Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 11.04.1991, Qupperneq 67
ÍÞfémR FOLX ■ ELLERT B. Schram, varafor- seti ÍSÍ, var eftirlitsmaður UEFA á leik Bröndby og Roma í gær- kvöldi. ■ ÍTALIRNIR kvörtuðu yfir vell- inum fy.rir leikinn, sögðu að hann væri það minnsta, sem hægt væri að bjóða upp á og kæmist fyrir í einu horni ólympíuleikvallarins í Róm. ■ ELLERT sagði að völlurinn væri á mörkunum að uppfylla öll skilyrði, en áhorfendur eiga mjög auðvelt með að hlaupa inn á. Það gerðu þeir hins vegar ekki og urðu engin vandræði. ■ JOHAN Cruyff, sem er að ná sér eftir hjartaslag fyrr í vetur, sat á bekknum hjá Barcelona og hvatti sína menn til dáða. ■ TEDDY Sheringham var með þrennu í 3:1 sigri Millwall gegn Charlton í gærkvöldi og er marka- hæstur í Englandi með 33 mörk. I DERBY tapaði í gærkvöldi og hefur leikið 16 leiki í röð án sigurs. M KÖLN hefur tryggt sér hinn efnilega miðvörð Andreas Spyrka frá Saarbriicken. ■ ARIE HAAN, þjálfari Niirn- berg, hefur fengið Willi Enten- mann, fyrrum aðstoðarmann sinn og eftirmann hjá Stuttgart, sem aðstoðarmann sinn hjá Nurnberg. ÚRSUT Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða Undanúrslit, fyrri leikir: Spartak Moskva-Marseille......1:3 Igor Shalimov (65.) — Abedi Pele (27.), Jean-Pierre Papin (32.), Philippe Verc- ruysse (88.) Áhorfendur: 90,000. Bayern Miinchen-Rauða Stjarnan.1:2 Roland Wohlfarth (24.) — Darko Pancev (45.), Dejan Savicevic (71.) Áhorfendur: 65,000. Evrópukeppni bikarhafa Legia Varsjá-Manchester United.1:3 Jacek Cyzio (37.) — Brian McClair (37.), Mark Uughes (54.), Stcve Bruce.(68.) Áhorfendur: 19,000. Barcelona-J uventus...........3:1 Kristo Stoichkov (55., 59.), Juan Goikoet- xea (74.) — Pier Luigi Casiraghi (12.) Áhorfendur: 120,000 Evrópukeppni félagsliða Bröndby-Roma....................0:0 Áhorfendur: 18,000. Sporting-Inter Milan............0:0 Áhorfendur: 80,000. England 1. deihl: Everton-Wimbledon...............1:2 Cottce (12). — Fashanu (29)., Clarke (71). Leeds-Manchester City............1:2 McAllister (39.) — Hill (26.), Quinn (79.). Norwich-Tottenham...............2:1 Power (12)., Crook (81.) — Hendry (44.). Nottingham Forest-Derby.........1:0 Keane (66.). Queen’s Park Rangers-Aston Villa.2:1 Allen (76.), Tillson (78.) - Platt (32.). 2. deild: Brighton-West Ham..................1:0 Bristol Rovers-Ipswich.............1:0 Leicester-Oldham...................0:0 Millwall-Charlton..................3:1 Newcastle-Oxford...................2:2 Sheffield Wednesday-Blackbum.......3:1 West Bromwich-Hull.................1:1 Reykjavíkurmótið: Þróttur-Víkingur...................2:2 Páll Einarsson, Ingvar Ólafsson — Helgi Sigurðsson, Ásmundur Helgason (sjálfsm.). Valur-Fylkir...............í kvöld kl. 20 FELAGSLIF Aðalfundur Aðalfundur Stjörnunnar verður í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í Garðaskóla. Dagskrá: Venjuleg að- alfundarstörf og önnur mál. Árshátíð FH Árshátíð Fimleikafélags Hafnarfjarð- ar (FH) verður haldin í íþróttahúsinu Kaplakrika laugardaginn 13. apríl kl. 19.00. Forsala miða verður í Sjónar- hól, Kaplakrika, á morgun, föstudag. MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR to\c ir ■nou FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1991 67 OLYMPIUNEFND Stuðningsyfirlýsing við Ólympíunefnd Litháens Glímusambandiðfæraðild að Ólympíunefnd. Níu sérsambönd styrkt um 4,8 milljónir ÓLYMPÍUNEFND íslands sam- þykkti á aðalfundi sínum í gær, að lýsa yfir stuðningi við Ólympíunefnd Litháens varð- andi þátttöku íþróttamanna Eystrasaltsríkisins í Ólympíu- leikunum í Barcelona á næsta ári. Þá var samþykkt styrkveit- ing til níu sérsambanda, alis 4,8 milljónir króna. Stjóm Ólympíunefndar sam- þykkti eftirfarandi á fundi sínum 5. apríl, og var samþykktin síðan staðfest á aðalfundinum í gær: „Vegna óska Ólympíunefndar titháens í bréfi dagsettu 27. mars 1991 og með tilliti til þess, að Al- þingi staðfesti 11. febrúar síðastlið- inn að viðurkenning íslands frá 1922 á sjálfstæði lýðveldisins Lithá- ens er í fullu gildi, og þar^sem Al- þingi fól jafnframt ríkisstjórninni að taka upp stjórnmálasamband við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Lit- háen svo fljótt sem verða má, sam- þykkir stjórn Ólympíunefndar ís- lands, að mæla eindregið með því við Alþjóðaólympíunefndina, að íþróttamönnum frá Litháen verði leyft að taka þátt í Ólympíuleikun- um í Barcelona 1992, annað hvort undir þjópðfána Litháens eða Ólympíufánanum.“ Frjálsíþróttasambandið fær milljón Þau sérsambönd sem fá styr- kveitingu að þessu sinni eru: Bad- mintonsambandið, Fimleikasam- bandið og Handknattleikssamband- ið 200.000 krónur hvert, Körfu- knattleikssambandið og Knatt- spyrnusambandið 300.000 krónur hvort, Júdósambandið 800.000 krónur, Skíðasambandið og Sund- sambandið 900.000 krónur hvort og Ftjálsíþróttasambandið eina miiljón króna. Glímusambandið fær aðild að nefndinni Einnig var samþykkt á aðalfund- inum í gær að Glímusamband ís- landsi verði fullgildur aðili að Ólympíunefnd íslands eftir að GLÍ hefur haldið aðalfund sinn og breytt þar lögum sínum í samræmi við iög og reglur ÍSÍ og íþróttahreyfingar- innar. KNATTSPYRNA / EVROPUMOTIN Bikarhafar: „Man- chester United férí úrslit“ - sagði þjálfari Legia MANCHESTER United og Barcelona unnu sannfærandi, 3:1, ífyrri leikjum liðanna í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa ígærkvöldi. Barce- lona sigraði Juventus á heima- velli, en United tók Legia í Varsjá. „United fer í úrslit," sagði þjálfari Pólverjanna, en enska liðið lék síðast í úrslitum í Evrópukeppni fyrir 23 árum — og hefur aldrei tapað á heima- velli í Evrópukeppni. Pólveijarnir voru mjög hug- myndasnauðir í leik sínum og áttu varla skot að marki. Gestirnir sóttu, en gegn gangi leiksins náðu heimamenn óvænt forystunni á 37. mínútu, rétt eftir að einum þeirra hafði verið vikið af velli. United jafnaði í næstu sókn og innsiglaði öruggan sigur eftir hlé. Gestirnir voru ákaft studdir af 800 stuðningsmönnum, en heima- menn, sem voru án fimm fasta- manna og einum færri að auki lengi vel, áttu aldrei möguleika. Barcelona á réttri leið Spænska liðið Barcelona, sem er efst í deildinni og enn með í spænska bikarnum, heldur í vonina að sigra þrefalt í ár. Liðið sigraði síðast í Evrópukeppni bikarhafa 1989 og á góða möguleika á að lyfta bikarnum í fjórða sinn. Gestirnir skoruðu í byijun, en heimamenn gerðu út um leikinn á 20 mínútum í seinni hálfleik. Þeir komust lítt áleiðis gegn sterkri vörn Itala fyrir hlé, en skiptu um gír og uppskáru eins og til var sáð. Barcelona byijaði af miklum krafti og var eins og heimamenn ætluðu hreinlega að komá gestun- um út af Nou Camp leikvanginum sem fyrst. En ítalirnir vörðust vel og mark Casiraghis tók allt loft úr Spánveijunum út hálfleikinn. En dæmið snerist við eftir hlé og eftir að Búlgarinn Stoichkov hafði gefið tóninn var ekki aftur snúið. Reuter Neil Webb, Paul Ince og Brian McClaire fagna marki þess síðast nefnda í 3:1 sigri Manchester United í Varsjá í gærkvöldi. Keppni meistaraliða: IMýir meistar- ar í augsýn Marseille og Rauða stjarnan hafa aldrei leikiðtil úrslita íkeppninni FRANSKA liðið Marseilie og Rauða stjarnan frá Júgóstavíu eru með pálmann í höndunum í Evrópukeppni meistaraliða. Hvorugt liðið hefur leikið til úrslita í keppninni, en bæði sigruðu á útivelii í fyrri leikjum undanúrslitanna í gærkvöldi. Fari sem horfir verð- ur það í fyrsta sinn, sem franskt lið spilar um titilinn. Chris Waddle var allt í öllu hjá Marseille og lagði upp tvö fyrstu mörk franska liðsins gegn Spartak í Moskvu. Heimamenh mættu ákveðnari til leiks eftir hlé og náðu að minnka muninn, en varamaðurinn Vercruysse gerði vonir þeirra að engu undir lokin. Marseille vann 3:1 og er fyrsta liðið, sem gerir þijú mörk gegn Spartak á heimavelli og sigrar með tveggja marka mun í 24 ár. Meistaramörk Áhorfendur í Múnchen fengu að sjá góð.mörk, en úrslitin voru llest- um ekki að skapi, þar sem Bayern Múnchen tapaði 2:1 fyrir Rauðu stjörnunni. Heimamenn náðu for- ystunni, en gestirnir léku mjög vel, tvíefldust við mótlætið og nánast tryggðu sér sæti í úrslitum i fyrsta sinn. Þjóðverjarnir fengu samt gull- in tækifæri til að jafna, en lánið lék ekki við þá. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, sagðist ekki vera búinn að gefa upp alla von um úrslitasæti. „Auðvitað er Rauða stjarnan með pálmann í höndunum, en allt getur gerst í knattspyrnu og við gefumst ekki upp.“ Ljubomir Petrovic, þjálfari Júgó- slavanna, var varkár varðandi seinni leikinn. „Ég yrði ánægður með jafntefli í Belgrað," sagði hann. „En það sem var svo frábært að þessu sinni, var hvernig leikmenn mínir brugðust við eftir að hafa fengið á sig mark.“ UEFA-bikarinn: skjrum í Róm“ - sagði Morten Olsen BRÖNDBY sótti án afláts, en varð að sætta sig við marka- laust jafntefli gegn Roma í Kaupmannahöfn ífyrri leik lið- anna í undanúrslitum Evrópu- keppni félagsliða í gærkvöldi. Morten Olsen var samt ánægð- ur með frammistöðu sinna manna hjá Bröndby og var bjartsýnn fyrir seinni leikinn: „Við sigrum þá í Róm.“ Oisen sagði fyrir leikinn að það væri aðeins eitt verra en að tapa í undanúrslitum Evrópukeppni og það væri að tapa í úrslitum. Því' fóru Danirnir í leik- inn með því hugar- fari að ná jafntefli, en þegar upp var staðið voru það gestirnir, sem sluppu með skrekk- inn og máttu þakka fyrir að tapa ekki með tveggja eða þriggja marka mun. Frá Hákoni Gunnarssyni i Kaupmannah. Bröndby, sem er fyrsta danska liðið til að leika í undanúrslitum í Evrópukeppni, náði fljótlega undir- tökunum. Danirnir léku vel og sköp- uðu sér ágæt marktækifæri, en þetta var ekki þeirra dagur uppi við mark mótherjanna. Miðheijarn- ir, Frank Pindel og Bent Christens- en, fóru sérstaklega illa að ráði sínu í upplögðum færum. Leikurinn var mjög góður og sHemmtilegur. „Þeir gerðu allt sem búast mátti við af þeim nema skora,“ sagði Olsen um menn sína. Ottavio Bianchi, þjálfari Roma, sagði að leikaðferð Dananna hefði komið mönnum sínum úr jafnvægi, en heimavöllurinn í seinni leiknum ætti að vega þungt. „Þeir verða sjálfsagt erfiðir, en aðstæður verða aðrar og okkur í hag og við eigum þá að geta stjórnað ferðinni." Tvö ítölsk lið í úrslitum? Inter Milan gei’ði markalaust jafntefli við Sporting í Lissabon í hinum undanúi-slitaleiknum. Því bendir margt til þess að tvö ítölsk lið leiki til úrslita í keppninni annað árið í röð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.