Morgunblaðið - 02.06.1991, Síða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1991
Þorlákur Þórðarson hefur alltaf
unnið baksviðs í leikhúsinu,
en á knattspymuvellinum
var hann ósjaldan
í aðalhlutverki enda þjóð-
sagnapersóna í hlut-
verki dómarans.
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur / Ljósmyndari Kristjón Arngrímsson
HVAÐ gera menn á morgnana í leikhúsi?
„Þeir æfa auðvitað," segir leiksviðsstjórinn
Þorlákur Þórðarsson og gengur mjúklega
um Litla sviðið á klossunum sínum rauð-
brúnu. Þú ert alltaf baksviðs, hefur þig
aldrei langað til að vera í sviðsljósinu?
„Eg er í sviðsljósinu í daglega lífinu,
finnst það sterkara. Nú? „Já, með því
að vera til. Hins vegar fór sonur
minn Randver fram fyrir járntjald-
ið. Ég var nú ekkert hrifinn af
því, en það er hans mál. Ég er
bara óbreyttur borgari sem
hefur fengið að vera hér í rúm
40 ár.“
eiksviðsstjóri Litla
sviðsins æfir ekki
á morgnana enda
í öðru að snúast.
Hann er einnig
sýningarstjóri,
dyravörður, og
sviðsmaður á
staðnum.
Þorlákur Þórðarson, Víkingur og
knattspyrnudómari hefur starfað
við Þjóðleikhúsið síðan það hóf
starfsemi sina fyrir rúmum 40
árum, og síðustu 17 árin hefur
hann verið leiksviðsstjóri Litla
sviðsins.
„Ég hef nú oft reynst yfirmönn-
um mínum óþægur ljár í þúfu, hef
verið að skipta mér af hlutum sem
mér kemur ekki við,“ segir hann,
„enda hef ég verið rekinn sjö sinn-
um, hef bara aldrei farið. En ég
lofaði nú bæði Sveini Einarssyni
og Gísla Alfreðssyni að fara þegar
ég yrði rekinn í áttunda sinn.“
Yfirsópari
Þorlákur er grannur og hefur þetta
kæruleysislega göngulag knatt-
spyrnudómarans, en minnir annars
á virðulegan leikara í fasi og klæða-
burði. Kannski fá menn svona yfir-
bragð þegar þeir hafa verið lengi
í leikhúsi.
Litla svið Þjóðleikhússins hefur
verið til húsa í fyrrum íþróttahúsi
Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu
síðustu fimm árin, og í kjallararn-
um er sviðið og reyndar skrifstofa
Þorláks líka.
Merki Víkings er í beinu sjón-
máli þegar setið er í sófanum á
skrifstofu hans, og kort af íslandi
hangir á veggnum og á það er ís-
lenska fánanum úr taui tyllt. Þor-
lákur er sennilega orðinn mikill
þjóðernissinni eftir að hafa staðið
svona oft undir íslenska þjóðsöngn-
um þegar landsleikir eru leiknir.
Málverk af leikurum eru á veggjum
og á gólfi í stöflum, og litlu líkani
af leiksviði er tyllt ofan á möppur
með blaðaúrklippum.
„Upphafið að starfi mínu má
rekja til þess þegar Þjóðleikhúsið
var vígt árið 1950,“ segir hann.
„Ég var þá leigubílstjóri og fékk
út með hörku tvo túra með leikhús-
gesti. Það var lítið að gera 'á þeim
árum og til að tryggja að ég fengi
viðskiptavini að sýningu lokinni,
beið ég í bílnum fyrir framan leik-
húsið. Ég hlustaði á vígsluna í út-
varpinu og fyrir mér opnaðist ævin-
týraheimur."
Þriðja kvöldið var Þorlákur kom-
inn bak við járntjaldið, eins og
hann segir, því vin hans úr Víkingi
sem vann baksviðs í leikhúsinu
vantaði einmitt aðstoðarmann.
„Þetta var ágætis kvöldvinna, og
síðan ílentist ég hér. Ég hef fengið
allt sem ég sóttist eftir, góða vinnu,
vinnustað, vinnufélaga — verst
hvað tíminn hefur liðið hratt. Mér
finnst alltaf vera föstudagur."
Þegar Þorlákur talar um járn-
tjald, á hann við eldvarnartjaldið
sem fellur fram fyrir rauðu tjöldin
að sýningu lokinni. Það tjald sér
áhorfandinn aldrei.
Hann segist hafa verið yfirsóp-
ari á stóra sviðinu í mörg ár, farið
af efra sviði niður á hið neðra.
„Þegar ég er spurður hvernig
gangi í vinnunni svara ég því til,
að þeir sem komast vel áfram séu
alltaf á uppleið, en ég sé alltaf á
niðurleið!
Ég er feginn meðan þeir fara
ekki með mig neðar,“ bætir hann
við glottandi og bendir á gólf skrif-
stofu sinnar.
Átök
„Tilgangurinn með litla sviðinu
var í upphafi sá, að Leiklistarskól-
inn hefði tilraúnaleikhús. Síðan
hefur reynslan sýnt að Litla sviðið
hefur verið mikil upplyfting fyrir
íslenskt leiklistarlíf," segir Þorlák-
ur, „Flest leikritin sem hafa verið
sýnd hér eru íslensk.“
— Þú hefur séð mörg verk á
þessu sviði, hvert er nú uppáhalds-
verkið?
„Ég á ekkert uppáhaldsverk, þau
eru hvert öðru ólíkara. Ég er án-
ægðastur þegar fólk kemur á sýn-
ingarnar. Jú, ég var ánægður með
„Bílaverkstæði Badda“. Við sýnd-
um það hundrað sinnum fyrir fullu
húsi.“
— Er einhver leikari eftirminni-
legur?
„Nei, menn koma og fara. En
þetta er engin hallelújasamkoma
hérna. Hér eiga sér stað mannleg
átök og ég fer ekkert varhluta af
þeim. Ég hef alltaf haft ákveðna
skoðun á hlutunum og læt hana
fara. Er kannski ekkert vinsæll
fyrir bragðið. En oftast er ég með
hagsmuni stofnunarinnar í huga.
Heyrðu, ég ætla að skreppa upp í
-