Morgunblaðið - 11.04.1991, Síða 1
80 SIÐUR B
81,tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Verkföll breiðast út í Sovétríkjunum:
Málmbræösluiönað-
ur að hrynja vegna
eldsneytisskorts
Moskvu. Reuter.
VERKAMENN í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, héldu verkföllum
áfram í gær þrátt fyrir þá tillögu Míkhaíl Gorbatsjov forseta, að vinnu-
stöðvanir yrðu bannaðar í eitt ár. Var mest öli atvinnustarfsemi í
Minsk lömuð vegna verkfallanna en til þeirra var boðað til að Ieggja
áherslu á kröfuna um afsögn Gorbatsjovs, sovéska þingsins og ráða-
manna í Hvíta-Rússlandi.
Talsmaður verkfallsmanna í
Minsk sagði í gær, að verkamenn í
langflestum verksmiðjum í borginni
hefðu gengið til liðs við námamenn
og lagt niður vinnu til að kreijast
afsagnar Gorbatsjovs og mótmæla
gífurlegum verðhækkunum á flest-
-um nauðsynjum.
Námamenn víða í Sovétríkjunum
hafa nú verið í verkfalli á sjöttu viku
og er talið, að allt að 300.000 manns
taki þátt í því. Hafa námamenn í
borginni Kemerovo í Síberíu haft
nokkra forystu fyrir öðrum og í
fyrradag ákváðu þeir að halda að-
gerðunum áfram þótt málmbræðsla
í Sovétríkjunum væri að stöðvast
vegna eldsneytisskorts. Hvöttu þeir
jafnframt verkamenn í öðrum starfs-
greinum til að leggja niður vinnu.
Serafím Kolpakov, ráðherra, sem
fer með málmbræðsluna í Sovétríkj-
unum, sagði í gær, að iýsa yrði yfir
neyðarástandi í landinu og banna
verkföll því að efnahagslífið væri að
lamast. Sagði hann, að vegna kola-
skorts væri málmbræðslan að stöðv-
ast og -skortur á alls konar málm-
vöru væri farinn að stöðva annan
atvinnurekstur um gervallt landið.
Þá væri hætta á, að stór hluti koks-
ofnanna, sem notaðir eru í málm-
bræðslunum, eyðilegðist. Myndi það
valda málmskorti í Sovétríkjunum
um mörg ókomin ár.
Ráðamenn í lýðveldinu Georgíu,
sem Iýsti yfir sjálfstæði fyrr í vik-
unni, hafa lýst yfir verkföllum í fyrir-
tækjum_sem stjórnað er frá Moskvu.
Er þetta þetta talið jafngilda efna-
hagslegri stríðsyfirlýsingu við
Moskvustjórnina.
Gerhard Stoltenberg, varnarmála-
ráðherra Þýskalands, sagði í gær á
fundi í Bonn með evrópskum starfs-
bræðrum sínum innan NATO, að
upplausnin í Sovétríkjunum væri
helsta ógnunin við stöðugleika í
Evrópu. Taldi Stoltenberg jafnvel
nokkrar líkur á, að umbótastefnu
Gorbatsjovs yrði kastað fyrir róða.
Reuter
Um 150 þúsund manns komu saman til fundar í miðborg Minsk í Hvíta-Rússlandi til að styðja kröfur
verkfallsmanna um afsögn Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna. Hvíta-Rússland er talið með
rólegri lýðveldum Sovétríkjanna og fólk þar seinþreytt til vandræða.
Stuðningur við stefnu Bush við Persaflóa fer dvínandi:
írökum sagt að láta af hem-
aðaraðgerðum í Norður-Irak
Iranir vilja að griðasvæði verði komið upp fyrir Shíta jafnt sem Kúrda
Washington, Nikósía, Tehcran, Kairó. Reuler.
Bandarikjastjórn hefur til-
kynnt Irökum að þeir verði að
láta af öllum hernaðaraðgerðum
Reuter
Haldiðheim
Bandarískir hermenn sem staðsettir hafa verið við Persaflóa eru nú
óðum að hverfa á brott eftir að Iraksstjórn féllst á þá skilmála sem
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti fyrir vopnahléi. í stað þeirra
munu friðajgæslusveitir Sameinuðu þjóðanna taka sér stöðu við
landamæri íraks og Kúveits. Á myndinni má sjá bandaríska hermenn
á leiðinni frá suðurhluta Iraks til Saudí-Arabíu. Þaðan halda þeir
svo áfram til heimastöðvar sinnar í Glenhausen í Þýskalandi.
í þeim hluta Iraks þar sem kúrd-
ískir flóttamenn hafast við. Marl-
in Fitzwater, talsmaður Banda-
ríkjaforseta, sagði þetta eiga við
jafnt um landher sem flugher Ir-
aka. Hann vildi ekki segja hvenær
þessi viðvörun hefði verið gefin
út en bætti við að engar hernaðar-
aðgerðir hefðu verið í Norður-
Irak frá því á sunnudag. Fitzwat-
er sagði Bandaríkjasljórn hafa
tekið forystuna í stuðningi við
kúrdísku flóttamennina og að
reynt yrði að fá bandaríska þing-
ið til að samþykkja aukin framlög
til þeirra.
Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um
að banna írökum að vera með hern-
aðaraðgerðir í norðurhluta landsins
hefur verið túlkuð sem svar við
vaxandi gagnrýni á að stjórnin sat
aðgerðarlaus hjá meðan stjórnarher
íraks braut niður uppreisn Kúrda í
norðurhluta íraks og Shíta í suður-
hluta landsins.
Niðurstöður skoðanakönnunar á
vegum Gallup-stofnunarinnar, sem
birtar voru í Bandaríkjunum í gær,
benda til að fylgi almennings við
stefnu Bush í Persaflóamálinu fari
dvinandi þó það sé enn verulegt.
Fyrir fímm vikum töldu 92% Banda-
ríkjamanna að stefna forsetans
væri þeim að skapi en nú hefur sú
tala lækkað um 14% eða niður í
78%.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, og Bush áttu tuttugu
mínútna símtal í gær og skýrðu
embættismenn frá því að þeir hefðu
verið fullkomlega sammála um hug-
myndina um sérstakt griðasvæði
fyrir Kúrda í norðurhluta íraks.
Verður þetta mál efst á lista í við-
ræðum forsetans við Jacques Del-
ors, formann ráðherranefndar EB,
og Jacques Santer, forsætisráð-
herra Lúxemborgar, í dag.
íranska útvarpið hafði Ali Akhar
Velayati, utanríkisráðherra írans, í
gær fyrir því að hugmyndin um
sérstakt griðasvæði fyrir_ kúrdíska
flóttamenn í norðurhluta íraks ætti
einnig að ná til uppreisnarmanna
Shíta í suðurhluta landsins. „Við
teljum að írak eigi að vera fullvalda
ríki. Samtímis verður hins vegar
að búa til öruggt umhverfi fyrir
kúrdíska flóttamenn í norðri og
Shíta í suðri,“ hafði útvarpið eftir
ráðherranum. Hann gaf ekki nánari
skýringu á því hvernig hann teldi
að koma ætti þessum svæðum upp.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hélt í gær til
Egyptalands eftir tveggja daga
heimsókn í ísrael. Baker hafði þar
fallist á það sjónarmið ísraels-
manna að æskilegt væri að halda
svæðisbundna ráðstefnu til að
reyna að ná sáttum í deilum í Mið-
Austurlöndum. Egyptar og Sýr-
lendingar telja hins vegar að halda
beri alþjóðlega ráðstefnu um málið.
Sögðu Sýrlendingar í gær að þeir
myndu ekki fallast á neitt minna
en alþjóðlega ráðstefnu um málefni
Mið-Áusturlanda á grundvelli sam-
þykkta Sameinuðu þjóðanna sem
kveða á um brotthvarf ísraels-
manna frá hernumdu svæðunum.
Sjá nánar fréttir á bls. 33.
Sænska sjónvarpið:
EB-umsókn Svía í júní
Stokkhólnii. Reuter.
SÆNSKA sjónvarpið skýrði frá því í fréttatíma í gærkvöldi að
Svíar muni sækja um aðild að Evrópubandalaginu (EB) í lok
júní. Sagðist fréttastofan Aktuellt styðjast við innanbúðar-
skýrslu frá sænsku ríkisstjórninni í þessum efnum.
Sænska þingið gaf ríkisstjórn kæmi fram fyrir þingkosningar
Ingvars Carlsson umboð til þess, sem fram eiga að fara í septemb-
í desember í fyrra, að sækja um er nk. og er frétt Aktuellt fyrsta
aðild Svía að EB jafnvel á þessu vísbendingin um nákvæmari dag-
ári. setningu.
Almennt var búist að umsóknin