Morgunblaðið - 11.04.1991, Síða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ IÞROt IIR FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991
KORFUKNATTLEIKUR/URSLITAKEPPNI URVALSDEILDAR
„Ekki hægt
að afskrtfa
Keflvíkinga
- segja Einar Bollason og Gunnar Þorvarðarson
u
„NJARÐVIKINGAR eru gífur-
lega sterkir þegar þeim tekst
upp og þá stenst ekkert lið á
landinu þeim snúning. En það
þýðir ekki að hægt sé að af-
skrifa Keflvíkinga, þeir hafa
bæði unnið KR og Njarðvík í
tvígang f úrslitakeppninni og
með réttri leikaðferð gætu þeir
allt eins staðið uppi sem ís-
landsmeistarar," sagði Einar
Bollason fyrrum þjálfari og
landsliðsmaður f körfuknattleik
í samtali við Morgunblaðið um
úrslitaleik Njarðvíkinga og
Keflvíkinga sem fram fer í
íþróttahúsinu f Njarðvík í kvöld
kl. 19.30. Það verðurfimmta
viðureign liðanna og hreinn
úrslitaleikurum íslandsmeist-
aratitilinn.
Liðin hafa nú leikið fjóra leiki í
úrslitakeppninni. { fyrsta leikn-
um sigruðu Njarðvíkingar stórt,
96:59, síðan sigruðu Keflvíkingar í
IHHi tveim leikjum í röð
Björn fyrst 75:73 íKeflavík
Blöndal og síðan 82:78 í
skrifarfrá Njarðvík. Njarðvík-
Keflavík jngar sigrugu svo j
fjórða leiknum sem fram fór í
Keflavík 91:81. Teitur Örlygsson
UMFN hefur skorað flest stig í leikj-
unum 99 og Rondey Robinson hefur
skorað 89 stig. Stigahæstir í liði ÍBK
eru Tairone Thornton með 70 stig
og Falur Harðarson 63 stig.
Kef Ivíkingar verða að breyta
um leikaðferð
„Eg tel að Keflvíkingar verði að
breyta um leikaðferð ef þeir ætla sér
að sigra,“ sagði Einar Bollason. „Það
gengur ekki hjá þeim að treysta ein-
göngu á að skora með langskotum
- það vinnur ekkert lið úrslitakeppni
eða mót með þeirri leikaðferð einni.
Þeir verða að sækja inn í teig og það
geta þeir Falur Harðarson og Jón
Kr. Gíslason báðir. Thairone Thorn-
ton hefur einnig verið vaxandi og
mætti fá boltann oftar því hann hef-
ur sýnt afburðahittni. Síðan en ekki
síst er það svo spumingin hvernig
Jóni Kr. tekst að gæta Teits Örlygs-
sonar. í síðasta leik átti Teitur af-
burðaleik og það var engu líkara en
hann hefði losnað úr álögum.
Njarðvíkurliðið er sterkt á því er
enginn vafi þar er valinn maður í
hveiju rúmi. Liðinu fellur best að
leika hraðan leik, liðsmenn hafa
mikla reynslu og fyrir utan Teit má
nefna þá Rondey Robinson, Kristin
Einarsson sem átti afbragðs leik í
Keflavfk og ísak Tómasson. Síðan
en ekki síst vil ég nefna leikstjórn
Friðriks Rúnarssonar þar fer maður
sem ég vil taka ofan fyrir. Njarðvík-
ingar hafa átt í villu vandræðum og
ef þeir ætla sér að bera sigur úr
bítum verða lykilmenn þeirra að tolla
inná.“
Getur farið á hvom veginn sem
er
„Leikurinn getur farið á hvorn
veginn sem er og það er rétt sem
Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmað-
ur ÍBK sagði að það er ekki nóg að
vera yfir í 39 mínútur. Liðin hafa
nú leikið í 160 mínútur í fjórum leikj-
um í úrslitakeppninni og mér telst
til að Njarðvíkingar hafi verið með
forystuna í um 156 mínútur í leikjun-
um. Þetta sýnir glöggt hversu mikil-
vægt það er að missa ekki niður ein-
beitinguna á síðustu mínútunum,"
sagði Gunnar Þorvarðarson fyrrum
leikmaður UMFN og þjálfari hjá ÍBK
• •
SLYS A BORNUM
FORVARNIR
SNÚUM VÖRN í SÓKN OG
FORÐUM BÖRNUM OKKAR
FRÁ SLYSUM
Fræðslumiðstöð Rauða kross íslands gengst fyriy tveggja
kvölda námskeiði um algengustu slys á börnum, hvernig
bregðast, á við slysum og hvernig koma má í veg fyrir þau.
Námskeiðið fer fram á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, dagana
16. og 18. apríl n.k. kl.20-23.
Vinsamlega skráið ykkur í síma 91-26722 fyrir kl. 12
mánudaginn 15. apríl
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722
Morgunblaðið/Einar Falúr
Teitur Örlygsson og Falur Harðarson betjast hér í fjórða leiknum. Þeir
hafa báðir staðið sig vel og mætast að nýju í kvöld, í Njarðvík.
á árunum 1987-8.
„Eg tel að Njaðrvíkingar eigi meiri
möguleika ef þeir ná að leika sinn
bolta og svo eru þeir á heimavelli.
Ég tel að möguleikar Keflvíkinga
felist í því hvernig skyttum þeirra
tekst upp í leiknum þeir hafa nú
sýnt að þeir geta unnið í Njarðvík
og þeir gætu hæglega endurtekið
þann leik á góðum degi.“
Óvíst með dómara
Dómaranefnd KKÍ hefur neitað
að setja dómara á leikinn nema ör-
yggisgæsla verði hert. Þeir hafa sent
Njarðvíkingum lista yfír ýmislegt
sem þarf að laga og Njarðvíkingar
hafa frest til kl. 11 í dag til að kippa
málunum í lag. Þeir hafa leitað hóf-
anna til Keflvíkinga og einnig er
hugsanlegt að Grindvíkingar leggi
þeim lið við öryggisgæslu. Þá verða
brunaverðir með slökkviliðsbíl á vakt
við húsið og lögreglumenn verða til
taks ef á þarf að halda.
Verið er að kanna möguleika á
að senda leikinn beint út til Keflavík-
ur þar sem þá yrði komið upp risaskjá
í íþróttahúsinu. Hætt er við að færri
komist að en vilja í íþróttahúsið í
Njarðvík sem tekur aðeins um 800
manns, en talið er að um 1400 manns
hafi séð síðast leik liðanna í Keflavík
og var uppselt. Forsala verður í
íþróttahúsunum í Keflavík og
Njarðvík frá kl. 14 í dag.
BLAK
Guðmundur
ráðinn lands-
liðsþjálfari
Karla- og kvenna-
landsliðin valin
GUÐMUNDUR E. Pálsson hefur
verið ráðinn landsliðsþjálfari
karla i blaki til tveggja ára.
Hann tekur við af Zhao Shan-
wen, en kínverskir þjálfarar
hafa stjórnað liðinu undanfarin
fjögur ár.
Fyrsta verkefni liðsins undir
stjórn Guðmundar, sem er
margfaldur íslands- og bikarmeist-
ari með Þrótti Reykjavík og á 50
landsleiki að baki, verður keppni á
Smáþjóðaleikunum í Andorra í lok
maí.
Sigurður Á. Þráinsson, sem lék
með og þjálfaði ÍS í vetur og hefur
leikið 36 landsleiki, tók við kvenna-
landsliðinu í fyrra og verður einnig
með lið sitt í Andorra. Þeir hafa
valið landsliðin sem fara á Smá-
þjóðaleikana og eru þau þannig
skipuð:
Karlalandsliðið:
Haukur Valtýsson, KA
Stefán Magnússon, KR
Hafsteinn Jakobsson, KA
Þröstur Friðfinnsson, KA
Sigurður A. Ólafsson, KA
Vignir Hlöðversson, HK
Stefán Þ. Sigurðsson, HK
Leifur Harðarson, Þróttir R.
Jón Árnason, Þrótti R.
Örn Kr. Arnarson, Þrótti R.
Matthías Bjarki Guðmundsson, Þrótti R.
Einar Ásgeirsson, Þrótti R.
Kvennalandsliðið:
Oddný Erlendsdóttir, UBK
Sigurborg Gunnarsdóttir, UBK
Elín Guðmundsdóttir, UBK
Hrefna Brynjólfsdóttir, KA
Særún Jóhannsdóttir, Víkingi
Jóhanna Kristjánsdóttir, Víkingi
Jóna Lind Sævarsdóttir, Víkingi
Sigrún Sverrisdóttir, Víkingi
Björk Benediktsdóttir, Víkingi
Ingibjörg Arnarsdóttir, ÍS
Þórey Haraldsdóttir, IS
Jóna Harpa Viggósdóttir, Þrótti N.
SKIÐI / ICELANDAIR CUP
Besti skíðamaður
Tekka mætir til leiks
27 ERLENDIR skíðamenn frá
9 þjóðum taka þátt í alþjóð-
legu mótaröðinni, lcelandair
Cup, sem Skíðasamband ís-
iands stendur fyrir hér á landi
næstu daga. Fyrsta tvö mótin
af sjö verða á Isafirði, en
síðan verður keppt á Akur-
eyri, Daivík og endað í
Reykjavík.
Að sögn Sigurðar Jónssonar,
framkvæmdastjóra SKÍ, eru
27 erlendir keppendur skráðir í
mólaröðina, sem nefnist Ieelandair
Cup og gefa alþjóðleg fis-stig.
Þetta mót var einnig haldið hér á
landi í fyrra og tókst vel.
Keppt er bæði í karla- og
kvennaflokki. Á morgun verður
keppt í svigi á Isafirði og einnig á
laugardag. Síðan verður tvö stórs-
vigsmót á Akureyri á mánudag og
þriðjudag. Á miðvikudag er keppt
í stórsvigi á Dalvík og endað á
tveimur svigmótum í Bláfjöllum á
föstudag og iaugardag í næstu
viku.
Besti skíðamaður Tékka, Peter.
Jurko, er stigalægsti keppandinn á
mótinu. Hann hefur 19,96 fis-stig
í svigi og er númer 52 á heimslist-
anum. Hann varð m.a. í 20. sæti
í svigi á síðasta heimsmeistaramóti
sem fram fór í Saalbch í Aust-
urríki f byijuri mars.
Af þessum 27 erlendu keppend-
um er aðeins ein kona, Mogore
Tlalka frá Frakklandi, en hún
keppti einnig í samhliðasvigi Ár-
manns í Bláfjöllum fyrir páska.
Hún er með 26,32 fis-stig í svigi
og 53,60 fis-sfig í stórsvigi.
Norðmenn koma með fjölmenn-
asta liðið hingað, 9 keppendur.
Svíar senda 6, Bretar 7 og Holl-
and, Kanada, Tékkóslóvakía, Ástr-
alía og Frakkland einn keppanda
hver þjóð.
40 íslenskir keppendur taka þátt
í mótinu, 10 í kvennaflokki og 30
í karlaflokki. Örnólfur Valdimars-
son er með bestu punktastöðu
ísiensku karlanna í svigi, 54,61 fis-
stig. Arnór Gunnarsson er með
bestu stöðuna í stórsvigi, 71,02
stig. Ásta Halldórsdóttir er með
bestu punktastöðuna í svigi
kvenna, 64,97 stig, Guðrún H.
Kristjánsdóttir er með bestu stöð-
una í stórsvig, 105,02 fis-stig.
GOLF / BANDARISKA MEISTARAMOTIÐ
„Þarf að fá nýjan jakka
- segir Faldo sem stefnir að þriðja titlinum
Bandaríska meistaramótið, Mast-
u
u
1 ers, hefst í dag á National Au-
gusta-vellinum í Georgíu. Allir bestu
kylfingar heims taka þátt í mótinu,
sem er eitt af fjórum risamótum árs-
ins, en flestir veðja á Nick Faldo.
Hann hefur unnið tvisvar í röð, bæði
skiptin eftir bráðabana á 11. holu.
Faldo stefnir að því að verða fyrst-
ur til að sigra þrisvar í röð. „Ég get
ekki sett pressu á sjálfan mig með
því að hugsa bara um það. Ég get
hinsvegar einbeitt mér og nýtt reynsl-
una,“ sagði Faldo. Hann hefur æft
vel að undanförnu og t.a.m. verið
mikið í lyftingum og bætt á sig tíu
kílóum: „Maður þarf að vera sterkur
og nú veitir mér ekkeit af nýjum
jakka,“ sagði Faldo.
Ian Woosnam og Jose-Maria
Olazobal eru taldir helstu keppinaut-
ar Faldos auk Bandaríkjamannanna
Jack Nicklaus, Tom Watson, Curtis
Strange, Mark Calcavecchia, Larry
Mize og Paul Azinger.