Morgunblaðið - 11.04.1991, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
SPARIÐ BENSÍN
AKIÐ Á
Hrun kommúnismans og sameining Þýskalands;
Þrýst var á sovéska ráða-
menn um að beita hervaldi
GOODfYEAR
HEKLA
LAUGAVEG1174
* 695560 & 674363
GOODfYEAR
60 ÁR
Á ÍSLANDI
„Charme"
Gæði og góð þjónusta
PFAFF
Borgartúni 20, sími: 626788
- segir Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna
Moskvu. Reuter.
EDÚARD Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
segir í viðtali sem birtist í gær í vikuritinu Literatúrnaja Gazeta
að ráðamenn í Kreml hafi sætt miklum þrýstingi um að grípa inn
í rás atburða er valdakerfi kommúnismans hrundi eins og spila-
borg í Austur-Evrópu haustið 1989. Shevardnandze lætur að því
liggja að harðlinukommúnistar sovéskir, þeir sem ákafast hafa
gagnrýnt slökunarstefnuna Shevardnadze og Míkhaíls Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga á vettvangi utanrikismála, hefðu verið reiðubúnir
til að hefja styijöld til að koma í veg fyrir sameiningu Þýska-
lands hefðu þeir verið einráðir
Shevardnadze, sem sagði af sér
í desember í fyrra, segir að vald-
hafar í leppríkjum Sovétríkjanna
og sovéskir harðlínukommúnistar
hafi ákaft hvatt sovésk stjórnvöld
til að beita valdi til að beija niður
uppreisn alþýðu manna í Austur-
Evrópu. Hann kveður afstöðu
þessara afla hafa verið hina sömu
og þá er réði því að Sovétmenn
beittu hervaldi í Austur-Þýska-
landi 1953, Ungveijalandi 1956
og í Tékkóslóvakíu 1968. íhlutun-
arstefna þessi var kennd við Leo-
níd Brezhnev, fyrrum leiðtoga
Sovétríkjanna, sem kvað upp úr
um það að réttlætanlegt væri að
Sovétmenn beittu valdi væri só-
síalismanum ógnað í leppríkjun-
um. Þessari kenningu höfnuðu
þeir Gorbatsjov og Shevardnadze
og er það almennt talið eitt helsta
skilyrðið fyrir því að almenningur
í Austur-Evrópu reis upp gegn
valdaeinokun kommúnista.
Shevardnadze segir í viðtalinu
að hann hafi þegar árið 1986,
skömmu eftir að hann varð ut-
Sovétríkjunum.
Edúard Shevardnadze Reuter
anríkisráðherra, gert sér ljóst að
sameining Þýskalands væri óhjá-
kvæmileg. Viiji þýsku þjóðarinnar
til sameiningar hafí verið öldungis
óvefengjanlegur, og aðskilnaður í
krafti hugmyndafræði, vígtóla og
steinsteypu óveijandi.
Shevardnadze víkur að gagn-
rýni sovéskra harðlínukommúnista
sem þráfaldlega hafa sakað foryst-
usveit Kommúnistaflokksins so-
véska um að hafa fylgt óábyrgri
stefnu í utanríkis- og öryggismál-
um er kommúnisminn hnmdi í
Austur-Evrópu. Hann segir að
íhlutun Rauða hersins hefði getað
kostað styijöld, þriðju heimsstyij-
öldina.
Hann kveður það sjónarmið
harðlínumanna að stefna sú sem
Gorbatsjov hefur boðað og kennd
hefur verið við perestrojku hafi
orðið til þess að skapa ólgu og
óánægju í Austur-Evrópu ekki fá
staðist. Þvert á móti sé það sögu-
leg staðreynd að andóf gegn vald-
höfum hafi verið hafið löngu áður
en Gorbatsjov hófst til valda í
Moskvu. Vísar Shevardnadze til
Póllands og hreyfingar Samstöðu
snemma á síðasta áratug og
minnir á að herlög hafi ekki dugað
til að bijóta Lech Walesa, leiðtoga
stjómarandstöðunnar og núver-
andi forseta Póllands, og stuðn-
ingsmenn hans á bak aftur. Leið-
togar leppríkjanna hafi undan-
tekningarlítið ekki gert sér neina
grein fyrir því hve undirstöður
valda þeirra væru ótraustar.
John Updike og Neil
Simon hlutu Pulitzer-
bókmenntaverðlaunin
New York. Reuter.
RITHÖFUNDARNIR John Updike og Neil Simon fengu Pulitzer-verð-
launin fyrir bókmenntir sem afhent voru á þriðjudag. Updike vann
verðlaunin fyrir skáldsögu sína „Rabbit at rest“ en Simon fyrir leik-
rit sitt „Lost in Yonkers". Pulitzer-verðlaunin eru æðstu verðlaun
Bandaríkjanna á sviði lista og blaðamennsku.
Caryle Murphy, blaðamaður á
Washington Post, sem sendi fréttir
úr felum í Kúveit dagana eftir inn-
rás fraka í landið fékk verðlaun
fyrir erlend fréttaskrif ásamt Serge
Schemann, blaðamanni á New York
Times, sem fékk verðlaunin fyrir
frásagnir sínar af sameiningu
Þýskalands.
Verðlaun fyrir rannsóknarblaða-
mennsku hlutu Joseph Hallinan og
Susan Headden, blaðamenn á Indi-
anpolis Star fyrir skrif sín um
SKÓLARITVÉLAR
Þægilegar í notkun, íslenskur
leiðarvísir og sérstaklega hljóðlátar.
Sjáifvirk ieiðrélting, feitletrun
og undirslrikun.
5 íslensk letur.
SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf
NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222
-tækni og }>jónuHlu á IrauRtum grunni
læknamistök í Indiana-fylki.
Jim Hoagland á Washington Post
fékk verðlaun fyrir stjórnmálaskrif
fyrir dálkaröð um Persaflóastríðið
og hina erfiðu stöðu Mikhaíls Gor-
batsjovs, forseta Sovétríkjanna.
Alls voru veitt 25 verðlaun og
hlutu kvenmenn 11 þeirra. Er það
hæsta hlutfall í sögu Pulitzer-verð-
launanna.
■ HÖFÐABORG - Afríska
þjóðarráðið, ANC, virtist í gær
reiðubúið að láta af kröfum sínum
um afsögn tveggja ráðherra. í yfir-
lýsingu ANC kom fram að Nelson
Mandela, leiðtogi ráðsins, hefði á
lokuðum fundi í Höfðaborg á þriðju-
dag sagt að kröfurnar hefðu verið
settar fram til að „styrkja trú
manna á friðarbaráttuna".
■ BELGRAD - Þingið í júgó-
slavneska lýðveldinu Serbíu sam-
þykkti í gær afsögn innanríkisráð-
herra lýðveldisins, Radmilo Bogd-
anovic. Hann sagði af sér vegna
óeirða sem brutust út í Belgrad
9. mars sl. en í þeim féllu 9 manns.
Afsögninni var ætlað að minnka
spennu í Serbíu. Kommúnistar,
sem fara þar með völd, eru undir
miklum þrýstingi um að gera um-
bætur í lýðræðisátt eftir að þús-
undir námsmanna mótmæltu í mið-
borg Belgrad í fimm daga eftir
óeirðirnar.
Síðasti Wartburginn
Síðasti Wartburginn, eldrauður á lit, rúllaði af færibandinu í Wart-
burg-verksmiðjunum í borginni Eisenach í gær. Brustu margir hinna
6.200 starfsmanna verksmiðjunnar, sem byggðar voru 1896, í grát
við þetta tækifæri enda alls óvíst hvað tekur við hjá þeim. Til stend-
ur að hefja framleiðslu á Opel-bifreiðum í Eisenach en það verður
ekki fyrr en árið 1993. Síðasti Wartburginn verður ekki seldur held-
ur sýndur á safni. Framleiðslu á Trabant-bifreiðum verður hætt síðar
í þessum mánuði.