Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1991 SIEMENS-gæð/ STORGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH& NORLAND ): u f í m I /1;!, \ 11 ' Verksmiðjubúskapur er umhverfisvandamál eftir Ólaf R. Dýrmundsson Hinn 19. febrúar sl. sýndi ríkis- sjónvarpið breskan hálftíma frétta- þátt um svokallaðan verksmiðjubú- skap undir heitinu „Pukrað með matvæli." Þátturinn mun hafa vakið mikla athygli og var endursýndur 9. mars vegna fjölda áskorana. Sýndar voru svipmyndir frá stórum búum sem framleiða egg, kjúklinga, svínakjöt og nautakjöt með lág- markstilkostnaði þar sem fram- leiðsluhættirnir eru iíkari iðnaðar- framleiðslu en landbúnaði. Þessi verksmiðjubúskapur var oft rétti- lega nefndur þrengslabúskapur í þættinum, enda augljóslega reynt að ná hámarksnýtingu á húsrými. I reglum Evrópubandalagsins er búrhænunni ætlað 450 fersenti- metra gólfrými sem svarar til hálfr- ar blaðsíðu í íslensku dagblaði. Líka okkar mál Sumir kunna að segja sem svo að þróun verksmiðjubúskapar víða erlendis á undanförnum 20-25 árum varði okkur ekki. Víst er það rétt að þessar afurðir eru ekki á mark- aði hér með löglegum hætti, og enn sem komið er hefur uppbygging • slíks tæknivædds stórbúskapar ver- ið lítil hér á landi. Umræður um kosti og galla verksmiðjubúskapar eru því skammt á veg komnar en nú gætu breytingar verið í vændum hérlendis eigi óheft markaðshyggja að ráða ferðinni. Vegna þrýstings ýmissa aðila í þjóðfélaginu sem telja sig gæta hagsmuna neytenda getur svo farið að leyfður verði innflutn- ingur eggja, kjúklinga og svína- kjöts. Væntanlega myndu þær af- urðir fyrst og fremst koma frá verk- smiðjubúum sem bjóða lægsta verð- ið, og hér yrðu framleiðendur að keppa við þennan innflutning. Því má ætla að til þess að átandast þá „Við getum verið öðr- um til fyrirmyndar, framleitt holl og óm- enguð matvæli með hefðbundnum búskap- arháttum í sátt við nátt- úruna.“ samkeppni telji innlendir framleið- endur sér ekki annað fært en fara inn á sömu braut og þeir erlendu — inn á hála braut tæknivædds verk- smiðjubúskapar, sem nú sætir vax- andi gagnrýni erlendis eins og fram kom í áðurnefndum fréttaþætti. Það er einkum þrennt varðandi þessa framleiðsluhætti sem veldur áhyggjum og umræðum. í fyrsta lagi meðferðin á dýrunum, í öðru lagi mikil notkun lyfja og hormóna og í þriðja lagi ýmiss konar mengun og sýkingar frá búunum. Þetta er því umhverfismál og jafnframt ! * < meiri háttar OSIV TILBOÐ stendur til 19. aprfl á 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. JZ»4/kílóið Tilboðsverð: kr.59 kílóið 200 kr. afsláttur pr. kg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.