Morgunblaðið - 02.06.1991, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.06.1991, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1991 C 13 ____J_;__ LÆKNISFRÆÐI///vaó ergáttatíff Gangtruflun í mótornum vinstri hjartahelmingur — 1. Slegill, 2. gátt. asta eign þjóðarinnar svo lengi sem hann varir. Hagur okkar allra er undir því kominn að hafið í kringum landið haldist ómengað. Það er þess vegna sem ólíkir aðilar eins og ís- landsnefnd Norræna umhverfisárs- ins, Landvernd, LÍÚ, Vita- og hafna- málastjórn, hafnir landsins og fleiri hafa tekið höndum saman um að koma upp skilti við hafnir landsins fyrir sjómannadaginn í ár með áminningu til sjófarenda um þessa einföldu staðreynd. Okkur ber að ganga vel um landið okkar en ekki síður ber okkur að hirða vel um hafið því eins og stendur „Föðurland vort hálft er hafið“. Talsverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað síðustu ár meðal sjó- manna, útgerðarmanna og annarra sem nálægt sjávarútvegi koma. Umgengni við hafið er nú önnur og betri en hún var fyrir nokkrum árum. Þar er m.a. að þakka aðgerðum á vegum LÍÚ fyrir 3 árum, uppsetn- ingu gáma við hafnir landsins fyrir rusl frá skipum og bátum og áróðri og umræðu um þessi mál á vegum samtaka eins og Landverndar o.fl. Uppsetningu skiltisins við hafnir landsins er ætlað að styrkja þessa hugarfarsbreytingu í sessi og gefa sjófarendum jákvæða ábendingu um einfaldleik málsins. Okkur íslendingum er ekki annað sæmandi en að taka þetta mál alvar- lega og vinna að því á öllum víg- stöðvum. Allt bendir til þess að á næstunni getum við ekki eflt hag okkar með því að afla meira úr sjó. Aðstæður í vistkerfi sjávarins hafa ekki getið af sér stóra árganga helstu nytjastofna síðustu árin. Það verða því gæði sjávaraflans sem geta eflt hag íslands fyrst og fremst. Undirstaða þeirra gæða er hreinleiki sjávarins. Það er því vel við hæfi í lok Norræns umhverfisárs að merkja helstu snertifleti lands og sjávar þeim boðskap að „Hreint haf sé hagur íslands". HJARTAÐ VERÐUR að ganga rétt, eins og klukkan. Annars er hætt við ruglingi í riminu. Hólfin þess fjögur, vinstri og hægri slegill (afturhólf) og vinstri og hægri gátt (fram- hólf), eru vöðvapokar sem drag- ast saman og þenjast út til skipt- is. Sleglarnir eru þykkveggjað- ir, og sterkir vöðvar þeirra þrýsta blóðinu í gusum út í slag- æðanetið sem hríslast um allan líkamann. Gáttaveggirnir eru þynnri og kraftminni enda ekki annað af þeim heimtað en að slakna þegar taka þarf á móti bláæðablóðinu og skila því svo niður í sleglana sem eru næstu herbergi, og til þess þarf ekki mikið átak. Rafstraumurinn sem hleypt er á við hvern hjartslátt berst um gáttaveggina og veldur sam- drætti þar, en síðan niður í slegl- ana sem nú eru fullir af blóði og bíða eftir skipun um að spýta því út í æðarnar. Þeg- ar allt er með felldu gerist þetta 70-80 sinnum á mínútu eins og finna má og heyra ef púlsinn er tal- inn eða eyra lagt að hjartastað. Margskonar bilanir geta orðið í leiðslukerfi hjartans, sumar alvar- legar og jafnvel lífshættulegar, aðrar meinlitlar eða meinlausar. Sú þeirra sem fréttnæmust hefur þótt að undanförnu vegna lasleika Bandaríkjaforseta er nefnd gátta- tif og kemur til af því að smáknippi í gáttavöðvunum fara að dragast saman upp á eigin spýtur og án samráðs við hin knippin. Þetta samdráttartif er ótt og títt, kannski 3-400 sinnum á mínútu og veldur því að gáttirnar tæmast ekki sem skyldi. Sum boðin en hvergi nærri öll komast niður í sleglana og því verða samdrættir þeirra óreglulegir og stundum mjög hraðir. Oftast ásækir þessi leiðslutrufl- un þá sem eru haldnir einhverjum hjartasjúkdómi svo sem kransæða- þrengslum eða óþéttum lokum milli hólfa. Einnig er fólki með ofvirkan skjaldkirtil hættara en öðrum við gáttatifi og loks eru þess dæmi að engin ástæða finn- ist, tifið byijar hreinlega upp úr þurru. Áhrif svona hjartsláttaró- reglu á líkamsstörf og heilsu eru af ýmsu tagi. Sem dæmi má nefna að stöðupollar myndast gjarnan í gáttunum þegar tæming þeirra verður ófullkomin og ber þá stund- um við að blóðið storknar þar og hleypur í kekki, en ef slíkir tappar fljóta burt og festast í viðkvæmum líffærum, t.d. heila eða lungum, geta þeir reynst skaðræðisgripir. — Annars veldur gáttatif ekki ævinlega einkennum, að minnsta kosti ekki það miklum að sjúkling- urinn verði þeirra áþreifanlega var og leiti læknis. Þetta er líka kvilli sem á það til að koma í köstum og birtist þá ef til vill sem óþæg- indi fyrir hjarta, aðsvif eða jafnvel meðvitundarleysi um stund, en svo kemst regla á sláttinn að nýju og eigandi hjartans kennir sér ekki meins. Þarf nokkuð að lækna þetta fólk? Sumt og sumt ekki, eins og þegar mun ljóst af framansögðu. Ymis lyf kunna að vera æskileg eða nauðsynleg til hjálpar þeim sem bera orsök gáttatifs í hjartanu sjálfu. Aðrir þurfa ráð sem að gagni koma þegar skjaldkirtillinn gerist athafnasamari en þörf er á; bóndinn í Hvíta húsinu mun vera einn þeirra. Fyrir kemur að grípa verður til sterkari raf- straums en þess sem á upptök sín í hjartanu og er sjúklingnum þá í skyndisvæfingu gefið rafstuð á bijóstið sem venjulega nægir til að kippa hjartslætti hans úr villu síns vegar, að minnsta kosti í bili. Sú læknisaðgerð hefur verið nefnd hjartastilling. Eins og nærri má geta verður því seint slegið föstu hversu al- gengur sá kvilli muni vera sem getur um langa hríð farið svo leynt að hvorki sjúklingur né læknir verði hans varir. Þeir sem mest fjalla um hjartans mál giska þó á að varla færri en Tjórir af hveiju þúsundi hafí einhvern tíma fengið hann í heimsókn. eftir Þórarin Guónoson I skólagarðinum — Bráðnauðsynlegt er að foreldr- ar gefi sér tíma til að sinna samstarfinu með bömum og skóla. að þessi mál hafi byr um þessar mundir. rjármál fólks eru jafnan viðkvæm og flestir vilja láta líta út fyrir að þeir hafi meiri fjárráð en raun er á og af því trúi ég að mörgum sé full- laust fé í hendi. Láti t.d. böm sín hafa meiri peninga en þeim er hollt. Það fer ekki á milli mála að traustur ljárhagur einstaklinga og fjölskyldna er ákveðin forsenda velfamaðar þótt hann einn og sér nægi ekki til. Ekki ætti því að vera álitamál að æskilegt er að kenna bömum að fara vel með fé., Á hveiju ári hef ég gert mér að reglu að fá nemendur til umræðna um fjármál heimilanna, Hvað kostar að reka meðalheimili. Hef sagt sem svo, þið farið út í búð og kaupið í matinn og aðrar náuðsynjar. Þau greina frá því helsta sem þarf til lífs- viðurværis og hvað það kostar. Ég dreg hiklaust frá 10-20%. Spyr síðan hvað þau haldi að rafmagn, hiti, sími, tryggingar og önn- ur slík þjónustu- gjöld séu há upp- hæð í heimilishald- inu og lækka hana niður í þægilega reiknitölu. Skyldi nú fjölskyldan fara út að skemmta sér, í bíó, leikhús, árs- hátíð, út að borða eins og það heitir eða kosta einhveiju til sumarleyfisins? Jú, ætli það ekki. Eitthvað þarf nú að borga í skatta. Ekki er ósennilegt að bíll sé á heimilinu. Ekki fékkst hann ókeypis eða bensínið á hann og annar rekstur. Eru gefnar jóla- og afmælisgjafir? Að sjálfsögðu. Þetta er lagt saman, upp- hæðin kemur harkalega á óvart og er þó ekki allt tínt til. Síðan spyr ég. Hver em svo mán- aðar/árslaun Meðaljóns? Jafnvel Aðaljóns? Sums staðar er aðeins ein fyrirvinna á heimili. Annars staðar vinna báðir foreldrar utan heimilis. Jafnvel þótt svo sé, þarf Ofuijóna og Ofuijónur til að jafna metin. Debet - kredit. Lögmálið sem öll ijármál lúta. Að síðustu gefa nemendur mér upp hversu miklu fé þeir veiji til kaupa á sælgæti í viku hverri. Enn beiti ég frádráttaraðferðinni - en samt tókst nemendum í stórum skóla að éta sælgæti og drekka ropvatn fyrir andvirði eins strætisvagns á einum vetri! Peningar eru í sjálfu sér keppi- kefli einir sér en það er erfitt að hugsa sér að vera án alls þess sem hægt er að-kaupa fyrir þá. O VERZLUNARSKÓU ÍSLANDS ÖLDUNGADEILD Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram dagana 31. maí kl. 09.00-16.00 og 3.-6. júní kl. 090.00-18.00. í boði verða eftirfarandi námsgreinar: Bókfærsla: BÓK 204, BÓK 404, BÓK613 Bókmennta- og listasaga: SBL 214 Danska-. DAN 204 Efna- og eðlisfræði: EFN 204 Enska: ENS 204, ENS 604 Farseðlaútgófa: FAR 114 Ferðaþjónusta: FER 214 Franska: FRA 204 Hagfræði: REK 203, REK 415 íslenska: ÍSL 102, ÍSL 202, ÍSL 604 Ritvinnsla: VÉL 403 Saga: SAG 203, SAG 402 Stjórnun: STJ 214 Stærðfræði: STÆ 204, STÆ 604, STÆ814 Tölvubókhald: TÖB 214 Tölvufræði: TÖL113, TÖL 203, TÖL 403 Utanríkisviðskipti: UTV 214 Vélritun: VÉL 102, VÉL 201 Verslunarréttur-. VER 203 Þýska: ÞÝS 204, ÞÝS 604, ÞÝS 814 Áföngum ofangreindra hægt að safna saman eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamólabraut Próf af skrifstofubraut námsgreina er og láta mynda Verslunarpróf Stúdentspróf Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.