Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 1
80 SIÐUR B 81,tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkföll breiðast út í Sovétríkjunum: Málmbræösluiönað- ur að hrynja vegna eldsneytisskorts Moskvu. Reuter. VERKAMENN í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, héldu verkföllum áfram í gær þrátt fyrir þá tillögu Míkhaíl Gorbatsjov forseta, að vinnu- stöðvanir yrðu bannaðar í eitt ár. Var mest öli atvinnustarfsemi í Minsk lömuð vegna verkfallanna en til þeirra var boðað til að Ieggja áherslu á kröfuna um afsögn Gorbatsjovs, sovéska þingsins og ráða- manna í Hvíta-Rússlandi. Talsmaður verkfallsmanna í Minsk sagði í gær, að verkamenn í langflestum verksmiðjum í borginni hefðu gengið til liðs við námamenn og lagt niður vinnu til að kreijast afsagnar Gorbatsjovs og mótmæla gífurlegum verðhækkunum á flest- -um nauðsynjum. Námamenn víða í Sovétríkjunum hafa nú verið í verkfalli á sjöttu viku og er talið, að allt að 300.000 manns taki þátt í því. Hafa námamenn í borginni Kemerovo í Síberíu haft nokkra forystu fyrir öðrum og í fyrradag ákváðu þeir að halda að- gerðunum áfram þótt málmbræðsla í Sovétríkjunum væri að stöðvast vegna eldsneytisskorts. Hvöttu þeir jafnframt verkamenn í öðrum starfs- greinum til að leggja niður vinnu. Serafím Kolpakov, ráðherra, sem fer með málmbræðsluna í Sovétríkj- unum, sagði í gær, að iýsa yrði yfir neyðarástandi í landinu og banna verkföll því að efnahagslífið væri að lamast. Sagði hann, að vegna kola- skorts væri málmbræðslan að stöðv- ast og -skortur á alls konar málm- vöru væri farinn að stöðva annan atvinnurekstur um gervallt landið. Þá væri hætta á, að stór hluti koks- ofnanna, sem notaðir eru í málm- bræðslunum, eyðilegðist. Myndi það valda málmskorti í Sovétríkjunum um mörg ókomin ár. Ráðamenn í lýðveldinu Georgíu, sem Iýsti yfir sjálfstæði fyrr í vik- unni, hafa lýst yfir verkföllum í fyrir- tækjum_sem stjórnað er frá Moskvu. Er þetta þetta talið jafngilda efna- hagslegri stríðsyfirlýsingu við Moskvustjórnina. Gerhard Stoltenberg, varnarmála- ráðherra Þýskalands, sagði í gær á fundi í Bonn með evrópskum starfs- bræðrum sínum innan NATO, að upplausnin í Sovétríkjunum væri helsta ógnunin við stöðugleika í Evrópu. Taldi Stoltenberg jafnvel nokkrar líkur á, að umbótastefnu Gorbatsjovs yrði kastað fyrir róða. Reuter Um 150 þúsund manns komu saman til fundar í miðborg Minsk í Hvíta-Rússlandi til að styðja kröfur verkfallsmanna um afsögn Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna. Hvíta-Rússland er talið með rólegri lýðveldum Sovétríkjanna og fólk þar seinþreytt til vandræða. Stuðningur við stefnu Bush við Persaflóa fer dvínandi: írökum sagt að láta af hem- aðaraðgerðum í Norður-Irak Iranir vilja að griðasvæði verði komið upp fyrir Shíta jafnt sem Kúrda Washington, Nikósía, Tehcran, Kairó. Reuler. Bandarikjastjórn hefur til- kynnt Irökum að þeir verði að láta af öllum hernaðaraðgerðum Reuter Haldiðheim Bandarískir hermenn sem staðsettir hafa verið við Persaflóa eru nú óðum að hverfa á brott eftir að Iraksstjórn féllst á þá skilmála sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti fyrir vopnahléi. í stað þeirra munu friðajgæslusveitir Sameinuðu þjóðanna taka sér stöðu við landamæri íraks og Kúveits. Á myndinni má sjá bandaríska hermenn á leiðinni frá suðurhluta Iraks til Saudí-Arabíu. Þaðan halda þeir svo áfram til heimastöðvar sinnar í Glenhausen í Þýskalandi. í þeim hluta Iraks þar sem kúrd- ískir flóttamenn hafast við. Marl- in Fitzwater, talsmaður Banda- ríkjaforseta, sagði þetta eiga við jafnt um landher sem flugher Ir- aka. Hann vildi ekki segja hvenær þessi viðvörun hefði verið gefin út en bætti við að engar hernaðar- aðgerðir hefðu verið í Norður- Irak frá því á sunnudag. Fitzwat- er sagði Bandaríkjasljórn hafa tekið forystuna í stuðningi við kúrdísku flóttamennina og að reynt yrði að fá bandaríska þing- ið til að samþykkja aukin framlög til þeirra. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að banna írökum að vera með hern- aðaraðgerðir í norðurhluta landsins hefur verið túlkuð sem svar við vaxandi gagnrýni á að stjórnin sat aðgerðarlaus hjá meðan stjórnarher íraks braut niður uppreisn Kúrda í norðurhluta íraks og Shíta í suður- hluta landsins. Niðurstöður skoðanakönnunar á vegum Gallup-stofnunarinnar, sem birtar voru í Bandaríkjunum í gær, benda til að fylgi almennings við stefnu Bush í Persaflóamálinu fari dvinandi þó það sé enn verulegt. Fyrir fímm vikum töldu 92% Banda- ríkjamanna að stefna forsetans væri þeim að skapi en nú hefur sú tala lækkað um 14% eða niður í 78%. John Major, forsætisráðherra Bretlands, og Bush áttu tuttugu mínútna símtal í gær og skýrðu embættismenn frá því að þeir hefðu verið fullkomlega sammála um hug- myndina um sérstakt griðasvæði fyrir Kúrda í norðurhluta íraks. Verður þetta mál efst á lista í við- ræðum forsetans við Jacques Del- ors, formann ráðherranefndar EB, og Jacques Santer, forsætisráð- herra Lúxemborgar, í dag. íranska útvarpið hafði Ali Akhar Velayati, utanríkisráðherra írans, í gær fyrir því að hugmyndin um sérstakt griðasvæði fyrir_ kúrdíska flóttamenn í norðurhluta íraks ætti einnig að ná til uppreisnarmanna Shíta í suðurhluta landsins. „Við teljum að írak eigi að vera fullvalda ríki. Samtímis verður hins vegar að búa til öruggt umhverfi fyrir kúrdíska flóttamenn í norðri og Shíta í suðri,“ hafði útvarpið eftir ráðherranum. Hann gaf ekki nánari skýringu á því hvernig hann teldi að koma ætti þessum svæðum upp. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í gær til Egyptalands eftir tveggja daga heimsókn í ísrael. Baker hafði þar fallist á það sjónarmið ísraels- manna að æskilegt væri að halda svæðisbundna ráðstefnu til að reyna að ná sáttum í deilum í Mið- Austurlöndum. Egyptar og Sýr- lendingar telja hins vegar að halda beri alþjóðlega ráðstefnu um málið. Sögðu Sýrlendingar í gær að þeir myndu ekki fallast á neitt minna en alþjóðlega ráðstefnu um málefni Mið-Áusturlanda á grundvelli sam- þykkta Sameinuðu þjóðanna sem kveða á um brotthvarf ísraels- manna frá hernumdu svæðunum. Sjá nánar fréttir á bls. 33. Sænska sjónvarpið: EB-umsókn Svía í júní Stokkhólnii. Reuter. SÆNSKA sjónvarpið skýrði frá því í fréttatíma í gærkvöldi að Svíar muni sækja um aðild að Evrópubandalaginu (EB) í lok júní. Sagðist fréttastofan Aktuellt styðjast við innanbúðar- skýrslu frá sænsku ríkisstjórninni í þessum efnum. Sænska þingið gaf ríkisstjórn kæmi fram fyrir þingkosningar Ingvars Carlsson umboð til þess, sem fram eiga að fara í septemb- í desember í fyrra, að sækja um er nk. og er frétt Aktuellt fyrsta aðild Svía að EB jafnvel á þessu vísbendingin um nákvæmari dag- ári. setningu. Almennt var búist að umsóknin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.