Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1991
Málþing* um fjöl-
miðlun og fatlaða
LANDSSAMTOKIN Þroska-
hjálp og Öryrkjabandalag- ís-
lands gangast fyrir málþingi um
fjölmiðlun og fatlaða í Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi á
morgun, föstudag.
Samtökin hafa fengið marga
fyrirlesara sem allir tengjast mál-
Uppsagnir hjá
Fiskimjöls-
verksmiðju
Hornafjarðar
Höfn.
SEM BETUR fer telst það nán-
ast sögulegur viðburður að fyr-
irtæki á Höfn hafi þurft að
grípa til uppsagna starfsfólks.
En nýverið var 19 starfsmönn-
um Fiskimjölsverksmiðju
Hornafjarðar sagt upp störfum.
Flestar uppsagnimar koma til
framkvæmda um næstu mánaða-
mót þegar starfsmenn í síldar-
vinnslunni (niðurlagningu) hætta
störfum vegna verkefnaskorts.
Ekki er neitt útlit fyrir að þessir
starfsmenn eigi von á atvinnu hjá
FH fyrr en þá á vertíð í haust.
Reksturinn hjá Fiskimjölsverk-
smiðjunni hefur verið afar erfiður
undangengið og nam tap á síðasta
ári um 9 milljónum króna.
- JGG.
Ríkisstjórnin:
Grasköggla-
verksmiðj-
urfá 10
milljónir
A FUNDI ríkisstjórnarinnar
í fyrradag var samþykkt að
veita 10 milljóna króna
framlag til graskögglaverk-
smiðja. Astæða þess er hve
illa verksmiðjunum hefur
gengið að selja framleiðslu
síðasta árs.
Fjórar grasköggiaverk-
smiðjur eru nú í landinu, en
verulegur samdráttur varð á
sölu grasköggla í kjölfar þess
að kjamfóðurgjald var lækkað
um helming fyrir síðustu ára-
mót. Framlagi ríkisstjómar-
innar verður deilt á milli verk-
smiðjanna fjögurra.
efninu á einn eða annan hátt.
Þingið hefst klukkan 13 og áætlað
er að því ljúki klukkan 17.
Fyrirlesarar verða Ama Böðv-
arsson, íslenskufræðingur, Inga
Jóna Þórðardóttir, formaður út-
varpsráðs, Dr. Sigrún Stefánsdótt-
ir, Sigmundur Ernir Rúnarsson frá
Stöð 2, Ragnar R. Magnússon frá
blindum og sjónskertum, Sigurlín
Margrét Sigurðardóttir frá heym-
arlausum, Sylvía Guðmundsdóttir
frá Námsgagnastofnun, Ámi
Bergmann ritstjóri Þjóðviljans,
Sigurdór Sigurdórsson frá DV og
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
Morgunblaðsins.
Lesið verður úr verkum Iðunnar
Steinsdóttur og umræðuhópur
þroskaheftra verður með innlegg
á þinginu.
Markmið þingisins er að vekja
athygli fjölmiðlafólks og almenn-
ings á rétti fólks til að fylgjast
með fréttum og öðru efni á að-
gengilegan hátt.
Aðgangur er ókeypis og kaffi-
veitingar verða á boðstólum í boði
samtakana.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sala útsæðis hafin
Sala kartöfluútsæðis hófst nú í vikunni hjá Ágæti
hf. Faxafeni 12, og af því tilefni var kartöflublaðra
fyrirtækisins sett á loft að viðstöddum hóp leikskóla-
barna. Að sögn Kristins Vagnssonar, sölustjóra
Ágætis, er kartöfluútsæðið nú selt á sama verði og
í fyrra, en boðið er upp á sex tegundir útsæðis.
Hann sagði að eingöngu væri um að ræða útsæði
frá viðurkenndum framleiðendum, sem skoðað hefði
verið af sérfræðingum Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins, og væri laust við alla sjúkdóma.
Hugmyndir viðskiptaráðherra um að breyta Búnaðarbanka í hlutafélagsbanka:
Fáir einstaklingar gætu ráðið
peningastefnunni í landinu
*
- segir Guðni Agústsson, formaður bankaráðs. Einkavæðing bankans má
ekki vera pólitísk flýtiverk, segir Halldór Blöndal, bankaráðsmaður
GUÐNI Ágústsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans og Halldór
Blöndal, bankaráðsmaður, telja að menn verði að fara sér hægt í
hugmyndum um breytingu bankans úr ríkisbanka í hlutafélagsbanka.
Guðni telur að verði ríkisbankarnir seldir eignist örfáir einstaklingar
hlutabréfin og geti þannig ráðið peningastefnunni í landinu. Þá sé
atvinnulíf hér á landi sé með þeim hætti að halda eigi í ríkisbankana
og hafa a.m.k. einn öflugan ríkisbanka. Halldór kveðst fylgjandi einka-
væðingu rikisbankanna, en ítrekar að hún megi ekki vera pólitískt
flýtiverk.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði í ræðu á ársfundi Seðla-
bankans á þriðjudag að næsta skref
í þróun bankakerfisins ætti að vera
að breyta Búnaðarbanka íslands í
hlutafélagsbanka. Fyrst um sinn
yrði bankinn þó í eigu ríkisins, en
síðan ætti að selja ríkishlutinn smátt
og smátt.
„Ég tel að menn eigi ekki að flýta
sér í þessum málum. Atvinnulíf okk-
ar er með þeim hætti að við eigum
að halda í ríkisbankana," sagði
Guðni Ágústsson, formaður banka-
ráðs Búnaðarbankans, í samtali við
Morgunblaðið. „Þó einhver breyting
verði á því þá tel ég að við verðum
alla vega að hafa einn öflugan ríkis-
banka. Ég tel að það eigi að leyfa
bankakerfínu að jafna sig eftir stofn-
un íslandsbanka og sjá hver reynslan
af þeirri bankasameiningu verður.
Við íslendingar höfum ekki efni á
því að færa fjármagnið í hendur
örfárra aðila. Það er enginn vafi á
því að verði ríkisbankarnir seldir
eignast örfáir einstaklingar hluta-
bréfin og geta þannig ráðið peninga-
stefnunni í landinu,“ sagði Guðni.
Halldór Blöndal, bankaráðsmað-
ur, sagði að þetta væri mál sem
þyrfti ítarlegan undirbúning og um-
fjöllun. „Búnaðarbankinn hefur ver-
ið vel rekinn og eiginfjárstaða hans
er sterk,“ sagði Halldór. „Við stönd-
um nú frammi fyrir vaxandi sam-
keppni frá erlendum peningastofn-
unum, sem viðskiptabankamir eru
ekki nægilega vel búnir undir að
mæta. Eins og afstaða ríkisstjórnar-
inar hefur verið til viðskiptaban-
kanna getur verið stórhættulegt að
færa yfirstjóm þeirra frá þingkjörnu
bankaráði til ráðherra og er nærtæk-
ast að minna á orðaskipti Steingríms
Hermannssonar og Jóns Sigurðsson-
ar í því sambandi. Á hinn bóginn
er ég sammála því að nauðsynlegt
sé að einkavæða ríkisbankana, en
ítreka að það má ekki vera pólitískt
flýtiverk, heldur vel undirbúin breyt-
ing og aðlögun að þeirri samkeppni,
sem fylgir ftjálsum fjármagnsmark-
aði,“ sagði Halldór Blöndal.
Tónleikar í Hafnarborg
Kannaðir möguleik-
ar á vatnsútflutningi
héðan í tankskipum
A NÆSTU mánuðum mun áhugahópur um vatnsútflutning kanna
möguleika á stofnun fyrirtækis hér á landi. Að sögn Þórhalls Gunn-
laugssonar, forsvarsmanns hópsins, eru uppi hugmyndir um að flytja
vatnið út í 250 þús. til 400 þús. tonna tankskipum. Vatnið verður feng-
ið úr Kapelluhrauni í landi Hafnarfjarðar. Hafa bæjaryfirvöld í Hafnar-
fírði veitt hópnum sex mánað frest til undirbúnings og stofnun fyrir-
tækisins.
ÁSDÍS Kristmundsdóttir sópran-
söngkona og Kristinn Om Krist-
insson píanóleikari halda tónleika
í Hafnarborg, Hafnarfirði,
fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.30.
Ásdís lauk einsöngvaraprófi frá
Söngskólanum í Reykjavík vorið
1987. Það haust hóf hún nám við
tónlistardeild Boston University og
lauk þaðan meistaraprófi (Master
of Music) í desember síðastliðnum.
Hún hefur komið fram sem ein-
söngvari við ýmis tækifæri, bæði hér
heima og erlendis og sungið í sjón-
varpi og útvarpi.
Kristinn Öm Kristinsson lauk
lokaprófi frá Tónlistarskóla Akur-
eyrar. Hann stundaði síðan fram-
haldsnám við University of Southem
Illinois og University of Saint Louis.
Á efnisskránni í kvöld verða flutt
lög eftir Mozart, Schubert, Mus-
grave, Fauré og Strauss.
Kristinn Örn Kristinsson og Ásdís Kristmundsdóttir.
Þórhallur sagði, að um 30 milljón-
ir króna þyrfti til að stofna hlutafé-
lagið og vinna áfram að undirbún-
ingi en hann hófst fyrir rúmum tíu
árum og hefur áhugahópurinn til
þessa greitt allan kostnað úr eigin
vasa. Búið er að kanna markaðs-
möguleika erlendis og hafa einkum
bandarískir gosdrykkja- og djús-
framleiðendur og heilsuhæli sýnt
áhuga á að kaupa vatnið. „Þessi
sala mun því ekki hafa nein áhrif á
útflutning á því vatni sem er pakkað
hér,“ sagði Þórhallur. „Þarna er um
allt annan markað að ræða.“
Sagði hann, að niðurstöður rann-
sókna á vatninu lofuðu góðu. Þær
sýndu að um gott vatn væri að ræða
og nær ótakmarkað. Fyrirhugað er
að bora eftir vatninu og koma upp
öflugri dælustöð, sem gæti dælt 6
þús. sek. lítrum á klst. Reiknað er
með að dælan kosti um kr. 400 millj.
Þegar vatnið er komið urh borð
er flutningur þess á ábyrgði kaup-
enda og bera þeir einnig ábyrgð á
gæðunum en nýlega hefur tæknin
gert mönnum kleift að flytja vatn
með þessum hætti án þess að það
mengist. Um fimm daga tekur að
fylla hvert skip og er reiknað með
að hægt verði að afgreiða fjögur til
sex skip á mánuði.
„Málið snýst um að stofna öflugt
íslenskt fyrirtæki um þennan út-
flutning," sagði Þórhallur. „Þetta er
okkar auðlind og kaupendur eru fyr-
ir hendi. Við höfum sent völdum ein-
staklingum bréf og boðið þeim að
vera með og höfum fengið nokkarar
fyrirspurnir. Bankar, opinberir sjóðir
og fjárfestingafélög halda enn að
sér höndum en bankar eru tilbúnir
að styðja okkur ef okkur tekst að
afla hlutafjárs og nægra trygginga."