Morgunblaðið - 02.06.1991, Side 4
X
I
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1991
i i'! 1/' !'. .‘! !l T'7',!M/ • 'i 0:1
lagsins á ótal sýningnm og keppn-
um og færa félaginu marga glæsta
sigra.
í júní 1941 var haldið fyrsta
innanfélagsmót Ármanns í hnefa-
leikum og var það jafnframt fyrsta
opinbera hnefaleikamót sem haldið
hafði verið frá árinu 1936. Keppt
var í fjórum þyngdarflokkum og
urðu úrslit þau að Björn R. Einars-
son, sem síðar varð einn þekktasti
tónlistarmaður landsins, sigraði í
léttvigt, Jón Þorsteinsson sigraði í
veltivigt, Amar Jónsson í létt-
þungavigt og Hrafn Jónsson í
þungavigt. Þama vann Hrafn með-
al annars það afrek að sigra einn
andstæðing sinn á „knock out“ í
fyrstu lotu, sem var fremur sjald-
gæft hér á landi. Mótið þótti ta-
kast mjög vel og í kaffísamsæti í
Oddfellowhúsinu að mótslokum
sagði Peter Wigelund meðal ann-
ars að þetta mót hefði án nokkurs
vafa verið skemmtilegasta og
besta hnefaleikamót, sem haldið
hefði verið á íslandi.
Haustið 1941 var aðsókn að
hnefaleikaæfíngum Ármanns svo
mikil að við lentum í húsnæðis-
skorti og var fjölda manns vísað
frá vegna aðstöðuleysis. Annað
innanfélagsmót Ármanns var svo
haldið vorið 1942 og fór það mjög
vel fram eins og hið fyrsta. Blaða-
dómar vom mjög jákvæðir og
bæði Morgunblaðið og Vísir höfðu
til dæmis á orði að drengileg fram-
koma keppenda hefði vakið at-
hygli áhorfenda. Jákvæð umfjöllun
varð mikil lyftistöng fyrir íþróttina
á næstu árum enda naut hún mik-
illa vinsælda áhorfenda. Iðulega
var uppselt á sýningar og keppnir
og við sem stóðum framarlega í
flokki lentum oft í vandræðum með
að útvega vinum og kunningjum
aðgöngumiða. Mér er til dæmis
minnisstætt að á hnefaleikamóti
Ármanns í febrúar 1943, sem hald-
ið var í íþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar, seldust rúmlega 400 að-
göngumiðar upp á rúmum klukku-
tíma og fengu mun færri miða en
vildu.“
Kennaranum til sóma
Hér gerum við hlé á frásögn
Guðmundar og gluggum aðeins í
blaðafrásagnir af hnefaleikum frá
þessum árum. Þannig segir til
dæmis í Morgunblaðinu þann 22.
júní 1943:
„Hnefaleikameistaramót íslands
fór fram í íþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar síðastliðið laugardags-
kvöld. Ármann stóð fyrir mótinu,
sem er eitt af meistaramótum ÍSÍ.
Keppendur, sem allir eru Ármenn-
ingar, voru 12 í 6 þyngdarflokkum.
Húsið var troðfullt af áhorfendum
og urðu margir frá að hverfa ...
Það var sérstaklega eftirtektar-
vert, hve vel og drengilega kepp-
endur komu fram. Leikur þeirra
var prúður og fallegur og hinum
ágæta hnefaleikakennara Ár-
manns, Guðmundi Arasyni, til mik-
ils sóma.“
Meistaramót íslands í hnefaleik-
um árið 1944 fór fram að Háloga-
landi 3. maí og var fyrsta meistara-
mótið hér á landi þar sem keppt
var við fullkomlega löglegar að-
stæður. Mótið var vel sótt og seld-
ust um 1.700 aðgöngumiðar upp
á örskömmum tíma. Morgunblaðið
fjallaði um mótið 4. maí 1944 og
segir þar meðal annars:
„Guðmundur Arason varð Is-
landsmeistari í þungavigt á hnefa-
leikameistaramóti Islands, sem fór
fram í gærkveldi í íþróttahúsi
ameríska hersins við Hálogaland.
_Keppendur voru úr Ármanni og ÍR.
Húsfyllir var og þrengsli mikil og
hiti illþolandi. Guðmundur var í
sókn allan leikinn og vann yfir-
burðasigur. Mótið fór vel fram.“
Eg spyr Guðmund nánar út í
þennan leik en hann vill sem
minnst gera úr afreki sínu, segir
þó að andstæðingur sinn hafí verið
Skemmtileg kennslustund
bæði mun hærri og þyngri en hins
vegar hefði hann ráðið yfír meiri
högghraða og tækni, sem ráðið
hefði úrslitum í þessari viðureign.
Um samvinnuna við bandaríska
herinn segir Guðmundur hins veg-
ar m.a.:
„Eftir meistaramótið 1943
komu þrír liðsforingjar úr ameríska
hemum að máli við mig og kváð-
ust þeir hafa áhuga á að fá nokkra
Ármenninga til að halda sýningar
fyrir ameríska hermenn í íþrótta-
húsi hersins að Hálogalandi, sem
þá hét Andrews Fieldhouse. David
Zinkoff hafði orð fyrir þeim og
kvaðst hann vera einn af meðlim-
um íþróttaráðs Pennsylvaníu, hafði
verið þulur á mörgum helstu hnefa-
leikamótum í Bandaríkjunum auk
þess sem hann var ritstjóri „Hvíta
fálkans“, sem var blað sem bandar-
ískir hermenn gáfu hér út á stríðs-
árunum. Mála-
leitan þessari
var vel tekið
af okkar hálfu
og skömmu
síðar var efnt
til sýningar
fyrir hermenn
að Hálogalandi
og við betri
aðstæður en
áður höfðu
tíðkast hér.
Pallur var upp-
hækkaður, lýs-
ing fullkomin,
homstólpar
fóðraðir og
fóðraðar dýnur
á gólfi. Ár-
menningar
héldu sýningar
fyrir herinn
næstu árin á
eftir, einu sinni
til tvisvar í
mánuði og
varð þetta
mikil lyfti-
stöng fyrir
íþróttina.“
Þátttakendur Armanns í hnefaleikamótinu 1928, sem var hið fyrsta sem haldið var hér á landi.
Björn Eyþórsson (til hægri) kemur inn „hægri handar
húkki“ eftir vel útfærða vörn í keppni við Pál Valdi-
marsson að Hálogalandi 1950.
Rögnvald Kjellevold (til vinstri) og Guðjón Mýrdal 1936.
Ekki er rúm til að rekja hér í
smáatriðum þá þróun sem varð í
hnefaleikum á íslandi á næstu
ámm. Guðmundur Arason lét af
störfum sem þjálfari og forystu-
maður hnefaleikamanna í Ármanni
vegna anna árið 1947 en hélt þó
áfram að styðja við bakið á starf-
seminni eftir því sem tími hans
leyfði og allt fram til þessa dags
hefur hann verið ötull baráttumað-
ur fyrir hagsmunum Ármenninga
enda heiðursfélagi þar. Stefán
Jónsson og Jóel B. Jacobsen tóku
við hnefaleikakennslunni af Guð-
mundi. Árið 1949 tók Þorkell
Magnússon við þjálfuninni og var
þjálfari og formaður deildarinnar
þar til hnefaleikar vom bannaðir
1956. Af minnisstæðum atburðum
þessara ára nefnir Guðmundur
heimsóknir erlendra hnefalei-
kakappa:
„Mér verður alltaf minnisstæð
heimsókn Ottos von Porat frá Nor-
egi en hann var heimsþekktur
hnefaleikakappi á þeim ámm.
Hann var Noregsmeistari og síðar
Ólympíumeistari í þungavigt og
varð síðan atvinnumaður í Banda-
ríkjunum. Hann komst á lista yfír
fjóra bestu hnefaleikara í heimi í
þungavigt. Ferill von Porats var
glæsilegur og eftir að hann hætti
keppni stofnaði hann hnefaleika-
og fímleikaskóla í Ósló. Ármenn-
ingar fengu hann hingað til lands
í júní 1948 til að leiðbeina hnefa-
leikamönnum félagsins og dvaldist
hann hér í rúmlega mánuð. í
tengslum við komu hans héldu
Ármenningar meistaramót í Aust-
urbæjarbíói í júlí og ávarpaði Otto
von Porat áheyrendur við upphaf
mótsins. Hann minntist á reynslu
sína af hnefaleikum, en þá íþrótt
taldi hann vera einna skemmtileg-
Morgunblaöid/Ol.K.M.
Frá keppninni frægu við Danina að Hálogalandi 3. mars 1950. Guðmundur Arason hringdómari og
Wemer Rasmusen, fararstjóri dönsku hnefaleikaranna, stumra yfir danska keppandanum Frede Hans-
en eftir að Jón Norðfjörð sló hann í gólfið.
ustu og drengilegustu íþróttina,
ef hún væri tekin réttum tökum.
Hann lýsti yfir ánægju sinni með
heimsóknina til Reykjavíkur og að
fá tækifæri til að kynnast hnefa-
leikamönnum Ármanns, sem hann
sagði að stæðu framar hvað kunn-
áttu og leikni snerti en hann hafði
átt von á.
Otto von Porat varð við þeirri
ósk að sýna hnefaleika og var það
síðasta atriði mótsins. Ég varð
fyrir valinu sem mótheiji og í
fyrstu lotu gerðum við lítið annað
en að þreifa fyrir okkur. Ég sló
mest beina vinstri, hátt eða djúpt,
mest alla lotuna, en von Porat
hugði eingöngu að vöminni. Áhorf-
endur voru ekki ánægðir með þetta
og vildu fá að sjá meiri keppni.
Ósk þeirra rættist þegar í annarri
lotu. Ég hóf sókn og bein hægri
og vinstri dundu á nefi og kjálka
von Porats sem svaraði fyrir sig
og kom vel útfærðu höggi undir
hökuna á mér. Tvær síðari lotum-
ar voru svo skemmtileg kennslu-
stund í hnefaleikum og þökkuðu
áhorfendur fyrir sig með dynjandi
lófataki.
Sló eftir að bjallan hringdi
Önnur erlend heimsókn verður
mér einnig minnisstæð þótt ekki
sé það fyrir hæfni gestanna. í þetta
sinn voru það ljórir hnefaleika-
menn frá Danmörku, sem hingað
komu í boði KR. í tilefni af heim-
sókn þeirra efndu Ármann og KR
til sameiginlegs hnefaleikamóts.
Fararstjóri Dananna, Werner Ras-