Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 47

Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 47 Ólafur R. Dýrmundsson byggðamál því að stór verksmiðjubú eru gjarnan reist í nágrenni þéttbýl- is á kostnað hefðbundins búskapar í dreifbýli. Erlendis er umhverfis- verndarfólk í fararbroddi þeirra sem gagnrýna verksmiðjubúskap af ýmsu tagi, það telur hann stríða gegn „grænum“ sjónarmiðum í víð- tækum skilningi. Eitt er víst að ekki yrði út- breiðsla verksmiðjubúskapar hér á landi til þess að fegra umhverfis- ímynd okkar í augum erlendra ferð- amanna. Við getum verið öðrum til fyrirmyndar, framleitt holl og ómen- guð matvæli með hefðbundnum bú- skaparháttum í sátt við náttúruna. Þessum gæðum má ekki fórna fyrir skammtímasjónarmið, gylliboð um lágt verð mega ekki ein sér ráða ferðinni. Grænt framboð Segir nei Stjórnmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir því að taumlaus markaðshyggja og hagvaxtarkapp- hlaup stuðla m.a. að uppbyggingu verksmiðjubúskapar og stríða gegn umhverfisvernd og visthæfum þjóð- arbúskap. Nýtt stjórnmálaafl, Grænt framboð — í Reykjavík og í Reykjaneskjördæmi — hefur það, m.a. á stefnuskrá sinni að unnið skuli gegn uppbyggingu verk- smiðjubúskapar. Varað er við inn- flutningi afurða frá slíkum búum og m.a. er vakin athygli á því að í tveim EFTA-löndum, Sviss og Sví- þjóð, er verið að koma á banni á hænsahald í búrum í áföngum. Grænt framboð stefnir að grænni framtíð og vill ekki verksmiðjubú- skap á íslandi. Fróðlegt væri að vita hvort önnur stjórnmálasamtök hafí markað svo ákveðna stefnu í þessu máli fyrir Alþingiskosningar Höfundur er landsrjíðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands og stuðningsmaður Græns framboðs. Laugamesið er perlan eftir Auði Sveinsdóttur Um það leyti sem menn voru í óða önn að byrgja sig upp fyrir páskahátíðina af mat sem satt hefði milljón hungraða í Afríku, bárust þær fréttir að langþráður draumur listamanna væri að rætast. Gengið hefði verið frá samningum um kaup á húsi Sláturfélags Suðurlands i Laugarnesi. Því er ekki að neita að ég varð meira en lítið stolt af félög- um mínum, Svavari Gestssyni, menntamálaráðherra, og Ólafi Ragnari Grímssyni, fjármálaráð- herra, að hafa leitt málið til lykta. Jafnframt því að leysa þarna á myndarlegan hátt áralangan vanda listamanna, hafa þessi húsakaup jafnframt stuðlað að byggðastefnu. Kaupin gera flutning SS til Hvols- vallar mögulegan og þar með eflingu og nýsköpun byggðar þar um slóðir. Þegar staðið er á hlaðinu framan við hið nýja hús listaskólans í Laug- arnesi og sjónum beint til norðurs verður manni strax hugsð til áforma annarra ráðamanna þjóðarinnar — þeirra sem stjóma í Reykjavík. Þarna er Laugarnesið — lætur lít- ið yfir sér, kúrir eins og í hnipri og Ekki ég, sagði litli granda- lausi Islendingurinn eftir Þóru Bryndísi Þórisdóttur Getur verið að sagan um litlu gulu hæjiuna eigi við um okkur Islendinga? Jú, svei mér þá ef við harðneitum ekki að baka brauðið og borðum það þar að auki fyrir- fram. Við bítum og bítum í brauðið en þegar minnst er á að baka meira til að bæta fyrir hina horfnu bita snúa flestir sér við og þykjast al- deilis hafa nóg að gera við önnur störf. Brauðið okkar En hvaða brauð er það sem við bítum af? Jú, það er Island, and- rúmsloftið og sjórinn. ísland er brauðið og vegna þess hve fá við erum höldum við að öllu sé skotið fyrir horn, brauðið hlýtur að end- ast til eilífðar þegar svo fáir bíta af því. En þessi rökstuðningur er því miður heldur grunnur. Hvort þjóðum og þjóðarbrotum er skipt upp í smáar eða stórar einingar segir ekki til um hversu grimmt þeir mega bíta af brauðinu. Hugsið ykkur ef öllu mannfólki væri skipt upp í 250.000 manna þjóðir og all- ir myndu haga sér eins og íslend- ingar! En hvenær bítum við í brauðið? Hvorki meira né minna en í hvert sinn sem við förum á klósettið, keyrum bílinn okkar, förum út með ruslið, segjum já við álverum, leyf- um erlendum her að menga hér flöll og firnindi (sbr. mengunarsly- sið á Langanesi), kaupum salernis- pappír sem er lengi að brotna niður Hvað er Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá P. ÞORGRÍMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640 í náttúrunni og hreinsiefni sem eru stórskaðleg henni. Svona gæti ég lengi talið. Hvar er frelsarinn? En hvað getum við gert að því þó við þurfum að fara á klósettið og komast á milli staða? Ekki get- um við haldið í okkur og það væri sjálfsmorðstilraun að hætta sér út á Miklubraut á hjóli! Svar margra væri: „Það sem þarf til hlýtur að vera almennilegur maður sem kemst inn á þing og reddar öllu heila klabbinu. Við almenningur getum jú ekki gert annað en að lifa lífinu eins og venjulega, hugsa um eigin rass og bíða eftir að ein- hver messíasinn komi og bjargi okkur!“ Er það þetta sem lýðveld- ið Island snýst um? Þegar litið er á virkni fólks í samfélaginu og hlustað eftir áhuga manna á núverandi ástandi eða breytingum á því skyldi maður helst ætla það. Oftar en ekki er komið að tómum kofum þegar minnst er á stjórnmál, fólk lítur undan, finnst þau vera því óvið- komandi. En hvaðan sem svo þau sjónarmið eru upprunnin, að land og þjóð séu okkur óviðkomandi, er kominn tími til að snúa blaðinu við. Gervilausnir Að setja upp skolpdælistöðvar sem ýta vandamálinu (menguðustu fjörum Evrópu) lengra frá okkur og byggja sorpböggunarstöð til að smækka vandann örlítið, að treysta á að vindurinn bjargi okkur frá mengun og kenna logninu um þeg- ar gula þokan liggur eins og þykkt teppi yfir höfuðborginni, að kaupa baneitraðar vörur í búðum og um- búðir í tonnatali og afsaka sig með því að hann Jói í næsta húsi sé nú miklu verri. Allt eru þetta stór vandamál og gervilausnir eins og dælistöð, böggun og fok verða að vfkja þegar í stað fyrir skynsamleg- um og raunhæfum lausnum sem duga. Ef við íslendingar höfum nokkurn áhuga á því að geta selt okkar matvæli áfram til útlanda, og að geta átt von á ferðamönnum og tekjum af þeim, verðum við strax að segja „Já, það skal ég gera“ við að baka brauðið líka. Þóra Bryndís Þórisdóttir „Eins og er seljum við landið fyrir hreina ímynd þess en landið er stórmengað og ímyndin því í mikilli hættu.“ bíður átekta örlaga sinna. Það má muna sinn fífil fegri. Merkilegri stað frá sögulegu sjónarmiði er varla hægt að finna í Reykjavík. Islands- sagan segir frá búsetu þar allar götur frá landnámsöld. Hallgerður langbrók mun hafa búið þar um hríð og er jafnvel talin greftruð í gamla kirkjugarðinum í Laugarnesi. Kirkja stóð þarna frá því um 1200 allt fram til 1794. 1825 til 1945 var þarna biskupssetur. Vegur staðarins var því mikill um aldaraðir. Þarna er lika ennþá örlítil strand- lengja af óspilltri fjöru eftir og göm- ul tún með beðasléttum frá um alda- mót. Enn verpa víst farfuglar á Laugarnesi í síðustu leifum mýrar- sunda og mólendis. Menningareögu- lega og náttúrufarslega á þessi stað- ur sér engan líkan í höfuðborginni. Hann er ómetanlegur — nálægðin við hinn nýja listaskóla, listasafn Siguijóns, útsýnið til Esjunnar, Við- eyjar — þetta er einstök perla í borg- armyndinni! Svona draumar og hugsanir mega ekki bera mann ofur- liði, því skilningur þeirra sem ráða borginni, þ.e.a.s. Sjálfstæðisflokks- ins, á ofangreindum kostum er ákaf- lega takmarkaður. Það eru nefnilega uppi ráðagerðir um vegalögn yfir svæðið og þar á einnig að fara um með breiðan og djúpan skurð vegna frárennslis úr dælustöð í gróflireinsistöð skolps sem reisa á úti á tanganum í beina sjónlínu út í Viðey. Framkvæmdir munu gjöreyðileggja svæðið, gróð- urfar þess og menningareögu. Þetta er því miður einmitt gott dæmi um takmarkaðan skilning Sjálfstæðis- flokksins á umhverfisvernd. Umhverfismál snúast ekki bara um skólphreinsun, þótt henni þurfí að sinna líka. Grófhreinsuðu skólpi á að veita út í Viðeyjarsund svo straumar nái að þynna það nægi- lega. í stað þess að gera ráð fyrir frekari hreinsun skólpsins við Kirkj- usand og úthlaupi þaðan er sá kost- ur valinn að sprengja leiðsluna áfram til norðurs og eyðileggja Lau- garnestána gjörsamlega. Osnortin náttúra og menningar- minjar eru komandi kynslóðum ekki síður mikilvæg en hin fornu handrit sem geyma perlur íslenskra bók- mennta. Menningareögulega hefur Laugarnesið miklu hlutverki að gegna og lítill skilningur ráðamanna í Reykjavík má ekki spilla þessum dýrmætum. Þannig er þessu mjög víða farið í borginni þótt óvíða sé þetta eins áberandi og í Laugarnesinu. í Öskju- hlíðinni þar sem Hitaveita Reykja- víkur og Skógræktarfélag Reykja- víkur hafa keppst við að gróðureetja SIEMENS Sjálfsögð mál Ef við viljum geta farið á klósett- ið með góðri samvisku, hjólað í vinnuna eða skólann án mikillar slysahættu og flokkað ruslið okkar á heimilum og komið því í endur- vinnslu, þarf samvinnu til. Við landsmenn verðum að leggja okkar af mörkum og sýna vilja okkar bæði í orði og á borði. Eins og er seljum við landið fyrir hreina ímynd þess en landið er stórmengað og ímyndin því í mikilli hættu. I augum raunsærra íslendinga ættu því skolphreinsistöðvar, end- urvinnslustöð, hjólreiðagötur, endurunninn og óbleiktur pappír og vistræn hreingerningarefni að vera sjálfsagðir hlutir sem allir verða áA taka höndum saman um að koma í notkun. Þá loksins gæt- um við bakað brauð í stað þess sem við borðum. Höfundur skipnr 2. sætin lista Gi-æns frambods á Rcykjnnesi. Auður Sveinsdóttir „í stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins er lögð rík áhersla á að um- hverfismál séu eki einn afmarkaður málaflokk- ur heldur verði að líta á þau í samhengi við margt annað og sem hluta af öllum okkar athöfnum.“ mikið á undanförnum árum á að leggja mikla hraðbraut samkvæmt aðalskipulagi. Við Ægisíðuna er ver- ið að reisa skólphreinsistöð án tillits til óska íbúanna né umhverfisins. Svona er hægt að telja mörg dæmi um stjórnarhætti, skilning og vilja Sjálfstæðisflokksins í umhverfismál- um. í stefnuskrá Alþýðubandalags- ins er lögð rík áherela á að umhverf- ismál séu eki einn afmarkaður mála- flokkur heldur verði að líta á þau í samhengi -við margt annað og sem hluta af öllum okkar athöfnum. Þar er líka lögð áhersla á að við allar framkvæmdir verði lagt mat á um- hverfislegar hliðar. Síðast en ekki síst er lögð áherela á að efla skilning og þekkingu allra, ekki síst barna og unglinga, á umhverfis- og nátt- úruvernd. Öðruvísi er ekki hægt að sýna landinu okkar tilhlýðilega virð- ingu. Alþýðubandalagið vill að ísland verði til fyrirmyndar í verndun nátt- úru, umhverfis og mannlífs. Höfundur er landslagsarkitekt ogskipar 3. sæti G-listans í Reykjnvík. i I L®‘ ■'®L J||| - l-i- litlkliIUili ) Gl) lr™^ILUMJ:l:lll UDPbvottavélar í miklu úrvalí! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 59.600,- kr. SMÍTH & NORLAND NÓATÚNI 4-SlMI 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.