Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 14

Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1991 Löggæsla í Reykjavík eftir Guðmund Hermannsson Hin frjálsa umfjöllun Maður opnar ekki svo blað eða leggur hlustir við útvarpsstöð að ekki komi fljótt að umfjöllun um lögreglumál. Ýmist af því að um- ferðin gefi tilefni, slysin, ólætin í miðborg Reykjavíkur, skemmdar- verk, árásir og meiðsl og svo mætti lengi telja. Mín breytta staða Ég er núna í þeirri aðstöðu að geta ekki tekið þátt í umræðunni við fundarborð lögreglustjórans í Reykjavík þar sem ég hefi verið meðal yfirstjómar um áratuga- skeið. Ég segi heldur ekki álit mitt á fundum yfirlögregluþjóna með ráðuneytismönnum, en ég gerði svo oft áður fyrr og í þessum pistli verður trúlega sami tónninn þó ég líti málið núna frekar með augum hins almenna borgara, þ.e. frá báð- um hliðum séð. Kannske mun ég kveða fast að orði ef allt fer á blað sem ég hugsa, því mér er löngu farið að blöskra hve margra ára barátta lögreglustjórans í Reykja- vík hefír borið lítinn árangur um fjölgun í lögregluliði Reykjavíkur. Stækkun lögregluumdæmisins Reykjavíkurlögreglan sinnir auk löggæslu í Reykjavík, vegalöggæslu upp í Hvalfjörð, löggæslu í Mosfells- bæ og á Seltjamarnesi. Talað hefur verið fyrir daufum eyrum stjómar- herra um nauðsyn á auknu fé svo nokkru nemi til fjölgunar í lögreglu- liði. Þess ber þó að geta sem vel er gert og þar á ég við aukinn bíla- flota lögreglu, bætta fjarskiptaþjón- ustu og tölvuvæðingu. Lögreglan er þessum hluta mála þakklát. Minni yfirbygging er eina lausnin Til að mæta þessu hefi ég oft sagt að það eigi að minnka yfir- bygginguna og til að skýra betur hvað ég meina vil ég raða lögregl- unni í pýramída, sem er toppur efst en breiður neðst eins og allir þekkja. Þegar ég var orðinn einn af þrem yfírlögregluþjónum í Reykjavík sá ég vel hve röng sú tilhögun var. Ég hefí haldið því fram í ræðu á fundi yfirlögregluþjóna með ráðu- neytismönnum, að efst í pýramídan- um ætti að tróna einn yfirlögreglu- þjónn. Þá nafngreindi ég vin minn Bjarka Elíasson í þá stöðu. Þetta hefír aðeins breyst til batnaðar. Stöður yfirlögregluþjóna almennrar löggæslu og umferðarlöggæslu hafa verið sameinaðar. Enn tróna þó tveir yfirlögregluþjónar á hinum mjóa tindi pýramídans. Hvað með aðstoðar- y firlögr egluþj óna? Böðvar Bragason lögreglustjóri hefir sagt opinberlega að hann ætli að leggja niður eina stöðu aðstoðar- yfirlögregluþjóns og ég veit að hann stendur við það. Ég er honum hjart- anlega sammálá því störf þess manns hafa flust á aðra yfirmenn. Er lögreglustjórinn í Reykjavík sjálfum sér samkvæmur þegar hann hefír á rúmlega fímm ára ferli sín- um sem lögreglustjóri í Reykjavík, aukið tölu aðstoðaryfirlögreglu- þjóna úr þrem í sex n.b. sem verða þó senn fímm. Pýramídinn má ekki breikka of snöggt hátt uppi. Parkinsonlögmálið að verki Sumir aðstoðaiyfirlögregluþjón- anna hafa aðstoðarmenn en kannski er þörf á því. Vill það ekki oft verða svo að því fleiri sem starfs- menn verða hjá stofnun, hækkar krafa um fleiri vegna verkefnafjölg- unar, oft heimatilbúinna. Kannske veð ég hér í villu vegna þess að auðvitað er verið að spá i framtíð- ina og breytingar á starfsháttum. Nóg um það. Deildarstjórar, aðalvarðstjórar, varðstjórar, aðstoðarvarðstjórar eru alltof margir miðað við heildartölu lögreglumanna nema viðurkennt sé, að stöðuhækkun sé dulbúin kjara- bót og þessir menn sinni meira al- mennri löggæslu úti á meðal fólks- ins en áður var. Hvaða togaraskipstjóri er með fulla brúna af stýrimönnum en há- setalaust skipið? Ólætin í miðborginni eru ekki lögreglunni að kenna Lögreglustjórinn Böðvar Braga- son er mjög frambærilegur, hógvær og kurteis. Hann vill ráða bót á slæmu ástandi þegar það kemur upp, en hann skortir fé og mann- skap. Hann krefst úrbóta á fundum í ráðuneytum en það ber engan árangur, loforð og efndir fara ekki saman en það berast oft bréf frá ráðuneyti þar sem krafíst er niður- skurðar og lögreglustjórinn fer ekki fram úr fjárlögum. Dregið er úr aukavinnu lögreglumanna. Lögreglustjórinn kemur vel fram í Ijölmiðlum, er kurteis í svörum. Hann er hógvær þegar hann lofar eða segir það vera í athugun að Ijölga gangandi lögreglumönnum, auka löggæslu í úthverfum, herða eftirlit með umferðarlagabrotum o.s.frv. en það skortir fólk. Samn- ingar um styttri vinnutíma og leng- ingu leyfa hafa aukið vandann þeg- ar ekki fæst aukið starfslið. Breytt fyrirkomulag Lögreglustjórinn gæti tekið upp fyrirkomulag að erlendri fyrirmynd sem vakti athygli við svipaðar að- stæður. Það felst í því að hætta að kæra fólk og láta þá menn sem annars sitja við skýrslugerð og rannsóknir, út á meðal fólksins til að sinna fyrirgreiðslustörfum, greiða fyrir í umferðinni og halda uppi reglu þar sem fólk safnast saman. En í þessari aðferð felst hótun og þarf mikinn kjark til að grípa til hennar. Fámennt lið þarf að vera skipað úrvalsfólki Það má aðeins ráða lögreglu- menn á aldrinum 20-30 ára. Sá aldurshópur er ekki stór. Margir eru komnir í önnur vænleg störf áður en þeir verða tvítugir. Auk þess eru ströng inntökuskilyrði. Þeir sem ekki eru efni í lögreglu- menn eru t.d. þeir sem hafa hlotið dóm fyrir ölvun við akstur, fengið sektir fyrir alvarleg umferðarlaga- brot, gist fangageymslur fyrir drykkjuskap, neytt eyturlyfja svo vitað sé, orðið uppvísir að árásum og meiðslum og alvarlegri glæpum. Fjársvikamenn koma ekki til greina. Auk þessa þurfa menn að hafa hlotið vissa menntun, standast líkamsskoðun og e.t.v. ýmislegt fieira. Lágmarkshæð karla mætti fara að hækka úr 1,78 m í 1,80 m og konur í 1,68 m úr 1,65 m. Valnefnd Sérstök nefnd ákveður endanlega hveijir eru ráðnir í Iögreglu lands- ins. Þessi nefnd er skipuð skrifstof- ustjóra dómsmálaráðuneytis, stjórnarmanni Landssambands lög- reglumanna, bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum, skólastjóra Lög- regluskólans og lögreglustjóranum í Reykjavík. Svona fyrirkomulag mundi ég vilja leggja niður en treysta þess í stað lögreglustjórum og bæjarfóg- etum í hvetju lögregluumdæmi fyr- ir því að fara að settum reglum og ráða sér lögreglumenn. Endanleg ráðning færi svo fram að loknu prófi frá Lögregluskólanum. Miða ég þá við að skipstjóri ræð- ur sér skipveija eða ég veit ekki betur. Rýmri reglur, meira úrval Þá vildi ég sjá rýmri reglur svo úr fleirum væri að velja. Nemendur í Lögregluskólanum mættu vera 18-20 ára og þeir ynnu með öðrum sem „aðstoðarlögreglumenn“ að sumri. Hækkup og á aldursmarki t.d. í 35 ára. Ég vil fá fleiri menn í lögregluna sem hafa difið hendi í kalt vatn, menn sem hafa farið ungir að vinna í sveitinni, á sjónum og í iðnaðargreinum, því Lögreglu- skólinn á að vera svo góður að hann fullnægi menntunarkröfum. Ég vildi heyra lögreglustjórann í Reykjavík beita sér fyrir þessu sem lausn á vandamálinu, sem fámennt Iið hefur í för með sér. Ég held að slys hendi í lögregl- unni oft og tíðum af því að lögreglu- menn eru of rýrir, veikburða og lágvaxnir. Yfirmenn sýni fordæmi Yfirstjórn lögreglunnar í Reykja- vík á að sýna gott fordæmi og draga úr kostnaði sem af mörgum utan- ferðum leiðir, á meðan þörf er á auknu fé til löggæslunnar. Ég efa ekki að samskipti eru nauðsynleg við erlenda kollega, en það er rangt að láta það ganga fyrir þörfínni heimafyrir. Gæti ekki borgarsjóður tekið þátt í kostnaði við löggæsluna í Guðmundur Hermannsson „Deildarstjórar, aðal- varðstjórar, varðstjór- ar, aðstoðarvarðstjórar eru alltof margir miðað við heildartölu lögregl- umanna nema við- urkennt sé, að stöðu- hækkun sé dulbúin kjarabót og þessir menn sinni meira al- mennri löggæslu úti á meðal fólksins en áður var. Hvaða togaraskip- stjóri er með fulla brúna af stýrimönnum en hásetalaust skipið?“ miðborg Reykjavíkur á föstudags- og laugardagskvöldum? Eins eiga þeir sem halda stórsamkomur hvort heldur úti eða inni, að halda uppi reglu og þá má oft grípa til íþrótta- hreyfingarinnar með starfsfólk. Vandamál uppalenda Stríðástand í miðborginni um helgar er ekki vandamál lögregl- unnar, þó lögreglan leiki stórt hlut- verk. Það er foreldravandamál að 12-15 ára unglingar skuli vera að flækjast úti fram undir morgun í tilgangs- og eirðarleysi, drukkið sem ódrukkið, skemmtandi sér við skemmdarverk og árásir á minni máttar eða storka fámennri lög- reglu. L BARNATAN ÁHRIFARÍKT GEGN TANNSKEMMDUM — ÞRÓAÐ AF FÆRUSTU TANNHIRÐUSÉRFRÆÐINGUM Bangsa barnatannkremiö frá Sensodyne er gæöatannkrem, sérstaklega ætlað börnum. Þaö inniheldur fluor til varnar tannskemmdum. Bangsa barnatannkremið freyðir minna en venjulegt tannkrem. Of mikil froða gerir það gjarnan aö verkum að barniö spýtir fyrr en ella og flúorinn nær ekki að leika nógu lengi um tennurnar. Bangsa barnatannkremið er með mildu og góðu myntubragði sem börnunum llkarvel og gerirtannburstunina skemmtilega! Sér- staklega ef þau nota mjúkan tannbursta frá Sensodyne. SENSC&m Tennurnar eiga að endast alla ævi — gættu þeirravel — gerðu tannburstunina skemmtilega fyrir börnin. KEVHKAllA HÖRGATÚNI 2, GAROABÆ SÍMI 40719 „ ^SOCÖ (fö) IMIcl • Þf Landið og miðin á Hót- el Islandi SÖNGELSKIR Eyjamenn munu stíga á fjalir Hótel íslands næst- komandi föstudagskvöld 12. apríl. Skemmtun þessi ber nafnið Landið og miðin. Meðal þeirra sem fram koma eru feðgarnir Hermann Ingi og Hermann Ingi yngri, Einar Klink, Tóti Óla, Sveinni Tomm, Steini Lýðs o.fl., o.fl. Söngvarar sem rifja upp gömul gullaldarlög frá árunum 1950 til dagsins í dag. Nú er tækifærið fyrir Eyjamenn og aðra velunnara að taka fram fínasta pússið og beija þessa lista- menn augun, því sjón er sögu rík- ari. Þríréttaður matseðill og skemmtiatriði kosta kr. 3.900. Hljómsveitin Papar leikur fyrii' dansi. (Fréttatilkynning) ■ HLJÓMS VEITIN Galíleó heldur á föstudags- og laugardags- kvöld dansleik í Edinborg, Kefla- vík. Söngvarinn Eyjólfur Kristj- ánsson skemmtir með hljómsveit- AJUMU(4htíi*bæði kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.