Morgunblaðið - 02.06.1991, Page 12

Morgunblaðið - 02.06.1991, Page 12
-í-2 MORGDNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUÐAGUR 2: JUNI M1 UIVIHVERFISIVIÁL///irdum viö nœgjanlega um hreinleika hafsins viö íslandf Hagurlandsí hendiþér í DAG er Sjómannadagnrinn haldinn hátíðlegur víða um land. Skipum og bátum er umsvifalaust stefnttil lands og menn minnast sjávar og sjómanna. Þessi siður er í hæsta máta við hæfi i landi sem er svo háð haf- inu, þeim afla sem það gefur af sér og ekki sist þeim sem sækja þennan afla; sjómönnunum. Hátiðahöldin eru að vísu misáberandi, þannig hafa nokkur sjávar- pláss skapað sér sérstöðu með mjög veglegum hátíða- höldum þennan dag og nefni ég Neskaupstað og Vest- mannaeyjar þar sem ég veit til að Sjómannadagurinn er mjög í hávegum hafður. í Reykjavík er Sjómanna- dagurinn ekki eins stór viðburður en ég fullyrði að Reykvíkingum veitti ekkert af því að gefa honum meiri gaum og heiðra þannig þá undirstöðu sem borg- in, ekki síður en aðrar byggðir, hvílir á. Mér er það alltaf minnisstætt þegar ég hlýddi á fyrirlestur bresks fiskveiðisérfræðings fyrir nokkrum árum. Það var á honum að skilja að fiskveiðar og fiskimenn væru sérkennilegt fyrirbæri sem bæri að varðveita, rétt eins og tegund sem væri í útrýmingar- hættu. A mæli- kvarða milljóna- þjóða væru þetta örfáir menn sem enn sæktu sjó og eftir Björn G. Jónsson að þeir skiptu svo sem engu máli í samanburði við aðra þjóðfélagshópa og aðrar atvinnugreinar. Eflaust var þessi ágæti vísindamaður bara að lýsa ákveðnum staðreyndum enda talaði hann út frá veruleika síns heimalands og nágrennis. Orð hans voru engu að síður framandi þar sem þau voru töluð hér á íslandi, þessu „Föðurland yort hálft er hafið“ — Ýmsir aðilar hafa tekið höndum saman um að koma upp skilti við hafnir landsins fyrir sjó- mannadaginn í ár sem áminni okkur að ganga vel um hafið. landi þar sem sjómenn eru ekki nein afgangsstærð og fiskveiðar ekkert sýnishorn. Þessar bollaieggingar leiða hug- ann að þeirri sérstöðu sem ísland hefur og verður okkur oft að umtals- efni. Þegar öllu er á botninn hvolft felst þessi sérstaða í þeirri atvinnu- grein sem ber allt annað uppi hér á landi. Nágrannaþjóðir með land að sjó hafa fyrir allnokkru gert fiskveið- ar að jaðargrein m.a. vegna rán- yrkju og mengunar á hafsvæðum þessara landa. Þær hafa um leið snúið sér að atvinnuháttum þar sem allar aðstæður eru undir meiri stjórn, iðnaði, landbúnaði og hvers kyns verslun og þjónustu. Við íslendingar höldum okkur við ævafoma aðferð við að lifa af; veiðar. Mér er ekki kunnugt um neitt annað sjálfstætt þjóðríki sem byggir afkomu sína á þessari gömlu aðferð sem sagan segir okkur að hafí al- mennt verið aflögð sem lífsmáti fyr- ir nokkrum þúsundum ára þegar svokölluð búnaðarbylting hélt inn- reið sína í mannkynssöguna, fólk tók að rækta og taka sér fasta búsetu. Fiskveiðar eru að vísu stundaðar enn í dag en þá meir sem tómstundagam- an eða sem hálfúrelt lífsform sem er baggi á samfélaginu. Fiskveiðar voru áður býsna mikilvægar greinar í Noregi, á vesturströnd Svíþjóðar og í Danmörku en hafa nú verulega rýrnað að gildi fyrir allar þessar frændþjóðir okkar. Islendingar hafa í reynd varðveitt þessa gömlu atvinnugrein, aukið hana og tæknivætt og sett allt sitt traust á hana. Kannski er það þess vegna sem okkur hefur tekist, þrátt íyrir allt, að stýra fiskveiðum okkar betur en flestar aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf. Enn merkilegra er að framtíð íslendinga er að halda áfram á sömu braut, halda áfram að sækja sjó af jafnmikilli hagsýni og dugnaði og viðhalda þannig físk- veiðum sem aflgjafa mannlífs í iýð- veldinu. Þrátt fýrir sterka löngun til að iðnvæðast á sama hátt og aðrar þjóðir vesturálfu er langt í frá útséð um að það takist nokkurn tíma og reyndar býsna margt sem bendir til að svo verði aldrei. Fiskveiðarnar verða áfram okkar akkeri. Ekki er ástæða til annars en að ganga fagnandi til móts við þessa framtíð. Otal teikn eru á lofti um það að íslendingar séu nánast útval- in þjóð hvað varðar aðgang að dýr- mætum auðlindum sem síaukin eft- irspurn verður eftir. Hvers virði ér t.d. þorskstofn í hreinu hafí sem gefur af sér í kringum 300 þús. tonna afla á ári? Engin leið er til að svara því á fullnægjandi hátt öðruvísi en að segja að verðmæti hans fari sívaxandi í heimi sem kall- ar á holl og ómenguð matvæli. Allar vildu þær þjóðirnar eiga hann. Hreinleiki hafsvæðanna í kringum Island er og verður einhver dýrmæt- Hjúkrunarfræðingar á skurð- og svæfingadeildum Landspítalans ■ kynning á starfsemi skurð- og svcefinga- deilda og starfssviði hjúkrunarfræðinga á deildunum m matarhlé - umrceður ■ heimsókn á skurðstofurnar hjúkrunarfræðingar Við, hjúkrunarfræðingar sem störfum á skurð- og svæfinga- deildum Landsspítalans, verð- um með opið hús þriðjudaginn 11. júní frá klukkan 9:00 til 16:00. Við bjóðum hjúkrunarfræðinga velkomna, sem áhuga hafa á að til að kynnast starfsemi deild- anna í fjölbreyttri dagskrá. Þátttaka í opnu húsi tilkynnist Bergdísi Kristjánsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra eða ritara hjúkrunarforstjóra í síma 601300 og 601301 fyrir 6. júní. Bergdís veitir einnig allar nánarí upplýsingar í síma 601000. SKÓLflIWÁL//vív ersvo afrakstur vetrarins? SKÓLÁLOK ÞEGAR KOMIÐ ER á leiðarenda er eðlilegt að horft sé um öxl og spurt; Hvað er þá orðið okkar starf í allan vetur? Höfum við gengið til góðs? Þokað nokkru áleiðis? Varla fer hjá því að eitthvað hefur áunnist. Nemendur eru að minnsta kosti orðnir misserinu eldri og þroskaðri og margir nokkru fróðari en í haust. Eftir tiitölulega mildan vetur, sem óneitanlega auðveldar allt skól- astarf, er prófum lokið og árangurinn kominn í ljós, mældur í einkunnum. Vissulega er það markmið í sjálfu sér að hljóta góðan vitnisburð í náms- greinum, kunnátt- an skilar sér í næsta áfanga. Það sýnir einnig að nemandinn hefur tamið sér reglu- semi og góð vinnu- brögð sem ekki er síður virði og kemur sér vel alla tíð hvað sem menn fást við. Það er samt ekki nóg að kunna að lesa, skrifa og reikna og hrafl í öðrum greinum. Skólinn á að vera undirbúningur undir lífið í víðtækum skilningi um leið og hann er hluti af því. En hvað það er auk grunn- menntunarinnar sem taiið er heilla- vænlegast framtíð hvers einstakl- ings. Því verður skólinn einnig að sinna með beinum eða óbeinum hætti. Ef við hlustum á þjóðfélagsum- ræðuna á kosningaári, þegar gera má ráð fyrir að hugsunin sé hvað skýrust, berst talið einkum að þrennu. 1) Að standa vörð um fjölskylduna. 2) Að spilla ekki náttúrunni og vernda umhverfið í víðri merkingu. 3) Að tryggja fjárhagslega afkomu og félagslegt öryggi. Um það fyrsta fær skólinn svo sem Iitlu ráðið. Þó sakar ekki að freista þess að auka foreldrasamstarfið, ekki síst að fá foreldra t.il að ræða saman og glöggva sig á því hvem þeir telja höfuðvandann í uppeldinu og hvemig skuli bregðast við honum. Bráðnauðsynlegt er að foreldrar gefi sér tíma til að sinna þessu verkefni í tæka tíð. Sumir skólar hafa boðað til funda þar sem foreldrum og börn- um saman gefst tækifæri til að kryija málin. Þetta hefur gefíst mjög vel en brýnt að vanda mjög vel allan undirbúning. Hér er fjallað um viðkvæm mál, sem stundum eru nefnd feimnismál, sem þarf að ræða af hreinskilni. Hve mikla vasapeninga ætti bamið/ungl- ingurinn að hafa? Hver á að vera útivistartími á kvöldin? (Þótt á hveij- um stað sé lögreglusamþykkt um það efni.) Hver er afstaðan til kynferðis- fræðslu og kynferðismála? Þarf að ræða neyslu áfengis unglinga/for- eldra? Það hljómar óneitanlega dálít- ið ankannalega að halda því fram að halda þurfí fundi í skólum til að tala um það sem eðlilegast væri að ræða innan veggja heimilanna. Þörf- in er engu að síður staðreynd sem ekki verður undan skorast. Um náttúruvemd var fjallað í síð- asta pistli. Þar var greint frá því að margir skólar em að hefja undirbún- ing að umhverfisátaki hver í sinni heimabyggð. I nýrri könnun Félags- vísindastofnunar Háskólans kom í ljós að þessir þættir eru ofarlega í huga landsmanna. Má því búast við eftir Gylfa Pólsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.