Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 38
! MÓRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR llJ'ÁPRÍL 1991 Velheppnað- ir vetrar- leikar Léttis Frá Vetrarleikum íþróttadeildar Léttis. VETRARLEIKAR íþróttadeild- ar Léttis voru haldnir um pá- skana og tókust þeir vel, að sögn Guðlaugar Hermannsdótt- ur gjaldkera deildarinnar. Fjöl- margir tóku þátt í leikunum og var keppni á stundum hörð, einkum í flokki unglinga. Leik- arnir stóðu yfir í þrjá daga og var í boði fjölbreytt dagskrá allan tímann. Sigríður Stefáns- dóttir forseti bæjarstjórnar setti leikana. „Vetrarleikarnir mæltust mjög vel fyrir og voru vel sóttir. Við sem að þessu stóðum teljum að ótrúlega vel hafi tekist til þrátt fyrir að við höfum ekki til umráða sérstakt sýningarsvæði. Áhugi á hestamennsku er mikill hér á Akureyri, líklega eru það um 1.300 manns sem hana stunda og því þykir brýnt að hér verði til staðar gott sýningarsvæði mið- svæðis í bænum,“ sagði Guðlaug. í töltkeppni urðu úrslit þau að í flokki fullorðinna sigraði Guð- mundur Hannesson á Vin, Birgir Árnason á Hetju varð annar og Sigmar Bragason á Feng varð þriðji. í flokki barna 12 ára og yngri sigraði Þórir Rafn Hólmgeirsson á Feidi, Sveinn Ingi Kjartansson á Eldi varð annar og Elvar Jón- steinsson á Júní varð þriðji. Keppnin varð einna hörðust í flokki unglinga, en þar fór Börkur Hólmgeirsson á Sabínu með sigur af hólmi, Þór Jónsteinsson áKviku varð annar og Erlendur Oskarsson á Stubb varð þriðji. í flokki ung- menna varð Sigrún Brynjarsdóttir á Glitni í fyrsta sæti, Hólmfríður Bima Björnsdóttir á Kremi í örðu og Friðdóra Friðriksdóttir á Blossa í því þriðja. í 150 metra skeið sigraði Jó- hann G. Jóhannesson á Hörpu, Matthías Eiðsson á Prúð varð annar og Olafur Örn Þórðarson á Litla-Jarp varð þriðji. I gæðinga- skeiði sigraði Sveinn Jónsson á Krumma, Sigmundur Siguijóns- son á Hvassi varð annar og Ólaf- ur Öm Þórðarson á Litla-Jarp varð þriðji. Viking-Brugg: Pilsnerinn einnig kominn í flöskur VIKING-Brugg á Akureyri hefur sett á markað Viking Pilsner bjór í nýjum umbúðum. Bjórinn er boðinn bæði í flöskum og dósum Skráningu á Pollamót að ljúka HIÐ árlega „Pollamót“ Þórs og Sjallans verður haldið i þriðja sinn í sumar, en þátttöku ber að tilkynna fyrir 15. apríl næstkom- andi. Mótið verður haldið dagana 5. til 7. júlí næstkomandi. Þau félög sem áður hafa verið með í mótinu sitja fyrir ef þátttökulið verða of mörg. Vænst er þátttöku 20 til 25 liða hvaðanæva af landinu og fara mótsslit fram í Sjallanum á laugar- dagskvöidi. Mikilvægt er að lið verði skráð til keppni eigi síðar en 15. apríl, en skráning fer fram hjá Knattspyrnudeild Þórs og gefur Benedikt Guðmundsson nánari upp- lýsingar. og eru umbúðirnar hvítar með rauðri og gylltri rönd. Mikil eftirspurn var eftir þessum bjór í eldri umbúðunum, sem voru grænar dósir. Þótti rétt að neytend- ur hefðu val um umbúðategund og því er Viking Pilsner nú einnig boð- inn í flöskum. Bjórinn er 4,6% að styrkleika sem er samsvarandi þeim bjór sem mest er drukkið af, t.d. í Danmörku og er verðið með því lægsta á markaðnum um þessar mundir. Að undanfömu hefur verið leitast við að auka enn gæði þessa bjórs frá því er var og nýta til fulls nýt- ísku tækjabúnað verksmiðjunnar, sérþjáifað starfsfólk og úrvals hrá- efni. Eitt af aðalhráefnunum í bjór er vatn og hefur bruggmeistari Vik- ing Brugg talað um að hann hafi aldrei á 30 ára ferli sínum víða um lönd aldrei bruggað bjór úr jafngóðu vatni og hér á landi. Magnús Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri sagði að framleiðsla væri í fullum gangi hjá fyrirtækinu og menn fyndu fyrir uppsveiflu. „Við höfum fundið mikinn meðbyr með okkar framleiðsluvörum síð- ustu vikur, sem er mjög ánægju- legt,“ sagði Magnús. v Kjötiðnaðarstöð KEA: Birgðir af dilkakjöti duga ekki til næstu sláturtíðar Reiknað með að kaupa þurfi um 100 tonn til að mæta eftirspurn REIKNAÐ er með að Kjötiðnaðarstöð KEA þurfi að kaupa um 100 tonn af dilkakjöti, þar sem ljóst er að birgðir stöðvarinnar duga ekki fram að næstu sláturtíð. Óvenjulitlar birgðir eru nú til í stöðinni af flestum tegundum kjöts, ekkert er til af svínakjöti, eitthvað af nautakjöti og 260 tonn voru til af kindakjöti um síð- ustu mánaðamót, sem er óvenjulítið. Skýringar á góðri birgða- stöðu dilkakjöts eru annars vegar þær að minna sauðfé var slátr- að þar gíðasta haust og eins hefur sala það sem af er árs verið mjög góð. Óii Valdimarsson framkvæmda- stjóri Kjötiðnaðarstöðvarinnar Leikfélag Menntaskólans ó Akureyri sýnir Grænfjöðrung eftirCarlo Gozzi. Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson. 2. sýn. fimmtud. 11. apríl kl. 20.30. 3. sýn. mánud. 15. apríl kl. 20.30. 4. sýn. þriðjud. 16. apríl kl. 20.30. Miðapantanir í síma 24073 alla daga frá kl. 16-20 nema lau. og sun. frá kl. 14-17. Miðáverð kr. 800,600 fyrir skólafólk. Leikfélag MA. sagði að nokkru færra sauðfé hefði verið slátrað í haust en árið áður, en það þýddi að um 50 tonn minna af dilkakjöti er þar til ráðstöfun- ar. Rólegt var yfir sölunni fram til áramóta, en í janúar og febrúar tók hún kipp og kvaðst Óli ekki muna svo góða sölu yfir þessa mánuði áður. Hann sagði að ákveðnir flokkar dilkakjöts væru búnir og hefði hann þegar keypt um 20 tonn frá öðrum stöðum af þeim flokkum, en þar er um að ræða kjöt í ódýrari flokkum. Þá sagði Óli að kjöt í úrvalsflokki væri rétt að verða búið. Frá ára- mótum er búið að selja um 160 tonn af kindakjöti. Um síðustu mánaðamót voru til 260 tonn af dilkakjöti hjá stöðinni sem er miklu minna magn er áður hefur verið þar tii í birgðum. Óli sagði að salan væri að jafnaði frá 50 tonnum og upp í 70 á mánuði, en fyrirsjáanlegt væri að mestu sölumánuðirnir væru eftir, þ.e. sumarmánuðirnar þegar lands- menn grilla af kappi, en einn sum- armánuðinn í fyrra seldust um 100 tonn af kjöti. „Það liggur alveg ijóst fyrir að við verðum að kaupa kjöt og við getum reiknað með að það verði um 100 tonn sem við þurfum til að anna eftirspuminni. Þetta er stórt markaðssvæði, eða um 20 þúsund manns, en helstu skýringar á því hversu góð birgða- staðan er núna eru þær að sauðfé hefur fækkað í sýslunni og eins hefur salan verið óvenju lífleg,“ sagði Óli. Hann sagði það sína skoðun að farsælt væri að lengja sláturtíðina, en til að það væri unnt, þyrfti að kenna fólki að snæða ófrosið lambakjöt. Kæmist fólk upp á lag- ið með það væri möguleiki á að heija sláturtíð í ágúst og vera að í rólegheitum fram til jóla. HVað aðrar tegundir kjöts varð- ar eru engar birgðir til af svína- kjöti og er framleiðsla þess í jafn- vægi, en slátrað er einu sinni í viku. í byrjun febrúar voru til 14 tonn af nautakjöti og hafa birgðir ekki verið minni í mörg ár. 5. Esso-mót KA haldið í sumar FIMMTA Esso-mót Knattspyrnu- félag^s Akureyrar verður haldið á Akureyri 4. til 6. júlí í sumar fyrir 5. flokk með þátttöku a-, b- og c-liða. Mikil þátttaka var á mótinu á siðasta ári og þvi nauð- synlegt að tilkynna þátttöku sem fyrst, og eigi síðar en 1. maí næstkomandi. Ég þakka afheilum hug samstarfsfólki, vinum og vandamönmim, fjœr og nœr, alla þá hlýju og gleöi, sem mér var sýnd á áttræÖisafmœli mínu þann 5. apríl s/. Meö friöar- og farsældaróskum, Áskell Jónsson. Á síðasta ári var þetta fjölmenn- asta knattspyrnumót fyrir einn flokk sem haldið var á landinu, en þá tóku 52 lið þátt, eða um 520 börn. Samhliða mótinu verður hald- ið innanhúsmót í „bandí" með út- sláttarfyrirkömulagi og verðlaun veitt fyrir sigur í því móti. Knattspymumótið verður haldið frá fimmtudegi til laugardags og þurfa þátttakendur því að koma til Akureyrar á miðvikudegi en móts- setning verður á miðvikudagskvöld og keppni hefst á fimmtudags- morgni. Mótinu lýkur á laugardags- kvöld með kvöldvöku og mótsslit- um. Þátttöku skal tilkynna til Sveins Brynjólfssonar, Magnúsar Magnús- sonar eða Gunnars Kárasonar. Ásprent hefur keypt þriggja lita prentvél af gerðinn Morgan 905 fyrir um 20 milljónir króna. Asprent fær nýja prentvél ÁSPRENT hf. á Akureyri hefur fest kaup á Morgan 905 prentvél, en kaupverðið er tæplega 20 millj- ónir króna. Vélin er nýkomin til landsins og verður byijað að setja hana upp hjá fyrirtækinu í næstu viku. Vélinni, sem er þriggja lita er einkum ætlað að framleiða tölvupappír. Þórður Kárason hjá Ásprent sagði að með tilkomu vélarinnar myndi þjónusta og gæði aukast til muna, og ekki síst yrði pappírinn ódýrari en áður. Þórður sagði vélin þá full- komnustu sinnar tegundar og þá einu utan höfuðborgarsvæðisins. Vélin getur höggvið pappír niður af rúllu í arkir og einnig verður unnt að fram- leiða tölvupappír með litmyndum, svo eitthvað sé nefnt. Ásprent á fyrir eina eins lits prent- vél og aðra tveggja lita. Vélin verður væntanlega komin í gang um næstu mánaðamót. ------M-t------ Fyrirlestur hjá sorgar- samtökunum GYÐA Haraldsdóttir sálfræðingur flytur fyrirlestur um sorg í kjölfar þess að eignast fatlað barn á fundi Samtaka um sorg og sorgarvið- brögð í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.