Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRIL-1991
39
A L
N G
S K O
N G A R
Sameiginlegur framboðsfundur í Ólafsvík:
Tekist á um fiskveiðastefnuna
og jöfnun húshitunarkostnaðar
Fjölmennt var í félagsheimili Ólafsvíkur á framboðsfundinuin.
Á FJÖLMENNUM kosningafundi
sem haldinn var í félagsheimilinu
í Ólafsvík sl. þriðjudagskvöld
kom fram í fyrirspurnum fundar-
gesta að fiskveiðastefnan og
jöfnun húshitunarkostnaðar eru
þau mál sem einna mest virðast
brenna á kjósendum í Vestur-
landskjördæmi. Átta flokkar og
samtök bjóða fram í kjördæminu
og hófst fundurinn á framsögu-
erindi fulltrúa flokkanna.
Fyrstur á mælendaskrá var Sig-
urður Þórólfsson sem skipar annað
sæti B-lista Framsóknarflokks.
Hann fór nokkrum orðum um þau
mál sem helst yrði kosið um í kom-
andi kosningum og sagði að þar
yrðu störf og góður árangur núver-
andi ríkisstjórnar í efnahagsmálum
ofarlega á lista. Hann sagði að af-
staða Framsóknarflokksins til Evr-
ópumáianna væri skýr — flokkurinn
hafnaði inngöngu í EB. Með inn-
göngu í EB myndi þjóðin afsala sér
yfirráðum yfir auðlindum lands og
sjávar og það yrði ekki aftur snúið.
Tvö þrep í vsk
Díana Dröfn Olafsdóttir, sem
skipar 5. sæti F-lista Fijálslyndra,
sagði að helstu stefnumál fram-
boðsins væri að persónuafsláttur
maka verði fullnýtanlegur og skatt-
leysismörk verði hækkuð í 87.335
kr. Þessu verði náð án lækkunar á
tekjum ríkissjóðs með því að leggja
hærri skatta á tekjur umfram 170
þúsund kr. Þá legði F-listinn til að
tekin yrðu upp tvö þrep í virðisauka-
skatt, það lægra 6% og það hærra
20%. Kjarnfóðurgjald yrði afnumið,
fullvirðisréttur framseljanlegur
milli lögbýla og bændum heimilað
að leggja inn afurðir sínar hvar sem
er á landinu. Hún sagði að Fijáls-
lyndir vildu valddreifingu á þann
hátt að heimastjórnir tækju í sínar
hendur verkefni sem nú eru leyst
hjá stjórnvöldum í Reykjavík.
Islandsmet í skattheimtu
Sturla Böðvarsson, efsti maður á
D-lista Sjálfstæðisflokksins, sagði
að Evrópumálefnin væru mikils-
verðustu viðfangsefni sem íslenskir
stjórnmálamenn hafa fengist við.
Hann lýsti vandlætingu sinni á þeim
vinnubrögðum Steingríms Her-
mannssonar að lýsa því yfir að efna
eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um
EB, en áður hefði utanríkisráðherra
haft fullt umboð til að semja um
þessi mál. Hann sagði að Sjálfstæð-
isflokkurinn legði á það áherslu að
það komi ekki til greina að ganga
inn í Evrópubandalagið og gangast
þar með undir Rómarsáttmálann.
Islendingar geti ekki sætt sig við
óheftan aðgang erlendra ríkja að
auðlindum Iandsins. Guðjón Guð-
mundsson, sem skipar 2. sæti G-
lista, sagði að viðskilnaður núver-
andi ríkisstjórnar væri íslandsmet
í skattheimtu, hrikalegur ríkissjóðs'-
halli, verulegt atvinnuleysi, stór-
aukin gjaldþrot og flótti af lands-'
byggðinni. Stöðva yrði sjálfvirka
útþenslu ríkisbáknsins og draga úr
miðstýringu sem færi stöðugt vax-
andi. Koma yrði í veg fyrir skatta-
hækkanir sem boðaðar hafa verið
og lækka skatta. Virðisaukaskatt
mætti lækka með því m.a. að af-
nema allar undanþágur. Réttlætis-
mál væri að fólk gæti notað skatt-
kort maka að fullu og að foreldrar
unglinga sem fara langan veg í
skóla gætu notað skattkort þeirra
að hluta. Guðjón sagði að sjálfstæð-
ismenn vildu nýta tímann fram að
endurskoðun kvótalaganna í árslok
1992 til að móta heildarstefnu í
fiskveiðistefnu og að um þá stefnu
takist víðtæk samstaða meðal
þeirra sem starfa að sjávarútvegi.
Kvótakóngar
Jóhann Ársælsson, efsti maður á
G-lista Alþýðubandalagsins, sagði
að alþýðubandalagsmenn hefðu sett
fram skýrar tillögur um stjórn fisk-
veiða. Hann sagði að þessar tillögur
hefðu orðið til vegna þess að aug-
ljóst væri hvernig kvótastefnan
væri að fara með byggðarlögin um
allt land. Að hægt væri að versla
með kvóta hefði leitt til þess að
veiðiheimildir færast milli byggðar-
laga og skipa og til yrðu kvótakóng-
ar. Reynslan sýndi að kvótinn safn-
aðist saman á örfá fyrirtæki. Jó-
hann hvatti viðstadda til að kynna
sér tillögur G-listans í fiskveiðimál-
um.
Launamunur karla og kvenna
Danfríður K. Skarphéðinsdóttir,
efsti maður á V-lista Samtaka um
kvennalista, sagði að störf kvenna
utan og innan heimilis væru lítt
metin að verðleikum í samfélaginu.
Hún sagði að konur í fullu starfi
utan heimilis fengju 62% af launum
karla í fullu starfi og heimilisstöf
væru ekki talin þess virði að þau
væru metin í þjóðarbúskapnum.
Kvennalistinn hefði lagt fram
margar tillögur sem miðuðu að því
að bæta kjör hinna lægstlaunuðu,
sjálfsögð krafa væri að einstakling-
ur gæti framfleytt sér af dagvinnu-
launum. Hún sagði að ríkisstjórnar-
flokkarnir hefðu stært sig mikið af
stöðugleika í efnahagsmálum en
hins vegar mætti hann ekki verða
á kostnað hinna lægstlaunuðu.
Snjólaug Guðmundsdóttir, sem
skipar 2. sæti V-lista, sagði að
Kvennalistinn hefði lagt fram á
Alþingi breytingartillögu um stjórn
fiskveiða sem felur m.a. í sér að
80% heildaraflans verði skipt á milli
byggðarlaga, betri nýtingu sjávar-
aflans og treysta innlenda fisk-
vinnslu og hlúa betur að starfsfólki
í sjávarútvegi. Hún sagði að Kvenn-
alistinn vildi styttingu vinnuvikunn-
ar, hækkun skattleysismarka, tvö
skattþrep og afnám virðisauka-
skatts á matvælum.
Makalaus umræða um
Evrópumál
Eiður Guðnason, efsti maður á
A-lista Alþýðuflokks, sagði að mak-
alaus umræðá ætti sér stað um
Evrópumálefnin. Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra vissi
allt sem þar væri að gerast og hníf-
urinn hefði ekki gengið á milli hans
og Jóns Baldvin Hannibalssonar í
þessum málum. Umræðan snerist
alls- ekki um inngöngu í EB heldur
evrópska efnahagssvæðið. Hann
sagði að tvennar-þrennar alþingis-
kosningar myndu líða áður en hugs-
anlega yrði höfð þjóðaratkvæða-
greiðsla um inngöngu í EB. Hann
sagði það ódrengilegan málflutning
af hálfu Steingríms Hermannssonar
og óheiðarleg vinnubrögð þegar
fólki væri sagt að það ætti að taka
afstöðu til EB núna. Staðan væri
einfaldlega sú að þjóðin væri ekki
nógu upplýst um málið.
Friðhelgi heimilisins
Helga Gísladóttir, sem skipar
efsta sæti á Þ-lista Þjóðarflokks-
Flokks mannsins, sagði að helstu
stefnumál framboðsins tengdust
lífsgæðum, frelsi og þátttöku ein-
staklingsins, sjálfstæði þjóðarinnar
og ábyrgð stjórnmálamanna.
Grundvallaratriði væri hækkun
skattleysismarka og að lágmarks-
laun verði ekki undir þeim mörkum,
afnám virðisaukaskatts á matvæli
og nauðsynjavörur og stöðvun lán-
töku ríkissjóðs á innlendum og er-
lendum mörkuðum til að koma í veg
fyrir vaxtahækkanir og hækkandi
verðbólgu. Framboðið myndi beita
sér fyrir útvíkkun hugtaksins frið-
helgi heimilisins á þann hátt að
ekki yrði unnt að bjóða upp heimili
fólks. Stofnaðar verði sérstakar
stjórnsýslueiningar landshluta sem
hafi ákvörðunarvald um sameigin-
legar framkvæmdir og þjónustu og
sett lög til að koma í veg fyrir hring-
amyndanir. Fjármagrúð sé að fær-
ast á æ færri hendur og með sama
áframhaldi verði greið leið fyrir
erlend stórfyrirtæki að hasla sér
völl í íslensku viðskiptalífi.
Efast um lestrarkunnáttu
Júlíusar Sólnes
Fjölmargar fyrirspurnir bárust
utan úr sal að framsöguerindum
loknum og snerust þær einkum um
fiskveiðastefnuna og jöfnun húshit-
unarkostnaðar. Spurt var hvort
Framsóknarflokkur gerði núverandi
kvótakerfi að úrslitaatriði í stjórn-
armyndunarviðræðum. Ingibjörg
Pálmadóttir, sem skipar efsta sæti
B-listans, sagði að þjóðarsátt hefði
orðið um kvótakerfíð þótt hún það
væri ekki gallalaust. Hún vitnaði í
Gallup-könnun þar sem fram kemur
að 62% þjóðarinnar er meðmælt
kvótakerfinu.
Fyrirspurn var beint til Arnórs
Péturssonar, efsta manns á F-lista,
hvort hann væri sammála ummæl-
um Júlíusar Sólnes um að F-listinn
væri hægraframboð. Amór sagði
sínum augum liti hver silfrið, sín
skoðun væri sú að F-listinn væri
jafnréttisframboð. Vildi Arnór efast
um lestrarkunnáttu Júlíusar teldi
hann þetta hægraframboð.
Spurt var hvaða flokkur hefði
jöfnun húshitunarkostnaðar á sinni
stefnuskrá. Fram kom í máli Sturiu
Böðvarssonar, efsta manns á lista
sjálfstæðismanna, að frambjóðend-
ur flokksins í Vesturlandskjördæmi
myndu gera jöfnun húshitunar-
kostnaðar að forgangsverkefni við
næstu stjórnarmyndunarviðræður
ef kjósendur veittu flokknum braut-
argengi í þessum kosningum. Hann
sagði að það væri talandi tákn um
ringulreið þá sem ríkti innan ríkis-
stjórnarflokkanna á síðustu dögum
þings. að tillaga nefndár undir for-
ystu Eiðs Guðnasonar um jöfnun
húshitunarkostnaðar skyldi ekki ná
fram að ganga. Sjálfstæðismenn
hafi lagt til að Landsvirkjun lækki
raforkuverð til húshitunar með
þeim hætti að arðgreiðslur og
greiðslur sem renna beint í ríkissjóð
verði látnar greiða niður húshitun-
arkostnaðinn.
Eiður Guðnason, efsti maður á
A-lista, kvaðst hafa lýst því yfir á
sínum tima að yrðu lög um álver
samþykkt ætti ekki að slíta þingi
fyrr en búið væri að afgreiða lög
um jöfnun húshitunarkostnaðar.
Lög um álver hefðu ekki verið sam-
þykkt vegna andstöðu Kvennalist-
ans og Hjörleifa Alþýðubandalags-
ins, eins og Eiður orðaði það. Alþýð-
umenn hefðu tengt þessi mál sam-
an. Hann sagði að þær tillögur sem
lægju fyrir og yrðu vonandi af-
greiddar á næsta þingi hefðu í för
með sér mikla Jækkun hitunar-
kostnaðar, niður í 5.000 kr. á vísi-
töluíbúð miðað við verðlag í janúar.
Jóhann Ársælsson var spurður
hvað hann ætti við með því að veið-
iálag margfaldist þegar veiðiheim-
ildir eru færðar frá trillu til togara.
Hann sagði að álagið tvöfaldaðist
við þessa yfirfærslu. Þorskur sem
veiddur væri á togurum væri um 2
kg að þyngd en að meðaltali 4 kg
sá þorskur sem veiddur er á smærri
bátum. Helmingi fleiri einstaklingar
væru veiddir þegar kvóti væri flutt-
ur frá trillu yfir á togara. Þetta
skipti máli þegar nýliðun á þorski
væri svo lítil sem raun bæri vitni.
Hann sagði að aflagjald sem gert
væri ráð fyrir í tillögum G-listans
væri hugsað til þess að kaupa út
úr flotanum þau skip sem væru
óhagkvæm í rekstri og til þess að
minnka hann.
texti: Guðjón Guömundsson
mynd: Alfons Finnsson
Morgunblaðið/Árni Helgason
Ibúðir aldraðra sem eru í byggingu I Stykkishólmi.
Smíði íbúða fyrir aldraða senn lokið í Stykkishólmi
HINAR 6 íbúðir aldraða sem nú eru í smíðum í
Stykkishólmi eru senn að verða tilbúnar og hefur
þeim þegar verið úthlutað. Við það hafa komið í
sölu vel með farin lítil einbýlishús, sem ungt fólk
og þá ekki síður brottfarnir Hólmarar hafa sýnt
áhuga á að kaupa. En nú virðist æ vinsælla að eign-
ast lítil hús hér til sumardvalar í Stykkishólmi. Það
má geta þess að nýlega hefur verið úthlutað lóðum
undir 6 raðhús í Tjarnarmýrahverfinu og er þessi
úthlutun til Tré^yiiðju Stykkishólms.
— Árni.