Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 65

Morgunblaðið - 11.04.1991, Page 65
■VÍOKdt^BLADli) ÍÞRÓTTM M5 IÞROTTIR UNGLINGA Meistarar HK í 2. flokki karla. Fremri röð frá vinstri: Kristján Sveinbjörns- son, Þorleifur Hreiðarsson, Ýmir Björgvin Arthúrsson, Bjarni Benjamínsson. Aftari röð frá vinstri: Albert H.N. Valdimarsson form. blakdeildar HK; Stefán Þ. Sigurðsson fyrirliði, Jón Ó. Bergþórsson, Jóhann Sigurðsson, Stefán Sigurðs- son, Skjöldur Vatnar Bjömsson þjálfari. 2. FLOKKUR KARLA: HK-strákar óstöðvandi PILTARNIR í liði HK úr Kópa- vogi tryggðu sér íslandsmeist- aratitilinn í 2. flokki pilta nokk- uð örugglega. Liðið vann alla sína leiki sem það spilaði, og var í nokkrum sérflokki hvað getu varðar. Liðið er skipað ungum og efnilegum strákum sem hafa æft saman í liðlega sjö ár og er þjálfun þeirra greinilega að koma fram. Skjöldur Björnsson, þjálfari liðs- ins, þjálfar jafnframt meist- araflokk félagsins. Hann er mjög ánægður með árangur strákanna ■HH og segir að hann Guðmundur geti tæpast verið Þorsteinsson betri. HK-liðið vann skrífar gp jjölliðamótin sem það tók þátt í - á Neskaupstað og Akureyri örugg- lega, og nú síðast í Kópavoginum. Skjöldur sagði að uppbyggingar- starfið hjá HK væri að skila sér og framtíðin væri mjög björt ef félag- inu tækist að halda Albert H.N. Valdimarssyni áfram sem formanni blakdeildar HK. „Hann hafi borið hita og þunga starfseminnar og það væri hans starf sem væri að skila sér að miklu leyti í dag. Albert hafi nánast verið allt í öllu, staðið í stjórnunarstörfum, þjálfað og einnig haft hönd í bagga með ráðn- ingu kínversku þjálfaranna sem hafi lagt grunninn að tækni strá- kanna að stærstum hluta.“ Skjöldur sagði að strákarnir æfðu fjórum sinnum í viku, og allir nema einn æfðu einnig með meist- araflokki. Það hefur sýnt sig í vetur að strákarnir keppnisreynslu úr 1. deildinni fram yfir aðra jafnaldra sína í öðrum liðum og það hefur fleytt þeim yfir þá kafla þegar liðið hefur spilað illa í vetur. Það má með sanni segja að komandi tíð sé björt í Kópavoginum, því úr HK eru í'jórir piltar í unglingaiandsliðinu og jafnframt hefur einn þeirra ver- ið valinn til æfinga með A-landslið- inu og segir þetta talsvert um ávöxt unglingastarfsins hjá HK. Morgunblaðið/Guðmundur Morgunblaðið / Frosti Jón Finnbogason og Guðmund- ur Þór Brynjólfsson. Jón vann einvígið við Guð- mund Þór FÉLAGARNIR úr Gerplu, Jón Finnbogason og Guðmundur Þór Brynjólfsson börðust um Unglingameistaratitiiinn í pilta- flokki og hafði Jón betur og varði þar með titilinn frá í fyrra. Við erum alltaf mjög jafnir á mótum og skiptumst á að vinna. Eg er ánægður með sigurinn en Guðmundur hefði ailt eins getað unnið,“ sagði Jón eftir að ljóst var að hann hafði orðið hæstur í samanlögð- um stigum, hann hlaut 45,75 stig, 0,25 stigum meira en félagi hans Guðmundur Þór. Þeir félagar voru þeir fyrstu sem byrjuðu að æfa fimleika hjá Gerplu eftir að félagið byijaði aftur með fimleika pilta. Jón og Guðmundur eru báðir átján ára og því á síðasta ári í þessum flokki. „Framtíðin er á huldu hjá okkur í fimleikunum, báðir ætlum við í háskólanám eftir menntaskólann en líklega æfi ég fimleika þangað til,“ sagði Guð- mundur sem stefnir á háskólanám eftir tvö ár. Mikill hörgull var á dómurum í karlaflokki og aðeins tveir dómarar dæmdu hveija æfingu í stað fimm eins og eðlilegt er. Eitt vafaatriði þurfti að útkljá með myndbandi því að öðru dómaraparinu yfirsást ein æfing Jóns á svifránni. „Það erieið- inlegt þegar að maður leggur mikla vinnu í æfingar og hún er svo ekki metin rétt þegar maður keppir á móti,“ sagði Jón. Alls kepptu tíu keppendur í karla- flokki á mótinu og voru sjö þeirra frá Gerplu. Morgunblaðið/GuÖmundur íslandsmeistarar Þróttar R. í 3. fl. pilta. Aftari n frá v.: Guðmundur E. Pálsson Þjálfari, Ólafur H. puðmundsson, Valur G. Válsson, Ólafur D. Jó- hannesson, Þröstur Gestsson, Ólafur D. Jónsson. Fremri r. frá vinstri: Eiríkur Sturla, Árni M. Guðlaugsson, Eiríkur Áki Eggertsson fyrirliði, Bjarni G. Magn- ússon, á myndina vantar þá Valdemar H. Hilmarsson og Hjört Valgeirsson. Frosti Eiðsson skrifar Unglingameistaramót í fimleikum: Nína hreppti gullið Misheppnuð f ramkvæmd Framkvæmd mótsins var í höndum Fimleikadeildar KR og var hún deild- inni til lítils sóma. Aðeins tveir dómar- ar dæmdu æfingar í karlaflokki, í stað þeirra fimm sem ráðgerðir eru á stærri mótum og mótslok voru tæpum tveimur klukkustundum síðar en áætl- að var. Þá var það algeng sjón eftir verð- launaafhendinguna að sjá keppendur skiptast á verðlaunapeningum vegna þess að þeim höfðu ekki verið afhent- ir réttir peningar. Mestu mistökin voru þó þegar sigur- vegari í samanlögðu í karlaflokki var kynntúr sem Guðmundur Þór Bi-ynj- ólfsson, Guðmundur lét til leiðast og tók við bikarntrm en var kallaður upp stuttu síðar til þess að skila honum, eftir að þjálfari Gerplu hafði frætt mótshgldara um úrslitin. Það þarf að huga að mörgu þegar fimleikamót eru haldin og það er vel skiljanlegt að ekki gangi allt að ósk- um. En að ekkert gangi að óskum, — það er óskiljanlegt. Morgunblaðið / Frosti Nína Björg Magnúsdóttir, ellefu ára gömul úr Björk, hefur verið sigursæl í vetur. SHELLMÓT TÝS1991 (ÁÐUR TOMMAMÓT) Þau lið sem óska eftir að taka þátt í SHELL- MÓTI TÝS 1991, er verður haldið í Vestmanna- eyjum 26. júní til 1. júlí n.k. tilkynni þátttöku eigi síðar en 20 apríl til: Knattspyrnufélagið Týr Pósthólf 395 902 Vestmannaeyjar eða Knattspyrnufélagið Týr Símbréf 98-12751 í þátttökutilkynningu skal koma fram nafn félags, nafn þjálfara og símanúmer, áætlaður fjöldi þátttakenda. Einnig nafn, heimili og símanúmer ábyrgðar- manns hópsins. Allar nánari upplýsingar veitir Ævar Þórisson, framkvæmdastjóri Týs í síma 98-12861. FÓTBOLTI ER SKEMMTUN EINS og búist hafði verið við voru fimleikastúlkur úr Björk atkvæðamiklar f stúlknaflokki. Nína Björg Magnúsdóttir sigr- aði og Þórey Elíasdóttir hafn- aði íöðru sæti. Nína Björg, sem er aðeins ellefu ára gömul og á því fimm ár eftir í unglingaflokki, hefur sigrað á tveim- ur stærstu unglingamótum vetrarins, en hún vann einnig Frosti sigur á Unglingamóti Eiðsson íslands í febrúar. skrifar Fimleikastúlkur frá Gróttu voru óskrifað blað fyrir mótið þar sem þær hafa ekki keppt á mótum í rúm tvö ár og veittu þær stúlkunum úr Hafnarfirði verðuga keppni. Alls voru 25 keppendur í kvenna- flokki, frá sex félögum sem kepptu á mótinu sem haidið var í Laugardals- höll sl. laugardag. Mótið getur skipt miklu máli hvaða stúlkur verða valdar á NM unglinga í fimleikum sem fram fer um aðra helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.