Morgunblaðið - 02.06.1991, Page 27
Minningaí eigum við margar úr
sameiginlegum ferðalögum fjöl-
skyldnanna bæði innan- og utan-
lands. í þessum ferðum naut sín
einstök frásagnargáfa Joels enda
var hann víðlesinn maður. Sérstakt
lag hafði hann á að ná óskertri
athygli okkar strákanna við slík
tækifæri. Joel gaf sér alltaf tíma
til að ræða við okkur málin, hvort
sem við vorum tveggja ára eða
tvítugri og segir það mikið um
þennan mæta mann. Knattspyrna
var þá oftar en ekki umræðuefnið
og nutum við þess að hlusta á frá-
sagnir hans af leikjum og mönnum.
Margar lýsingar fengum við úr ferð
Joels, Fríðu og foreldra okkar á
HM í knattspyrnu 1966. Goðar
minningar eigum við af töfra-
manninum Joel, sem gat sagað af
sér putta og tínt úr eyrum okkar
smápeninga. Alltaf höfðum við jafn
gaman af þessu og hann líka. Eftir
að við eltumst sýndi hann börnum
okkar töfra þesssa við mikla hrifn-
ingu. Joel var einstaklega glettinn
maður og vorum við nú ekki alltaf
vissir um hvort hann væri að spauga
eða að tala í alvöru.
Kennsluhæfileikum var Jóel
gæddur enda rólyndur maður og
þolinmóður með afbrigðum. Þessir
hæfileikar nýttust honum i starfi
hans sem ökukennari og nutum við
bræðurnir góðs af er við lærðum
að aka bíl hjá honum.
Minningarnar eru svo ótal marg-
ar. í 45 ár viðgekkst sú venja for-
eldra okkar og Joels og Fríðu í
millum að hittast alltaf fyrsta vetr-
ardag, síðasta vetrardag og á gaml-
árskvöld og auk allra hinna tæki-
færisskiptanna. Þetta voru fastir
punktar í tilverunni og er eitt dæmi
um einstakt samband þessara
tveggja ijölskyldna.
Nú er Joel horfinn svo snögglega
óskiljanlega. Við treystum á tilgang
alls þessa og trúum á endurfundi
og þökkum honum samfylgdina.
Elsku Fríða og fjölskylda, sökn-
uður ykkar er sár og tómleiki mik-
ill. Megi minningarnar um Ijúfan
mann styrkja ykkur í sorginni.
Guðmundur, Krislján, Asgeir og
Birgir Asgeirssynir.
Andlátsfregn Jóels Blomkvist
Jacobsonar kom undirrituðum á
óvart. Joel var ímynd hins stælta
og drengilega íþróttamanns, en
svona er lífsins gangur sem enginn
fær breytt.
Joel stundaði ungur fímleika hjá
Ármanni, en frægastur var hann
fyrir hnefaleik sinn og var hann
einn af burðarásum í stórveldi
hnefaleikadeildar Ármanns á sínum
tíma.
Eins og flestir vita voru hnefa-
g 67 U 70
Kransar • Krossar
• Kistuskreytingar
Simaþjónusta - kreditkortaþjónusta -
sendingarþjónusta
BLOM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMIIMGAR
SUNNUDAGUR 2. JUNÍ 1991
C 27
leikar bannaðir með valdboði frá
Alþingi árið 1956. Við það lagðist
öll starfsemi hnefaleikadeildar Ár-
manns niður. Hættu þá margir
hnefaleikamenn afskiptum af al-
mennu félagsstarfi Ármanns, en
ekki Joel.
Árum saman var Joel ötull í
starfi fyrir hússtjórn og í aðalstjórn
Ármanns og eru margir úr okkar
röðum sem syrgja Joel í dag. Joel
var ávallt reiðubúinn að fórna
frítíma sínum fyrir starfsemi hinna
ýmsu íþróttagreina hjá Ármanni og
eru margir í þakkarskuld við hann.
Glímufélagið Ármann sendir
ekkju Joels Blomkvist Jacobsonar,
frú Málmfríði Bergljótu Jónsdóttur
svo og öllum aðstandendum dýpstu
samúðarkveðjur.
Grímur Valdimarsson, formaður
Glímufélagsins Ármanns
Þann 26. maí barst okkur sú
harmafregn að Jóel Jacobson hefði
orðið bráðkvaddur, en Jóel varð
nýlega 67 ára. Jóel frændi fæddist
í Vestmannaeyjum en flutti á unga
aldri til Reykjavíkur ásamt foreldr-
um og bræðrum. Við vissum að
hann gekk ekki heill til skógar, en
áttum ekki von á að hann yrði kall-
aður frá ástvinum sínum svona
fljótt.
Jóel var ávallt mikill félagi og
vel liðinn af öllum er áttu við hann
samskipti, enda var hann ávallt í
góðu skapi og vildi láta jákvæðu
hliðar hvers og eins njóta sfn. Jóel
kvæntist Málfríði Jónsdóttur og
eignuðust þau tvo syni, Ríkhat'ð,
sem er blikksmiður, og Jóhann sem
er matreiðslumaður. Barnabörnin
eru orðin fjögur.
Hugur Jóels var ávallt hjá Glímu-
félaginu Ánnanni, en bæði Jóel og
Fríða voru í fimleikaflokki félags-
ins, og tóku þau þátt í sýningum
bæði hérlendis og erlendis. Jóel tók
virkan þátt í íþrótta- og félags-
starfí Ármanns og ófáar stundirnar
fórnaði Jóel fyrir Ármann. Á
stríðsárunum var Jóel í fremstu röð
íslenskra hnefaleikara og margfald-
ur meistari, en þá var keppt á Há-
logalandi, hin mikla fimi kom að
góðum notum í hnefaleikunum, og
að sjálfsögðu keppti Jóel fyrir Ár-
mann.
Lengst af starfaði Jóel við öku-
kennslu, en á því sviði var hann
einkar. laginn og náði að yfirvinna
hræðslu hjá mörgum nemandanum,
með sinni einstöku ró og miklu
kennsluhæfileikum. Síðustu árin
starfaði hann einnig sem húsvörður
við Réttarholtsskóla og naut Jóel
sín mjög vel, enda hafði hann mikla
ánægju af að umgangast börn og
unglinga.
Við vitum að mikill verður missir-
inn hjá Fríðu, því Jóel var mikill
íjölskyldumaður, þá munu barna-
börnin örugglega sakna afa síns. Á
þessari kveðjustund eigum við
margar góðar minningar um Jóel
frænda, en hann kenndi okkur m.a.
á bíl og ávallt var gaman að rök-
ræða við Jóel, sem haggaðist sjald-
an. Elsku Fríða og fjölskylda, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð
við þennan mikla missi, en það er
nú svo að þegar missirinn er mik-
ill, þá skilur hinn látni eftir sig í
sama hlutfalli af góðum minning-
um. Guð veiti ykkur styrk. Blessuð
sé minning hans.
Hilmar og Steingrímur
Viktorssynir
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför
GUÐRÚNAR HALLDÓRU SVEINSDÓTTUR
frá Viðfirði.
Jón Björn Árnason,
Hulda G. Sigurðardóttir, Aðalsteinn Finnbogason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður
minnar og ömmu,
RAGNHEIÐAR JÓNASDÓTTUR,
Hrannargötu 1,
ísafirði.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund og séra Sigfinns Þorleifssonar.
Jónasína Þ. Guðnadóttir,
Guðni R. Ólafsson,
i Njörður Sigurðsson.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýju.
og vinarhug við fráfall og útför
ARNÞÓRS SIGTRYGGSSONAR,
Litlubæjarvör 25,
Álftanesi.
Aðalheiður Guðjónsdóttir,
Björg Arnþórsdóttir,
Andri Björgvin Arnþórsson,
Björg Arnþórsdóttir,
Gunnþórunn Sigurjónsdóttir,
Jósef Rúnar Sigtryggsson,
Gerður Sigtryggsdóttir,
Þórunn Sigtryggsdóttir,
Friðgeir Sigtryggsson.
Páll Heiðar Pálsson, '
Sigtryggur Arnþórsson,
Sigtryggur Jósefsson,
Guðjón Guðmundsson,
Margrét Haraldsdóttir,
Magnús Kjartansson,
Gísli Sigurðsson,
+
Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa-
langömmu,
SIGURRÓSAR SVEINSDÓTTUR,
fyrrumformanns
Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar
i Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir flytjum við Verkakvennafélaginu Framtíðinni.
Sveinn Magnússon,
Kristín Magnúsdóttir,
Erna Fríða Berg,
tengdabörn,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
+
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall
og útför
HILMARS ÁRNASONAR,
Brekku við Vatnsenda.
Hjörleifur Hilmarsson, Hafdís Magnúsdóttir,
Hilmar Hjörleifsson, Baldur Hjörleifsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför
KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR,
Einimel 11.
Magnús Tryggvason, Guðrún Beck,
Anna L. Tryggvadóttir, Heimir Sindrason,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við fráfall og útför elskulegrar
móður, fósturmóður, tengdamóður,
ömmu og langömmu okkar,
ÁGÚSTUGUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR,
Hábæ,
Þykkvabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar hjúkrunarheimilisins
Skjóls fyrir frábæra umönnun.
Árný Elsa Tómasdóttir, Valdimar Jónsson,
Halldóra Óskarsdóttir, Tómas Guðmundsson,
Jóna Birta Óskarsdóttir, Gísli Jónsson,
Sigurlín S. Óskarsdóttir,
Margrét H. Júlíusdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför sonar okkar, bróður, dóttursonar og sonarsonar,
GUÐMUNDAR RAFNS KAABER
Gerðhömrum 13.
Sérstakar þakkir eru færðar öllu starfsfólki deildar 1 1-E á Land-
spítatlanum.
Svanhildur E. Guðmundsdóttir, Sverrir Ö. Kaaber,
Erna Guðrún Kaaber,
Katrín Kaaber,
Berglind Guðný Kaaber,
Guðný S. Sigurðardóttir, Guðmundur Rafn Einarsson,
Guðrún S. Kaaber.
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
VALGERÐAR ELÍASDÓTTUR,
Bröttuhlíð 12,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir færum við því góða fólki, sem leit til með henni
meðan hún dvaldi heima og þeim, sem önnuðust hana á deildum
E-6 og B-5, Borgarspítalanum.
Álfheiður Unnarsdóttir,
Elsa A. Unnarsdóttir,
Unnur V. Ingólfsdóttir,
Jóhann Ingólfsson,
Valgerður Stefánsdóttir,
Auðbjörg Stefánsdóttir,
Ingólfur Jóhannsson,
Stefán Valdimarsson,
Guðjón Magnússon,
Jónína Dam'elsdóttir,
Gunnar Þorsteinsson,
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför eiginmanns míns, föð-
ur, tengdafööur og afa,
GÍSLA ÓLAFSSONAR,
húsvarðar,
Hamrahlíð 17.
Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu Krabbameinsfélags-
ins fyrir ómetanlegan stuðning og umönnun.
Sigrún Þorsteinsdóttir,
Þóra G. Gísladóttir, Haukur Hafsteinsson,
Margrét Gísladóttir,
Gísli Gislason, Ágústa Guðmarsdóttir,
Ólafur Gíslason,
Guðrún Gísladóttir
og barnabörn.