Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 18

Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1991 Ný lög fyrir grunnskóla eftir Sigrúnu Gísladóttur Á síðasta degi þingsins stóðu allir flokkar að samþykkkt nýrra grunnskólalaga. Áður höfðu sjálf- stæðismenn gert tillögur um ýmsar veigamiklar breytingar á frumvarp- inu sem allar voru samþykktar og bætti það frumvarpið til muna. Stærstu ágaliar frumvarpsins voru, eins og sjálfstæðismenn höfðu ítrekað bent á, að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga var andsnú- in frumvarpinu eins og það lá fyrir. Samkvæmt nýjum verkaskiptalög- um ríkis og sveitarfélaga er upp- bygging skólahúsnæðis alfarið á kostnað sveitarfélaga. Þess vegna var frumskilyrði að hafa samráð við sveitarfélögin ef framgangur markmiða frumvarpsins átti að vera tryggður. En það hafði flytjendum frumvarpsins láðst að gera. Helstu stefnumarkandi atriði frumvarpsins fyrir framtíðarmótun grunnskólans eru atriði eins og ein- setinn skóli, fækkun nemenda í bekkjum og lengdur skólatími. Þessi atriði vógu þungt að mati sjálfstæð- ismanna enda í samræmi við þeirra fyrri tillögur um grunnskólann. Það var ástæðan fyrir því að þeir töldu rétt að styðja frumvarpið með áorðnum breytingum þrátt fyrir ýmsa smærri vankanta þess. Ljóst var að hefði grunnskóla- frumvarpið ekki náð fram nú, hefðu liðið amk. tvö ár þar til hægt yrði að leggja fram nýtt frumvarp á Alþingi. Grunnskólinn eins og hann er í dag er ekki í takt við það samfé- lag sem við búum í og skólinn á að þjóna. Þess vegna voru menn sammála um að tíminn væri of dýrmætur til þess að láta árin líða án þess að framtíðarstefna í mál- efnum grunnskólans væri mörkuð. Sjálfstæðismenn fengu breytt ýmsum mikilvægum atriðum í með- förum þingsins og skal hér getið sérstaklega þriggja atriða. í fyrsta lagi það að orðið „heildstæður skóli“ var tekið út. í frumvarpinu stóð að hver grunnskóli ætti að vera heild- stæður (þ.e. rúmi allt grunnskóla- „Grunnskólinn eins og hann er í dag er ekki í takt við það samfélag sem við búum í og skól- inn á að þjóna. Þess vegna voru menn sam- mála um að tíminn væri of dýrmætur til þess að láta árin líða án þess að framtíðarstefna í málefnum grunnskól- ans væri mörkuð.“ Sigrún Gísladóttir KJARAKAUP! ........ ■ . . . ■ ' -'T ' - • 386T TOLVA A AÐEINS KR. 299.000.1! Nú bjóðum við þessa öflugu HYUNDAI tölvu á einstöku verði I Tæknilýsing: • Super VGA iitaskjár (1024x768 línur). • 4 Mb vinnsluminni. • 52 Mb harður diskur, 17 ms miðsóknartími. • 33 MHz vinnsluhraði, 64 Kb „Cache" minni. Staögrelösluafsláttur er 10% STÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 108R. • S. 681665 stigið frá 6-16 ára). Víða er grunn- skólastiginu skipt milli skóla í barn- astigs- og unglingastigsskóla með góðum árangri. Því er engin ástæða til að meina sveitarfélögum slíkt fyrirkomulag. Eftir stendur: „Stefnt skal að því að hver grunnskóli sé einsetinn." Önnur breyting var enn frekari lenging á daglegum skólatíma nem- enda og var það fært til samræmis við tillögur Kennarasambands ís- lands. Þriðja breytingin varðar nemend- aflölda í bekk. I frumvarpinu var gert ráð fyrir 22 nemendum í 1.-3. bekk (6-8 ára). Sjálfstæðismenn 'lögðu fram tillögu um enn færri nemendur í 1. bekk, þ.e. 6 ára. í ljósi þess að í leikskóla eru þijár fóstrur með 22 barna hóp, er óraun- hæft að þegar í skólann er komið væri einn kennari með þennan sama fjölda. í nýju lögunum er þess vegna, samkvæmt tillögu sjálfstæð- ismanna, gert ráð fyrir 18 nemend- um í 1. bekk. Upphaf tíu ára skóla- göngu einstaklingsins er eitt mikil- vægasta skólaárið og því er aug- ljóst gildi þessarar breytingar. Það sem eftir stendur er að óska þess að unnið verði markvisst bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga að framgangi markmiða nýrra grunn- skólalaga. Ef rétt er að staðið verð- ur grunnskólanum okkar gert kleift að standa undir nafni og uppfylla þær kröfur sem til hans eru gerðar. Höfundur er skólastjóri og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Jónas Sen á EPTA tónleikum FIMMTU píanótónleikar á veg- um EPTA (Evrópusambands píanókennara) verða haldnir laugardaginn 13. apríl 1991 í Kirkjuhvoli, Garðabæ kl. 17.00. Sömu tónleikar verða síðan end- urteknir mánudaginn 22. apríl í íslensku óperunni. Jónas Sem er fæddur 1962. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík aðeins 17 ára gamall og var þá yngsti nemandinn í sögu skólans sem slíkt jjróf hafði tekið. Kennari hans var Árni Krist- jánsson. 14 ára hélt hann sína fyrstu tónleika með hljómsveit óg á námsárum sínum hér kom hann oft fram sem einleikari, m.a. með Sinfóníuhljómsveit íslands, Fíl- harmóníuhljómsveitinni i Bergen, Sinfóníuhljómsveit æskunnar í Lon- don og víðar. Að loknu stúdents- prófi fór Jónas í framháldsnám til Parísar og var þá styrkþegi franska ríkisins í 4 ár. Kennarar hans þar voru þau Pierre Sancan og Monique Deschausseés. Vorið 1988 hélt Jón- as sínu fyrstu sjálfstæðu tónleika Jónas Sen, píanóleikari. hér á landi og vöktu þeir mikla athygli. í London í júlí næstkom- andi mun Jónas koma fram sem fulltrúi íslands á tónleikum alþjóð- legrar ráðstefnu Evrópusambands píanókennara, en um þessar mund- ir stundar hann einmitt nám þar í borg. Síðar leikur hann þar verk eftir Brahms, Skrjabín og Liszt. Á efnisskrá Jónasar að þessu sinni eru sex fantasíur op. 116 eft- ir Brahms, Kreisleríana Schum- anns, Grónar götur eftir Janacek og 7. sónata Skrjabíns, Hvíta mess- an svokallaða. Má fjölga atvinnutækifærum í dreifbýlinu? NAVOLLUM 10 til 17 Fjallað verður um þörf á nýjum atvinnutækifærum til sveita, starf atvinnumálafulltrúa, staðbundin átaksverkefni, hlutverk sveitarfélaga í atvinnulífinu, nýsköpunarvinnubrögð, stofn- og rekstraráætlanir, Ferðaþjónustu bænda, minjagripagerð o.fl. Skráning í © 95-24981 fyrir 13. apríl ekkert þátttökugjald

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.