Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 20

Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 Nýr flugvöUur á grynn- ingum við Alftanes eftir Þórberg Olafsson Fyrir rúmu ári birtist í Morgun- blaðinu grein sem ég skrifaði og fj'allaði um að gerð yrði ítarleg könnun á því hvort hagkvæmt mundi vera, m.a. af öryggisástæð- um, að gera flugvöll á grynningun- um við Álftanes. Þetta mál hefur mikið verið rætt við mig og ég hefi verið hvattur til að vekja það til frekari umræðu. Reyndir flugmenn hafa tjáð mér þá skoðun sína að flugvöllur á þessum stað mundi verða til mikils öryggis fyrir allt flug, innanlands sem utan. Stundum hafi slík óveð- ur geisað að hvorki hafí verið lend- andi á Keflavíkur- eða Akureyrar- flugvelíi og hafi þá flugvélar orðið að fljúga til Skotlands, en elds- neytisskortur gæti hindrað slíkt flug. Ef flugvöllurinn væri rétt ofan við yfirborð sjávar væri loftið þétt- ara og burðargeta þess meiri en á flugvöllum sem stæðu hærra yfir sjó og jafnvindi mundi vera mun meira við Álftanes en á Reykjavík- urflugvelli vegna hæða umhverfis völlinn. Heyrt hefi ég þá skoðun setta fram að í stað Reykjavíkurflugvall- ar eða flugvallar við Áíftanes komi til greina að leggja hraðbraut á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar, en jafnframt er mér sagt að hraðbraut muni verða það dýr að byggðin væri raunar of fámenn til að standa undir þeim gífurlega kostnaði. Einnig er það álit margra að vin- sælla verði að flugvöllur yrði við Álftanes, sérstaklega hvað varðar fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þá vaknar líka sú spurning hvort Keflavíkurflugvöllur, sem jafn- framt er herstöð, er nægilega ör- uggur ef ófriðartímar ganga yfir á ný og íslendingar gætu tengst, sem aðilar að Sameinuðu þjóðun- um. Nýtt byggingarsvæði fyrir miðborg Reykjavíkur Þá vil ég lítillega geta nokkurra atriða sem ég skýrði frá í grein er kom í Morgunblaðinu 4. janúar 1990 varðandi tilfærslu Reykjavík- urflugvallar. Samkomulag yrði að nást við eigendurjarðannaHliðsnes, Lamb- haga og Hliðs sem tengjast þessu svæði og sæi ég ekki ástæðu til að hætta við byggingu flugvallar- ins á nefndu svæði þó að tilflutn- ingur fólks kæmi til með að kosta nokkuð. Með tilfærslu flugvallarins mundi skapast stórt byggingar- svæði til viðbótar við miðborg Reykjavíkur og mundi það spara borginni hundruð milljóna vegna þenslu og stækkunar borgarinnar. Augljóst er að Kvosin og nágrenni hennar í miðborginni er ailtof þröngt og aðalumferðargötur of þröngar til þess að geta gegnt miðborgarhlutverki framtíðarinn- ar. Fjölgun ökutækja og aukin umferð hlýtur að verða samfara fjölgun stórbygginga í miðborg- inni. Talið er að bifreiðum hafi fjölg- að í Reykjavík úr 24.000 árið 1970 í 64.000 árið 1986. Sú þróun mun vafaiaust halda áfram. Hin mikla þensla sem virðist í sjónmáli er m.a. ástæðan fyrir því að ég legg til að gerð verði ítarleg könnun á hvort til greina komi að byggja flugvöil við Álftanes. Það er álit verkfræðinga sem ég hefi rætt við að feikna miklu sorpi mætti koma fyrir í uppfyllingu á tilgreindu svæði þó að fylla yrði með gijóti og möl undir aðalflugbrautir út og inn tjörnina, en þverbrautir yrðu yfir Hliðsnes og út á grynningarn- ar sem ná langt út/ í fjörð. Flutningskostnaður sparast Nú, þegar farið er að fjalla um að leggja sorpeyðingargjald á íbúa höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarsamrar vinnu við sor- peyðingu, finnst mér sjálfsagt að kanna hvort ekki sé hægt að spara tugi milljóna með því að koma fyr- ir sorpi á umræddu flugvallarsvæði sem væri þá uppfylling innan við brimbijóta og þurrlendið yrði þannig stækkað. Þetta svæði virð- ist ekki minna að stærð en Reykja- víkurflugvöllur eða jafnvel stærra. Höfuðborg landsins fengi þá mikið og gott miðborgarsvæði til viðbótar þar sem nú er Reykja- víkurflugvöllur. Jafn gott mið- borgarsvæði er að mínu áliti ekki annars staðar sjáanlegt, stórt, slétt og hagkvæmt fyrir allan_ gróður borginni til yndisauka. Ég hefi ekki hrifist af hugmyndum þeirra sem vilja stækka miðborgina með T I L B 0 Ð Á R S 1 N S VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ UM 47.000,- KR. VERÐLÆKKUN Rubin ljós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 146.355,- stgr. og lánaverð kr. 156.529,- _____________________Dæmi um greiðslumáta:_______________________ l)Visa/Euro raðgreiðslur í _ 2) Munalán í 30 mánuði. 11 mánuði, ca. 10.888,- Útborgun 27.364,-, afborgun hvern mánuð. á mánuði ca. 3.500,- Umboðsmenn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði. Norðurland: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði. Þórbergur Ólafsson „Ef flugvöllurinn væri rétt ofan við yfirborð sjávar væri loftið þétt- ara og burðargeta þess meiri en á flugvöllum sem stæðu hærra yfir sjo.“ því að fylla upp Reykjavíkurhöfn eða Reykjavíkurtjörn. Skerjafjarðarbrú frekar enjarðgöng Það mundi greiðast úr gífurleg- um umferðarþunga að og frá mið- borginni ef brú kæmi yfir Skeija- fjörð yfir á Álftanes frá núverandi flugvailarsvæði. Gæti sá vegur tengst vegi að og frá flugvelli á Álftanesi um Gálgahraun, Engidal og upp á Keflavíkurveg og þaðan í ýmsar áttir. Þá vil ég greina frá því að mér hefur ítrekað verið bent á að koma því á framfæri að komi brú yfír Skeijafjörð þá mundi það spara þann mikla kostnað sem færi í að grafa jarðgöng undir Kópavog. Mér virðist framsettar hugmyndir vera líklegar til að bæta alla um- ferð um höfuðborgarsvæðið. Nú þegar reisa á nýja flugstjórn- armiðstöð við Reykjavíkurflugvöll er ástæða til að hugieiða reglur Aiþjóða flugmálastofnunarinnar. Á Reykjavíkurflugvelli er öryggi ekki í samræmi við öryggiskröfur eins og ég hefi séð þeim lýst. Miklar tálmarnir eru þar uþp taldar af hæðum og háum byggingum um- hverfis völlinn. Helstu hindranir eru: Sjómanna- skóiinn (86 metrar), Borgarsjúkra- hús (85 m), Digranesháls (84 m), reykháfur á Kletti (83 m), Háa- leitishverfi (71 m), Öskjuhlíð + veitingahús (68 m), Laugarás- hverfi (75 m) og Hallgrímskirkja (110 m). Ef til vill er full ástæða til að taka til athugunar hvort til greina kæmi að hafa atkvæðagreiðslu á Stór-Reykjavík,ursvæðinu um þetta mál. Höfundur er skipasmíðameistari og fyrrverandi forstjóri skipasmíðastöðvarinnar Bátalóns hf. Bréf til ritstjórnar Morgunblaðsins eftir Hauk Eggertsson Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 7. október sl. er helgað málefnum kommúnismans. Þar eru dregnar fram margar hliðar þessarar hel- og ógnarstefnu, og hinar hrikalegu afleiðingar hennar. Svartprentaður útdráttur bréfsins hljóðar svo: „Það er meira en tímabært, að samið sé aðgengilegt yfirlit yfír skoðanir og ummæli ýmissa ís- lenskra vinstrisinna og kommúnista á liðnum áratugum, til að fólk geti séð þar svart á hvítu, hveiju hefur verið haldið á loft í umræðum hér og hveiju hefur verið spáð um fram- tíð lands og þjóðar, m.a. af stjórn- málamönnum, sem hafa notið tölu- verðs fylgis." Ég hugsaði sem svo: „Loksins, loksins" (K.A.) ætlar Morgunblaðið að láta „íslenska vinstrisinna og kommúnista“ svara fyrir þjónkun sína við þessa ógnarstefnu, sem hálfur heimurinn hefur stunið og stynur enn undan. Þeir þykjast gleðjast yfir frelsi undan kommún- ismanum, þar sem það gefst, en halda þó sinni stefnu. Ég hef al- mennt ekki séð að þeir hafi breytt_ um hugarfar, né heldur hvers konar stjórnarfar þeir bjóða okkur íslend- ingum, ef þeir kæmust til þeirra áhrifa að geta ráðið þar um. En það eru til heiðarlegar undantekn- ingar. Einn af dyggustu kommún- istum liðinna áratuga, Örn Erlends- son, sjálfur formaður „Vináttufé- lags við Austur-Þýzkaland“, lýsir yfir í viðtali við DV 17. desember sl. eftirfarandi: „Við ákváðum á fundi í síðustu viku að leggja félagið formlega nið- ur eftir 37 ára starf. Um það voru allir sammála. Eflaust munu marg- ir ganga til liðs við Germaníu en sjálfur ætla ég aðeins að jafna mig eftir fortíðina. Sjálfsagt er ég sá Islendingur sem hef oftast farið í gegn um Berlínarmúrinn og óneit- anlega er ég miður mín út af því hvernig fór fyrir draumsýninni. Mér líður eins og ég hafi Svartapétur á hendi og öngul í rassi.“ Haukur Eggertsson „Ég hef almennt ekki séð að þeir hafi breytt um hugarfar, né heldur hvers konar stjórnarfar þeir bjóða okkur íslend- ingum, ef þeir kæmust til þeirra áhrifa.“ Hann segist hafa bundið miklar vonir við þá þjóðfélagstilraun, sem var gerð í austantjaldsríkjunum, en játar, „að í upphafi hefur verið vitlaust gefið í því spili. Því hafi farið eins og fór: Kerfið át sig sjálft upp inn- an frá og hrundi." Þetta er drengileg yfirlýsing Arn- ar, hann skilur við hreint borð og má vera stoltur af því. Ég hefði viljað sjá fleiri slíkar. Þetta finnst mér mikil og góð frétt, sem allur landslýður hafi þurft að sjá og heyra — en hún birtist ekki í Morgunblað- inu svo að mér sé kunnugt. Og mér finnst, að Morgunblaðið hafí ekki enn fylgt eftir þeirri ætlan sinni (heiti sínu?), sem sett var fratn í Reykjavíkurbréfinu 7. október sl., eða hefur það farið fram hjá mér? Höfundur cr forstjóri í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.