra, sjálfskiptur, útvarp og segul- band. Skipti á ódýrari. Verð 1.100.000,- SUZUKI SWIFT GXI 1987, hvitur, ekinn 68.000 km., 5 dyra, 5 gira, útvarp og segulband, Skipti á ódýrari. Verð 580.000,- uihH i winr #1 CITROEN BX 19 GTÍ1987, vínrauður, ekinn 71.000 km., 5 gíra, vökvastýri, sportfelgur, útvarp og segulband. Skipti á ódýrari. Verð 1.050.000,- TOYOTA COROLLA TOURING 4WD 1989, gullsans, ekinn 38.000 km., 5 dyra, 5 gíra, útvarp og segulband. Skipti nei. Verð 1.150.000,- NY SÖLUSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.