Morgunblaðið - 11.04.1991, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR .11, APRÍL 1991
0
0
HondaAccord 1991-EX
Fullbúinn lúxusbíll
á ótrúlega hagstæðu verði.
Greiðsluskilmálar við allra hæfi.
Við tökum góða, notaða bíla upp í nýja.
Verð frá kr. 1.360.000,- stgr.
/j
(ýjHOMDA
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900
A L Þ 1 N G S K O S N 1
N G
Jafnvægi atkvæða
eftir Jóhann
Hauksson
Þau ánægjulegu tíðindi heyrðust
að stjórnarskrárnefnd hafi komist
að samkomulagi um að sníða af
ýmsa vankanta á stjórnarskránni
og gera hana þannig virkari, ögn
nútímalegri og á þann hátt betri.
Eitt er það þó sem ég sakna sárt,
það er að hún verði gerð réttlátari.
I stjórnarskránni er bundið ákvæði
um misrétti milli fólks, misrétti sem
bundið er því hvar fólk hefur bú-
setu. Þetta eru óþolandi eftirstöðv-
ar af gömlum tima sem runnið
hefur sitt skeið til enda.
En af hveiju er þetta ástand
óþolandi? Auðvitað vegna þess að
slíkt misrétti brýtur í bága við þær
mannréttindahugsjónir sem fijáls-
lynt lýðræði byggir á og raunar sem
réttlætir það. Valdið er frá fólkinu
komið og er fyrir það. Það er ein-
ungis fólksins vegna sem Alþingi
og ríkisstjórn starfa. Allir eiga að
hafa jafn mikinn rétt til að ráða
stjórnvöldum því allir eru jafnir í
sjálfu sér, og allir búa jafn mikið
í þjóðfélaginu. Enginn er meiri
meðlimur þjóðfélagsins hvort sem
hann er lítill eða stór, karl eða
kona, ríkur, fátækur eða hvort
ættfeður hans koma að austan eða
vestan. Þess vegna eiga allir að
ráða jafn mikið hver stjórnar. Og
þess vegna ber að leiðrétta stjórn-
arskrárgrein 31, en hún felur í sér
það misrétti að ákvarðanir sumra
vega meira en annarra.
Það er illt til þess að vita að hér
á íslandi sé misrétti stjórnarskrár-
bundið og kostulegt að það sé tengt
0HITACHI
ÍMOKIA
ITT
KOJSNI
SJONVARPS
TILBOÐ
Vió hjá Litsýn í samvinnu vió Rönning
tökum nú notuó ITT eóa HITACHI
sjónvarpstæki sem greióslu upp í nýtt!
.hafdu samband og láttu okkur meta gamla tækió Þitt, Þér ad kostnaóarlausu!
Nú er rétti tíminn til aó
endurnýja sjónvarpstækió,
framundan er löng
kosningavaka og nauósynlegt aó
ná rétta litnum í kosningasjónvarpinu,
GREIÐSLUKJÖR
m ALLRA HÆFI
Med Munaláni eda
Visa ogEurocard
radgreidslum.
ZíTsÝyV
Borgartúni 29,sími 91-27095 622340. Opid á laugardögum frá kl 11-14
landsvæðum. Fyrr á tímum var
samskonar misrétti við lýði en það
var þá bundið við ættir, athafna-
- semi eða ríkidæmi, og að sjálfsögðu
kynferði. .
Veltum fyrir okkur hvers vegna
vægi atkvæða er eins mismunandi
og raun ber vitni. Þegar almennar
kosningar hófust seint á 19. öld
var ríkjandi hér bændaþjóðfélag,
þar sem nánast allir landsmenn
bjuggu í sveitum, við nánast sömu
aðstæður, og höfðu svipaðra hags-
muna að gæta. Þá var ríkjandi
mjög sterk hreppanefnd þannig að
fólk bar meiri hollustu til síns
hrepps en til iandsins alls. Vegna
þessa var landinu skipt í kjördæmi
sem voru ekki miðuð við fólksfjölda
heldur við hreppa og/eða ' sýslu-
mörk. Síðan hefur þjoðfélagið tekið
stakkaskiptum. Á eftir breytingum
á aðstæðum fjöldans (sem hefur
haft mikil áhrif á það hvernig hann
kýs) hafa valdamenn háð baráttu
um það hvort breyta skuli kerfinu
og þá hvernig.
Þeir sem telja sig munu hagnast
á hugsanlegri breytingu í átt til
jafnvægis atkvæða voru með breyt-
ingu, það er, þeir sem áttu fremur
atkvæða að vænta í bæjum þar sem
fólk þjappaðist saman, en í sveitum.
Hinir sem héldu miklu fylgi úti á
landsbyggðinni börðust á móti.
Þessi átök hafa staðið nærri sleitu-
laust síðan og kosningakerfið hefur
tekið miklum breytingum, að vísu
í litlum skrefum. Síðasta skrefíð
var stigið árið 1984. Þá voru tvö
atriði höfð til hliðsjónar.
Hið fyrra var að ná sem ná-
kvæmasta hlutfalli milli atkvæða
og fulltrúa á þingi, þ.e. að þeir
flokkar sem þá störfuðu skyldu fá
þingmenn í sem mestu samræmi
við atkvæðahlutfall viðkomandi
flokks. Þetta kann að sýnast réttl-
átt að þessu leyti, og er það fyrir
þá flokka sem voru á Alþingi er
breytingin var gerð og á þeim tíma
sem hún átti sér stað. Á hinn bóg-
inn er líklegt að ef flokkum fjölg-
ar, eða fækkar, og/eða ef fylgis-
hlutfall flokkanna breytist, þá
minnkar réttlæti kerfisins, og það
jafn mikið og breytingarnar verða
miklar.
Hitt atriðið sem gætt var vel að
er kerfisbreytingin átti sér stað var
að viðhalda misvægi atkvæða milli
kjördæma, þannig að mörgum
sinnum fleiri einstaklingar þurfa
að kjósa mann í Reykjavík til að
koma honum á þing en til dæmis
á Vestfjörum. Eins hneykslanlegt
og þetta er þá er það rétt:
Valdhafar lögðu á það áherslu
að þessi grundvallarréttur sem
menn hafa í lýðræðisþjóðfélagi sem
atkvæðisrétturinn er væri misvæg-
ur.
En hvernig er þetta mögulegt,
hver eru rökin sem gefin eru fyrir
þessu misvægi? Þau eru aðallega
tvö, bæði greinar af sama meiði.
Það er sagt að fjarlægari kjördæmi
þurfi meira á Alþingi að halda en
Reykjavík. Einnig að staðsetning
Alþingis í höfuðborginni gefi íbúum
Reykjavíkur og nágrennis betri
aðgang að þingmönnum en utan-
bæjarmönnum. Þessi rök lýsa
ákveðinni afstöðu sem að mínu
mati er úrelt: Þeirri að þingmenn
séu sendimenn sýslunnar og
hreppsins sem þeir koma úr og
þeim beri eingöngu að beijast fyrir
Jóhann Hauksson
„Valdhafar lögðu á það
áherslu að þessi grund-
vallarréttur sem menn
hafa í lýðræðisþjóðfé-
lagi sem atkvæðisrétt-
urinn er væri misvæg-
ur.“
velferð viðkomandi svæðis. Að þeir
séu erindrekar heimabyggðarinnar
og fólksins sem þar býr, fremur
en að huga að hagsæld þjóðarinnar
allrar, vera fyrir landið allt. Jafnvel
þótt maður fallist á réttmæti hrepp-
asjónarmiðsins falla umrædd rök í
ómerkileika sínum, ég hyggst ekki
teygja Iopann hér með að rekja þau.
Hveijar væru afleiðingar þess
að vægi atkvæða yrði jafnað?
Stjórnmálaflokkar yrðu jafn stórir
og atkvæðahlutfall þeirra segir til
um, ekki bara núna heldur einnig
við breyttar aðstæður í fjölda
flokka eða ef raðast öðruvísi en
nú er. Einnig er líklegt að stjórn-
málamenn mundu fremur huga að
málum heildarinnar en nú er. 'Þá
er spurt: En viljum við þetta, að
áherslur stjórnmálanna færist enn
af grasinu og á mölina, eða að
sumir flokkar hagnist og verði
stærri á kostnað annarra, til dæm-
is að Sjálfstæðisflokkurinn verði
enn stærri á kostnað Framsóknar-
flokksins? Eða Alþýðuflokkurinn á
kostnað Alþýðubandalagsins?
Svarið er einfalt: Það skiptir engu
máli. Á íslandi ríkir fijálslynt lýð-
ræði og í slíkum kerfum gilda þær
grundvallarreglur meðal annarra
að fólkið skuli ráða því hver stjórni
ríkisvaldinu. Ef fólkið vill einn fiokk
annan fremur eða að eitt sé gert
frekar en annað, skal farið að ósk-
um þess.
Af ofangreindum ástæðum ber
að breyta kosningalögunum sem
fyrst. Best væri að stjórnarskrár-
nefnd legði það fyrir atkvæði þings-
ins með öðrum frumvörpum um
breytingar á stjórnarskránni sem
verða samþykkt á þessu þingi og
því næsta.
Ef til þess er ekki nægur tími
verður að stefna að því að gera
þessa breytingu sem fyrst.
Höfundur er nemandi í Háskóla
íslands í stjórnmálafræði og
heimspeki.
Mats sýnir ljósmyndir
MATS Vibe Lund inun dagana
8. apríl til 5. maí sýna Ijósmynd-
ir á veitingastaðnum Vinafund-
um á Laugavegi 72.
Mats'er landskunnur fyrir falleg-
ar og vandaðar ljósmyndir frá vel-
flestum byggðakjörnum á íslandi.
Myndir Mats Vibe Lund hafa hlotið
margar viðurkenningar.
Á sýningunni eru margar forvitn-
ilegar nýlegar myndir. Sýningin er
opin alla virka daga frá kl. 10 til
20 á kvöldin.
Sýningargestir geta notið al-
mennra veitinga allan daginn, m.a.
er heitur matur í hádeginu, kaffi
er ávallt á boðstólum.