Morgunblaðið - 11.04.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 11.04.1991, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR '11. APRÍL 1991 Geir H. Haarde: Segðum nei við aðild að EB ef spurt væri núna GEIR H. Haarde sagði á fundi frambjóðenda í Reykjavík í Há- skólabíói í gær að hann segði fyrir sig og sjálfstæðismenn, að ef þeir ættu að svara í dag spurningunni um það hvort Is- land ætti að ganga í Evrópu- bandalagið, yrði svarið „nei“. Mágus, Félag viðskiptafræði- nema við Háskóla íslands, gekkst fyrir fundinum. „Ég segi fyrir mig og sjálfstæðis- menn, ef við ættum í dag að svara spurningunni um það hvort við vild- um ganga í EB, þá segðum við nei. En það væri auðvitað óskyn- samlegt að gera það sem Framsókn og Alþýðubandalag vilja gera að segja að það nei gildi um aldur og ævi,“ sagði Geir H. Haarde. Sjá Dagbók - stjórnmál í miðopnu. Davíð hafn- ar áskorun Jóns Baldvins Fyrstu ærnar bornar á Vatnsleysuströnd SAUÐBURÐUR er hafinn á Vatnsleysuströnd. Þann 8. apríl voru 7 ær bornar hjá Þorkeli Kristmunds- syni á Efri-Brunnastöðum, en hann segir algengt að burðurinn hefjist um þetta leyti árs. Á meðfylgj- andi mynd eru nágrannar úr Vogunum, Sigvaldi Þórisson, Kristinn Sigvaldason og Gunnar Rúnar Eyjólfsson að líta á fyrstu lömbin sem minna okkur á að vorið nálgast. Að Efri-Brunnastöðum er lang- stærsta Ijárbúið í Vatnsleysustrandarhreppi. _ eq. Morgunblaðíð/Eyjólfur M. Guðmundsson Meiddist á höfði í bif- hjólaslysi Unglingspiltur var fluttur á slysadeild vegna höfuðáverka er hann hlaut eftir að hafa ekið skellinöðru á hús í Seljahverfi í gærkvöldi. Hann var með meðvit- und en ekki var ljóst hve alvar- legir áverkar hans laust fyrir miðnætti. Bensíngjöf hjólsins mun hafa fest í botni, að sögn lögreglu, og missti pilturinn vald á hjólinu. Hjólið var óskáð og pilturinn rétt- indalaus, að sögn lögreglu. Strokukon- ur fundnar KONURNAR tvær sem struku úr fangelsinu í Kópavogi í fyrra- dag eru báðar komnar í leitirn- ar. Þær fundust hvor í sínu lagi í húsum í Reykjavík. Önnur hafði falið sig inni í skáp þegar lögreglan knúði dyra síðdegis í gær. Hina hafði lögreglan fundið í húsi við Vatnsstíg í fyrrinótt. Þær eru nú komnar aftur í fangels- ið. Mjólkurframleiðslan um 3,8 milljónum lítra meiri en á sama tíma í fyrra: Kostnaður bænda gæti orðið 175 milljónir á verðlagsárinu DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur svarað kappræðuáskorun Jóns Baldvins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokksins þannig að hann líti á áskorunina eins og hvern annan vandræðagang í kosningabaráttu Alþýðu- flokksins og hann geti því miður ekki aðstoðað Jón Baldvin við aðjgreiða úr þeim vandræðum. I bréfi sem hann hefur ritað Jóni Baldvin segir Davíð einnig að það hafi ekki verið neitt vandamál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá fólk til að koma á fundi hjá sér og hann hafi ekki þurft að leita til annarra flokka um aðstoð í þeim efnum. Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann hefði svarað samskonar áskorun frá Flokki mannsins á svipaðan hátt. Sjá frétt á miðopnu FRAMLEIÐSLA mjólkur það sem af er yfirstandandi verð- lagsárs, þ.e. á tímabiiinu frá 1. september til 1. apríl, er um 3,8 milljónum lítra meiri en á sama timabili í fyrra, og miðað vjð óbreytta framleiðslu er talið að heildarframleiðslan á verðlags- árinu geti orðið á bilinu 105-107 milljónir lítra. Áætlað er að endanlegur fullvirðisréttur í mjólkurframleiðslu á verðlags- árinu verði um 103,5 milljónir lítra, en það er um 1 milljón lítra minna en var á síðasta yerðlagsári. Umframfram- leiðsla mjólkur gæti því orðið á bilinu 1,5-3,5 milljónir lítra, en það gæti kostað framleiðendur allt að 175 milljónir króna. í skýrslu, sem Jóhann Guð- mundsson, deildarstjóri í landbún- aðarráðuneytinu, og Pálmi Vil- hjálmsson, starfsmaður Samtaka afurðastöðva í mjplkuriðnaði, hafa unnið, kemur fram að upphaflegur fullvirðisréttur til framleiðslu mjólkur á yfirstandandi verðlags- ári er 107 milljónir lítra. Af því eru um 3,1 milljón lítra á ábyrgð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, og um 2,5 milljónir lítra voru njdt- ir á síðasta verðlagsári. Ovíst er hve mikill hluti fullvirðisréttar næsta verðlagsárs verður nýttur á yfirstandandi verðlagsári, en heimilt er að nýta 5% réttarins. Á síðasta verðlagsári var hins vegar heimilt að nýta 15% af rétti yfir- standandi verðlagsárs. Talið er líklegt að sala mjólkur- afurða innanlands verði um 100 milljónir lítra á verðlagsárinu. Framleiðsla mjólkur á tímabilinu frá 1. september síðastliðnum til 1. mars var 49,324 miiljónir lítra á móti 45,940 milljónum lítra á sama tímabili síðasta verðlagsárs, og samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars varð um 6,2% fram- leiðsluaukning miðað við sama mánuð í fyrra, en það eru um 470 þúsund lítrar. Framleiðsluaukn- ingin milli ára nemur því um 3,8 milljónum lítra á sama tíma og vænta má þess að réttur til fram- leiðslu minnki um 1 milljón lítra á verðlagsárinu. Heimilt er að taka svokallað framleiðendagjald af þeim sem framleiða þá mjólk, sem flytja þarf út utan verðábyrgðar ríkis- sjóðs, og má gjaldið að hámarki nema grundvallarverði mjólkur á hvetjum tíma. Fram kemur í skýrslunni að ef framleiðsla mjólk- ur verður með sama skapi og ver- ið hefur til þessa á verðlagsárinu gæti framleiðslan orðið á bilinu 105-107 milljónir lítra, sem leiddi til þess að umframmjólk gæti numið 1,5-3,5 milljónum lítra, en sú umframmjólk myndi kosta framleiðendur allt að 175 milljón- um króna. Auk þess gætu mjólkur- búin tapað mismuni á vinnslu- og dreifingarkostnaði og skilaverði mjólkurinnar, sem hefur verið afar lágt undanfarið. Guðmundur Lárusson, formað- ur Landssamtaka kúabænda, sagði í samtali við Morgunblaðið að ljóst væri að mjög alvarleg staða væri framundan fyrir kúa- bændur ef þeir drægju ekki úr framleiðslunni það sem eftir er af verðlagsárinu. Smáfuglar valda deilum * í Arbæjar- hverfínu LÖGREGLAN hefur verið kvödd til afskipta af deilum nágranna í Árbæjarhverfi þar sem annar kvartar und- an því að hinn hæni til sín smáfugla, sem valdi átroðn- ingi á eignum sínum. Maðurinn segi>- fuglana, sem nágranni sinn fóðri ótæpi- lega, valda sér ónæði og tjóni. Meðal annars driti þeir svo á þak húss síns að þakjárn liggi undir skemmdum. Lögreglan hefur gert skýrslu um deilu þessa, sem sá sem kvartað er undan seg- ir að eigi rætur að rekja til eldri kytra milli sín og kvart- andans. Sighvatur Björgvinsson um skiptingu hafnarfjár: Ákvörðun fjárveit- inganefndar stendur Samgönguráðherra lætur kanna lagalega hlið málsins TILLÖGUR fjárveitinganefndar AJþingis um skiptingu 100 milljóna króna stuðnings vegna loðnubrests standa óbreyttar. Formaður nefndarinnar segir að reynt verði að halda annan fund fyrir kosning- ar, að beiðni samgönguráðherra, en efast um að það takist. Ríkis- stjórnin vísaði málinu í fyrradag til fjárveitinganefndar á ný og tók jafnframt undir tillögur Steingríms J. Sigfússonar sámgönguráð- herra um skiptingu fjárins. Samgönguráðherra hefur falið lögfræð- ingi ráðuneytisins að kanna lagalega hlið þessa máls. „Við erum búnir að ráðstafa þessu fé og sú ákvörðun stendur. Ég var að vísu að fá bréf frá sam- gönguráðherra þar sem hann spyr hvort unnt sé að halda annan fund í_ fjárveitinganefnd fyrir kosningar. Ég tel litlar líkur til að það takist og á meðan nefndin ákveður ekki annað stendur fyrri ákvörðun," sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar. „Páll Pétursson, formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar neðri deildar, sagði þegar hann mælti fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar, að hér væri um að ræða fé til auk- inna framkvæmda og aðstoðar við byggðalög sem hefðu orðið fyrir tjóni af völdum loðnubrests, eða örðugs atvinnuástands. Það var ekki talað um hafnarmál, heldur aðeins um almennar framkvæmd- ir,“ segir Sighvatur. „Páll sagði einnig að fjárveitinga- nefnd skyldi ráðstafa þessu fé, hvorki ríkisstjórn né ráðherra. Við erum búnir að ráðstafa þessu fé,“ sagði Sighvatur. Sighvatur sagði að venjulegur gangur í málum sem þessu væri að ef fénu væri ekki skipt af Al- þingi léti formaður fjárveitinga- nefndar þess getið hvernig skipta ætti. Ef um lánsfjárlagamál væri að ræða, eins og þetta, léti formað- ur fjárhags- og viðskiptanefndar koma fram í sinni ræðu hvernig með féð skuli fara og síðan er farið eftir því. „Ef einhver sérstök viðfangsefni eru, sem ber að snúa sér að lætur hann þess getið í framsögu sinni. Hann taldi sérstaklega upp fjóra staði sem ætti að sinna. Það voru Seyðisfjörður, Siglufjörður, Raufar- höfn og Blönduós. Við í fjárveit- inganefnd töldum okkur skylt að taka tillit til þessa, eins og venja er,“ segir Sighvatur. Samkvæmt hugmyndum sam- gönguráðuneytisins átti Seyðis- fjörður að fá 5 milljónir króna, en fjárveitinganefnd leggur til að þangað fari 3 milljónir. Siglufjörður átti að fá 18 milljónir en fjárveit- inganefnd úthlutar 12 milljónum. Raufarhöfn átti að fá 7 milljónir en fjárveitinganefnd leggur til að þangað fari 2 milljónir. Samgöngu- ráðherra ætlaði ekki að setja neitt til Blönduóss en fjárveitinganefnd leggur til að þangað renni 16 millj- ónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.