Morgunblaðið - 11.04.1991, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
MÚSÍKTILRAUNIR
VAXTARBRODDUR íslenskra rokk- og dægurtónlistar
er í árlegri hljómsveitakeppni félagsmiðstöðvarinnar
Tónabæjar, sem kallast Músíktilraunir. Þar keppa árlega
á þriðja tug hljómsveita um hylli áheyrenda og dóm-
nefndarmanna og hlýtur sigursveitin að launum meðal
annars hljóðverstíma og ráðningu við spilamennsku á
vegum Reykjavíkurborgar. Sveitum tekst misjafnlega
að halda á frægðinni; sumar nýta sér sigurinn vel líkt
og Greifarnir sem sigruðu 1986, en aðrar sveitir hafa
horfið sporlaust og að því er virðist án eftirsjár líkt og
sigurvegararnir 1989, Laglausir. Síðustu tvö ár hafa
hafnfirskar sveitir farið með sigur af hólmi, en dreifing
sveita um landið er venju fremur mikil að þessu sinni,
þó enn bóli ekki á sveitum af Vestfjörðum. tvær sveitir
koma úr Hafnarfirði, þrjár úr Borgarnesi, þar sem gróska
virðist mikil, sex úr Reykjavík, ein af Suðurnesjum, tvær
af Austurlandi, tvær úr Kópavogi, ein úr kaupstöðunum
The Evil Pizza
Delivery Boys
lllu pizzasendlarnir úr Borgarnesi tóku einnig þátt í
síðustu Músíktilraunum, en með smávægilegum manna-
breytingum. Gísli Magnússon leikur á gítar og syngur,
Símon Olafsson leikur á bassa og Guðmundur S. Sveins-
son á trommur sem fyrr. Ný í sveitinni er söngkonan
Guðveig Anna Eyglóardóttir. Meðalaldur pizzasend-
lanna er rúm sextán ár.
Víbrar
Víbrar er hafnfirsk sveit sem leikur gleðirokk að hætti
Stuðmanna og ámóta sveita, en þeir félagar leggja ríka
áherslu á að þeir fari sínar eigin leiðir og taki sjálfa sig
ekki of alvarlega. Sveitina skipa Óskar I. Gíslason
trommuleikari, Guðmundur Aðalsteinsson bassaleikari,
Gunnar Þ. Jónsson gítarleikari, Hákon Steinsson hljóm-
borðsleikari og Númi sem syngur. Meðalaldur sveitar-
manna er um 19 ár.
sunnar Reykjavíkur, ein úr Eyjum, tvær frá Akureyri og
þrjár frá Akranesi. Athygli vekur hvað Borgnesingar eru
iðnir við spilamennsku, en þaðan koma þrjár sveitir með
tólf manns innanborðs og væri sambærileg tala fyrir
Reykjavík væri 150 sveitir með um 600 meðlimum.
Akurnesingar eru einnig iðnir við spilamennskuna að
vanda, en undanfarin ár hafa þeir á fjölmargar sveitir í
Músíktilraunum og reyndar varð Skagasveitin Frímann
í öðru sæti í síðustu Músíktilraunum.
Ekki hafa fleir sveitir tekið þátt í Músíktilraunum en
að þessu sinni, því alls keppa 24 sveitir um efstu sæt-
in og vildu þó fleiri vera með, því biðlisti er nokkur. Rokk
í þyngri kantinum hefur sótt í sig veðrið í Músíktilraun-
um, líkt og víðar á tónlistarmarkaðnum, en gleðipopp-
sveitir eru á sínum stað.
Fyrsta tilraunakvöld Músíktilrauna er í kvöld, og koma
þá fram átta hljómsveitir sem áheyrendur gefa stig til
frekari þátttöku, en sérstök dómnefnd tryggir að verðug-
,ar sveitir komist áfram að auki. Gestahljómsveit leikur
þetta kvöld eins og önnur kvöld, og í kvöld verður það
Síðan skein sól, sem hefja mun leik sinn uppúr átta.
Annað tilraunakvöld verður svo fimmtudaginn 18. apríl
nk. og loka tilraunakvöldið verður svo 25. apríl, en úr-
slitakvöldið daginn eftir, föstudaginn 26. Þá gilda at-
kvæði áheyrenda til jafns við atkvæði sérstakrar dóm-
nefndar Fyrstu verðlaun eru hljóðverstímar eins og jafn-
an. Að þessu sinni er samstarfsaðili Tónabæjar við fram-
kvæmdina útvarpsstöðin Stjarnan, sem mun kynna til-
raunirnar eftir föngum og að auki senda úrslitakvöldið
út beint.
Pax romania
Akranessveitin Pax Romania er önnur tveggja Akranes-
sveita sem keppa í kvöld, en frá hvorugri sveitinni barst
Ijósmynd. Sveitina skipa Einar Harðarson gítarleikari,
Sigurþór Þorgilsson bassaleikari, Svanfríður Gísladóttir
söngkona og Óskar Pétursson troimmuleikari. Pax Rom-
ania leikur rafblús.
Durkheim
Durkheim er hin Akranessveitin sem fram kemur í
kvöld. Hana skipa Einar Harðarson gítarleikari, sem
leikur einnig á gítar í Pax Romanis, Guðmundur Klaxton
trommuleikari, Einar Viðarsson söngvari, Steinn Arnar
Jónsson básúnuleikari, Grétar Einarsson bassaleikari.
Ekki tókst að afla upplýsinga um hvernig tónlist sveitin
leikur.
Infusoria
Infusoria er reykvísk sveit, sem hefur víða leikið undan-
farið. Sveitina skipa Fróði Finnsson gítarleikari, Gísli
Sigmundsson bassaleikari sem einnig syngur, Guðjón
Óttarsson gítarleikari og Karl Ágúst Guðmundsson
trommuleikari. Infusoria leikur dauðarokk, en meðalald-
ur sveitarmanna er tæp sautján ár.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Dagfinnur dýralæknir
Dagfinnur dýralæknir er sveit úr Reykjavík. Hana skipa
Franz Gunnarsson gítarleikari, Matthías Matthíasson
söngvari, Haukur Már Einarsson trommuleikari, Sveinn
Bjarki Tómasson bassaleikari og Guðmundur Jón Ottós-
son gítarleikari. Meðalaldur sveitarmanna er tæp sextán
ár og sveitin leikur rokk með þungarokkívafi.
Nir-Vana
Nir-Vana er önnur tveggja hafnfirskra sveita sem þátt
taka í Músíktilraunum og keppa báðar sama kvöldið.
Sveitina skipa Gísli Sigurjónsson gítarleikari, Valdimar
Gunnarsson gítarleikari, sem lék einnig á gítar í sigur-
sveit síðasta árs, Nabblastrengjum, Vilhjálmur Gissurar-
son trommuleikari, Bogi Leiknisson bassaleikari og
Páll Óskarsson söngvari. Ner-Vana leikur rokk og ról
og meðalaldur sveitarmanna er um sautján ár.
Diddi
Diddi heitir sveit úr Reykjavík; sem skipuð er Rafni
Marteinssyni trommuleikara, Einari Tönsberg bassaleik-
ara, Haraldi Jóhannessyni gítarleikara og Þorri Jónsson
söngvari. Meðalaldur sveitarmanna er tæp átján ár, en
sveitin leikur örbylgjupopp.
Bréf til páfans
eftirMagnús
Guðmundsson
Virðulegi Jóhannes Páll páfi II.
í Morgunblaðinu 20. mars 1991
birtist grein eftir biskup kaþólskra
á íslandi, Alfreð J. Jolson, undir
fyrirsögninni Quo Vadis ísland? eða
hvert ætlar þú ísland? „Biskup“
þessi virðist vera útsendari frá EB,
enda kemur fram í greininni að
biskupsfræði mannsins hafa verið
sótt í Business school í gráðunum
S.J., PH. og MBA. Það er vægast
sagt smán og skömm af biskupi,
sem á .að teljast kirkjunnar Jijónn,
að ráðast á smáþjóð eins og Islend-
inga með lævísum hætti til þess
eins að reyna að draga úr kjarki
þjóðarinnar við að halda efnahags-
legu fullveldi. „Biskupinn" boðar
úr sinni svörtu hempu að ísland
verði hinn fátæki sveitafrændi ef
við göngum ekki i EB. Dettur
nokkrum lifandi manni í hug að
EB vilji að við göngum í bandalag-
ið af mannúðarástæðum? Nei,
markmiðið er að sölsa undir sig
ísland og þjóðina með lögum EB,
ef Islendingar yrðu það heimskir
að ganga í EB. Þegar ég sá fyrir-
sögn greinarinnar frá „biskupi",
Quo Vadis, datt mér í hug að Evr-
ópa væri að brenna, en eins og all-
ir vita sagði Kristur þetta við Pétur
þegar hann gekk út úr brennandi
Rómarborg. Aftur á móti veit ég
að sumir brenna í skinninu, að við
göngum í EB.
Island er í Evrópu og verður það
væntanlega áfram þótt við göngum
Magnús Guðmundsson
ekki í EB. Biskupinn telur upp í
grein sinni eftirfarandi: „Ísland á
auðuga menningu, auðug fiskimið,
„ísland á gæfuríka
framtíð utan EB — er
svar við spurningri
biskups.“
getur framleitt feiknamikla raf-
orku“, þetta vill hann að við leggj-
um á altari EB með inngöngu. Síð-
an spyr biskup: „Hver mundi fram-
tíð íslands vera utan EB?“ Á meðan
ísland á þær auðlindir sem biskup-
inn taldi upp, og þær sem hann
nefndi ekki, er íslendingum borgið
utan EB, það eru nefnilega til fleiri
samtök í heiminum en EB. ísland
á gæfuríka framtíð utan EB — er
svar við spurningu biskups. Ég veit
að Guð vakir yfir íslandi og íslend-
ingum en ég veit ekki hvað gerist
ef íslendingar afneita sjálfum sér
pg afsala sér sínu ástkæra landi
íslandi, ég læt sérhvern íslending
um að spá í það. Loks fer „biskup"
mörgum orðum um NATO og gefur •
í skyn að þjóðin hafi lifað á herstöð-
inni á Miðnesheiði og hann boðar
að stöðin verði lögð niður, og þá
sé vá fyrir dyrum hjá íslendingum.
Hafa Islendingar heyrt aðra eins
predikun frá kirkjunnar manni? Ég
veit ekki betur en íslendingar hafi
fætt herinn á skattftjálsum mat og
nauðþurftum síðan hann steig hér
á land 1951.
Þegar sálin umhverfist í líkama
biskups birtist Iiún í grein Alfreðs
J. Jolson. Að lokum vil ég segja
biskupi að það er betra að vera
fátækur sveitafrændi, heldur en
þær þjóðir sem safna í hlöðurnar
og geta ekki séð af brauði til svelt-
andi barna þessa heims, í stað þess
að framleiða vítisvélar. Ég sendi
páfanum eintök af þessum greinum,
þar sem ég tel svona skrif ekk
sæmandi embætti biskupi kaþ-
ólskra á íslandi.
llöfundur er fyrrverandi
lögregluþjónn i Reykjn vík.