Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
A L Þ 1 N G S K O í 5 N 1
Umhverfis- og
heilbrigðiseftirlit
eftir Þórhall
Halldórsson
Umhverfis-, mengunar-, heilbrigð-
is- og vinnueftirlit hafa þann sameig-
inlega tilgang, að gera umhverfi
heilsusamlegt, lífsskilyrði heilnæm-
ari, auka almenna hollustu matvæla
og vernda þau lífsskilyrði, sem felast
í ómegnuðu umhverfí.
Varla er ágreiningur um þessi
áform, trúlega ekki heldur um að
bætt heilsa og aukin velferð sé það
takmark sem stefna beri að. For-
senda þess að unnt sé að auka al-
menna velferð íbúa landsins og
tryggja þeim góða afkomu er að
nýta legu landsins, auðlindir þess og
náttúru og skapa íslandi sérstöðu.
Framleiða þarf og selja, og þá ekki
síst til útflutnings, neysluvörur í sér-
stökum gæða-, hollustu- og verð-
flokki. Einnig á að stórauka ferða-
þjónustu, þar sem fagurt og hreint
land ásamt ómengaðri náttúru nýtur
sín til fulls, án þess þó að landið
beri skaða af.
Greinarhöfundur er ekki einn um
þessa skoðun, en það eru hinsvegar
skiptar skoðanir um hvernig bæta
eigi lífsskilyrðin. Ennfremur hvaða
leiðir eigi að fara til að skapa þá
sérstöðu, sem áður er getið. Vinna
þarf á breiðum vettvangi og tryggja
samstöðu ríkis, sveitafélaga, fyrir-
tækja og einstaklinga til að ná
árangri.
Ástand mála
Ómengað neysluvatn, förgun
sorps og fráveitukerfi, sem ekki
stafar mengunar- eða sýkingarhætta
af, eru grundvallaratriði í þessu sam-
bandi, enda undirstöðuatriði í heil-
brigðis- og mengunarvörnum hvers
þjóðfélags og skilyrði fyrir góðu
heilsufari. Hérlendis fellur það fyrst
og fremst í hiut sveitarfélaga að sjá
um þessi mikilvægu verkefni.
í dag er landinu skipt í 13 heil-
brigðiseftirlitssvæði, þar sem starf-
andi eru 46 heilbrigðisnefndir sveit-
arfélaga og 28 heilbrigðisfulltrúar,
flestir í fullu starfi. Þessum aðilum
er falið að framfylgja ákvæðum
mengunar- og heilbrigðisreglugerða
og er heilbrigðisnefndum gefið sjálf-
stæði og veitt mikið vald til að knýja
á um að sveitarfélög bæti úr ofan-
greindum vandamálum. Auk þess er
Hollustuvernd ríkisins ætlað að vinna
að samræmingu og aðstoða nefndim-
ar við úrlausn verkefna sinna.
Þegar athugað er ástand þessara
mála hér á landi, kemur í ljós að
langflestir landsmenn hafa aðgang
að ómenguðu neysluvatni. Þó er
neysluvatn í nokkrum bæjarfélögum
ófullnægjandi, sérstaklega á Vest-
fjörðum. Á mörgum stöðum á landinu
má sjá opna sorphauga og ijúkandi
brennslugryfjur. Sem dæmi um góð-
an gang mála má nefna að sorphau-
garnir í Gufunesi verða aflagðir nú
á næstunni og tekin upp böggun og
urðun, auk þess sem spilliefnum
verður fargað á viðunandi hátt.
Fráveitumálin eru því miður ófull-
nægjandi nær alls staðar á landinu
og víða í slæmu ástandi. Nauðsyn-
„í þessari kosningabar-
áttu og í framtíðinni
þarf að fara fram mál-
efnalegri umræða um
umhverfismál en verið
hefur. Það er mat
greinarhöfundar að
stærsta stjórnmála-
flokki landsins sé best
treystandi til að leysa
þessi mál farsællega,
m.a. með því að virkja
framtak einstaklinga í
samvinnu við þá aðila,
sem hafa það verkefni
að vinna að lausn
þeirra.“
lega þarf að bæta úr þeim í áföngum
á næstu árum, líkt og unnið er að á
höfuðborgarsvæðinu og víðar, með
góðum árangri, því ástand neyslu-
vatns, sorps- og fráveitumála hefur
áhrif á heilsufar manna, engu að
síður en á náttúru og dýralíf.
Á undanförnum misserum hefur
verið mikil umræða um hvernig eftir-
lit með umhverfismálum skuli hagað.
Á síðustu dögum Alþingis vorið 1990
var gerð grundvallarbreyting á lög-
um um hollustuhætti og heilbrigði-
seftirlit frá 1981. Mengunarmál voru
Þórhallur Halldórsson
flutt frá heilbrigðisráðuneyti til um-
hverfisráðuneytis. Þar með er hætta
á, að rofin verði tengsl heilbrigðis-
og mengunareftirlits. Ekki verður
hér farið nánar út í ókosti þessarar
ákvörðunar, það hefur greinarhöf-
undur gert áður, m.a. í grein í 3.
tbl. Sveitarstjórnarmála, sl. sumar. í
stað þess verður lítillega farið yfír
stöðu þessara mála eins og þau koma
fyrir sjónir í dag og Kvemig þau
gætu þróast.
Skipan umhverfismála
Tveimur dögum fyrir lok síðasta
þings lagði umhverfisráðherra fram
frumvarp til laga um umhverfis-
vemd. Þar er m.a. gert ráð fyrir
nýrri ríkisstofnun, umhverfisstofnun,
með fastri ráðgjafarnefnd, fram-
kvæmdastjóra, fjórum deildum og
fjórum forstöðumönnum. Stofnun
þessi á að heyra undir umhverfisráð-
uneyti og ein af deildum hennar á
að stjórna mengunareftirliti í
landinu. í athugasemdum við fmm-
varpið segir að umhverfisráðherra
og umhverfísstofnun fari með yfir-
stjórn mengunarvama og að tillögur
um mengunarvamaeftirlit á svæðum
landsins skuli háðar staðfestingu
umhverfisráðherra. Óleyst verkefni á
sviði neysluvatnsöflunar, sorpförg-
unar og fráveitumála, brenna mest
á íbúum sveitarfélaga landsins. Þau
hafa mestra hagsmuna að gæta og
þeim er best treystandi til að leysa
þessi mál. Það verður vart gert á
skynsamlegan eða hagkvæman hátt
við skrifborð í Íteykjavík, þannig að
sú mikla miðstýring, sem boðuð er
í frumvarpinu, er tímaskekkja.
Eitt af mörgum erfiðum málum
sem bíða úrlausnar næsta Alþingis
og nýrrar ríkisstjórnar verður endur-
skipulagning á stjórnkerfi umhverf-
ismála. Við þá endurskoðun ætti að
mati greinarhöfundar að hafa m.a.
eftirfarandi í huga:
• Að yfirstjórn umhverfis-,
mengunar- og heilbrigðiseftirlits
verði í höndum eins ráðuneytis, ráðu-
neytis umhverfis- og heiíbrigðismála.
• Að ijárhagur sveitarfélaga
verði efldur og þeim þannig gert
kleift að sinna sínum skyldum og
axla þá ábyrgð sem á þeim hvílir,
varðandi lausn á neysluvatns-, sorp-
og fráveitumálum.
• Að starfssvið heilbrigðisnefnda
verði aukið og þeim breytt í umhverf-
is- og heilbrigðisnefndir. Þeim verði
fækkað úr 46 í 13 á landinu öllu,
þannig að ein nefnd starfi á hveiju
eftirlitssvæði, sem myndi leiða af sér
faglegri vinnubrögð og aukna sam-
ræmingu. Nefndirnar væru skipaðar
fulltrúum sveitarfélaga á svæðinu.
• Að menntun heilbrigðisfulltrúa
verði aukin, m.a. vegna aukinna
verkefna á sviði umhverfis- og meng-
unarvarna. Ennfremur verði heil-
brigðisfulltrúum fjölgað og aðstaða
þeirra bætt.
Lokaorð
Þegar til lengri tímna er litið þarf
Aukaaðild eða
ekki aukaaðild
eftir Gunnar Helga
Kristinsson
í Morgunblaðinu 6. apríl sl. held-
ur utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, því fram að ekki sé
verið að semja um aukaaðiid að
Evrópubandalaginu í yfirstandandi
viðræðum um Evrópska efriahags-
svæðið. Raunar sé ekkert til sem
heiti aukaaðild. Tilefni þessara
ummæla var grein eftir undirritað-
an í sama blaði daginn áður, þar
sem því var haldið fram að íslend-
ingar tækju um þessar mundir þátt
í samningaviðræðum um aukaaðild
að EB. Hér skal sú skoðun áréttuð.
238. grein Rómarsáttmálans
Aukaaðild geta ríki utan Evrópu-
bandalagsins fengið að bandalaginu
á ggundvelli 238. greinar Rómar-
sáttmálans, sem er einn af stofn-
sáttmálum bandalagsins. Sú grein
er ekki löng og því hægt að birta
hana hér í heilu lagi. Hún hljóðar
svo:
„Bandalagið getur með samning-
um við ríki sem standa utan þess,
samband ríkja eða' alþjóðastofnun,
stofnaði til aukaaðildar þeirra að
bandalaginu, sem felur í sér gagn-
kvæm réttindi og skyldur, sameig-
inlegar aðgerðir og sérmeðferð
mála. Slíkir samningar þurfa ein-
róma staðfestingu Ráðherraráðsins
eftir að hreinn meirihluti Evrópu-
þingsins hefur gefíð samþykki sitt. “
Eins og ég benti á í grein minni
5. apríl er í samningsumboði vísað
til þessarar greinar Rómarsáttmál-
ans sem grundvöll samningavið-
ræðnanna um Evrópska efnahags-
svæðið. Niðurstaðan er því einföld.
Aukaaðild er til, og íslendingar eru
nú að semja um slíka aðild.
Deilur um aukaaðild 1961-63
Á fyrstu árum sjöunda áratugar-
ins urðu hér á landi heilmiklar deil-
ur um aukaaðild íslands að Evrópu-
bandalaginu. Þær stóðu ekki um
hvort aukaaðild væri til eða ekki,
um það efaðist enginn þá. Þær
stóðu um hvort æskilegt væri að
ísland gerðist aukaaðili.
Viðreisnarstjórnin taldi að hyggi-
legt væri að kanna hvort það væri
hagstætt fyrir íslendinga að gerast
aukaaðilar að EB. Ekkert fer milli
mála um það að þar hafði stjórnin
í huga 238. grein Rómarsáttmál-
ans. Þannig segir t.d. í skýrslu ríkis-
stjómarinnar til Alþingis um ísland
og EB, sem Gylfí Þ. Gíslason flutti
12. nóvember 1962:
„í 238. gr. Rómarsáttmálans er
ráð fyrir því gert, að ríki geti leitað
aukaaðildar að Efnahagsbandalag-
inu, en hvorki sú grein né aðrar
greinar samningsins kveða nánar á
um, hvað í aukaaðild felist. Ljóst
er af ummælum forystumanna
Efnahagsbandalagsins, að þeirtelja
aukaaðildarsamninga geta verið
með ýmsum hætti og geta falið í
sér mikil tengsl eða lítil tengsl, eft-
ir því sem ástæður þykja til.“
Ekki voru allir jafn hrifnir af
áformum Viðreisnarstjómarinnar í
þessum efnum, og á flokksþingi
Framsóknarflokksins í apríl 1963
mælti t.d. Steingrímur Hermanns-
son — sem nú er forsætisráðherra
í sömu stjórn og Jon Baldvin er
utanríkisráðherra í — fyrir ályktun
þar sem sagði: „Aukaaðild að EBE
eins og ríkisstjómin sjálf í skýrslu
sinni og málflutningi hefur skil-
greint, myndi leiða til yfirráða út-
lendinga yfir helstu atvinnuvegum
og auðlindum þjóðarinnar. Með þvi
yrði sjálfstæði hennar og þjóðerni
stefnt í beinan voða.“
Sennilega hefðu margir sofíð ró-
legri á þeim tíma ef þeir hefðu
haft utanríkisráðherra sem hefði
sagt þeim að aukaaðild væri ekki til.
Orð og merking þeirra
Það sjónarmið er fyrir löngu orð-
ið ríkjandi að við þýðingu erlendra
orða beri að leitast við að yfirfæra
merkingu þeirra fremur en að þýða
þau stafrétt. Engum dettur í hug
að kalla utanríkisráðherra Breta
útlenda ritarann (foreign secretary)
eða bandarískan starfsbróður hans
ríkisritara (secretary of state). Við
notum einfaldlega orðið utanríkis-
ráðherra.
Orðið aukaaðild hefur frá upp-
hafí verið notað hér á landi yfír
enska orðið „association" eins og
það kemur fyrir í Rómarsáttmálan-
um. „Association" er reyndar ekki
auðvelt að þýða. Stafrétt þýðing
eins og „tengsl", sem Eyjólfur
Konráð Jónsson hefur stungið upp
á í Morgunblaðsgrein nýlega, er á
flestan hátt verri en aukaaðild, þótt
sakleysislegt yfirbragð heilli e.t.v.
susma stjórnmálamenn. Tengsl seg-
ir ekkert um eðli sambandsins. Frí-
verslunarsamningur íslands við EB
frá 1972 eru tengsl, en hann var
ekki aukaaðildarsamningur á
grundv.elli 238. greinar KómarsáU-
Gunnar Helgi Kristinsson
„Eins og ég benti á í
grein minni 5. apríl er
í samningsumboði vísað
til þessarar greinar
Rómarsáttmálans sem
grundvöll samningavið-
ræðnanna um Evrópska
efnahagssvæðið. Niður-
staðan er því einföld.
Aukaaðild er til, og ís-
lendingar eru nú að
semja um slíka aðild.“
málans. Ef fara á inn á braut staf-
réttra þýðinga mætti alveg eins
nota orð eins og samband eða sam-
eining, sem bæði koma fyrir í ensk-
íslenskri orðabók Arnar og Örlygs
sem þýðingu á orðinu „association".
Færri myndu senniiega vilja nota
„félag“ eða „kynni", hvað þá „hug-
renningatengsl" eða „sameining
jóna í sameind".
Orðið aukaaðild lýsir ágætlega
því sem um er að ræða. John Kinn-
as og A. Groom, sem eru prófessor-
4 ar í alþjóðastjórnmálum, hafa lýst
merkingu hugtaksins „association“
svo:
„Aukaaðild (association) er
sveigjanlegt fyrirbæri ... í vissum
kringumstæðum kann ríki að vilja
gerast aðili að alþjóðasamtökum
hvað ákveðin atriði varðar, án þess
að vera reiðubúið til að gerast full-
gildur meðlimur vegna þess að það
óskar ekki eftir að taka þátt í til-
teknum þáttum starfseminnar eða
í almennri samrunaþróun. Dæmi
um þetta eru sum hlutlausu ríkin í
Evrópu og Evrópubandalagið. Á
hinn bóginn getur aukaaðildar-
samningur einfaldlega verið skref
í átt að fuilri aðild ...“
Aukaaðild hefur þannig ekki
bara þann kost að vera rótgróið í
Evrópuumræðunni, heldur nær það
líka betur en önnur orð sem stung-
ið hefur verið upp á merkingu orðs-
ins „association“ eins og það kemur
fyrir í Rómarsáttmálanum.
Orðin og Evrópuumræðan
Þeirrar tilhneigingar hefur nokk-
uð gætt í Evrópuumræðunni að
flækja hana meira en þörf er með
því að skipta um þau orð sem notuð
eru til þýðinga. Til dæmis vilja
ýmsir taka upp Evrópusamfélagið
sem þýðingu á „European Comm-
unity“ í staðinn fyrir Evrópubanda-
lagið. Slíkt er óráð. Það er alveg
nógu erfitt fyrir almenning að átta
sig á öllum þeim mismunandi heit-
um og skammstöfunum (s.s. EB,
EFTA, EBE, KSE, Evrópuráðið,
Vestur-Evrópubandalagið o.s.frv.)
sem notuð eru um samstarf Evrópu-
þjóðanna án þess að umræðan sé
flækt enn frekar með lausung varð-
andi orðanotkun.
Almenna reglan hlýtur að vera
þessi: ef ekki eru þess brýnni rök
til að breyta um orð sem fest hefur
sig í sessi, þá á ekki að breyta til.
Til þess liggja engin brýn rök að
taka upp Evrópusamfélagið í stað-
inn fyrir Evrópubandalagið, né orð-
ið tengsl í staðinn fyrir aukaaðild.
Höfundur er lektor í
stjórnmálafræði við
Félngsvísindndeild Háskóln
íslnnds.