Morgunblaðið - 11.04.1991, Blaðsíða 58
58
moröunblÁðið fimmtudAgur' íi:'áPRÍL 1991
fclk í
fréttum
BILDUDALUR:
Fimmtán skrifstofu-
tæknar útskrifast
Námskeiði í skrifstofutækni,
sem haldið var á vegum
Tölvufræðslunnar á Akureyri, lauk
21. marz sl., eftir tæplega fimm
mánaða nám. Nemendur voru 15
talsins og var það haldið í Félags-
heimilinu Baldurshaga.
Námskeiðið hófst um miðjan nóv-
ember og hefur verið kennt þrjú
kvöld í viku auk laugardaga. Meðal
kennslugreina voru,: launabókhald,
bókhald, enska, íslenska og meðferð
ritvinnsluforrita og tölva. Kennari
var Benedikt Friðbjörnsson.
Skólaslit fóru fram föstudags-
kvöldið 22. marz í Baldurshaga.
Framkvæmdastjóri Tölvufræðsl-
unnar, Helgi Kristinsson, afhenti
nemendum prófskírteini og veitti
sérstök verðlaun fyrir hæstu meðal-
einkunn nemenda. Verðlaunin hlaut
Áslaug Garðarsdóttir. Flestir nem-
Nemendur og kennarar. Af fimmtán nemendum voru aðeins þrír
karlmenn.
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Áslaug Garðarsdóttir tekur við
verðlaunum fyrir hæstu meðal-
einkunn nemenda úr hendi
Helga Kristinssonar, fram-
kvæmdastjóra Tölvufræðsl-
unnar.
endur voru fegnir að námskeiðinu
væri loksins lokið, og slegið var á
létta strengi og sagt að nú gætu
þeir farið að kynnast bömunum sín-
um aftur.
R. Schmidt
Ivana
flytur nú
fyrir-
Iestra um
viðskipti.
VIÐSKIPTI
Ivana Trump flytur nú
fyrirlestra um viðskipti
Ivana Trump. moldríka glæsikvendið fræga, hefur nú tekið sér það
fyrir hendur að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin. og flytja fyrir-
lestra hjá fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Hún hefur þegar hafið
þessa iðju og getur vart annað eftirspurninni. Það mætti spyija hvort
að hún flytji tölur um hjónabönd og framhjáhald, en svarið er nei. Hún
þykir slyngur kaupsýslumaður og fyrirlestrar hennar eru um stjórnun
fyrirtækja.
Ivana, sem er fyrrum tékknesk skíðadrottning, hefur ráðið sig til
William Morris fyrirlestramiðlunarinnar sem er ein hin virtasta í vestur-
heimi. Robert Gottlieb, umboðsmaður ungfrúarinnar hefur þráfaldlega
neitað að gefa upp þóknunargjald Ivönu, en menn telja það ekki þurfa
snilling til að gera sér grein fyrir því að um formúgu er að ræða.
Þá er það að frétta af þessari eftirsóttu piparsveinku að hún er með
stofnun á útgáfufyrirtæki í undirbúniningi. Fyrst um sinn mun fyrirtæk-
ið einbeita sér að því að gefa út verk, skáldsögur, eftir Ivönu Trump.
Síðar kemur til greina að færa út kvíarnar eftir því sem eftir henni
er haft.
Meira en þú geturímyndað þér!
■
„HOT FUDGE BROWNIE ROCK“
Sætur súkkulaóikökubotn m/vanilluís.
súkkulaóisósu og rjóma.
Velkomin á Hard Rock Cafe,
sími 689888
Gestir njóta lífsins á Trúbadornum.
VEITINGAR
Rómantík o g rólegheit
Nýlega opnaði lítill og nettur veitingastaður að
Laugarvegi 73 og ber staðurinn heitið „Trúbad-
orinn“. Þetta er ekki nýr staður í þeim skilningi að
innandyra hafi aldrei verið veitingastaður áður, en
„staðurinn hefur verið innréttaður upp á nýtt með
rómantík og rólegheit í fyrirrúmi,“ að sögn Haraldar
Kristjánssonar markaðsfulltrúa staðarins.
„Við munum leggja áherslu á ljúffengan mat á viðr-
áðanlegu verði fyrir allan almenning og eins og nafn-
ið gefur til kynna verður lifandi tónlist nokkur kvöld
í viku, ekki í tónleikaformi heldur á rólegu nótunum
þannig að andrúmsloftið verði afslappað,“ segir Har-
aldur.
Matseðill hússins er ekki á fastri línu, þar er bland-
að saman ítölskum og mexíkönskum réttum, auk
hefðbundnari þjóðlegheita á borð við lamba- og naut-
asteikur.